Morgunblaðið - 16.03.2000, Side 54
54 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000
^----------------------
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Jón Sigurðsson
fæddist á Innra-
Leiti á Skógarströnd
hinn 11. desember
1923. Hann lést á
liknardeild Landspít-
ala hinn 8. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjðnin
Magnúsína Guðrún
Bjömsdóttir, f. 2. júlí
1891 í Laxárdal á
Skógarströnd, d. 16.
jpipríl 1973, og Sig-
urður Einarsson, f.
29. janúar 1890 á
Borgum á Skógar-
strönd, d. 31. janúar 1983. Þau
Magnúsína Guðrún og Sigurður
bjuggu á Skógarströnd mestallan
sinn búskap, lengst í Gvendareyj-
um. Systkini Jóns eru: 1) Guðrún,
f. 7. febrúar 1915, 2) Margrét, f. 3.
mars 1916, 3) Kristín Stefanía, f.
16. október 1917, 4) Guðný f. 18.
apríl 1919, d. 26. aprfl 1919, 5)
Sigrún, f. 23. nóvember 1920, 6)
Sólveig, f. 5. maí 1925, 7) Einar, f.
lO.aprfl 1933.
Hinn 6. ágúst 1950 kvæntist Jón
eftirlifandi eiginkonu sinni Krist-
Qpj'nu Sigbjömsdóttur, f. 6. ágúst
1928 á Sævarenda í Fáskrúðsfírði.
Foreldrar hennar voru hjónin
Helga Stefánsdóttir og Sigbjörn
Sveinsson. Synir Kristínar og
Jóns em: 1) Helgi Sigbjörn tækni-
fræðingur, f. 14. júní 1952, 2) Unn-
steinn, kennaramenntaður, f. 25.
mars 1954, maki Kristín Sigur-
Mágur minn, Jón Sigurðsson,
(Jonni) frá Gvendareyjum er látinn
eftir erfiða sjúkdómslegu. Með hon-
um er fallinn góður drengur sem í
Ængu mátti vamm sitt vita. Okkar
kynni hófust árið 1936 er ég ásamt
fjölskyldu minni fluttist í Olafsey í
Skógarstrandarhreppi sem var
geirsdóttir meina-
tæknir, f. 21. febrúar
1957, þau eiga fjög-
ur böm, fvar, Brynj-
ar Inga, Sólrúnu Ósk
og Atla Dag, 3) Sig-
urður Rúnar pípu-
lagningamaður, f. 1.
mars 1958, maki
Auður Kristjáns-
dóttir leikskóla-
kennari, f. 9. sept-
ember 1959, þau
eiga fimm böm, Jón
Andra, Eydísi
Helgu, Þröst
Bjarma, Kristínu
Hlif og Sunnu Maríu. Þau Jón og
Kristrn bjuggu í Kópavogi nær öll
sín lijúskaparár.
Jón stundaði nám í Héraðsskól-
anum á Laugarvatni árin 1943-45.
Hann lauk námi í húsasmíði í
Reykjavík árið 1950 hjá Snorra
Halldórssyni byggingameistara
og starfaði hjá honum hátt í tvo
áratugi, m.a. að viðhaldsmálum
hjá Háskóla Islands, en sem leik-
myndasmiður hjá Sjónvarpinu frá
1970 allt þar til hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir árið 1993.
Jón tók lengi þátt í kórstarfi,
fyrst með kór Trésmiðafélags
Reykjavíkur og síðar með Samkór
Kópavogs og Söngvinum, kór
aldraðra í Kópavogi.
Útför Jóns fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
næsta byggða eyjan við Gvendareyj-
ar.
Þótt aldursmunur væri nokkur á
milli okkar, um fjögur ár, tókust
fljótlega með okkur góð kynni sem
haldist hafa alla tíð. Þá voru fimm
eyjabýli í þessu sveitarfélagi og að
tiltölu nokkuð margt af ungu fólki í
eyjunum. Félagslíf var líka nokkurt í
hreppnum, þ.á m. ungmennafélag
sem starfaði af nokkrum þrótti um
þetta leyti með skemmtanahaldi og
ekki síst með ferðalögum að sumr-
inu. Mér eru minisstæðar ferðir bæði
um Norður- og Suðurland sem voru
famar á vegum félagsins, og voru svo
til eingöngu skipaðar meðlimum
þess.
Það var mikið sungið í þessum
ferðum. Rútan ómaði tíðum öll, tím-
unum saman af söng unga fólksins,
sem söng af hjartans lyst og lífsgleði.
Jonni var snemma liðtækur í
söngnum og ég held að frá honum
hafi oft hæstu og bestu tónarnir kom-
ið. En unga fólkið í eyjunum á þeim
tíma söng víðar en í rútubílum. Það
var algengt að lagið væri tekið í bátn-
um þar sem unga fólkið var á ferð og
sungið við raust. Nýjustu slagaramir
eða ástarljóð vora sungin meðan
trillan skreið milli eyja og skeija á
heimleið frá vinafundi eða góðu balli.
En svo leið æskan og alvöratímar
tóku við. Fólkið flutti í burtu og eyj-
amar fóra í eyði. Ég flutti í burtu
1941, Jonni úr Gvendareyjum 1946.
Hann hóf þá eða stuttu seinna nám
við Héraðsskólan á Laugarvatni. Síð-
an lærði hann húsasmíði í Reykjavík
og stundaði hana sem aðalævistarf.
Hann giftist góðri konu og byggði
þeim fallegt hús í Kópavogi. Ég hef
jafnan notið gestrisni þeirra ef ég hef
dvalið í höfuðstaðnum og má næstum
segja að ég hafi verið þar heimagang-
ur.
Þegar ég fór frá æskustöðvunum í
eyjunum lá leiðin vestur á firði. Ég
festi þar ekki yndi og sneri fljótt til
baka suður á Breiðafjörð og settist
að í Stykkishólkmi, enda höfðu
tengslin við eyjabyggðina ekki slitn-
að að fullu. Ég átti jafnan kindur þar
og hirti um hlunnindi, æðarvarp og
eggjatekju.
Eg varð þess oft áskynja að Jonni
hafði mjög sterkar taugar til æsku-
stöðvanna í eyjunum. Það var sann-
arlega gaman að fara með honum um
þær. Málin höfðu þróast þannig að ég
sá um eggjaleitir undan veiðibjöllu
(svartbak) í mörgum eyjum, sem til-
heyra Skógarströnd, um árabil. Það
var eiginlega orðin föst regla að
Jonni kæmi vestur með farfuglunum
á vorin til að leita í eyjunum. Hann
kom þá oft með einhveija af vinnufé-
lögum sínum með sér. Þessar ferðir
vora Jonna mikilvægar, maður sá og
fann að hann naut þess mjög að rifja
upp gömul kynni við æskustöðvam-
ar. Starfsfélögum hans vora þessar
ferðir mikil upplifun. Þeir fengu
þama í mörgum myndum að sjá vor-
ið í rfld náttúrannar.
Ég held að hjónaband Jonna hafi
verið mjög gott og ástríkt, þau vora
svo sameinuð og samstæð að þau
virkuðu sem heild... ein persóna. Þú
hefur því mikið misst, Stína mín, þeg-
ar makinn er fallinn. Ég vona að æðri
máttarvöld gefi þér styrk til að bera
þann missi.
Ég ætla að enda þessi minningar-
brot með ljóðlínum úr minningar-
kvæði um breiðfirska stúlku sem lést
fyrir mörgum áram.
Enginn fær sín örlög vitað
öllum markað er þó skeið.
Pað er helgum rúnum ritað
ræður drottins ein þar leið.
Greypt í huga geymd er minning
granda henni ekkert má.
Þökk sé fyrir þína kynning
þessuríkijarðará.
Ég og fjölskylda mín vottum öllum
aðstandendum Jonna okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Kristinn B. Gíslason.
Ég kynntist Jóni Sigurðssyni fyrst
þegar ég hóf störf í Leikmyndadeild
Sjónvarpsins fyrir rúmum tólf áram.
Þá hafði hann þegar starfað þar frá
1970 við góðan orðstír. Áður hafði
hann starfað talsvert fyrir Háskól-
ann við sitt fag. Ég tók fljótt eftir því
að jafnan var til hans leitað ef þurfti
að útbúa einhvem smíðisgrip af ná-
kvæmni og listfengi. Jón hafði nefni-
lega til að bera eiginleika sem era
alltof fágætir í erli nútímans þar sem
ekki er staldrað lengi við til að velta
fyrir sér smáatriðum. Gamla verks-
vitið nýttist honum vel í leikmynda-
gerðinni og hann kom einatt fram
með góðar lausnir á hlutunum án
þess að þurfa að velta þeim mikið fyr-
ir sér. Jón var um margt fulltrúi
þeirra völunda sem sameina list og
handverk í sínu fagi. Hann hafði auk
þess greinilega gaman af þvi að fást
við að smíða leikmuni sem kröfðust
einhvers af honum. Ég man t.d. eftir
því hvað hann var ánægður með það
verkefni að smíða jólatré eins og þau
gerðust heima í sveitinni í gamla
daga þegar ekki var um annað að
ræða en að smíða sér jólatré. Eftir að
Jón hætti störfum árið 1993 leitaði ég
til hans um smíði á líkani af Péturs-
kirkjunni í Róm vegna heimilda-
myndar um Samúel í Selárdal er
framsýnd var á sl. ári.
Jón lagði mikla alúð í það verk í
bílskúmum sínum á Bjarnhólastíg.
Þar var ekki miklu plássi til að dreifa
en öllu haganlega fyrir komið og
snyrtilegt. Jón var einn af þeim sem
virðast alltaf hafa tíma aflögu til að
ganga frá hlutunum. Hann hafði
sjálfur byggt sér hús þarna við
Bjarnhólastíginn og innréttað af
smekkvísi. Þar gengum við til stofu
og ræddum um arkitektúr merkra
kirkjubygginga úti í heimi, en Jón
átti margar merkar bækur um slík
efni og var fróður um fjarlægar
hvelfingar og býsanskar tumspírur.
Hann var mjög áhugasamur um það
verkefni að endurgera Péturskirkj-
una í smáu formi og hann var ótrú-
lega fljótur að smíða svo stórt og
flókið líkan. Á endanum virtist það
nánast fylla út í bílskúrinn. Mér er
það minnisstætt að Jón var líka
búinn að hugsa fyrir flutningnum á
þessu stóra líkani svo það kæmist ör-
ugglega heilu og höldnu á leiðarenda.
Jóni auðnaðist að sjá líkanið sitt á
hvíta tjaldinu en nú hafa tjöldin verið
dregin fyrir í lífsgöngu þessa mikla
völundar. Minningin um verk og vin-
arþel hans mun hinsvegar lifa með
okkur sem kynntumst honum. Fyrir
hönd samstarfsfólks hans á Leik-
myndadeild Sjónvarpsins votta ég
fjölskylduhans dýpstu samúð.
Ólafur J. Engilbertsson.
JON ORN
GARÐARSSON
+ J<5n Öm Garðar-
sson fæddist í
Reykjavík 8. janúar
1980. Hann lést í
Reykjavík 4. mars
síðastliðinn og fér
útför hans fram frá
^Fossvogskirkju 14.
Mig langar með
nokkrum orðum að
minnast hans Nonna,
elskulegs vinar míns,
sem nú er látinn langt
um aldur fram.
Ég man fyrst eftir honum þegar
við voram saman í Vogaskóla, en ég
kynntist honum ekkert
fyrr en haustið ’97 þeg-
ar ég byijaði með
kærastanum mínum,
Geir, sem var einn af
bestu vinum hans.
Mér líkaði strax
mjög vel við Nonna því
hann var alltaf svo
hress og skemmtilegur,
og átti ekki til nei-
kvæði. Nonni gat líka
verið mjög fyndinn og
hann kom okkur oft til
að hlæja að öllum sín-
um frábæra uppátækj-
um. En þegar ég hugsa
til hans núna minnist ég þess samt
helst hvað hann var góður bróðir
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför
SVEINS H. GUÐJÓNSSONAR,
Hamrahlíð 23,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa öllu starfsfólki
á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, og
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Guð blessi ykkur öll.
Anney Guðjónsdóttir
og aðstandendur.
Lokað
í dag, fimmtudaginn 16. mars, frá kl. 12—16 vegna jarðarfarar
INGVELDAR MARKÚSDÓTTUR.
G.S. varahlutlr, Hamarshöfða 1.
hennar Tönju litlu, og mér finnst það
frábært hvað þeim kom vel saman
þrátt fyrir meira en tíu ára aldurs-
mun. Ég þekki engan strák sem er
eins duglegur við að fara með litla
systkinið sitt í bíó, passa það eða
leyfa því að vera inni hjá sér þegar
vinir hans era í heimsókn eins og
Nonni var við Tönju, það leydi sér
ekki hvað honum þótti vænt um
hana.
Nonni var góður vinur, yndislegur
bróðir og frábær strákur, hans verð-
ur sárt saknað. En ég veit að núna er
hann á góðum stað þar sem hann
fylgist brosandi með okkur, og ég er
mjög þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast honum.
Við komum hér á kveðjustund
að kistu þinni, bróðir,
að hafa við þig hinsta fund
og horfa á gengnar slóðir.
Og ógn oss vekja örlög hörð,
en ennþá koma í hópinn skörð,
og bam sitt faðmi byrgir jörð,
vor bleika, trygga móðir.
En minning þín er mjúk og hlý
og mun oss standa nærri.
Með hveiju vori hún vex á ný
ogverðurávalltkærri.
Ef lífsins gáta á lausnir til,
þær ljóma bak við dauðans þil.
Og því er gröfin þeim í vil,
sem þráðu útsýn stærri.
(MagnúsÁsgeirsson.)
Ég mun aldrei gleyma honum.
Hans vinkona.
Svanhildur Anna.
Erviðlítumumöxl
til ljúfustu daga
liðinnaræfi,
þávoruþaðstundir
ívinahópi
semveittiokkur
mesta gleði.
(Nico.)
Kæri Nonni. Aldrei hefði okkur
granað að hið óumflýjanlega bæri
svo fljótt að og erfitt verður að sætta
sig við það að máttarstólpi vinahóps-
ins sé farinn og þá staðreynd að ekk-
ert varir að eilífu. Skarðið sem þú
skilur eftir mun aldrei verða uppfyllt
af neinum eins einstökum og þér.
Það varst þú sem leiddir þennan
vinahóp saman og saman upplifðum
við margar af okkar bestu og eftir-
minnilegustu stundum. Þú hafðir
einstakt lag á því að draga allt það
besta fram í okkur og sá eiginleiki
þinn einkenndi allar samverustundir
okkar. Þú varst alltaf svo áhugasam-
ur og jákvæður um flest það sem við
brölluðum saman, eins og til dæmis í
jeppaferðinni sem við fóram í tilefni
af aftnælisdeginum þínum. Þar
stefndi í að veðrið myndi ræna okkur
allri ánægju en eins og venjulega var
það eldmóður þinn og jákvæðni sem
breytti ferðinni í algerlega ógleym-
anlegt ævintýri.
Fjölskylda þín var þér alltaf hug-
leikin. Okkur finnst svo frábært og
aðdáunarvert hversu vænt þér þótti
um hana Tönju Mist, systur þína, og
hversu mikið þú hlakkaðir til að sjá
hvað yrði úr henni þegar hún yxi úr
grasi. Litli prinsinn er viðurnefni
sem situr fast í minningu okkar. Þau
vora ófá skiptin sem við hringdum
heim til þín og spurðum um þig og
Dísa svaraði því til að litli prinsinn
hennar væri í baði.
Við viljum þakka þér fyrir að hafa
gefið okkur svo margt sem mun lifa
með okkur að eilífu. Fyrir okkur era
allar þær stundir sem við áttum með
þér ómetanlegar, þú varst og munt
alltaf verða stór þáttur í lífi okkar og
því verður engan veginn lýst með
orðum hversu sárt þín er saknað.
Um leið og við biðjum góðan Guð
að styrkja fjölskyldu þína í sorginni
viljum við kveðja þig með þessu ljóði:
Mannlífsinsbrattabára
ber okkur milli skerja.
Viðfeðmar okkur velur
vegleiðir stundu hverja.
Markandi mannsins tíma
meitlandisporígrundir.
Mótandi margar götur
misjafnar ævi stundir.
Lokiðervökulangri
liðin er þessi dagur.
Morgunsins röðul roði
rennur upp nýr og fagur.
Miskunnar andinn mikli
meturþittvegarnesti.
Breiðir út ferskan faðminn
fagnandi nýjum gesti.
Núervíkmillivina
vermir minningin hlýja.
Allra leiðiraðlokum
liggjaumveginýja.
Við fórum til fljótsins breiða
fetum þar sama veginn.
Þangað sem bróðir bíður
á bakkanum hinum megin.
(Hákon Aðalst)
Þínir vinir
Arnór, Geir, Þorfinnur,
Rúnar og Amar.
Elsku Nonni minn. Þú hefur verið
mér alveg einstakur vinur. Ég vildi
að það hefði ekki verið haf á milli
okkar þessi fáu ár sem ég hef fengið
að vera vinkona þin. Ég heyrði þig
samt oft segja að þú ætlaðir að synda
yfir til mín að sækja mig.
Og einn daginn ætlaðir þú að
flytja til mín til Noregs. Kannsld var
þetta bara draumur, en við áttum
hann saman, og ég hlakkaði til að fá
þig. Við, vinir þínir og fjölskylda,
höfum misst óskaplega mikið, ég vil
ekki trúa því að ég eigi ekki eftir að
sjá brúnu augun þín hlæja og varirn-
ar þínar brosa aftur. Það elska þig
svo margir, Nonni. Öllum leið svo vel
í kringum þig.
Maður gleymir því bara svo allt of
oft í daglega lífinu. Ég á eftir að
sakna þessarar hlýju móttöku sem
ég fékk þegar ég kom í heimsókn, ég
á jafnvel eftir að sakna þess að
kveðja þig. Innst inni veit ég að þú
ert ennþá hjá mér, ég vildi bara að
ég sæi þig, að ég gæti knúsað þig.
Elsku Nonni, þú varst svo stór hluti
af gleðinni yfir að koma heim. Fyrir
mig verður Island ekki það sama án
þín.
Megi góður Guð styrkja foreldra
þína og fjölskyldu í þessari miklu
sorg.
Tinna, Ósló.