Morgunblaðið - 16.03.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913
64. TBL. 88. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Forsætisráðherra Kína harðorður fyrir forsetakosningar á Taívan
Zhu ver yfírlýstan rétt
Kína til valdbeitingar
VFP, AP, Reuters.
Zhu Rongji
Peking. AFP,
ZHU Rongji, forsætisráðherra Kína,
hvatti á blaðamannafundi í gær taív-
anska kjósendur til að sýna ekki
hvatvísi í forsetakosningunum á
laugardag með
því að kjósa þann
sem vildi eyjuna
sjálfstæða og
sagði hann Kín-
verja reiðubúna
til að úthella blóði
sínu til að vinna
Taívan á ný.
Forsætisráð-
herrann, sem hef-
ur verið sá maður
í forystusveit kommúnista-
stjómarinnar í Peking sem einna
mest hefur lagt sig fram um vinsam-
leg samskipti við Vesturlönd, varði
rétt Kína til valdbeitingar ef Taívan-
ar gerðu alvöru úr sjálfstæðiskröfum
og hvatti Taívana til að sniðganga
Chen Shui-bian, sem er einn þriggja
frambjóðenda sem sækjast eftir taív-
anska forsetaembættinu og sá eini
þeirra sem er yfírlýstur sjálfstæðis-
sinni. Hinir tveir eru Lien Chan, nú-
verandi varaforseti og frambjóðandi
stjómarflokks þjóðemissinna,
Kuomintang, og hinn óháði James
Soong. Þeir snera í gær allir bökum
saman til að mótmæla hótunum frá
Peking. Tjáðu þeir hundraðum þús-
unda stuðningsmanna á útifundum
að eyjan nyti „sjálfstæðs fullveldis".
Sagði Zhu að íbúar Taívan stæðu
nú á krossgötum og mikilvægt væri
Dow Jones
tekur kipp
en Nasdaq
lækkar enn
Ncw York. AP.AFP.
DOW Jones-verðbréfavísitalan
í New York styrktist um rúm-
lega 320 punkta í gær, eða um
3,3%, er fjárfestar losuðu fé úr
hátæknifyrirtækjum og fjár-
festu þess í stað í hlutabréfum
í hefðbundnum aðallistaiðn-
fyrirtækjum. Þetta var fjórða
mesta aukning sem orðið hefur
í eins dags viðskiptum í þessari
umsvifamestu kauphöll heims.
Samtímis þessu héldu hluta-
bréf í hátæknifyrirtækjum
áfram að falla. Nasdaq-vísital-
an lækkaði um 124 punkta, eða
2,6%. Samtals hefur fall vísitöl-
unnar sl. þrjá daga verið 9,2%.
Líftæknifyrirtæki, sem áttu
stærstan þátt í hrani Nasdaq í
fyrradag - í kjölfar samkomu-
lags brezkra og bandarískra
stjórnvalda um opinn aðgang
að grunn-erfðaupplýsingum -
réttu lítillega úr kútnum í gær.
Bréf í Human Genome
Sciences, einu samkeppnisfyr-
irtækja Islenzkrar erfðagrein-
ingar, hækkuðu t.a.m. nokkuð.
■ Þáttaskil /26
Stuðningsfólk taívanska forsetaframbjóðandans James Soong var glaðbeitt á kosningafundi í Tafpei f gær.
að þeir forðuðust ákvarðanir sem
þeir myndu síðar iðrast.
„Leyfið mér að ráða íbúum Taívan
heilt. Látið hvatvísina ekki ráða í
málefnum þar sem framtíðarstefna
Taívan mun ráðast. Annars óttast ég
að ekki verði veitt annað tækifæri til
iðrunar," sagði Zhu og kvaðst trúa
því að Taívanar létu skynsemina
ráða.
Stjómvöld í Peking hafa ítrekað
varað íbúa Taívan við að frekari
sjálfstæðisumleitanir muni leiða til
stríðs, en Kínverjar líta á Taívan sem
uppreisnarhérað innan kínverska
ríkisins.
„í hófsamara lagi“
Á fundinum hæddist Zhu að er-
lendum stjórnmálaskýrendum sem
segðu Kína ekki geta náð Taívan
undir sína stjóm. „Kínverjar munu
úthella blóði sínu og fóma lífi tíl að
verja einingu og virðingu ættjarðar-
innar og kínversku þjóðarinnar,"
sagði hann.
Þá sagði hann Kínverja reiðubúna
til viðræðna við sigurvegara forseta-
kosninganna en ítrekaði að Kína
myndi aldrei gefa Taívan eftir.
Að sögn Davids Zweig, Kínasér-
fræðings við Tækniháskóla Hong
Kong, vora ummæli Zhus „í hófsam-
ara lagi“ miðað við aðrar yfirlýsingar
um Taívan sem frá Pekingstjórninni
hafa komið.
Hart í ári í
Mongólíu
HIRÐINGJABÖRN í Mongólíu reka
hér sauðahjörð heim að vetrarbúð-
um sínum í Uvurkhangai-héraði,
um 350 km suðvestur af höfuðborg-
inni Ulan Bator. Veturinn í Mong-
élíu hefur verið sá harðasti í 30 ár
og hefur það valdið miklum fjár-
felli, einkum í Uvurkhangai-héraði.
Fjárbúskapur er undirstaða mann-
lífs á þessum sléðum.
Afhending
6,1% Yest-
urbakkans
samþykkt
Jerúsalem, Beirút. AP, AFP.
ÖRYGGISRÁÐ ísraela samþykkti í
gær með fimm atkvæðum gegn þrem-
ur að ísraelar láti af hendi 6,1% Vest-
urbakkans áður en friðarviðræður við
Palestínumenn heljast í Washington í
næstu viku. Tillaga fsraela hefúr ver-
ið samþykkt af Yasser Arafat, leið-
toga Palestínumanna, sem hefur
hafnað fyrri tillögum ísraela um
hvaða landsvæði skyldu látin af hendi.
Talið er líklegt að svæðin, sem era
byggð fjölda Palestínumanna, verði
afhent á sunnudag eða mánudag, en í
byrjun næstu viku hefst tíu daga
samningalota í Washington um fram-
hald friðarferlisins. Nokkrar breyt-
ingar urðu á afhendingartillögum
Ehud Baraks, forsætisráðherra Isra-
els, en ekki varð af því að í sraelar létu
þorpið Anata við útjaðar Jerúsalem-
borgar af hendi vegna harðra mót-
mæla, m.a. af hálfu þingmanna í
stjóm Baraks, sem hótuðu stjómar-
slitum ef af yrði.
Hörð viðbrögð ísraela hafa vakið
upp spumingar um framtíð friðarferl-
isins, en gert er ráð fyrir að þjóðimar
þurfi að ná sátt um fjögur lykilatriði,
m.a. stöðu Jerúsalemborgar.
Súkkulaði-
deila leyst
Strassborg. AP.
EVRÓPUÞINGIÐ afnam í gær 30
ára bann við sölu á bresku mjólkur-
súkkulaði á meginlandinu. Hefur
verið deilt um það hvemig skilgreina
skuh súkkulaði.
Evrópuþingið samþykkti nýja
reglugerð um súkkulaði en sam-
kvæmt henni má jurtafita eða jurta-
olía, önnur en kakósmjör, vera allt að
5% af súkkulaðinu. í bresku mjólk-
ursúkkulaði er meira af jurtaolíu en
minna af kakói en á meginlandinu en
breska súkkulaðið er ódýrara. Það
verður kallað „fjölskyldusúkkulaði"
er það kemur í búðir á meginlandinu.
Súkkulaðiunnendur, ekki síst í
Belgíu, hafa lengi mótmælt innflutn-
ingi á bresku súkkulaði og halda því
fram að súkkulaði, sem sé aðeins
súkkulaði að hluta, eigi ekki skilið að
vera kallað því nafni.
Tilraunir til að sameina borgina Kosovska Mitrovica hafnar
Kosovska Mitrovica. AP, AFP, Reuters.
FRANSKIR friðargæzluliðar áttu í
gær í átökum við hundrað Serba,
sem reyndu að brjótast inn á örygg-
issvæði, sem komið var upp í einu
hverfi borgarinnar Mitrovica í Kos-
ovo-héraði. Höfðu gæzluliðarnir áð-
ur bolað sjálfskipuðum „brúareftir-
litsmönnum" úr hópi serbneskra
íbúa borgarinnar frá mikilvægri brú,
í því skyni að hrinda í framkvæmd
áætlun um að sameina borgina. Tals-
menn Atlantshafsbandalagsins, sem
fer fyrir KFOR-friðargæzluliðinu,
segja áætlunina eiga að geta dregið
úr spennu milli þjóðernishópanna
tveggja, Serba og Kosovo-Albana.
Serbneskar konur fóra í fylking-
arbrjósti mótmælenda og grýttu
þær hermennina, sem svöraðu fyrir
sig með táragasi og höggsprengjum.
Átök milli Serba
og gæzluliða
Talsmenn KFOR sögðu tvo franska
hermenn hafa hlotið lítilsháttar
meiðsl. Serbar sögðu fimmtán
manns úr sínu liði hafa slasazt, þar af
tvo alvarlega. Fréttamaður Reuters
nefbrotnaði.
„Okkur tókst að koma „brúareftir-
litsmönnunum" á brott; það er það
mikilvægasta," sagði þýzki hershöfð-
inginn Klaus Reinhardt, yfirmaður
KFOR-sveitanna, er hann kom til
Mitrovica skömmu eftir átökin.
Serbar og Albanar bjuggu áður
saman í borginni, en nú er henni
skipt upp eftir þjóðemi. Vilja Serbar
ekki hleypa Albönum inn í sín hverfi
og segja, að gæzluliðarnir muni ekki
geta varið þá fyrii’ hefndaraðgerðum
Albana, sem eru miklu fleiri en Serb-
arnir.
Javier Solana, æðsti talsmaður
Evrópusambandsins í utanríkis- og
öryggismálum, sagði í gær í Skopje í
Makedóníu að miklir erfiðleikar
væra í Kosovo. „Við skulum ekki
búast við neinum kraftaverkum þar,
en við megum ekki gefast upp við að
reyna að þoka málunum áleiðis,"
sagði Solana að loknum fundi með
Aleksander Dimitrov, utanríkisráð-
herra Makedóníu.
Solana sagði að væntanlegar kosn-
ingar í Kosovo 1. október nk. myndu
ráða miklu um framhaldið og hann
skoraði á leiðtoga Kosovo-Albana að
styðja lýðræðislega þróun og stöðva
ofbeldið í landinu.
MORGUNBLAÐIÐ16. MARS 2000