Morgunblaðið - 16.03.2000, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
BRIDS
Umsjón Arnór fi.
Ragnarsson
Gylfí og félagar enn
. í stuði hjá Bridsfélagi
Akureyrar
Nýkrýndir Akureyrarmeistarar
hafa nauma forystu í Halldórsmót-
inu, minningarmóti um Halldór
Helgason, eftir fyrsta kvöld af þrem-
ur.
Alls taka tíu sveitir þátt í mótinu,
sem er með „Board-a-match“-fyrir-
komulagi.
Staða efstu sveita er þessi:
1. Sveit Gylfa Pálssonar 70
2. Sveit Sveins Stefánssonar 69
3. Sveit Guðmundar Jónssonar 65
Mjótt er á munum, því fjórða sveit
er með 63 og næstu tvær með 62
stig!
Sunnudagsbrids í Hamri
A hverju sunnudagskvöldi kl.
19:30 er spilaður léttur eins kvölds
tvímenningur í Hamri við Skarðs-
hlíð.
Allir spilafólk velkomið.
Paratvímenningur
fyrir norðan
Svæðismót Norðurlands eystra í
paratvímenningi verður haldið laug-
ardaginn 18. mars í Starfsmannasal
KEA, Sunnuhlíð, Akureyri (ATH.
ekki í Hamri).
Mótið hefst kl. 10, mótslok áætluð
Jkl. 17:30.
Keppnisgjald 1200 kr. á mann,
molakaffi innifalið.
Súpa og brauð í hádeginu á vægu
verði.
Skráning til kl.19 á föstudag hjá
Ragnheiði Haraldsdóttur, s. 462-
2473 e. kl. 16.
Bridsdeild Barðstrendinga
og Bridsfélag kvenna
Mánudaginn 13. mars sl. var spil-
aður 1. kvölds tvímenningur, 28 pör
jjgættu, meðalskor 312.
Bestu skor í N/S:
Bjöm Friðrikss. - Unnar A. Guðmundss.375
Anna Guðlaugsd. - Guðlaugur Nielsen 349
Þórður Ingólfss. - Eyvindur Magnúss. 347
Eyþór Haukss. - Helgi Samúelsson 345
Bestu skor í A/V:
Jón St. Ingólfsson - Jens Jensson 365
BaldurBjartmarsson-BjömAmason 356
Leifur Kr. Jóhanness. - Már Hinriksson 355
Guðm. Guðmundsson - Gísli Sveinsson 347
Mánudaginn 20. mars nk. hefst
Aðaltvímenningur Barómeter 2000.
Aætlað er að hann taki 5 mánudags-
kvöld, en það ræðst nokkuð af þátt-
töku.
Skráning á spilastað í Þöngla-
bakka 1 ef mætt er stundvíslega kl.
19.30
UMRÆÐAN
Enn er fjör í Vestur-
Landeyj ahreppi
ÞAÐ vakti athygli
mína, sem þekki nokk-
uð til kærumála í Vest-
ur-Landeyjahreppi, að
7. mars sl. mátti lesa í
fasteignablaði Mbl., að
jörðin Stífla í Vestur-
Landeyjahreppi væri
auglýst til sölu. Þessi
jarðarsala er mikil
frétt, fyrir þá sem
fylgst hafa með kæru-
málum Hjartar Hjart-
arsonar í sinni heima-
sveit, en þeim hefur
jafnóðum verið útvarp-
að til þjóðarinnar.
Þessi auglýsing kom
mér til þess að festa
nokkur orð á blað. Því veldur bæði
jarðarsala Hjartar og einnig það, að
fyrir stuttu fréttist af því að hinn
fulltrúi minnihlutans í hreppsnefnd
Vestur-Landeyjahrepps, Jóhann í
Akurey, væri búinn að selja jörð
sína og festa kaup á jörð í Austur-
Landeyjum.
Kærendur á
harðahlaupum
Auk þess að vera hreppsnefndar-
maður, er Jóhann einn af níu kær-
endum á hendur Eggerti Haukdal,
fyrrum oddvita. Það má því segja,
að nú sjáist í iljar Hjartar og Jó-
hanns, þar sem þeir eru á harða-
hlaupum, með „allt niður um sig“ úr
sveit sinni eftir „vel unnin störf‘.
Heyrst hefur, að menn úr Austur-
Landeyjum hafi komið að máli við
Jóhann og beðið hann að skilja
kærusýki sína eftir í Akurey, en
koma ekki með hana með sér í Aust-
ur-Landeyjar og fara að kæra verð-
andi nágranna sína þar.
Furðulegt er að Jóhann, eftir
stutta dvöl í Vestur-Landeyja-
hreppi, skyldi vera kominn á káf í
kærur gegn manni, sem hann þekkti
lítið.
En allt á sér skýringar, skýringin
gæti verið sú að Jóhann varð fyrir
miklu einelti um borð í togara, sem
hann vann á fyrir löngu síðan, en
einn skipsfélagi hans sem er Land-
eyingur tók hann undir sinn vernd-
arvæng.
Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem
orðið hafa fyrir einelti á yngri árum
beita því síðar á lífs-
leiðinni gegn öðrum.
Brotthlaup þessara
kæruglöðu manna úr
sveitinni vekur upp
margar spurningar.
Misjafnt hafast
mennirnir að
Fyrir réttu ári síðan
voru kærumál Hjart-
ar, Jóhanns og fleiri á
hendur Eggerti Hauk-
dal upplýst og upp-
gerð.
Þá tóku þeir félagar
Kristín sig til ásamt fleirum og
Kristinsdóttir kærðu hann að nýju.
Níu sveitungar, allt
Framsóknarmenn, sendu kærubréf
til Ríkislögreglustjórans.
Eftir að kæran kom fram óskaði
embættið eftir afstöðu hrepps-
nefndar til kærunnar. Minnihluti
hreppsnefndar samþykkti að ekki
væri ástæða til frekari aðgerða í
málinu.
Síðar samþykkti meirihluti
hreppsnefndarinnar eftir bréfi frá
sama embætti að hreppsnefnd gerði
ekki skaðabótakröfu þar sem
hreppurinn hefði ekki orðið fyrir
tjóni.
Ymsir lögfræðingar hafa sagt, að
eðlilegt hefði verið, við þessar að-
stæður, að embættið hefði vísað
kærunni frá.
Mér fínnst rétt, að geta þess að
Hirti og níumenningunum var ekki
nóg að fá málið upplýst og uppgert,
eins og það var fyrir ári síðan, held-
ur að koma fram dómi.
Sá sem þeir vildu fá dæmdan
bjargaði einu skyldmenna fimm
kærenda í kyrrþey fyrir nokkrum
árum í samráði við sýslumann og
skattstjóra.
Vestur-Landeyjahreppur greiddi
nokkur hundruð þúsund fyrir hinn
seka.
Gaman væri að vita hvort allir
framsóknarmenn í Vestur-Landeyj-
um voru sammála um að kæra fyrr-
verandi oddvita sinn Eggert Hauk-
dal. Datt virkilega engum
framsóknarmanni í hug, að beita sér
fyrir því, að kæran yrði dregin til
baka, þar sem málið var upplýst?
Hvar er mannkærleikurinn?
VETRARIÞROTTAHATIÐ I REYKJAVIK 17.-24. MARS
Iwí
œflCIMK
MENNINGARBORG
EVRÓPU ÁRIÐ 2000
V-
RISA .
leikfimitími
Föstudaginn 17.mars frá kl. 12-13 í Laugardalshöll
Kennarar verða frá eftirtöldum líkamsrcektarstöðvum:
Aerobic Sport - Baðhúsinu - Hreyfmgu - Þokkabót - World Class
ÍÞBdÓTTABANDALAC
ReyKJAVÍKUB.
Sveitarstjórnarmál
Datt virkilega engum
framsóknarmanni í hug,
spyr Kristfn Kristins-
dóttir, að beita sér fyrir
því að kæran yrði dreg-
in til baka, þar sem
málið var upplýst?
Þegar kæran var tekin fyrir, í
héraðsdómi 6. mars sl. var aðeins
einn maður óviðkomandi málinu
gestur í salnum, það var Vigfús
Andrésson frá Berjanesi, A-Eyja-
fjöllum.
Hann virðist sjá um fjölmiðla-
tengsl fyrir hönd kærenda og hefur
svo væntanlega lengi verið.
Hér skal þessu næst vakin athygli
á atriðum úr yfirlýsingu sem margir
hreppsbúar undirrituðu og afhentu
ríkissaksóknara í febrúar gagnvart
kærumálum á Eggert Haukdal.
Það er fyllsta ástæða að þau komi
fyrir almenningssjónir þar sem
kærendur eru stöðugt með málið í
fjölmiðlum.
• Kærendur í málinu eru fá-
mennur hópur andstæðinga hins
kærða.
O Sveitarsjóður Vestur-Land-
eyja hefur ekki orðið fyrir fjárhags-
legu tjóni.
O Málarekstur þessi er ekki að
almennri áeggjan íþúa hreppsins né
í þeirra þágu.
O Fyrrverandi oddviti E.H. hef-
ur starfað fyrir hreppinn í áratugi
og teljum við að hann hafi frá upp-
hafi sett hagsmuni hreppsins ofar
sínum eigin.
O Skuld sú sem endurskoðendur
finna út er að mestu tilkomin vegna
aðgerða sem fyrrverandi hrepps-
nefnd og oddviti gerðu með hags-
muni hreppsins í huga vegna
ábúanda í sveitinni. Því miður brást
maður sá er um ræðir því trausti
sem honum var sýnt og því fór sem
fór.
O Fyrir liggur að fyrrverandi
oddviti E.H. hefur greitt 2,5 millj-
ónir og fjórir aðrir aðilar hafa greitt
hálfa milljón hver úr eigin vasa
vegna málsins.
O Það skal sérstaklega undir-
strikað að hvorki sveitarsjóður né
kærendur hafa orðið fyrir fjárhags-
tjóni.
O Fyrrverandi oddviti er ekki
bókhaldslærður maður og færði
ekki bókhald hreppsins. Starfsmað-
ur hreppsins færði bókhald í sam-
ræmi við óskir endurskoðenda
hreppsins skv. bókhaldsbeiðni hans.
O Þess er hér með óskað að mál
þetta verði fellt niður, þar sem eng-
inn hefur orðið fyrir eins miklu tjóni
og Eggert Haukdal, sem hefur orðið
að þola fjárhagslegt tjón, ærumeið-
ingar og álitshnekki.
Með von um farsæld og frið í
komandi framtíð fyrir Vestur-
Landeyinga. Þess óskar Kristín
Kristinsdóttir.
Höfundur er húsmóðir.
SUBARU
Jón Steinar Gunnlaugsson
Heiftarfullur tals
maður öryrkja
UNDANFARIN misseri hafa
samtök öryrkja í landinu haft fyr-
ir talsmann Garðar Sverrisson,
sem um þessar mundir mun vera
formaður þeirra. Það hefur varla
farið framhjá nokkrum manni,
sem fylgist með fréttum og um-
ræðum um þjóðmál á íslandi, að
þessi talsmaður hefur hvað eftir
annað veist með mjög sérkenni-
legum og heiftúðugum hætti að
forsætisráðherranum Davíð
Oddssyni. Ef satt skal segja hef-
ur þetta verið helsta einkennið á
framlagi hans til umræðna um
málefni öryrkja.
Menn sem gegna ábyrgðar-
mestu trúnaðarstörfum þjóðai--
innar, eins og forsætisráðherra,
mega auðvitað búast við að störf
þeirra og viðhorf séu gagnrýnd,
ekki síst af talsmönnum hags-
muna- og þrýstihópa, sem kalla
eftir fjárframlögum af skattfé
ríkisins. Á því hljóta þó að vera
mörk, hvað menn láta bjóða sér í
þessum efnum. Vandi er á hönd-
um, því talsmenn hópa, sem sam-
úðar njóta í samfélaginu, leita
alltaf í skjól þeirra hagsmuna,
sem þeir kveðast gæta, ef leitast
er við að svara þeim, eftir að þeir
hafa farið offari í málflutningi
sínum. Sé þeim svarað ásaka þeir
svarandann um að ráðast á hóp-
inn, sem samúðar nýtur.
Þar við bætist, að forsætisráð-
herrann virðist nú orðið vera
kominn í svo sterka stöðu gagn-
vart þjóð sinni, að hann má varla
lengur halla orðinu á nokkurn
mann, sem hann er ósammála,
öðru vísi en svo að hann sé talinn
misbeita ríkisvaldi gegn viðkom-
andi manni. Það er eins og allir
hafi gleymt því að ráðherrann er
stjórnmálamaður sem hefur
skoðanir á stjórnsýslu ríkisins og
raunar þjóðmálum almennt og
tekst á við aðra um þær. Það
virðist meira að segja vera álit
sumra manna, að hann megi ekki
svara fyrir sig, þegar heiftúðugir
einstaklingar veitast að persónu
hans hvað eftir annað með þeim
hætti sem einkennt hefur orðafar
Garðars Sverrissonar.
Það væri sjálfsagt auðveldast
fyrir forsætisráðherra, að láta
talsmáta þessa heiftúðuga manns
sem vind um eyru þjóta. Flestir
stjórnmálamenn myndu sjálfsagt
gera það, því þeir vilja ekki kalla
yfir sig þann ómerkilega mál-
flutning sem jafnan fylgir í
kjölfarið, að þeir séu óvinir þeirra
hagsmuna, sem heiftarmaðurinn
talar fyrir. Eg met það mikils, að
ráðherrann skuli ekki láta svona
sjónarmið aftra sér frá að tala. Ef
svona málsnúðum (orð þetta er
skylt orðinu plötusnúður) er látið
ósvarað má búast við að menn
fari að telja háttalag þeirra gjald-
gengt í því siðaða samfélagi, sem
við þykjumst viðhafa.
Við síðustu kosningar til Al-
þingis bauð Sjálfstæðisflokkur-
inn fram undir formerkjum
áframhaldandi stöðugleika í efna-
hagsmálum á Islandi. Hann bauð
fram krafta sína til að viðhalda
„óbreyttu ástandi" í þessum
skilningi. Þegar samtök öryrkja
kosta til sérstakrar auglýsinga-
herferðar á þeim tíma er kosn-
ingabaráttan stendur yfir og not-
ar slagorðin „Viljum við óbreytt
ástand?“, þar sem fólk er hvatt til
að gera breytingar, er fyrst og
fremst barist gegn Sjálfstæðis-
flokknum. Talsmaður samtak-
anna á opinberum vettvangi er
þekktur fyrir stuðning við Sam-
fylkinguna. Forsætisráðherra
ályktaði sem svo, að fjármunir
öryi-kja hefðu verið misnotaðir í
kosningabaráttunni í þágu Sam-
fylkingarinnar gegn Sjálfstæðis-
flokknum. Ályktun hans lá beint
við.
Höfundur er hæstaréttar-
lögnutður.