Morgunblaðið - 16.03.2000, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 16.03.2000, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 33 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Dmitrrj Sitkovetskíj lætur vel af samstarfinu við Sinfóníuhljómsveit Islands. Ylur af tónlist Dmitríj Sitkovetskíj stjórnar Sinfón- íuhljómsveit Islands á tónleikum í Háskóla- bíói í kvöld og leikur jafnframt einleik á fíðlu. Orri Páll Ormarsson fór til fundar við hann en hljómsveitin hefur ekki oft leikið betur en undir hans stjórn, að því er fram kom 1 dómi í Morgunblaðinu í fyrra. Trésmiðir í eina öld „FORLEIKURINN að Rómeó og Júlíu eftir Tsjajkovský' er glæsilegt verk og þar er ástinni sungið lof með hástemmdum hætti, er Dmitríj Sitkovetskíj túlkaði af sterkri innlif- un, svo að hijómsveitin hefur ekki oft leikið betur.“ Þannig komst Jón Asgeirsson, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðs- ins, að orði í umsögn um tónleika Sin- fóníuhljómsveitar Islands 18. febrúar 1999. Miðlægur í umfjölluninni er hljómsveitarstjórinn, Dmitríj Sitkov- etskíj, sem jafnframt lék einleik í Fiðlukonsert í G-dúr eftir meistara Mozart. Um þann flutning sagði Jón: „Sitkovetskíj er „virtúós" og lék konsertinn af glæsibrag, nokkuð með rómantískri tilfinningatúlkun og tölu- verðum átökum, sem mætti segja að væri fjarri klassískri gerð verksins en þó með þeim hætti að túlkun hans var sannfærandi og glæsilega mótuð.“ í þessu ljósi hlýtur það að vera gleðiefni fyrir íslenska tónlistar- unnendur _að Sitkovetskíj sé aftur kominn til íslands og muni stjórna og leika einleik á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitarinnar í kvöld. Þriðjudagsæfingunni er lokið þeg- ar mig ber að garði í Háskólabíói og starfsmenn Sinfóníunnar í óða önn að breyta salnum úr tónleikarými í bíó. Sitkovetskíj er í hrókasamræðum við Jósef Ognibene homleikara á sviðs- jaðrinum. Svo virðist sem þeir eigi sameiginlega kunningja vestur í Am- eríku. Hann er dökkur yfirlitum, skeggjaður og virkar fremur kulda- legur á myndum. Þar villir hann svo sannarlega á sér heimildir, því við- mótsþýðari menn eru vandfundnir. Hlýjan stafar af þessum manni sem fæddur er í Aserbaidsjan, ólst upp í Rússlandi og býr í Lundúnum. Sitkovetskíj býður mér til afdreps og aldrei þessu vant er um tvö her- bergi að velja, hann er jú bæði hljóm- sveitarstjóri og einleikari. Herbergi þess fyrmefnda verður íyrir valinu enda rúmbetra. Ég byija á því að vitna í fyrrnefnda umsögn en Sitkovetskíj kemur af fjöllum. „Ég þurfti að fara af landi brott sti-ax moi-guninn eftir tónleik- ana, þannig að ég sá enga gagnrýni. Þetta er aldeilis ánægjulegt," segir hann og er enn að meðtaka tíðindin. „... ekki oft leikið betur. Ja, héma. Það er gaman að heyra svona lagað.“ Sitkovetskíj og Sinfóníuhljómsveit íslands ná bei-sýnilega vel saman og stjómandinn staðfestir að honum líki vel að vinna með hljómsveitinni. „Við erum á sömu bylgjulengd, skiljum hvort annað, ég og hljómsveitin. Neistinn er fyrir hendi. Hægt er að vei-a með frábæran stjómanda ann- ars vegar og stórkostlega hljómsveit hins vegai- en árangurinn lætur á sér standa vegna þess að menn ná ekki saman. Við þær aðstæður er ekki gaman að vinna. Það er aftur á móti unun að stai-fa með hljómsveit á borð við Sinfóníuhljómsveit íslands, þar sem menn era áhugasamir og leggja sig alla fram en eru um leið faglegir fram í fingurgóma. Ég tók strax eftir því í fyrra hvað andinn í hljómsveit- inni er góður, hún vai- í fínu formi þá og jafnvel enn betra formi núna. Ég hlakka til tónleikanna." Á efnisskrá era fjögur verk: „Ég var hérna með erfiða efnisskrá í fyrra en þessi er jafnvel enn snúnari. En gjöful er hún. Tónleikamir hefjast á skemmtilegu verki eftir Paul Dukas, Lærisveini galdrameistarans. Síðan leik ég einleik í tveimur frábæram verkum, Poéme eftir Ernest Chauss- on og Zigane eftir Maurice Ravel. Poéme er án efa besta verk Chauss- ons og eitt mikilvægasta verk rómantísku fiðlubókmenntanna. Zig- ane er líka sannkallað meistarastykki og dálæti áheyrenda um allan heim. Einn af „smellum" Ravels, svo notað sé nútímamál. Lokavei'kið er svo Sin- fónía nr. 3 eftir Sergei Rakhmanínov. Virtúósaverk íýiir hljómsveitina." Barst á fáki fráum Sitkovetskíj hlakkar líka til að skoða sig um í náttúi’u landsins. „Þeg- ar ég kom í fyrra vora eiginkona mín og ung dóttir með í för og við skemmt- um okkur konunglega. Fóram í Bláa lónið og á hestbak. Konan og dóttirin era miklar hestakonur og ég var nógu hugaður til að fara á bak með þeim. Mér varð ekki meint af því enda er ís- lenski hesturinn yndisleg skepna,“ segir hann og talar eins og Guðni Ágústsson landbúnaðan-áðhen'a. Sitkovetskíj kemur hingað ft’á Tall- inn í Eistlandi þar sem hann kom fram í fyrsta sinn í þijátíu ár um síð- ustu helgi. „Það var magnað að koma aftur til Tallinn. Þetta er unaðsleg borg, meira en þúsund ára gömul og menningin eftir því. Eistlendingar era tónelskir og það er gaman að sjá hvað þeir era famir að spjara sig vel sem sjálfstæð þjóð.“ Sitkovetskíj býr í Lundúnum, þar sem dóttir hans gengur í skóla. Þar er hann þó ekki nema þijá mánuði á ári. í hans starfi er mönnum ekki til set- unnar boðið. „Ég ferðast heimshoma á milli. Undanfarin ár hef ég verið listrænn stjómandi Sinfómuhljóm- sveitar Ulster í Belfast og ver því að jafnaði átta vikum á ári þar en annars þeyta verkefnin mér hingað og þang- að. í næsta mánuði bíða mín tónleikar í Los Angeles, Tókýó, Seoul og Hong Kong, svo dæmi sé tekið.“ Sigldir menn hafa skoðanir og hvar skyldu bestu áheyrendurnir vera að áliti Sitkovetskíjs? Hann hallar sér aftur í stólnum, hugsi, en kemst fljótt að niðurstöðu. „Þjóðverjar era bestu áheyrendur í heimi. Tónlistin er þeirra menning. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart, mörg af fremstu tónskáldum sögunnar voru þýskumælandi.“ Hér mælir Sitkovetskíj af hlut- lægni sem fagmaður en höfði maður til hjartans tekur svarið breytingum. „Rússar era líka frábærir tónleika- gestir. Því miður á tónmenning þó undir högg að sækja þar eystra nú um stundir enda flæðir vestræn lág- menning yfir Rússland. Leikhúsið hefur haldið uppi vörnum en tónlistin fær, að því er best verður séð, ekki rönd við reist. Vestræn dægurtónlist er að ýta klassíkinni til hliðar.“ Hann setur spumingarmerki við stefnu stjómvalda í uppeldismálum - menningin sitji á hakanum. „Stjóm- völd hafa ekki staðið í stykkinu á und- anförnum árum og nú er að alast upp í Rússlandi kynslóð sem kærir sig koll- ótta um hina menningarlegu arfleifð þjóðarínnar. Við þessu verður að spyma fótum.“ Sitkovetskij er líka hi-ifinn af Finn- um, svo áfram sé haldið með upp- áhalds áheyrenduma. „Finnar era mjög músíkalskir, kannski vegna þess að þeir tala svo lítið. Spánverjar era líka mjög skemmtilegir.11 En hvað um íslendinga? „íslendingar era mjög góðir áheyi’- endur, eins og raunar allir Norður- Iandabúar. Hér er fólk mjög einbeitt og áhugasamt og alls ekki „kalt“, eins og margir kunna að halda. íslending- ar era þvert á móti um margt „hlýrri“ og skilningsríkari áheyrendur en til dæmis þjóðirnai’ við Miðjarðarhaf." Og Sitkovetskíj kann skýringu á þessu. „Þetta hefur með veðrið að gera. Þegai’ menn búa við kulda lung- ann úr árinu þurfa þeir að ylja sér við eitthvað. Og hvað er betra að ylja sér við en tónlist?" BÆKUR F é I a g a t a 1 Trésmiðafélag Reykjavíkur 100 ára, 1899 - 10. desember -1999 Eftir Eggert Þór Bernharðsson og Helga M. Sigurðsson. Mál og mynd, 1999, 503 bls. TRÉSMIÐAFÉLAG Reykjavík- ur var stofnað 10. desember 1899 og voru stofnfélagar 51. Öld síðar eru félagar um 1400 og félagið stærsta félag iðnaðarmanna. Heil öld er langur tími og frá mörgu er hægt að segja og frá mörgu er sagt. í upphafi bókar er t.a.m alllangur og fróðlegur kafli um trésmíðar í Reykjavík fyrir 1899 og helstu trésmiði þess tíma. Bókin skiptist í tvo aðalhluta. Þann fyrri, fram til 1946, ásamt forsögu, ritar Helgi M. Sigurðsson, en þann síðari, er nær til aldamóta, skrifar Eggert Þór Bernharðsson. Báðir hlutar greinast í fjölmarga undir- þætti eftir tímabilum og efni. Frásögn höfundanna spannar nokkuð vítt svið. Fyrir utan hina eiginlegu félagssögu, þar sem greinir frá þróun félagsins, breyt- ingum á gerð þess, kjaramálum, menntunarmálum og ýmsu öðru fé- lagsstarfi, er mikið fjallað um bygg- ingamál í Reykjavík - byggingasag- an er að talsverðu leyti rakin í máli og myndum - stjórnmála- og hag- sögulega þróun, einkum að því er viðvíkur verkalýðsmálum. Að mínu viti er þetta rétt og réttmæt aðferð. Starfsemi og velferð stéttarfélags skilst varla nema í þessari umgerð. Frá því að félagið var stofnað og fram á miðjan sjötta áratuginn var það í rauninni fremur fagfélag en eiginlegt stéttarfélag. Kjarabarátt- an var ekki í forgranni. Þetta helg- aðist af því, að félagið samanstóð af atvinnurekendum og launþegum, - meisturam og sveinum. Meistarar réðu mestu, enda yfírleitt eldri, meiri áhrifamenn og lærifeður sveinanna. Þegar kauptöxtum var breytt gerðist það innan félagsins, sem auglýsti svo taxta sína. Um miðjan sjötta áratuginn varð hér á veraleg breyting. Félagið skiptist í meistarafélag og sveinafélag. Áður en langt um leið gengu meistarar í Vinnuveitendasambandið og svein- ar í Alþýðusambandið. Við þetta urðu mikil þáttaskil, svo að segja má, að saga Trésmiðafélags Reykjavíkur skiptist í tvö nokkuð jafnlöng tímabil. Yfir hinu fyrra virðist mér hafa verið fremur dauft, en hið síðara einkennist af átökum, oft og tíðum harðri kjarabaráttu og verkföllum, einkum framan af. Þar kemur og fleira til. „Kalda stríðið er nú komið í algleyming. Menn skipt- ast í hægri og vinstri menn og ekki alltaf friðsamlegt á milli fylkinga, svo að ekki sé meira sagt. Stjórnar- kjör verða á stundum æsingakennd og dagblöðin kynda undir elda og kveikja þá.“ Þá er og óðaverðbólga í algleymingi og allar kjarabætur teknai’ jafnóðum aftur af ríkisvald- inu, enda fær það oft óþvegin orð í eyra í harðorðum yfirlýsingum. Þar vora trésmiðir varla eftirbátar ann- arra. Erfið atvinnuleysistímabil koma fyrir. Forystumenn Tré- smiðafélagsins láta einatt mikið að sér kveða bæði innan ASÍ og á öðr- um vettvangi, t.a.m. í borgarstjórn. Einatt hafa fulltrúar þeirra setið í miðstjórn ASÍ og tveir forsetar ASÍ hafa komið frá Trésmíðafélagi Reykjavíkur. Höfundum hefur tekist vel að skrifa þessa sögu, svo að hún verð- ur einkar efnismikil, læsileg og áhugaverð. Allmargar töflur eru í bókinni, sem sýna hagtölur af ýmsu tagi, fjölda í félaginu á ýmsum tím- um, taxta, verðskrár o.fl. o.fl. Skrár eru yfir formenn og stjórnir og þá eru fjölmargir innskotstextar, margir hverjir einkar fróðlegir. Þá skal ekki gleymt hinum geysimikla fjölda mynda, sem teknar eru á ýmsum tímum. Einkum verður manni starsýnt á myndir af bygg- ingum á ýmsum byggingarstigum og borgarhlutum. Margar myndir eru af smiðum við vinnu sína eða að félagsstörfum og á skemmtifund- um. Mikil tilvísanaskrá er í bókar- lok, heimildaskrá, nafnaskrá og myndaskrá. Að öllu samanlögðu virðist mér þetta vera hin vandaðasta bók, sem allir er að standa mega vera vel sæmdir af. Sigurjón Björnsson Nýjar sendingar af dögtum frá ISSLER gardeur MarCona NYTT K0RTATÍMABIL ‘ödmto tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. Opið daglega kl. 10—18, laugardag kl.10—14.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.