Morgunblaðið - 16.03.2000, Síða 71

Morgunblaðið - 16.03.2000, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 71 áður 3.SSÖ Leikfélag FB sýnir 10 litla negrastráka BIG IS BEAUTIFUL Þýðir stærri stærðir fyrir glæsilegar dömur RCWELLS SÍMI 5 88 44 22 FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Jim Smart Leikarahópurinn ásamt leikstjóranum, Ragnheiði Elínu Gunnarsdóttur. Spenna á afskekktri eyju Nýtt kortatímabil Opið sunnudag Tilboð: Cassi bolur 1.4SG Skaterbolur l.SSö Jazbuxur 2.830 Luisapeysa 3.430 Monpeysa 2.830 Oppositebuxur 4.230 o.fl. tilboð 730 1.190 1.590 1.790 1.790 2.480 LEIKFÉLAGIÐ Aristofanes í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti sýnir nú leikritið 10 litlir negrastrákar eftir Agöthu Christie. Ragnheiður Elín Gunnarsdóttir leikstýrir en ell- efu nemendur leika í verkinu. Leikritið var frumsýnt síðastliðinn föstudag og voru þær Unnur Karen Guðmundsdóttir formaður leikfé- lagsins, Sandra Guðrún Guðmunds- dóttir ritari og Jónína Kristín Guð- mundsdóttir sýningarstjóri ánægðar með árangurinn. „Við völdum þetta leikrit síðasta sumar því bókin er kennd í skólanum og þess vegna skemmtilegt að setja það upp,“ segir Unnur. „Leikritið gerist á afskekktri eyju þar sem tíu nianns koma saman í boði óþekkts aðila. Svo byrja undarlegir hlutir að gerast,“ útskýra þær Jónína og Sandra. „Leikritið er samt ekki al- veg eins og bókin því við breyttum endinum." Þær segja leikritið mjög spennandi og að hljóð og lýsing séu notuð til að auka enn frekar á spennuna. Flestir framhaldsskóla- nemar ættu að kannast við söguna um negrastrákana tíu því bókin „In the End There Were None“ er kennd í ensku í mörgum skólum. Einnig var gerð kvikmynd eftir sögunni fyrir mörgum árum sem sýnd var í sjónvarpi hérlendis og víst að einhverjir muna eftir henni. Áður en æfingar á leikritinu hóf- ust var haldið leiklistarnámskeið í skólanum sem nýttist leikurum sýn- ingarinnar mjög vel. Síðan var valið í hlutverk og æfingar hófust í byij- un janúar. Árlega setur leikfélagið upp eina sýningu og er reynt að velja leikrit með mörgum hlutverk- um svo sem flestir geti tekið þátt og þótt aðeins 11 leikarar Ieiki nú í sýningunni eru um 20 sem koma að henni á einn eða annan hátt. Næsta sýning á 10 litlum negra- strákum verður í kvöld kl. 20 í há- tíðarsal Fjölbrautaskélans. Einnig verða sýningar á laugardagskvöld- ið 18. mars, sunnudagskvöldið 19. mars, föstudagskvöldið 24. mars og laugardagskvöldið 25. mars. BRJALAÐ 16.-19. MARS Síðir jakkar áður 9.S00 nú aðeins 5.990 Stuttir jakkar nu 1.990 o.fl. o.fl. frábær tilboð COSMO RINGLUNNI - LALJG W JEjU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.