Morgunblaðið - 16.03.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 16.03.2000, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Framkvæmdastjóri Alþjóða orkuráðsins Island til fyrirmynd- ar í notkun orkugjafa Morgunblaðið/Jim Smart Gerald Doucet, framkvæmdastjóri Alþjóða orkuráðsins. Gagnagrunnur með náttúrufarsupp- lýsingum kynntur á Orkuþingi Grunnrannsókn- ir skilvirkari ALÞJÓÐAORKURÁÐIÐ hefur þrjú meginmarkmið að leiðarljósi í allri stefnumótun sinni á næstu tveimur áratugum, að bæta aðgang íbúa heimsins að orkugjöfum, að auka gæði og stöðugleika á fram- boði þeirra og gæta þess að fram- leiðsla orku brjóti ekki í bága við sjónarmið umhverfisverndar. Þetta kom fram í erindi sem Gerald Doucet, framkvæmdastjóri Alþjóða orkuráðsins, flutti á ársþingi Örku- stofnunar í gær. Doucet sagði að nær einn þriðji jarðarbúa hefði ekki aðgang að til- búinni orku og það væri nokkuð sem afar brýnt væri að bæta. Einn- ig sagði hann mjög mikilvægt að þjóðir heimsins ykju notkun endur- nýtanlegra orkugjafa og sagði hann ísland til fyrirmyndar í þeim efn- um. ísland er lítill markaður en til fyrirmyndar að mörgu leyti Doucet sagði, í samtali við Morg- unblaðið, að þótt ísland væri lítið land gætu önnur lönd lært ýmislegt af því hvernig orkumálum væri háttað hér. „Island hefur góða stöðu í um- hverfismálum, endurnýtanleg orka er notuð hér að miklu leyti, loftið er tært og almenn velsæld virðist ríkja. ísland er auðvitað lítill mark- aður, en hann er til fyrirmyndar að mörgu leyti. Ykkur hefur tekist að nýta jarðhita og raforku til að upp- fylla stóran hluta orkuþarfar ykkar pg geta önnur lönd lært margt af Islandi hvað nýtingu jarðhita varð- ar,“ segir Doucet Hann sagði einnig vert að horfa til íslands með tilliti til þess hvern- ig standa mætti að endurskipulagn- ingu orkumarkaða. „Þið eruð lítill og einangraður markaður og við getum lært af því hvernig þið breytið skipulagi orku- markaðar ykkar en ljóst er að einkavæðing þarf ekki endilega að vera fyrsta skrefið í slíkri endur- skipulagningu. Mikilvægast er að stjórnvöld hætti að koma að ákvarðanatöku og svo fylgir spurn- ingin um eignarhald á eftir. Til lengri tíma litið gæti einkavæðing síðan orðið valkostur." Doucet sagðist telja líklegt að ís- land ætti í framtíðinni eftir að tengjast meginlandi Evrópu með sæstreng. „Þá verður hægt að flytja út raf- orku og inn ef þess yrði þörf. Þið er- uð lítil þjóð og eigið mikið af orku- lindum en þær eiga ekki endilega eftir að endast að eilífu og því er nauðsynlegt að þið séuð varkár í því hvernig þið þróið orkuvinnslu ykk- ar.“ Doucet sagðist kunna vel við sig á Islandi og ætlar hann að koma aftur hingað í sumar ásamt vinnu- hópi á vegum Alþjóða orkuráðsins. „Við erum með ýmis alþjóðleg verkefni í gangi og eitt aðalverkefni okkar núna kallast „Lifað í einum heimi“. Verkefnið tengir orkunotk- un við ýmsa aðra þætti samfélags- ins eins og til dæmis heilsufar og stöðu kvenna. í mörgum þróunar- löndum líða konur vegna þess hve aðgengi að orkugjöfum er lélegt. Þær þurfa jafnvel að eyða sex til sjö klukkustundum á dag í að safna eldiviði og víða verður það til þess að ungar stúlkur fá ekki tækifæri til að mennta sig og deyja jafnvel úr fátækt," sagði Gerald Doucet. VERIÐ er að þróa samræmdan gagnagrunn um náttúru íslands, sem er ætlað að vera forveri gagna- grunns sem nær til gagna og upp- lýsinga á öllum sviðum náttúruvís- inda. Ámi Snorrason, forstöðumaður Vatnamælinga, kynnti verkefni þetta á ársþingi Orkustofnunar í gær en að verkinu standa auk Vatnamælinga, auðlinda- deild Orkustofnunar, Náttúrufræði- stofnun íslands, Líffræðistofnun pg Raunvísindastofnun Háskóla ís- lands, Hafrannsóknastofnun, Veiði- málastofnun, Verkfræðistofan Hnit, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðslan. Ávinningur bæði fyrir vísindamenn og almenning Verkefnið felst í því að tengja sam- an náttúrufarsupplýsingar af ýmsu tagi og gera þær aðgengilegar. Árni sagði að þegar á frumstigi verkefnis- ins yrði ávinningur af því fyrir þátt- takendur, bæði vísindamenn og al- menning. Hann sagði að búast mætti við að skilvirkni við rannsóknir ykist vegna minni hættu á tvíverknaði, ásamt því BIFREIÐ var ekið á ljósastaur á bílastæðinu fyrir framan verslunina Nettó í Mjódd um klukkan átta í gærkvöld. Að sögn lögreglu voru tveir tæp- lega tvítugir menn í bílnum og voru þeir báðir fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá slysa- deild er líðan mannanna eftir atvik- sem möguleikar á samvinnu og sér- hæfingu aukist. Einnig muni grunnr- annsóknir styrkjast þegar hægt verður tengja saman náttúrufars- upplýsingar og fá samhengi í hluti sem áður voru sundurlausir. Árni sagði að almenningur og skólakerfið muni ekki síst njóta góðs af gagna- grunninum og öllum þeim upplýsing- um sem hann hefði að geyma. Samþætting' í umhverfís- rannsóknum er mikilvæg Árni benti á að samþætting í um- hverfisrannsóknum væri mjög mikil- væg þar sem sífellt væru gerðar kröfur um auknar upplýsingar en fjármagn væri hins vegar takmark- að. Með samþættingu mætti hins vegar ná fram hagræðingu og endur- bótum í rekstri og rannsóknum. Hún leiddi einnig til betri heildarsýnar og nýrra lausna og hugmynda sem yrðu til að bæta ákvarðanir samfélagsins og auka skilvirkni í starfi og rekstri. Fyrir hið opinbera, stofnanir og fyr- irtæki, ætti samþætting að auðvelda stefnumörkun, ýta undir betri með- ferð fjármuna og tryggja betri þekk- ingargrunn. um en þeir eru ekki í lífshættu. Að sögn lögreglu er ekki vitað um tildrög slyssins en hvorugur mann- anna var í bílbelti og er talið að þeir hafi báðir lent á framrúðunni. Annar kvartaði um innvortis meiðsl en hinn var með áverka í andliti og hand- leggsbrotinn. Bíllinn er talinn mikið skemmdur og var fluttur í burtu með i kranabíl. 1 Ekið á ljósastaur á bílastæði í Mjódd Forstjóri Skeljungs um ákvörðun um að hætta að styrkja starfsemi stjórnmálaflokka Eindregin tilmæli komu frá Shell KRISTINN Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að ástæða þess að stjórn fyrirtækisins hafi ákveðið að hætta að styrkja starfsemi stjóm- málaflokka sé sú að Shell-samsteyp- an hafi beint þeim tilmælum til fyr- irtækja, sem eru í eigu samsteypunnar að hluta til eða öllu leyti, að þau taki upp viðskiptaregl- ur hennar. I einum kafla reglnanna segir m.a. að Shell styðji ekki starf- semi stjómmálaflokka. Kristinn sagði að á stjórnarfundi í Skeljungi fyrir nokkra hefði verið ákveðið að fyrirtækið tileinkaði sér viðskiptareglur Shell. Shell hefði beint þeim eindregnu tiimælum til fyrirtækisins eins og annarra fyrir- tækja sem Shell á hlut í. Shell er með starfsemi í 178 löndum. Öll dótturfyrirtækin hafa fallist á þessi tilmæli. I reglunum er fjallað um markmið félagsins, ábyrgð gagn- vart samfélaginu, hluthöfum, við- skiptavinum, starfsfólki og sam- starfsaðilum, efnahagslegar forsendur, heiðarleika, hollustu, ör- yggi og umhverfi. í einum kafla reglnanna er fjallað um stjórnmála- starfsemi en þar segir að fyrirtækið ætli ekki að greiða fé til stjórnmála- flokka né hafa afskipti af flokks- pólitísku starfi. Kristinn sagði að þetta þýddi ekki að félagið legðist gegn því að starfsmenn tækju þátt í pólitísku starfi eða sæktust eftir kjöri til opinberra embætta. Kristinn sagði að þetta væra mjög góðar reglur sem mikil vinna hefði verið lögð í. Stjórn Skeljungs hefði þess vegna ekki séð ástæðu til annars en að gera þær að sínum þrátt fyrir að Shell ætti einungis 20% í Skeljungi. Fyrirtækið yrði að taka upp allar reglurnar en gæti ekki undanskilið ákveðna þætti í þeim. „Það er mín persónulega skoðun að sá kafli reglnanna þar sem vikið er að stjórnmálastarfsem- inni eigi við í öðrum löndum miklu fremur en hér á íslandi. Eg hef ekki þá sannfæringu að hér sé ein- hver pottur brotinn eins og kannski er í einhverjum vanþróaðri ríkjum þar sem Shell-menn hafa lent í ein- hverjum útistöðum eða þar sem hafa verið ástunduð vinnubrögð sem þeir vilja ekki viðhafa,“ sagði Kristinn. Kallar ekki á viðbrögð, að mati forsætisráðherra Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagðist ekki útiloka að þessi ákvörðun gæti haft áhrif á fjármál stjórnmálaflokkanna. Fyrir lægi að stórfyrirtæki hefðu styrkt starfsemi stjómmálaflokka, en hann væri þó þeirrar skoðunar að meira hafi verið gert úr fjárstuðningi fyr- irtækja við stjórnmálaflokka í um- ræðunni í fjölmiðlum en ástæða væri til. A.m.k. þekkti hann ekki til þess að íslenskir stjómmálaflokkar hefðu fengið háar styrktargreiðslur frá fyrirtækjum. „Þetta er ákvörðun þessa fyrir- tækis og það er dálítið dapurlegt að um hana skuli koma fyrirmæli frá útlöndum, en það er það sem gerð- ist,“ sagði Davíð. Davíð kvaðst ekki telja að ákvörðun Skeljungs kallaði á nein sérstök viðbrögð stjórnmálaflokk- anna. Vafasöm auglýsing hjá Shell International „Þetta íyrirtæki verður að gera það upp við sig hvernig það vill verja sínu fjármagni til menningar- mála, stjórnmálaflokka eða annaira þeirra mála sem því er heimilt að gera innan ákveðins ramma,“ segir Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins. „Mér finnst nauðsynlegt að benda á að stjómmálastarfsemi í landinu er afar mikilvæg, hún er undirstaða lýðræðis og hún verður að byggja á því að fá framlög frá einstaklingum og fyrirtækjum, ásamt ríkisvaldinu. Ég tel að það sé stjórnmálastarfinu hollt að hafa ákveðin tengsl við atvinnulífið í landinu, án þess að það megi á nokkurn hátt vera háð því,“ sagði Halldór. Hann sagði að Framsóknarmenn hefðu iðulega leitað eftir fjárstuðn- ingi hjá fyrirtækjum, þótt hann segðist ekki hafa staðið í því sjálfur. „Mér finnst miður ef íslensk fyr- irtæki telja það ekki vera samboðið sinni starfsemi að styðja við bakið á stjórnmálaflokkum. Ég tel það vera heldur vafasama auglýsingu hjá Shell International að koma sér á framfæri með þeim hætti. Ég lít þannig á að Shell á íslandi sé að hlýða einhverjum fyrirmælum að utan,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Fleiri fyrirtæki hafa sett sér þá stefnu að styðja ekki flokka „Mér skilst að þetta sé gert vegna þess að í höfuðstöðvum fyrir- tækisins hafi menn tekið þessa ákvörðun og menn hér á íslandi telji sig þurfa að fylgja henni eftir,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. „Auðvitað kunna að liggja að baki þessari ákvörðun heimsfyrirtækisins Shell einhverjar ástæður sem era alls óskyldar að- stæðum hér uppi á íslandi eða í Vestur-Evrópu. Þetta er fyrirtæki með starfsemi um allan heim og kannski er þetta einhver aðgerð hjá þeim til að undirstrika sjálfstæði sitt frá stjórnmálum eða stjórnvöld- um annars staðar í heiminum,“ sagði Steingrímur. Aðspurður hvort hann teldi að fieiri fyrirtæki fylgdu í kjölfarið sagðist Steingrímur ekkert geta sagt um það. „Þetta hefur verið breytilegt. Það era misjafnar hefðir hjá fyrirtækjum í þessu efni. Sum hafa haft þá reglu að láta alla flokka eða framboð fá einhvern tiltekinn stuðning, sem er auðvitað að mörgu leyti til fyrirmyndar. Önnur fyrir- tæki hafa gert þetta öðravísi, þó ég þekki ekki hvernig þessu hefur ver- ið háttað í einstökum atriðum," sagði Steingrímur og benti einnig á að þess væra dæmi að fyrirtæki hefðu markað sér þá stefnu að veita ekki stjórnmálasamtökum stuðning. „Sum hafa vísað til stjórnarsam- þykkta og sum hafa vísað til þess að þau hafi valið aðrar leiðir í sam- bandi við svona mál. Eitt af stærri fyrirtækjum landsins gaf upp þá ástæðu að þar hefði verið tekin ákvörðun fyiir allmörgum árum um að gefa eingöngu til líknarmála, án þess að auglýsa það sérstaklega. Þetta er því með mismunandi hætti en ég veit ekki frekar en aðrir hver þróunin verður," sagði Steingrímur. Þörf á lagasetningu um starfsemi og fjárreiður stjórnmálaflokka Margrét Frímannsdóttir, tals- maður Samfylkingarinnar, sagði það skipta máli ef fyrirtæki drægju stuðning sinn við starf stjórnmála- flokka til baka þar sem framlög rík- isins til starfsemi þeirra væra ekki há. Hún sagðist hins vegar vita til þess að fleiri fyrirtæki hefðu sett sér þá reglu að styðja ekki stjórn- málaflokka, þótt það hefði ekki orð- ið tilefni til fjölmiðlaumfjöllunar eins og í tilviki Skeljungs. Margrét kvaðst ekki telja að neitt tilefni væri fyrir stjórnmálaflokkana til að bregðast við þessari ákvörðun að öðru leyti en því að full þörf væri á að setja lög um starfsemi stjórn- málaflokka og um fjárstyrki fyrir- tækja og einstaklinga til þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.