Morgunblaðið - 16.03.2000, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000
+ Guðbjörg Arn-
órsdóttir fædd-
ist á ísafirði 6. des-
ember 1937. Hún
lést á heimili sínu 7.
mars siðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Kópavogs-
kirkju 15. mars.
Vegna mistaka
urðu þessar tvær
greinar viðskila við
minningargreinarn-
ar um Guðbjörgu
Arnórsdóttur sem
birtust í blaðinu í
gær, 15. mars. Hlut-
aðeigendur eru beðnir velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Það var sunnudagur fyrir rúmum
20 árum. Við mæðgurnar fórum í
okkar fyrstu heimsókn í Skólagerði
ásamt Hilmari elsta syni Stellu. Við
áttum þar góðan eftirmiðdag , en
þegar að heimför kom sagði Stella:
„Af hverju leyfið þið henni Höllu
ekki að vera hérna hjá mér og
skreppið saman í bíó?“ Svo það varð
úr að við fórum í bíó. Þegar við kom-
um til baka og ég ætlaði heim með
barnið sagði hún „mamma, getum
við ekki verið hérna lengur" og við
fórum ekki heim fyrr en búið var að
ákveða næstu heimsókn. Þarna
eignaðist dóttir mín yndislega
ömmu, en svona var Stella, hún lað-
aði að sér börn. Hún kunni og vissi í
raun og veru allt sem börn langaði
til að heyra og vita. Það var ekkert
skrítið þó nafn róluvallarins sem
hún vann á breyttist úr Holtsvöllur í
„Stelluróló". Og þegar barnabörnin
fóru að koma á róló og kölluðu hana
að sjálfsögðu ömmu, þá breyttist
Stella í „amma Stella" hjá öllum
börnunum á róló og henni fannst það
ekki leiðinlegt. Stella var yndisleg
manneskja , höfðingi heim að sækja
og átti stórt hjarta og hlýjan faðm.
Aðaláhugamál hennar vai- fjölskyld-
an. Tvisvar sinnum fór öll fjölskyld-
an saman til útlanda um jólin. Þá var
Stella í essinu sínu með drengina
sína og þeirra fólk í kringum sig alla
daga. Hún naut þess að útbúa morg-
unverðarborðið á hveijum morgni
og dekra við fólkið eins og hún
mögulega gat. Af einstöku æðru-
leysi tókst hún á við þann illvíga
sjúkdóm sem tók hana frá okkur en
þar stóð Þórarinn maðurinn hennar
eins og klettur við hlið hennar.
Stella hlýtur að hafa verið búin að
sinna verkefnum sínum hér á jörð og
er því kölluð til annarra starfa. Við
sem eftir stöndum söknum hennar
sárt, en allar yndislegu minningarn-
ar sem við eigum munu hjálpa okkur
og verma hjarta okkar í framtíðinni.
„Einstakur" er orð sem notað er þegar
lýsa á því sem engu öðru er líkt.
Faðmlagi eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur" lýsir fólki
sem stjómast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“áviðþá
sem era dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur" er orð sem best lýsir þér.
Elsku Stella mín. Ég þakka þér
fyrir samfylgdina og allt sem þú
gafst mér og börnunum mínum Ég
veit að þú færð góða heimkomu á
himnum. Hafðu þökk fyrir allt.
Birna.
Guð hefur nauðsynlega þurft á
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf-
ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer nöfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nötn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
þér að halda er hann
sendi engla sína hingað
á jörðu niður til þess að
sækja þig. Amma mín,
hann hefur ætlað þér
mikilvægt hlutverk
þarna efra.
Söknuðurinn og
sorgin ríkir meðal ætt-
ingjanna er svo náinn
ástvinur er tekinn frá
okkur. Margs er að
minnast og yndislegar
stundir rifjast upp, en
eitt er þó víst, að það
mun enginn fylla það
skarð er þú skilur eftir
þig í hjarta mínu. Þú lýstir veg minn
með ljósi þínu og kenndir mér margt
um hinar ýmsu þrautir lífsins. Minn-
ingarnar, minningarnar sem. eru
mér efst í huga, þær minningar eru
svo margar að þær eru óritanlegar
og munu þess vegna lifa innra með
mér uns við hittumst á ný og endur-
tökum þær stundir.
Allt það góða er þú leiddir af þér í
þessu lifi er ólýsanlegt. Þú áttir
stóran þátt í lífi allra barna er léku
sér á rólóvelli þínum, örugglega
ekkert minni þátt en þann er þú
skipaðir í lífí okkar bamabarnanna
þinna. Þú varst ekki kölluð amma
Stella fyrir ekki neitt.
Elsku amma mín, það er sárt að
horfast í augu við þá staðreynd að
þú sért farin, en ég veit að Guð mun
vera með þér og að þú munt vaka yf-
ir okkur og vernda. Ég vil þakka þér
fyrir þær stundir er við áttum sam-
an og glöggt ég sé það nú að þú unn-
ir mér og hjálpaðir mest, þér ég
þakka, amma, fyrir þá trú og tryggð
og er ég því stolt af að fá að standa
undir nafni þínu.
Þín
Stella.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 29. febrúar.
Útförin hefur þegar farið fram.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðbjörg Ólafsdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUNNAR HÓLM RANDVERSSON,
fyrrv. iögregluvarðstjóri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu-
daginn 13. mars sl.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mið-
vikudaginn 22. mars nk. og hefst athöfnin
kl. 13.30.
Katrín Sigurðardóttir,
Jóhann Frímann Gunnarsson,
Randver Páll Gunnarsson,
Gyða Jóna Gunnarsdóttir, Júlíus Þór Tryggvason,
Guðlaug Hrönn Gunnarsdóttir, Garðar Hallgrímsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er
sýndu okkur samúð, vináttu og stuðning við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
ERLENDAR HILMARS BJÖRNSSONAR,
Hæðargarði 29,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki
hjartadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Guð blessi ykkur öll.
Helga ívarsdóttir,
Björn Erlendsson, Þórunn Brandsdóttir,
ívar Erlendsson, Þóra Ingvarsdóttir,
Magnús Erlendsson,
Sigríður Erlendsdóttir, Jón Víkingur Hálfdánarson
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
sonar, föður okkar, tengdaföður og afa,
MAGNÚSAR GUÐJÓNSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landspítalans og heimahlynningar Krabba-
meinsfélagsins.
Laufey Kristinsdóttir,
Guðmunda Þorbjörg Jónsdóttir,
Brynhildur Magnúsdóttir,
Þorbjörg Magnúsdóttir, Rúnar Reynisson
og afabörn.
GUÐBJÖRG
(STELLA)
ARNÓRSDÓTTIR
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÚN ÁSBJÖRG FANNLAND
frá Sauðárkróki,
Faxabraut 13, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðju-
daginn 14. mars sl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ásta Pálsdóttir,
Haukur Pálsson, Sigurlaug Steingrímsdóttir,
Óskar Pálsson,
Hörður Páisson, Inga Sigurðardóttir,
Kolbeinn Pálsson, Kolbrún Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar,
EINAR PÉTURSSON
fyrrv. bóndi
á Arnhólsstöðum,
er látinn.
Guðrún Einarsdóttir,
Ingibjörg Einarsdóttir,
Erla Sólveig Einarsdóttir,
Örn Sigurður Einarsson
og fjölskyldur
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, sonar, afa og bróður,
VALSTEINS HEIÐARS GUÐBRANDSSONAR,
Árnesi,
Súðavík.
María Kristófersdóttir,
Guðmundur Birgir Heiðarsson, Heiðveig Jóhannsdóttir,
Kristófer Heiðarsson, Ragnheiður Jóhannesdóttir,
Albert Heiðarsson, Guðný Hanna Jónasdóttir,
Ármann Heiðarsson,
Guðbrandur Rögnvaldsson, Bjarndfs Inga Albertsdóttir,
Brimrún Irma, Marfa Kristín
og systkini hins látna.
t
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát
og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR BENEDIKTSSONAR
læknis,
Miðleiti 12.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar
í Efstaleiti fyrir ómetanlega hjálp.
Elínborg Stefánsdóttir,
Steindór Guðmundsson, Inga Jóna Jónsdóttir,
Áslaug Guðmundsdóttir, Sigurður Thorarensen,
Þórunn Guðmundsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir, Ari Eggertsson
og barnabörn.
t
Þökkum innilega samúð, hlýhug og vináttu
við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
OTHARS ELLINGSEN,
Ægisíðu 80,
Reykjavík.
Sigríður Ellingsen,
Dagný Þóra Ellingsen, Garðar V. Sigurgeirsson,
Óttar Birgir Ellingsen, Stefania Lóa Jónsdóttir,
Steingrímur Ellingsen, Anna Birna Jóhannesdóttir,
Lára María Ellingsen, Erlingur Aðalsteinsson,
Björg Ellingsen, Broddi Broddason,
barnabörn og barnabarnabörn.