Morgunblaðið - 11.04.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 11.04.2000, Síða 4
4 ÞRIÐ JUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR \ \ VVVttt-hML// Áætlaður komutími 10. maí númer eitt! Til sölu Volvo 850 T5, 4 dyra, sjálfskiptur, 220 hö, svartur, leður, álfelgur. Ásett verð 1.980.000. Ath! Skipti á ódýrari. Nánari upplýsingar hjá Bfla- þingi Hekiu, sími 569 5500. Opnunartlmi: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. I2-I6 BÍLAÞING HEKLU Nu'mer ciH í hHvPum Nhrnj Laugavegi I74,105 Reykjavfk, sfmi 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is Yfírmenn bandarísku strandgæslunnar kynna sér notkun togvíraklippna Samskip verja 10 milljónum til baráttu gegn fíkniefnum SAMSKIP ætla að verja að minnsta kosti 10 milljónum króna til baráttu gegn fíkniefnavandanum á Islandi. Þetta kom fram í ræðu Ólafs Ólafs- sonar forstjóra á aðalfundi Sam- skipa á Hótel Sögu í gær. Leitað verður samráðs við fagfólk um hvemig þessum fjármunum verði best og áhrifaríkast varið í forvarn- arstarfi, rannsóknum eða meðferð- armálum. Forstjóri Samskipa sagði að þótt síðasta ár hefði verið fyrirtækinu á margan hátt hagstætt hefði einn at- burður sem hann yrði að nefna orðið félaginu og starfsmönnum þess verulegt áfall. „Það var þegar lög- regla og tollayfirvöld upplýstu síð- sumars eitt umfangsmesta smygl á fíkniefnum til íslands sem dæmi eru um. Nokkrir starfsmenn Samskipa tengdust málinu og misnotuðu trún- að og traust félagsins í þágu skipu- lagðrar glæpastarfsemi undir stjórn manna sem einskis svífast við iðju sína.“ Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, sagði að í þessu og öðru tilviki tengdu félaginu hefðu menn verið minntir á að fíkniefnabarónar hafi auga á fyrirtækjum í flutningaþjón- ustu og spari hvergi fjármuni eða krafta til að fínna veikleika sem kunni að vera til staðar hjá starfs- mönnum þessara fyrirtækja. Innra eftlrlit styrkt „Samskip hafa brugðist við með því að styrkja innra eftirlit félagsins og herða öryggiskröfur á starfsstöð- um sínum, hérlendis og erlendis, til að reyna að koma í veg fyrir það, með öllum ráðum, að flutningatæki félagsins séu tekin í þjónustu undir- heimalýðs til fíkniefnasmygls. Fé- lagið ræður ekki fólk til starfa sem hefur tengst fíkniefnabrotum af ein- hverju tagi,“ sagði Ólafur. Togvíraklippurnar frægu sem hreildu breska landhelgisbrjóta. Gangan hofst 10. mars Haraldur hefur nu lagt að baki um 271 km af rúmlega 770 km göngu á pólinn eftir 31 dags göngu Borqar fjörour eystri r— vegalengdin eftir hringveginum suður um til Borgarfjarðar eystri er tæplega 800 km. Sé sú vegalengd notuð sem við- miðun við pólsgönguna þá væri Haraldur kominn yfir Mýrdalssand. Djúpi- vogur Reykjavik Höín Setfoss Kirkjubæjarklaustur sQ Morgunblaðið/Jim Smart Yilrmenn í bandarísku strandgæslunni ásamt yfirmönnum hjá Landhelgisgæslunni í stafni varðskipsins Ægis. Leita fanga í vopnabúri Landhelgisgæslunnar „VIÐ erum hér til þess að kynna okkur notkun Landhelgisgæslunnar á togvíraklippum. Við ætlum hugs- anlega að notfæra okkur þessa að- ferð við löggæslu í efnahagslögsögu okkar hvaivetna í Bandaríkjunum," segir Dave McKensie, yfirmaður í bandarísku strandgæslunni. Hann er staddur hér á landi ásamt fjórum öðrum yfírmönnum frá bandarísku strandgæslunni til að kynna sér að- ferðir Landhelgisgæslunnar í bar- áttu gegn landhelgisbrjótum í síð- ustu þorskastríðum. Einfaldar og áhrifaríkar „Togvíraklippumar eru einkar einfaldur og afar áhrifaríkur búnað- ur. Þetta er ein af mörgum aðferðum sem við erum að velta fyrir okkur,“ segir McKensie. Togvíraklippumar voru þannig hannaðar að á venjulegt ankeri voru soðnar hefiltennur. Varðskipin sigldu aftur fyrir togarana og klipptu á togvírana með þessu verkfæri. Hann segir að ástæðurnar fyrir því að strandgæslan bandaríska leiti nú nýrra lausna við eftirlitsstörf sín innan bandarískrar lögsögu séu áhyggjur sem stjórnvöld hafi af því að gengið sé um of á auðlindir sjávar. „Við ræddum í morgun við yfirmenn Landhelgisgæslunnar um hvemig íslendingar beittu þessum búnaði með góðum árangri í þorskastríðun- um á áttunda áratugnum. Það era til margar aðferðir til þess að stöðva landhelgisbrjóta en togvíraklippurn- ar virðast mér vera afar áhrifaríkar og það er kostur að þurfa ekki að beita valdi,“ segir Dave McKensie. Flug'leiðir gefa farþegum kost á að breyta ferðaáætlun FLUGLEIÐIR sendu í gær frá sér tilkynningu til farþega sem bókað eiga far með millilandaflugi félagsins frá hádegi fimmtudag- inn 13. apríl, þar sem þeim er bent á að boðað verkfall Flugvirkjafé- lags Islands geti raskað ferðum þeirra ef það kemur til fram- kvæmda. Félagið hefur ákveðið að fella í takmarkaðan tíma niður skilmála sem binda ferðadaga farþega sem þegar hafa bókað ferðir frá og með hádegi 13. apríl og greitt far- seðla. Farþegum er að sinni heim- ilt að breyta ferðadegi meðan sæti era til á öðram dögum. Þeir sem þess óska era beðnir að hafa sam- band við söluskrifstofur Flugleiða eða fjarsölu. Haraldi Erni pólfara miðar vel á göngunni Hefur gengið 271 km á 31 degi PÓLFARINN Haraldur Öm Ólafs- son hefur gengið ríflega þriðjung leiðarinnar á norðurpólinn á helm- ingi þess tíma sem hann ætlaði sér í að nátakmarki sínu 10. maí. Hann hefur verið 31 dag úti á ísnum og 35% leiðarinnar em að baki. Hann gekk 13,8 km á sunnudag, hefur alls gengið 271 km og á um 500 km eftir ófama. Tjald Haraldar rak um 250 metra til suðurs á ísnum í fyrrinótt. Haf- straumar eru það sterkir í Norður- ishafinu að íshellan færist stöðugt til og mega pólfarar því ætíð búast við ísreki. Allt gengur vel hjá Haraldi enda þótt búnaðurinn hafi eðlilega látið nokkuð á sjá, einkum sleði hans sem hann vonast til að dugi út vik- una uns hann fær nýjan sendan flugleiðis út á ísinn ásamt 40 daga nesti. „Allur búnaður hefur reynst mjög vel í ferðinni, en þó eru eink- um þrjú vandamál sem komið hafa upp,“ sagði Haraldur við leiðang- ursstjórn sína í gær. „Fyrst duttu skinnin undan skíðunum, en við því mátti alltaf búast. Það virkaði hins vegar mjög vel að skrúfa skinnin undir skfðin og þau hafa æ síðan haldist á sínum stað. Annað vanda- mál fólst í því að sólamir á skónum mínum hafa brotnað en það leysti ég með því að bora göt á sólana beggja vegna brotsins og batt þann- ig hvorn skó saman með fallhlífa- stökkslfnu. Síðar fór ég að nota gorma til að halda sólanum saman sem minnkar álagið á þá mikið. Þá hefur nokkuð löng rifa á sleðanum sífellt verið að stækka og gapir inn úr sleðanum en fer þó ekki alveg í gegn. Ekki nóg með að rifan sé Iá- rétt heldur er hún einnig lóðrétt með þeim afleiðingum að talsvert mikill snjór treðst inn fyrir. Ég hef þó þann möguleika að geta bundið hann saman til bráðabirgða ef hann versnar meira. Þetta vandamál verður þó úr sögunni þegar ég fæ nýjan sleða. Annars er heilsan góð og héðan allt gott að frétta."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.