Morgunblaðið - 11.04.2000, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ljósmyndasýning í Þjóðarbókhlöðunni í tilefni af 60 ára afmæli utanríkisþj ónustunnar
Ometanleg
þekking
nýtist í
krefjandi
verkefnum
Ljósmyndasýning sem ber yfírskriftina Yfírlit
yfír þróun íslenskrar utanríkisþj ónustu var
opnuð í Þjóðarbókhlöðunni í gær 1 tilefni af 60
ára afmæli utanríkisþjónustunnar.
ÍSLENDINGAR fengu eigið forræði
í utanríkismálum hinn 1. desember
1918 og vai’ stefnan í utanríkismálum
þar með ákveðin af ríkisstjóm Is-
lands þótt framkvæmdin væri áfram í
höndum dönsku utanríkisþjónust-
unnar. Þegar Þjóðverjar hertóku
Danmörku hinn 9. apríl árið 1940
gátu Danir á hinn bóginn ekki lengur
farið með utanríkismál Islendinga og
tóku íslendingar þau því alfarið í sín-
ar hendur.
Nákvæmlega sextíu ár voru í gær
liðin frá upphafi íslensku utanríkis-
þjónustunnar og var þess m.a.
minnst með opnun ljósmyndasýning-
ar í Þjóðarbókhlöðunni sem ber yfir-
skriftina Yfirlit yfir þróun íslenskrar
utanríkisþjónustu. ,Á sextíu ámm
hefur utanríkisþjónustan öðlast
mikla reynslu. Sú reynsla og þekking
er ómetanleg í þeim mikilvægu og
krefjandi verkefnum sem hvarvetna
blasa við,“ sagði
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra m.a. í ávarpi sínu áður en hann
lýsti því formlega yfir að sýningin
væri hafin.
Við það tækifæri skýrði hann einn-
ig frá því að fjögur ungmenni hefðu
unnið til verðlauna í ritgerðarsam-
keppni þeirri sem utanríkisþjónustan
efndi til í tilefni afmælisins meðal
ungmenna á aldrinum 16 til 20 ára.
Samkeppnin bar yfirskriftina Hlut-
verk íslands og hagsmunir í alþjóða-
samfélaginu á nýrri öld og voru verð-
launahafamir þau Margrét Lára
Jónsdóttir, nemandi við Menntaskól-
ann við Sund, Eggert Þröstur Þórar-
insson, nemandi í Menntaskólanum
við Hamrahlíð, Eyrún Ósk Jónsdótt-
ir, nemandi við Flensborgarskólann í
Hafnarfirði og Inga Þórey Óskars-
dóttir, nemandi í Alþjóðaskólanum í
Brussel.
Halldór veitti einnig svokallað frið-
arverðlaunaheiðursmerki tveimur
heiðursmönnum, þeim Kristni
Helgasyni og Sigurði E. Ágústssyni,
fyrir framlag þeirra til friðargæslu.
Kristinn og Sigurður voru þeir fyrstu
sem fóru til friðargæslustarfa á veg-
um íslenskra stjómvalda en þeir, þá
lögreglumenn, störfuðu í Palestínu
frá 1950 til 1951. „Hinn 10. desember
1988 vom friðargæslusveitum Sam-
einuðu þjóðanna veitt friðarverðlaun
Nóbels. I þessu fólst mikil viðurkenn-
ing á áratuga starfi friðargæslusveita
Sameinuðu þjóðanna," sagði Halldór
er hann skýrði tilurð heiðursmerkj-
anna. „Fyrir frumkvæði samtaka
norskra friðargæsluliða og með sam-
þykki N óbelsnefndarinnar var útbúið
sérstakt heiðursmerki ætlað þeim,
sem höfðu tekið þátt í friðargæslu-
starfi Sameinuðu þjóðanna fyrir
tíunda desember 1988. “ Að því búnu
gengu þessir brautryðjendur ís-
lenskrar friðargæslu fram og veittu
heiðursmerkjum sínum viðtöku.
Þurfti strax að takast á
við mikilvæg verkefni
Tilgangur Ijósmyndasýningarinn-
ar í þjóðarbókhlöðunni er m.a. að
sýna mikilvæga viðburði í sögu utan-
ríkisþjónustunnar sem og að gefa
mynd af daglegum störfum starfs-
fólks hennar. „Strax á sínum fyrstu
árum þurfti utanríkisþjónustan að
takast á við mikilvæg verkefni, ekki
síst að tryggja öryggishagsmuni
landsins með hervemdarsamning-
num við Bandaríkin 1941, aðild Is-
Morgunblaðið/Asdís
Halldór Ásgrímsson afhendir Sigurði E. Ágústssyni friðarverðlaunaheiðursmerki fyrir störf hans í þágu friðar-
gæslu. Til vinstri stendur Kristinn Helgason sem einnig hlaut friðarverðlaunaheiðursmerki úr hendi ráðherra.
Morgunblaðið/Ásdís
Eyrún Ósk Jónsdóttir, nemandi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði,
tekur á móti verðlaunum úr hendi utanríkisráðherra fyrir ritgerð sína
um íslenska utanríkisþjónustu. Verðlaunin eru ferðaverðlaun sem taka
mið af verkefnum og starfsemi utanríkisþjónustunnar erlendis.
Morgunblaðið/Ásdís
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, afhjúpaði nýjan skjöld til þess
að prýða sendiráð og fastanefndir íslendinga erlendis. Honum til að-
stoðar er Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra.
lands að Atlantshafsbandalaginu
1949 og vamarsamningnum við
Bandaríkin 1951. Útfærsla landhelg-
innar og átökin um fiskimiðin voru í
nærfellt þrjá áratugi mikilvægur
hluti starfa utanríkisþjónustunnar.
Frá 1970 vora aðildin að EFTA og
síðar samningar við Evrópubanda-
lagið um hið Evrópska efnahags-
svæði stærstu verkefni utanríkis-
þjónustunnar," sagði utanríkisráð-
herra m.a. í ávarpi sínu. Sagði hann
að síðustu að mikilvægi alþjóðlegra
samskipta færa sífellt vaxandi og að
lífskjör íslensku þjóðarinnar myndu í
æ ríkara mæli ráðast af því hvernig
til tækist á „þeim víðfeðma og marg-
slungna vettvangi".
Forsætisráðherra, Davíð Oddsson,
flutti einnig ávarp í tilefni af opnun-
inni í gær og sagði m.a. að þvert á það
sem margur hefði ætlað hefði betri
tækni og þróun í samskiptum ein-
staklinga, íyrirtækja og ríkja á al-
þjóðavettvangi ekki dregið úr mikil-
vægi virkrar utanríkisþjónustu.
Sagði hann ennfremur að það væri
athyglisvert að einmitt á þessum
tímamótum hefði utanríkisráðherra
með öflugum stuðningi ríkisstjómar-
innar unnið að tillögum sem víkka
starfssvið þjónustunnar mjög út
[t.a.m. með opnun nýrra sendiráða]
og efla hana til átaka á nýjum svæð-
um í löndum þar sem Islendingar
hafa ríkra hagsmuna að gæta. „Ekki
er vafi á því í mínum huga að hér er
verið að stíga gæfuspor sem eiga eftir
að verða okkur til mikils gagns í
langri framtíð."
Ráðuneytisstjóri danska utanríkis-
ráðuneytisins, Friis Arne Petersen,
var sérlegur gestur við opnun ljós-
myndasýningarinnar og sldlaði hann
góðri kveðju frá dönsku ríkisstjóm-
inni í tilefni dagsins. Sagði hann m.a. í
ávarpi sínu að hann liti svo á að boð
hans á opnunina væri staðfesting á
því að saga íslands og Danmerkur
væri ekki eitthvað sem aðskildi lönd-
in heldur fremur eitthvað sem legði
granninn að núverandi samskiptum
landanna; samskiptum sem líkja
mætti við náið samband milli tveggja
góðra vina.
Að lokum má geta þess að Ólafur
Ragnar Grímsson forseti íslands af-
hjúpaði í gær nýjan skjöld sem prýða
á sendiráð og fastanefndir Islands á
erlendri grandu. Hafði þessi nýi
skjöldur verið hannaður í samráði við
forsætisráðuneytið og í samræmi við
forsetaúrskurð um skjaldarmerki Is-
lands nr. 35/1944.
Yanskil afnotagjalda RÚV
námu 88 milljónum í fyrra
VANSKIL afnotagjalda útvarps og
sjónvarps námu tæpum 88 milljónum
króna á síðasta ári en með lögfræði-
aðgerðum tókst að innheimta tæp-
lega 59 millj. kr. Þetta er meðal þess
sem kemur fram í skriflegu svari
Bjöms Bjamasonar menntamálaráð-
hema við íyrirspum Guðmundar
Hallvarðssonar, þingmanns Sjálf-
stæðisflokks, um vanskil útvarps-
gjalda.
Ríkisútvarpið sendir ekki kröfur í
innheimtu hjá lögfræðingi fym en
eftir áminningarbréf auk þess sem
reynt er að semja um skuldina með
því að hafa samband símleiðis við
skuldarann. í fymavora kröfur upp á
87.996.422 vegna 3.514 mála sendar í
lögfræðiinnheimtu og skilaði hún
58.653.899, eins og áður segir.
Árið 1998 vora 2.756 mál send í lög-
fræðiinnheimtu og námu kröfumar
82.871.730 en innheimtan skilaði
63.520.688. Árið 1997 vora hins vegar
8.515 mál send í lögfræðiinnheimtu
og námu kröfumar 239.513.596. Skil-
aði innheimtan ekki nema 52.883.916.
Loks kemur fram í svari mennta-
málaráðhema að 4.020 mál vora send
í lögfræðiinnheimtu árið 1996 og
námu kröfumar 119.992.469 en inn-
heimtan skilaði 50.149.730.
Kostnaður við innheimtu
70 milljónir í fyrra
Einnig var spurt um kostnað RÚV
vegna innheimtu og nam heildarinn-
heimtukostnaður stofnunaiinnar
59.953 millj. kr. árið 1996, 61.538
millj. kr. árið 1997, 71.786 millj. kr.
árið 1998 og 69.582 millj. kr. árið
1999. Ef einungis er miðað við inn-
heimtukostnað þar sem kröfur náð-
ust ekki fram nam hann 4.631 millj.
kr. árið 1996, 5.005 millj. kr. árið
1997, 5.544 millj. kr. árið 1998 og
4.749 millj. kr. árið 1999. Kemur fram
í svari menntamálaráðhema að Ríkis-
útvarpið hefur gert nýja samninga
um innheimtuna og er gert ráð fyrir
að kostnaður þess af kröfum sem
ekki nást lækki um helming á yfir-
standandi ári og falli alveg niður á
næsta ári.
Nauðungarsölum á sjónvarpstækj-
um hefur fækkað til muna undanfarin
ár vegna betri skila á afnotagjöldum.
66 tæki vora seld tæki á nauðungar-
uppboðum í fyma en voru 170 í hitti-
fyrra, 231 árið 1997 og 187 árið 1996.