Morgunblaðið - 16.03.2000, Page 24

Morgunblaðið - 16.03.2000, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Grimur Gíslason Ráðgert er að sjósetja Huginn VE um miðjan maí en hægra megin á myndinni má sjá skrokk skipsins. Asmar skipasmíðastöðin smíðar fyrir útgerðarfélagið Gjögur en áætlað er að afhendaþað ílok sumars. Smíðum miðar vel í Chile Stærsta sjávarútvegssamsteypa heims í burðarliðnum? Sameiginleg velta yrði um 90 milljarðar í ASMAR-skipasmíðastöðinni í Chile er nú verið að smíða fjögur skip fyrir íslendinga; hafrann- sóknaskipið Arna Friðriksson RE, nóta- og togveiðiskipin Huginn VE fyrir Huginn ehf. í Vestmannaeyj- um og Ingunni AK fyrir Harald Böðvarsson hf. Auk þess er þar ver- ið að smíða nóta- og togveiðiskip fyrir Gjögur ehf. Smíði Hugins VE hefur gengið ágætlega síðustu vikurnar, skrokk- ur skipins er að mestu samsettur en þó er talsverð suðuvinná eftir. Asm- ar ráðgerir að suðuvinnu í skrokkn- um verði að mestu lokið um miðjan mánuðinn og að skipið verði sjósett 6. maí nk. Aðalvél, ljósavélar, gír og ketill eru komin á sinn stað í skip- inu en að öðru leyti er ekkert farið að ganga frá tækjum um borð. Af- hending Hugins er áætluð í lok júlí. Ráðgert er að afhenda Ingunni AK um miðjan apríl en nú er unnið að innréttingum í skipinu, ásamt niðursetningu tækja og búnaðar. Þá miðar smíði Gjögurskipsins vel, nú er unnið að suðuvinnu í skrokk skipsins og áætlað er að afhenda það í lok sumars. ÓSTAÐFESTAR fréttir frá Noregi herma að líkur séu á samstarfi milli SÍF og Norway Seafood, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Noregs. Ef af yrði, yrði sameiginleg velta þeirra nálægt 90 milljörðum íslenzkra króna. Það yrði þá stærsta sjávarút- vegssamsteypa í veröldinni með út- flutningsverðmæti sem væri um það bil jafnmikið og verðmæti alls sjáv- arafurðaútflutnings frá íslandi og með þriðjung útflutningsverðmæta Norðmanna. Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF, vildi ekkert um málið segja er Morgunblaðið ræddi við hann í gær. SIF sendi síðan frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins: „Eins og fram hefur komið áður í fjölmiðlum, þá áttu íslenskar sjávarafurðir hf og Norway Seafood a.s. í viðræðum um mögulegt samstarf í Frakklandi. Stjómendur SIF hf og Norway Sea- food a.s hafa átt óformlegar viðræður um samstarf, sem ekki hafa leitt til neinnar niðurstöðu og alls er óvíst hvort þeim verði haldið áfram.“ Það var norska sjávarútvegsblaðið Fiskaren, sem greindi frá þessu í gær. Norway Seafood er í eigu Aker RGI, sem aftur er í eigu norska auð- kýfingsins Kjell Inge Rökke. Sterk staða á mörkuðum Norway Seafood hefur selt alla starfsemi sína í Bandaríkjunum, en þar var fyrirtækið umsvifamikið í veiðum og vinnslu á Alaskaufsa. Nú Rætt um sam- vinnu SIF og Norway Seafood er starfsemi þess mest í Noregi, þar sem það á bæði Frionor og Melbu- samsteypuna. Það á 12 togara eða þriðjung norska togaraflotans, rekur frystingu, brauðunarverksmiðju og laxeldi í Noregi, er með verksmiðju á Taívan og laxareykingu í Danmörku og söluskrifstofur í Asíu, Ástralíu, á Norðurlöndunum og víða í Evrópu. Frionor hefur mjög sterka stöðu á þessum mörkuðum, einkum á Norð- urlöndunum og er vörumerki þess mjög mikils virði. Velta Norway Seafood á síðasta ári var nálægt 40 milljörðum króna, en velta SÍF um 50 milljarðar. I frétt Fiskaren er sagt að viðræð- ur milli Norway Seafood og Islend- inga hafi hafizt um mitt síðasta ár, þegar rætt var um samstarf við ís- lenzkar sjávarafurðir. Þessar viðræð- ur hafi síðan hajdið áfram eftir sam- einingu SÍF og ÍS. Rætt um sámvinnu um framleiðslu fískrétta Haft er eftir upplýsingafulltrúa Aker RGI að ekki sé verið að tala um sölu á Norway Seafood til SÍF, en hann útilokar ekki að um breytingar á eignarhaidi geti orðið, verði af sam- vinnu fyrirtækjanna. Ljóst er að samvinna fyrirtækj- anna getur skilað þeim báðum mikil- vægum aðgangi að markaði fyrir framleiðsluvörur sínar og verulegri hagræðingu. Meðal annars hefur það komið til tals að færa fullvinnslu á fiski á vegum Norway Seafood í fisk- réttaverksmiðju SÍF í Boulogne sur Mer í Frakklandi, en þar er afkasta- geta ekki fullnýtt. Saman eru fyrir- tækin með mjög breitt vöruúrval, sem auðveldar þeim viðskipti við risastórar verzlanakeðjur eins og Val Mai-t. Góð tengsl við íslendinga Morgunblaðið leitaði eftir staðfest- ingu Kjell Inge Rökkes á þessari frétt, en fékk ekki samband við hann. Upplýsingafulltrúi Norway Seafood, Svein Berg, staðfesti það við Morg- unblaðið, að viðræður stæðu yfir við tvo til þrjá aðila um samstarf, en vildi ekki segja hverja. „Það er ekkert leyndarmál, að við höfum verið að ræða samstarf við vissa aðila. Það er heldur ekkert leyndarmál að við höf- um lengi haft góð tengsl við íslend- inga. Ég get hins vegar ekkert sagt við hveija við erum að ræða. Vonandi verður framvindan ljós fljótlega, hvort við förum í samstarf við ein- hverja eða höldum áfram starfsemi okkar án þess,“ segir Svein Berg. Berg segir að afkoma Norway Seafood á síðasta ári hafi verið góð, þótt töluvert tap hafi orðið á einstök- um þáttum starfseminnar. I I AFSLATTUR AF1. FL0KKS UNGNAUTAKJÖT1' 'ú. M Hamborgarar 4 stk. mlbraudi 4f%i Sirloin-steik 1.539 krikg Entre cote 1.799 Mkg Innralæri Snitsel 1.299 knkg ÍTÁ*ef) Gúllas 1.199 kr/kg 1599 kr,k° AAA VUIICId 1« Kr/Kg JWknpk. Hakk (8.l2%flta) 799 Prime-ribs <8' 1.399 krikg_ Fille 1.799 k* krlkg Nýkaup Þar semferskleikinn býr www.nykaup.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.