Morgunblaðið - 16.03.2000, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
( Aukahlutapakki )
Handfrjáls búnaður
Bílhleðslutæki
Leðurtaska
Þetta þrennt á aðeins
1.980 kr.
(^Chatbox) er handhægt
lítið lyklaborð sem
hægt er að tengja við
nýrri gerðir Ericsson
GSM síma.
Þetta er nýr búnaður
sem auðveldar þeim lífið
sem eru iðnir við að
skrifa SMS skilaboð.
Tilboðsverð aðeins
2.480 kr.
FÆST í VERSLUNUM SÍMANS
SÍMINN-GSM
FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA
ÞáttaskiJ í
„genastríðinu“
AP
Verðbréfasali í New York ræðir hlutabréf í Celera Genomics við einn
viðskiptavina sinna á þriðjudag.
Yfírlýsing leiðtoga
Bandaríkjanna og Bret-
lands um að aðgangur
að grunnupplýsingum
um gen manna skuli
ekki takmarkaður með
einkaleyfum hefur
vakið mikla athygli.
MARGIR hafa á undanfömum árum
lýst áhyggjum yfír því að einkafyrir-
tæki muni í framtíðinni geta einokað
rannsóknir á genamengi mannsins
með því að fá einkaleyfi á einstökum
genum. Nú hafa stjómvöld í Banda-
ríkjunum og Bretlandi bmgðist við
með því að hvetja til þess að gmnn-
upplýsingar um genin verði „öllum
frjálsar" til afnota. Átt er við að kort-
lagning sjálfra genanna, sem talin
em vera um 100.000, verði sem slík
ekki notuð til að fá einkaleyfi. Þekk-
ing af því tagi eigi að vera eign alls
mannkyns og aðgangur að henni öll-
um heimill að kostnaðarlausu.
Með yfirlýsingunni hafa ríkin tvö
tekið afstöðu í deilu sem hefur harðn-
að mjög síðustu vikumar. Eiga
einkaaðilar að geta hagnast á því að
safna gögnum um genamengið eða
eiga opinberir aðilar sjá um rann-
sóknimar sem kosta ínikið fé? Geta
einkaleyfi tafið fyrir framfomm?
„Bandaríkin og Bretland krefjast
þess nú þegar af þeim sem standa að
Genamengisáætluninni (The Human
Genome Project) að birt séu öll
leyndarmál sem þeir komast að innan
24 stunda," sagði Bill Clinton Banda-
ríkjaforseti í ræðu. „Ég hvet allar
aðrar þjóðir, vísindamenn og fyrir-
tæki til að taka upp þess stefnu og
starfa í anda hennar.“
Afdrifaríkar ákvarðanir
Á hinn bóginn lögðu þeir Clinton
og Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, áherslu á mikilvægan þátt
einkafyrirtækja í þróun lyfja og með-
ferðar. Þrátt fyrir það virtust fjár-
festar líta svo á að niðurstaðan væri
áfall fyrir líftæknifyrirtæki. Hluta-
bréf þeirra á bandaríska Nasdaq-
markaðnum féllu um 200,6 stig og
drógu allan markaðinn með sér, hann
hrapaði um 4% á einum degi sem er
næstmesta fall hans frá upphafi á ein-
um degi. Einkum vom það fyrirtæki
sem fást við genamengisrannsóknir,
eins og Human Genome Sciences,
Incyte Pharmaceuticals, Millennium
Pharmaceuticals og Celera Genomics
í Maryland, sem urðu hart úti. Sí-
ðastnefnda fyrirtækið féll um 22%.
Mikil og stöðug hækkun bréfa í há-
tæknifyrirtækjunum sem Nasdaq
notar sem viðmiðun síðustu mánuð-
ina hefur valdið því að ýmsir fjárfest-
ar hafa verið smeykir og því reiðu-
búnir að selja ef einhver teikn birtust
um að bréfin væm ofmetin.
„Þetta er frábært dæmi um það
sem getur gerst þegar stefna ríkis-
stjóma breytist skyndilega," sagði
Donald Luskin, sem er stjómarfor-
maður fjárfestingarfyrirtækisins
Metamarkets.com. „Stefnufesta
skiptir miklu varðandi nýsköpun í
tækni og viðskiptum, ekki eingöngu
hvað snertir einkaleyfisveitingu held-
ur einnig skatta, eignarrétt, peninga-
málastefnu og alþjóðaviðskipti.“
Hann sagði að yfirlýsing leiðtoganna
hefði beint athygli manna að því
hvemig aðgerðir stjómvalda gætu „á
svipstundu" lagt gmndvöll að eða
gert út af við viðskiptahugmyndir.
Deila má um það hvemig skilja
beri stefnuyfirlýsingu forsetans og
forsætisráðherrans, hvort augljóst sé
að með henni sé verið að takmarka
olnbogarými líftæknifyrirtækja al-
mennt; flest þeirra hagnast aðallega
á uppfinningum sem byggðar era á
erfðaupplýsingum, ekki sjálfum
erfðavísunum (genunum). „Clinton
og Blair fóra ekki fram á að sett yrðu
ný lög um einkaleyfi eða aðrar breyt-
ingar sem myndu breyta í gmndvall-
aratriðum reglunum fyrir líftækni-
fyrirtækin,11 sagði í fréttaskýringu í
The Washington Post. Starfssvið líf-
tæknifyrirtækja skarast að vísu oft
en áherslumar era samt mismun-
andi. Varla fer milli mála að Celera,
sem hefur einbeitt sér að kortlagn-
ingu genamengisins, þykir að sér
þrengt en hvað um önnur fyrirtæki?
Viðbrögð Incyte vora athyglisverð.
Aðalframkvæmdastjóri þess, Roy
Whitfield, sagði fullum fetum að yfir-
lýsingin væri „afskaplega jákvæð“
fyrir framtíð fyrirtækisins. Hann er
varla hlutlaus í mati sínu en þá verð-
ur að minna á að Incyte selur gagna-
gmnna um hlutverk gena og prótína í
líkamanum, þekkingu sem vísinda-
menn geta notað til dæmis við að
finna upp ný lyf. Mikið af því sem fyr-
irtækið fæst við byggist því á upp-
lýsingum um genamengið sem þegar
hafa verið birtar og era aðgengilegar
á Netinu. Whitfield sagði að fengi
Incyte að nýta sér frítt allar niður-
stöðurnar sem ofurtölvur Celera hafa
leitt í ljós yrði það gríðarlega hag-
kvæmt fyrir rekstur fyrirtækisins.
Hlutabréf í breskum líftæknifyrir-
tækjum lækkuðu í gær í kjölfar falls-
ins á Nasdaq á þriðjudag. Talsmenn
bresku fyrirtækjanna lögðu áherslu á
að þau yrðu að geta fengið einkaleyfi
á uppfinningum sem byggðust á
genarannsóknum, ella yrði útilokað
að fá fjármagn til rannsókna. Lyfja-
fyrirtæki myndu aldrei fást til að
verja sem svarar tugmilljörðum
króna og 10-15 árum í rannsóknir í
von um ný lyf ef ekki væri tryggt að
þau fengju kostnaðinn til baka með
hjálp einkaleyfa.
„Ekkert einkaleyfi,
engin lækning“
„Þetta er einfaldlega þannig að
ekkert einkaleyfi merkir engin lækn-
ing,“ sagði Andrew Sheard, formaður
ráðgjafamefndar á sviði hugverka-
réttinda hjá samtökum breskra líf-
tæknifyrirtækja, BIA. Sheard sagði
ennfremur að yfirlýsing stjómmála-
leiðtoganna ætti ekki að breyta neinu
í þessum efnum. Með henni væri að-
eins vísað til grannvitneskju um bas-
aröð í geni sem í mörgum tilvikum
merkir ekki að menn viti neitt um
hlutverk gensins. Margir erfðavís-
indamenn hafa einmitt gagnrýnt
harkalega sum starfsystkin sín fyrir
að vilja taka einkaleyfi á gagnasöfnun
eins og fer fram þegar genamengið
er kortlagt. Þá sé verið að biðja um
einkaleyfi á einhverju sem einkaleyf-
ishafinn viti nánast ekkert um og hafi
ekki lagt fram neina sjálfstæða vinnu
í, ekkert nýtt hafi verið skapað.
Búist er við að kortlagningu gena-
mengisins ljúki að mestu á árinu og
fullkomin greining á því verði að
veraleika eftir fáein ár. Menn gera
sér vonir um að nákvæm vitneskja
um basaraðirnar í hveiju geni muni
auðvelda vísindamönnum að finna
ráð við ýmsum sjúkdómum, annað-
hvort með því að búa til lyf eða efla
forvamir á grandvelli þekkingar á
áhættuþáttum einstaklinga og hópa.
Tveir aðilar hafa síðustu árin keppt
um ná þessu marki, að greina allt
genamengið og milli þeirra hefur
geisað kalt stríð. Annars vegar er um
að ræða samtök nokkurra háskóla og
stofnana í Bandaríkjunum og Bret-
landi, Genamengisáætlunina (The
Human Genome Project) sem kostuð
er af opinberam aðilum. Gögnin sem
verða til era jafnóðum sett á Netið.
Að vísu hefur Genamengisáætlunin
sótt um mörg einkaleyfi á mannagen-
um en forráðamenn hennar segja að
það sé einvörðungu til að tryggja að
aðrir verði ekki fyrri til og torveldi
þannig notkun þekkingarinnar fyrir
vísindamenn um heim allan.
Þess má geta að einkaleyfastofnun
Bandaríkjanna er sú eina sinnar teg-
undar í veröldinni sem hefur léð máls
á því að veita einkaleyfi á mannagen-
um. Ekki er enn búið að staðfesta
endanlega veitingu neinna slílcra
leyfa enn þá.
Kapphlaupið við Celera
Hins vegar er það einkafyrirtækið
Celera Genomics sem er í eigu tölvu-
fyrirtækisins Elmer-Perkins. Elmer-
Perkins er nú metið á nokkra millj-
arða dollara, einkum vegna þess að
margir veðja á að tölvubúnaðurinn
sem Celera notar muni duga fyrir-
tækinu til að vinna kapphlaupið. En
stjómandi þess, Craig Venter,
hyggst fjármagna rannsóknimar
með því að fá einkaleyfi á nokkur
hundrað genum sem líkleg era til að
geta nýst við lyfjagerð. Celera hefur
sótt um einkaleyfi á þúsundum gena
en það segir hann nú að sé aðeins
formsatriði, raunveralegu einkaleyf-
in verði mun færri. Flest gögnin verði
gerð aðgengileg á Netinu innan tíðar,
jafnvel á þessu ári. En talsmenn
þeirra sem standa að Genamengis-
áætluninni era ekki sáttir og fyrir
nokkram vikum sigldu samningavið-
ræður milli þeirra og fulltrúa Celera í
strand, nánast áður en þær hófust.
Einkum svíður starfsmönnum op-
inbera rannsóknanna að Celera skuli
ekki hika við að nýta sér opinberu
upplýsingamar til að fylla upp í eyð-
ur en ætla síðan að hagnast á einka-
leyfum fyrir heildarmyndina.
Margir af vísindamönnum Gena-
mengisáætlunarinnar, þriðjungur
þeirra starfar hjá Sanger-stofnuninni
í Bretlandi, fögnuðu yfirlýsingunni á
þriðjudag en talsmenn Celera og
Human Genome Sciences bára sig
einnig vel. Þeir sögðu að ekki væri
deilt um annað en tímasetningu birt-
ingar á genamengisgögnunum. Get-
um var að því leitt í gær að markmið
þeirra Clinton og Blairs hefði fyrst og
fremst verið að fá Celera til að deila
gögnum með Genamengisáætluninni.
Talsmenn beggja liða hafa sagt að
slíkt samstarf myndi flýta fyrir því að
kortlagningunni lyki.