Morgunblaðið - 16.03.2000, Síða 56
FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BJORN
GÍSLASON
+ Björn Gíslason
fæddist í Hafnar-
firði 28. febrúar
1963. Hann lést í um-
ferðarslysi á Kjalar-
nesi 25. febrúar síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Bú-
staðakirkju 10. mars.
I formála minning-
argreina um Björn
Gíslason í Morgun-
blaðinu 10. mars var
j(h’angt farið með
brúðkaupsdag
Björns og eftirlifandi
eiginkonu hans, Vil-
borgar Hannesdóttur. Þau giftu
sig 10. mars 1990.
Vinur minn og samstarfsfélagi,
Björn Gíslason, lést langt um aldur
fram í hörmulegu umferðarslysi 25.
febrúar síðastliðinn. Hans er sárt
saknað af ástkærri eiginkonu, fjöl-
skyldu, og vinum og ferðaþjónustan
öll harmar einn af sínum bestu son-
um.
Ég kynntist Bassa fyrst persónu-
lega í Bláfjöllum á nýársdag níutíu
og sex. Við vorum sem oftar að sinna
oflftugamáli okkar og aukavinnu, af-
þreyingu fyrir ferðamenn. Bassi
keyrði hópa úr Reykjavík ásamt
fleirum og ég og aðrir tókum við
þeim og fórum með þá í vélsleða-
ferðir.
Ég féll þó snemma úr leik þennan
dag sökum meiðsla er ég hlaut á
fingri. Varð úr að ég fór með Bassa
„löggu“, eins og hann var oft kallað-
ur innan afþreyingargeirans í ferða-
þjónustunni, í bæinn. Gafst mér þá
fyrst tækifæri til að ræða við þennan
mann sem nánast var goðsögn í lif-
'“■arfda lífi. Fyrir mér var hann bæði
hetja og hörkutól, en jafnffamt
hugsuður mikill og með afbrigðum
hress og skemmtilegur. Hann var
mikill maður sem átti sér mikla
drauma. Hann starfaði lengi innan
lögreglunnar og öðlaðist þar marg-
þætta reynslu, m.a. í sérsveit, á mót-
orhjólum og við köfun. Það var hon-
um þó ekki nóg, því ævintýraþráin
var rík í honum. Bassi var frumkvöð-
ull í fljótasiglingum á íslandi ásamt
Vilborgu, eiginkonu sinni. Saman
ráku þau fyrirtæki sitt, Bátafólkið,
sem þúsundir landsmanna og er-
lendra ferðamanna hafa siglt með
niður Hvítá, og Jökulsár austari og
vestari. Jeppa- og skotveiðiferðir
i^undaði hann af miklum móð og átti
sína bestu vini tengda veiðiskapnum.
Bassi starfaði ötullega innan Sam-
taka ferðaþjónustunnar og var þar
lykilmaður í öllu sem tengdist örygg-
ismálum greinarinnar.
Þegar við félagarnir á Geysi hóf-
um uppbyggingu á aðstöðu okkar á
Skálpanesi við Langjökul sumarið
’98, var Bassi einn af þeim fyrstu
sem kom að máli við mig og lýsti
ánægju sinni með framkvæmdina.
Hann sá fyrir sér margvísleg tæki-
færi við þessa framkvæmd, og við
ræddum um samstarf fyrirtækja
okkar á víðum grundvelli. Við áttum
vel skap saman og vorum sammála
um flest. Við vorum að sækja á svip-
mið með afþreyingu fyrir ferða-
menn. Þau gerðu út á vatnið í fljót-
andi formi en við frosnu. Saman þótti
okkur ljóst að við gætum margt gert
vel ef við legðum krafta
okkar saman. Það varð
síðan úr í sumar sem
leið að Bassi og Villa
fluttu með fyrirtækið
til okkar í Dugguvog-
inn, og við sameinuðum
markaðssetningu og
sölustarfsemi fyrir-
tækja okkar, Geysis-
Vélsleðaferða og Báta-
fólksins undir merki A-
ferða. Við áttum okkur
háleit markmið með A-
ferðir. Þar ætluðum við
okkur að sameina af-
þreyinguna í ferða-
þjónustunni undir einn hatt. Hvort
þeir draumar rætast, mun sá hinn
sami og hjálpar okkur við að vinna á
söknuðinum, leiða í Ijós, blessaður
tíminn.
Ég votta Villu og fjölskyldunni
allri mína dýpstu samúð.
Garðar K. Vilhjálmsson.
Elsku Bassi minn, mig tekur svo
sárt að þurfa að kveðja þig. Það er
erfitt að koma orðum að innstu hugs-
unum sínum á stundu sem þessari en
minningamar hrannast upp.
Ég man eitt sinn er við vorum á
vakt saman og vorum send í slys sem
reyndist vera dauðaslys. Þá ræddum
við það á eftir hversu oft erum við
óvægilega minnt á hve stutt bilið er
milli lífs og dauða. Og orðtakið „að
heilsast og kveðjast er lífsins saga“.
Einnig töluðum við um þá möguleika
að við yrðum send í slys þar sem ein-
hver nákominn okkur mundi deyja
og hversu erfitt það yrði. Þá sagðir
þú: „Það verður alltaf sárt hver okk-
ar sem deyr.“
Sérkennilegt er lífið stundum og
ekki hefði það hvarflað að mér að ég
ætti eftir að vera send í slys þar sem
þú hefðir dáið. Það er sem bresti
strengur í brjósti mínu við lát vina,
það fyllist angurværð og trega og
sem deyi eitthvað inni í mér.
Sá er ekki fátækur sem átti hann
Bassa fyrir vin og safnaði í minn-
ingasjóð ótal góðum samverustund-
um með honum. Minningin um góð-
an dreng og sannan vin lifir og lýsir
langt fram á veginn.
Alltaf mátti sjá í augum Bassa lífs-
gleði og vilja til að lifa lífinu lifandi
sem hann svo sannarlega gerði, ekki
endilega fyrir sjálfan sig heldur og
fyrir stoð sína og styttu hana Villu og
börnin þeirra þrjú sem hann elskaði
meira en allt annað. Villa sem óhagg-
anleg hefur staðið við hlið hans
Bassa síns. Til hennar lít ég með
stolti og aðdáun í hjarta og vona að
nú verði hún verðlaunuð fyrir styrk
sinn og leidd í gegnum erfiða tíma
líkt og hún hefur ávallt verið tilbúin
að leiða aðra. Ég skal aldrei reyna að
gera mér í hugarlund líðan hennar á
þessum tímamótum og engin orð
finn ég hjá sjálfri mér til að reyna að
lýsa upp daga hennar. Laxness sagði
þó eitt sinn: „Blóm eru ódauðleg...
Þú klippir þau í haust og þau vaxa
aftur í vor, - einhverstaðar." í hjarta
mínu ríkir ekki hinn minnsti vafi á
því að sál sem fært hefur svo mörg-
um gleði og hamingju fái á ný að
standa uppi sem hin fegursta rós.
Á þessari kveðjustund bið ég góð-
an guð að gæta þín, Bassi minn.
Skilafrestur
minningargreina
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
J^útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku-
dags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag.
Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur
farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Elsku Villa, Elín, Gísli, Gréta, fjöl-
skylda og aðrir ástvinir, megi guð
styrkja ykkur í sorginni.
Þín vinkona,
Guðrún Jack.
Hekla kvaddi þig og vetur kon-
ungur einnig.
Við kynntumst fyrir nokkrum ár-
um þegar ný tegund af ferðaþjón-
ustu var að ryðja sér til rúms. Fyrstu
jeppaferðirnar um hálendið með er-
lenda ferðamenn í ævintýraleit.
Við fundum ævintýri og bjuggum
til ævintýri. Þú og Villa í sérflokki að
búa til ævintýri í Hvítá, fyrir norðan
og raunar alls staðar, hvar sem þið
komuð. Það er ekki öllum gefið að
geta ferðast með hóp af ólíku fólki og
látið alla koma til baka geislandi af
hamingju yfir vel heppnaðri ferð,
minningar sem duga manni fyrir lífs-
tíð. Þannig var það hjá þér og ekki
bara fyrir ferðamennina heldur einn-
ig fyrir okkur hina sem störfuðum
með þér.
Snemma myndaðist góður hópur
manna hjá Addís sem sá um ævin-
týraferðimar og það var alltaf góð
tilfinning að hafa þig með sér í hópi,
maður vissi að ef upp kæmi vanda-
mál yrði það leyst. Það var líka gam-
an að fá að taka þátt í að skipuleggja
hlöðuna sem þið keyptuð á Drumb-
oddsstöðum, framtíðarsýnin var svo
víð og framsækin.
Forlögin leiddu okkur saman og
það vora líka forlögin sem höguðu
því þannig að þú varst á svæðinu fyr-
ir tæpum fjórum árum þegar ég var
á ferð á Langjökli og ók vélsleða
fram af hengju. Þótt ég væri mikið
slasaður hræddist ég ekki því hjá
mér var Addi og þú, Bassi. Á meðan
Addi sat hjá mér stjórnaðir þú að-
gerðum í kringum þyrlu og lést mig
fylgjast með framvindu mála. Fag-
mennskan og nærgætnin voru vafa-
laust hluti af námi þínu sem lög-
reglumanns en vinátta er ómetanleg.
Af þeim minningarbrotum sem
koma upp í hugann er eitt sem stend-
ur mér nærri.
Ég er á gangi á Vesturgötunni og
sé útundan mér hvar mótorhjóla-
lögregla er að skrifa eitthvað upp og
í kringum hana lítill hópur fólks.
Þama er einhver rekistefna og ég
geng fram hjá með öll skilningarvit
opin sökum eðlislægrar forvitni. í
þann mund sem ég geng framhjá
þrífur lögreglumaðurinn í mig og
spyr hvert ég þykist vera að fara.
Sjaldan hefur mér brugðið jafn mik-
ið og stamaði upp úr mér að ég vissi
ekkert um hvað málið fjallaði. Þá hló
Bassi, tók af sér hjálminn og við tók-
um tal saman.
Málið sem upp hafði komið leysti
hann á auðveldan hátt og það var úr
sögunni.
Þannig var þetta hjá þér, Bassi,
öruggt og fumlaust í bland við
spaugilegu hliðina og því er svo erfitt
að sjá á bak þér.
Skarðið sem þú skilur eftir er
stórt og öll stöndum við ráðþrota
gagnvart örlögunum. Elsku Villa
mín, megi algóður guð styrkja þig og
fjölskyldu þína í þessari miklu sorg
og leiða þig áfram í lífinu.
Gunnar Borgarsson.
Klukkan er rúmlega sjö og verið
að undirbúa kvöldmat á heimilinu.
Það er hráslagalegt út að líta og ein-
hver hrollur í manni. Boðtækið í
svefnherbergisglugganum byrjar að
gefa frá sér hljóðmerki og ég aðgæti
hvað er á seyði. Það er verið að kalla
menn inn af frívakt hjá Slökkviliði
Reykjavíkur. Ég kveiki á talstöðinni
og af orðaskiptum verður fljótlega
Ijóst að alvarlegt umferðarslys hefur
átt sér stað. Seinna um kvöldið er
mér kunn sú kalda og nöturlega
staðreynd að félagi minn, Björn
Gíslason, er allur.
Við Bassi kynntumst þegar hann
hóf störf í lögreglunni 1984, skömmu
á eftir mér. Fljótlega tókst með okk-
ur vinátta enda jafnaldrar og báðir
blautir á bak við eyrun. Við settumst
á lögregluskólabekk 1985 í fjörugum
hópi og þar var Bassi að sjálfsögðu
fremstur í flokki. Það sem tengdi
okkur Bassa sérstaklega þá og síðar
var hversu sammála við vorum í
gagnrýni á mörgu sem við töldum að
betur mætti fara og eflaust þótti
sumum nóg um. Sjaldnast lét hann
þó þar við sitja heldur bar á borð vel
útfærðar tillögur um breytingar og
lagði sitt af mörkum til að reyna að
hrinda þeim í framkvæmd. Oft er
sagt að frjóustu hugmyndirnar verði
til þegar menn ná að horfa út fyrir
ramma hins venjulega. Bassi lét
enga ramma byrgja sér sýn enda
enginn venjulegur maður. Margar
samræðustundir okkar Bassa eru
ógleymanlegar því að hann var rök-
fastur og afburðaskýr í hugsun. Svo
maður tali nú ekki um glettnina og
léttleikann sem aldrei var langt
undan.
Vorið 1997 ákvað ég að gefa
Magneu minni sleðaferð á Langjökul
í afmælisgjöf og að sjálfsögðu leitaði
ég til Bassa. Hann var auðvitað boð-
inn og búinn að taka þátt í því. Þegar
að ferðinni kom var dagskrá þeirra
Villu þétt skipuð vegna anna hjá
Bátafólkinu. Þrátt fyrir erfiðan dag í
ánni tóku þau ekki annað í mál en að
„skutlast" með börn og búnað til
okkar upp í Húsafell. Þau birtust
seint um kvöldið skellihlæjandi, full
af orku og lífsgleði. Daginn eftir var
farið á jökulinn í sól og blíðu. Við
Magnea áttum þarna eina eftir-
minnilegustu stund lífs okkar, útsýni
til allra átta og ekki svo mikið sem
tíst í fugli. Oft gekk ég eftir honum
með að fá að borga eitthvað fyrir
ómakið og útlagðan kostnað. Svarið
var ávallt: „Ég sendi þér gíróseðil,“
og brá fyrir glotti.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin )júfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnastþér.
(Ingibj.Sig.)
Við eigum minningar um góðan
dreng og þótt söknuður okkar sé
mikill vitum við að söknuður fjöl-
skyldu hans er meiri en orð fá lýst.
Við viljum að leiðarlokum þakka
Bassa fyrir allt sem hann gerði og
gaf okkur. Villu, Elínu, Gísla, Grétu
og öðrum aðstandendum og vinum
sendum við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Halldór Halldórsson og
Magnea Steinunn Ingi-
mundardóttir.
Með lífinu hlotnast okkur gjafir
sem móta okkur sem persónur eins
og ást, gleði, trú, reiði, sorg, vinátta.
Okkur hlotnast mismikið af þessum
eiginleikum. Bassi var ríkur af þeim
öllum. í návist hans var aldrei nein
lognmolla, það var alltaf einhver
kraftur, einhver orka sem dró mann
að honum og gerði mann meðvirkan í
því sem hann sagði og gerði. Þannig
fæddust íslandsflakkarar. Það var
hugmynd sem hann fékk og varð svo
að veruleika. Þannig var það með
hann Bassa, hann framkvæmdi sína
drauma og oft urðu hans draumar að
draumum okkar. Það er erfitt að sjá
á eftir honum. Það myndaðist djúp
gjá við fráfall hans sem seint verður
brúuð. Orð eru fátækleg en minning-
ar eru skýrar. Sögur af honum verða
sagðar um ókomna tíð eins og þegar
einn félaginn festist i ánni í Land-
mannalaugum. Bassi gerir sér lítið
fyrir, sækir haglabyssu og skýtur á
ísinn uns hann losnar. Engum hefði
dottið slíkt í hug nema Bassa og það
var eitt af mörgu sem gerði hann svo
sérstæðan. Nú er hann horfinn á
braut en þó ekki alveg því hann lifir
áfram í bömum sínum og sinni
sterku og hugrökku Villu. Hann lifir
líka áfram í Islandsflökkurum og þvi
sem við stöndum fyrir. Hans hug-
myndir verða framkvæmdar áfram
og hann verður alltaf hluti af okkur í
Flökkurunum.
Þú ert eins og náttúran vildi, að þú værir.
Vöxt þinn hindraði aldrei neinn.
Allirvegjr voru þér færir -
viljinn sterkur og hreinn.
Þrunginn krafti, sem kjamann nærir,
klifrar þú djarfur og einn, léttur í spori,
líkamsfagur.
Lund þín og bragur er heiðskír dagur,
fijálsbomi fjallasveinn.
Um grýttar hlíðar var geyst og þotið,
gæfunnar freistað, hættan smáð,
aldrei hikað né öðram lotið,
enginn beðinn um fylgd né ráð.
Loftið var teygað, lífsins notið,
kgt á fjailið - og marki náð.
I hamrabrekkunni beið þín lindin.
Þú braust upp á tindinn, svelgdir vindinn
heitur af hetjudáð.
(D.S.)
Kæri samstarfsmaður, félagi og vin-
ur, takk fyrir allt.
Islandsflakkarar.
Hetjan okkar er horfin sjónum og
hversu mjög sem við vildum fleiri
stundir, fleiri atvik og fleiri ævintýr,
þá verða þau ekki, að sinni. Þessi
dapra vissa syrtir nú hugann og
grætir hjörtu og fyrir þau okkar sem
áttum aðeins lítinn hlut í Bassa er
það erfitt en fyrir hin sem áttu hann
allan er það hræðilegt. Samt er það
svo að Bassi mun eiga sinn stað í ver-
öld okkar um ókomna tíð. Hann var
hetjan okkar, holdgervingur ævin-
týrsins, sá sem lét hjartað ráða för.
Hann kenndi okkur hvað þarf til að
láta draumana rætast, kenndi okkur
að beijast til þrautar, vinna sigra og
lifa lífinu lifandi.
Þó langt sé nú liðið frá samvistum
æsku- og þroskaára er taugin römm
sem hnýtir okkur gömlu félagana
saman. Fyrir sjónum renna ævintýr
og dáðir, á fjöllum hér heima og jafn-
vel erlendis og Bassi er fremstur í
flokki. Alltaf klár, alltaf hress, alltaf
traustur. Með Bassa var alltaf best
að vera.
Þannig vitum líka að Bassi var alla
tíð og þess vegna verður hans alltaf
sárt saknað. Þegar á þurfti að halda
gætti Bassi okkar og Bassi mun allt-
af gæta þeirra sem nú sakna mest.
Fyrir hönd litla fjallahópsins
sendi ég Villu og börnunum ykkar,
Elínu og aðstandendum öllum okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Bassi
lifir í hjörtum okkar allra.
Jóakim Reynisson.
Það var sem tíminn stæði í stað
um stund þegar ég heyrði hvaða hóp-
ur hefði lent í rútuslysinu 25 febr. sl.
og að þar hefði Bassi látist ásamt
samstarfsmanni sínum, Benedikt
Ragnarssyni.
Bassi var einn af frumkvöðlum
ferðaþjónustunnar, einn af þeim sem
brydda upp á nýjungum og gerir
þeim sem vinna í þessu fagi kleift að
bjóða ferðamönnum aukið úrval af-
þreyingar. Með starfi sínu opnaði
hann ásamt Villu konu sinni jafnt er-
lendum sem innlendum ferðamönn-
um nýja undraheima íslenskrar nátt-
úru. Én umfram allt hafði Bassi
þann eftirsóknarverða eiginleika til
að bera að ganga að sínum störfum
með slíkri ánægju og áhuga að það
lýsti af honum. Það var mér því
ávallt tilhlökkunarefni að sækja
hann heim í sínu náttúrulega um-
hverfi.
Það skarð sem Bassi skilur eftir
sig verður vandfyllt. Ég óska fjöl-
skyldu hans æðruleysis á erfiðum
tímum.
Jón Baldur Þorbjörnsson.
„Og sorgin gleymir engum.“
Óþyrmilega höfum við verið minnt á
það þessa mánuði sem liðnir eru af
þessu ári, vinir hverfa á braut og eft-
ir situr tómleikinn sem er svo sár.
Það mun hafa verið vorið 1993 að
Björa Gíslason fór að koma hér á
Bakkaflöt er hann var að kanna Jök-
ulsámar austari og vestari með tilliti
til bátasiglinga, en þá hafði hann
ásamt Vilborgu konu sinni hafið sigl-
ingar á Hvítá fjórum árum fyrr og
stofnað fyrirtækið Bátafólkið. Eru
þau frumkvöðlar hér á landi í báta-
siglingum. Hann og Vilborg komu í
fyrstu nokkrum sinnum á sumri með
sitt lið og margæfðu að sigla austari
ána. Þau vildu að fyllsta öryggis væri
gætt. Áriðl996 fara þau að að sigla
ána með farþega og undanfarin ár
höfum við verið í samstarfi við Báta-
fólkið með siglingarnar.
Björa var ætíð hress og kátur og
vildi hvers manns vanda leysa. I jan-
úar 1997 þegar Helgi Jónsson var
jarðaður að Ábæ í Austurdal voru
aðstæður þannig að slóðinn að Ábæ
var ófær öllum tækjum. Var þá haft
samband við Björn um að koma
norður og sigla með kistu Helga yfir