Morgunblaðið - 16.03.2000, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 37
LISTIR
*
Ur fórum Grunna-
víkur-Jóns
BÆKUR
G r c i n a r
VITJUN SÍNA
VAKTABER
Safn greina eftir Jón Ólafsson
úr Grunnavík.
Ritstj.: Guðrún Ingólfsdóttir,
Svavar Sigmundsson.
Utg.: Góðvinir Grunnavíkur-Jóns
og Háskólaútgáfan. Reykjavík,
1999,153 bls.
í RITI þessu, ekki stóru, er að
finna sex ritgerðir, eitt kvæði og út-
drætti sendibréfa, allt eftir Jón Ól-
afsson úr Grunnavík. Fullmikið er
raunar sagt, að um ritgerðir sé að
ræða, því að margt af því eru at-
hugagreinir eingöngu, skýrslur eða
jafnvel að mestu upptalning þess,
sem vera ætti í ritgerð eða bók.
Kvæðið er hugsað sem e. k. lof-
kvæði vegna kvæða Eggerts Ólafs-
sonar. Bréfaútdrættina gerði Jón
sjálfur af sendibréfum, sem hann
sendi heim til íslands, skyldmenn-
um sínum, vinum og fræðimönnum.
Eitt bréf er þó heilt og komið úr
höndum sendanda.
Þegar ég hóf að lesa þetta rit,
leist mér satt að segja ekkert á blik-
una. Hvers konar samsull var þetta
eiginlega! Fyrsta ritgerðin, Um stíl,
var satt að segja ekki árennileg.
Enda þótt hún ætti að vera um stíl-
tegundir á íslensku, vissi ég stund-
um ekki hvert höfundurinn var að
fara. Auk þess moraði greinin af
latneskum orðum og setningum og
hefði verið alls ólesandi öðrum en
latínulærðum, ef ekki hefðu komið
til þýðungar neðanmáls. Heldur
fannst mér þó rætast úr, þegar kom
að annarri greininni. Hana nefndi
Jón Technopægnia, sem er gríska
og þýðir leikur að listinni. Þar tekur
Jón sér fyrir hendur að rekja og út-
skýra ýmsar tegundir skáldlegs
leikaraskapar. Hefur hver tegund
sitt sérstaka fræðiheiti, svo að hér
er í raun um heila fræðigrein að
ræða. Jón virtist hafa þetta allt á
hreinu bæði í latneskum kveðskap
og íslenskum. Sem dæmi úr íslensk-
um kveðskap má nefna sléttubönd-
in alkunnu, þar sem lesa má vísu
jafnt afturábak sem áfram, stund-
um með öfugri merkingu (lof-last)
eða þegar nafn manns er falið í
fyrsta bókstaf hverrar hendingar.
Kvæði Jóns, sem hér kallast Yfir-
lýsing hrifningar og velþóknunar
Jóns Ólafssonar úr Grunnavík á
Harmleik Eggerts Ólafssonar, sem
fjallar um dauða og endalok ís-
lenskrar tungu, er 25 erindi, æði
stórort og svo sannarlega barn síns
tíma. Jón hefur varla verið mikið
skáld.
Ritgerð sú næsta nefnist hér
Inngangsritgerð að fornum fræð-
um. Það er eins konar yfirlit um
það, sem Jón telur mesta þörf á að
vinna í fræðunum og það sem hann
sjálfur er að vinna að.
Jón Ólafsson ritaði skýringarrit
um nöfn fornþjóða, sem Jón Helga-
son taldi „fjarri öllu viti“ (skýring-
arnar). Hér er formáli þess rits
birtur bæði á latínu og í íslenskri
þýðingu. Formálinn er að sögn Jóns
Helgasonar skynsamlegasti hluti
ritsins, enda er hann vel læsilegur.
Þá er stutt greinargerð „um það
svokallaða norðurljós" og loks er
pistillinn Tilreynslur til búskapar,
sem er að langmestu leyti efnisyfir-
lit yfir bók um efnið, er aldrei var
samin.
Síðasti hluti ritsins er Úrval
bréfaskrifta. Útdrættirnir eru vald-
ir úr bréfabók Jóns og eru sýnis-
horn frá tólf fyrstu Hafnarárum
hans. Jón Ólafsson var bersýnilega
jafnötull við bréfaskriftir og önnur
skrif og sendi frá sér kynstrin öll af
sendibréfum. Þar kennir margra
grasa. Hann sinnir hinu sundur-
lausasta kvabbi og þarf einnig sjálf-
ur margs að biðja.
Níu fræðimenn hafa skipt með
sér verkum að búa rit þetta til út-
gáfu. Skrifa átta þeirra inngang að
efnisþáttum og gera skýringar við
texta. Margt þarf að skýra: Þýða
latnesk orð og setningar, jafnvel
heila texta; mannfræðiskýringar
eru hér fjöldamargar, einkum í
bréfakaflanum. Allir eru þessir
inngangar og skýringar hinir vönd-
uðustu og sýna, að þar hefur lær-
dómsfólk að verki verið.
Ég nefndi í upphafi þessa máls,
að mér hefði ekki litist á blikuna,
þegar ég hóf lesturinn. Og satt er
það, að ókræsilegur er hann í
mörgu og varla við alþýðuskap.
Naumast er heldur við öðru að
búast, þar sem skrif þessi eru flest
ófullgerð drög, sumt hugleiðingar
tilkomnar í fljótheitum stundar.
Samt fór svo, að áður en lauk fór
mér að verða fremur hlýtt til gamla
Grunnvíkingsins og komst ekki hjá
því að bera virðingu fyrir lærdómi
hans og einstakri fjölvísi. Með ólík-
indum var hversu margt hann lét
sig varða. Bréfaúrvalið birtir mér
hann sem óvenjulega hjálpsaman
og velviljaðan mann. Gildir einu
hvort hann er að senda bergblaa,
gummigutta, klausturléreft eða
skrifa upp og senda sögur og gömul
bréf. Líklega verð ég að taka mig til
og lesa á ný hið rúmlega sjötuga
doktorsrit Jóns Helgasonar um
nafna hans. Þaðan held ég að ég
hljóti að hafa fengið einhverja lítils-
virðingu á Grunnvíkingnum, sem
hann á varla skilið, því að ég man
ekki eftir að hafa lesið annað um
hann en Islandsklukkuna, sem ég
tek ekki alvarlega í þessu tilliti.
Sigurjón Björnsson
FÁÐU 7 SÆTA HYUNDAI STAREX LÁNAÐAN í SÓLARHRING
Grjótháls 1
Sími 575 1200
Söludeild 5751280
VERÐ KR.
2.348.000
BEIfJSKIPTUR 4x4
Á Hyundai Starex er allt inni í myndinni. Snúanlegu miðsætin og færanlegi afturbekkurinn gera
það kleift að aðlaga bílinn einstaklega vel aö hverri ferð fyrir sig. Við vitum að Starex hefur svo
marga kosti að enginn nær að kynnast honum nógu vel i stuttum reynsluakstri. Þess vegna bjóðum
við þér að fá bílinn lánaðan lengur. Má ekki kynna fyrir þér Hyundai Starex - lengur.
HYunoni
mera,. „
afollu