Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ljósmyndasýning í Þjóðarbókhlöðunni í tilefni af 60 ára afmæli utanríkisþj ónustunnar Ometanleg þekking nýtist í krefjandi verkefnum Ljósmyndasýning sem ber yfírskriftina Yfírlit yfír þróun íslenskrar utanríkisþj ónustu var opnuð í Þjóðarbókhlöðunni í gær 1 tilefni af 60 ára afmæli utanríkisþjónustunnar. ÍSLENDINGAR fengu eigið forræði í utanríkismálum hinn 1. desember 1918 og vai’ stefnan í utanríkismálum þar með ákveðin af ríkisstjóm Is- lands þótt framkvæmdin væri áfram í höndum dönsku utanríkisþjónust- unnar. Þegar Þjóðverjar hertóku Danmörku hinn 9. apríl árið 1940 gátu Danir á hinn bóginn ekki lengur farið með utanríkismál Islendinga og tóku íslendingar þau því alfarið í sín- ar hendur. Nákvæmlega sextíu ár voru í gær liðin frá upphafi íslensku utanríkis- þjónustunnar og var þess m.a. minnst með opnun ljósmyndasýning- ar í Þjóðarbókhlöðunni sem ber yfir- skriftina Yfirlit yfir þróun íslenskrar utanríkisþjónustu. ,Á sextíu ámm hefur utanríkisþjónustan öðlast mikla reynslu. Sú reynsla og þekking er ómetanleg í þeim mikilvægu og krefjandi verkefnum sem hvarvetna blasa við,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra m.a. í ávarpi sínu áður en hann lýsti því formlega yfir að sýningin væri hafin. Við það tækifæri skýrði hann einn- ig frá því að fjögur ungmenni hefðu unnið til verðlauna í ritgerðarsam- keppni þeirri sem utanríkisþjónustan efndi til í tilefni afmælisins meðal ungmenna á aldrinum 16 til 20 ára. Samkeppnin bar yfirskriftina Hlut- verk íslands og hagsmunir í alþjóða- samfélaginu á nýrri öld og voru verð- launahafamir þau Margrét Lára Jónsdóttir, nemandi við Menntaskól- ann við Sund, Eggert Þröstur Þórar- insson, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, Eyrún Ósk Jónsdótt- ir, nemandi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og Inga Þórey Óskars- dóttir, nemandi í Alþjóðaskólanum í Brussel. Halldór veitti einnig svokallað frið- arverðlaunaheiðursmerki tveimur heiðursmönnum, þeim Kristni Helgasyni og Sigurði E. Ágústssyni, fyrir framlag þeirra til friðargæslu. Kristinn og Sigurður voru þeir fyrstu sem fóru til friðargæslustarfa á veg- um íslenskra stjómvalda en þeir, þá lögreglumenn, störfuðu í Palestínu frá 1950 til 1951. „Hinn 10. desember 1988 vom friðargæslusveitum Sam- einuðu þjóðanna veitt friðarverðlaun Nóbels. I þessu fólst mikil viðurkenn- ing á áratuga starfi friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna," sagði Halldór er hann skýrði tilurð heiðursmerkj- anna. „Fyrir frumkvæði samtaka norskra friðargæsluliða og með sam- þykki N óbelsnefndarinnar var útbúið sérstakt heiðursmerki ætlað þeim, sem höfðu tekið þátt í friðargæslu- starfi Sameinuðu þjóðanna fyrir tíunda desember 1988. “ Að því búnu gengu þessir brautryðjendur ís- lenskrar friðargæslu fram og veittu heiðursmerkjum sínum viðtöku. Þurfti strax að takast á við mikilvæg verkefni Tilgangur Ijósmyndasýningarinn- ar í þjóðarbókhlöðunni er m.a. að sýna mikilvæga viðburði í sögu utan- ríkisþjónustunnar sem og að gefa mynd af daglegum störfum starfs- fólks hennar. „Strax á sínum fyrstu árum þurfti utanríkisþjónustan að takast á við mikilvæg verkefni, ekki síst að tryggja öryggishagsmuni landsins með hervemdarsamning- num við Bandaríkin 1941, aðild Is- Morgunblaðið/Asdís Halldór Ásgrímsson afhendir Sigurði E. Ágústssyni friðarverðlaunaheiðursmerki fyrir störf hans í þágu friðar- gæslu. Til vinstri stendur Kristinn Helgason sem einnig hlaut friðarverðlaunaheiðursmerki úr hendi ráðherra. Morgunblaðið/Ásdís Eyrún Ósk Jónsdóttir, nemandi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði, tekur á móti verðlaunum úr hendi utanríkisráðherra fyrir ritgerð sína um íslenska utanríkisþjónustu. Verðlaunin eru ferðaverðlaun sem taka mið af verkefnum og starfsemi utanríkisþjónustunnar erlendis. Morgunblaðið/Ásdís Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, afhjúpaði nýjan skjöld til þess að prýða sendiráð og fastanefndir íslendinga erlendis. Honum til að- stoðar er Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. lands að Atlantshafsbandalaginu 1949 og vamarsamningnum við Bandaríkin 1951. Útfærsla landhelg- innar og átökin um fiskimiðin voru í nærfellt þrjá áratugi mikilvægur hluti starfa utanríkisþjónustunnar. Frá 1970 vora aðildin að EFTA og síðar samningar við Evrópubanda- lagið um hið Evrópska efnahags- svæði stærstu verkefni utanríkis- þjónustunnar," sagði utanríkisráð- herra m.a. í ávarpi sínu. Sagði hann að síðustu að mikilvægi alþjóðlegra samskipta færa sífellt vaxandi og að lífskjör íslensku þjóðarinnar myndu í æ ríkara mæli ráðast af því hvernig til tækist á „þeim víðfeðma og marg- slungna vettvangi". Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, flutti einnig ávarp í tilefni af opnun- inni í gær og sagði m.a. að þvert á það sem margur hefði ætlað hefði betri tækni og þróun í samskiptum ein- staklinga, íyrirtækja og ríkja á al- þjóðavettvangi ekki dregið úr mikil- vægi virkrar utanríkisþjónustu. Sagði hann ennfremur að það væri athyglisvert að einmitt á þessum tímamótum hefði utanríkisráðherra með öflugum stuðningi ríkisstjómar- innar unnið að tillögum sem víkka starfssvið þjónustunnar mjög út [t.a.m. með opnun nýrra sendiráða] og efla hana til átaka á nýjum svæð- um í löndum þar sem Islendingar hafa ríkra hagsmuna að gæta. „Ekki er vafi á því í mínum huga að hér er verið að stíga gæfuspor sem eiga eftir að verða okkur til mikils gagns í langri framtíð." Ráðuneytisstjóri danska utanríkis- ráðuneytisins, Friis Arne Petersen, var sérlegur gestur við opnun ljós- myndasýningarinnar og sldlaði hann góðri kveðju frá dönsku ríkisstjóm- inni í tilefni dagsins. Sagði hann m.a. í ávarpi sínu að hann liti svo á að boð hans á opnunina væri staðfesting á því að saga íslands og Danmerkur væri ekki eitthvað sem aðskildi lönd- in heldur fremur eitthvað sem legði granninn að núverandi samskiptum landanna; samskiptum sem líkja mætti við náið samband milli tveggja góðra vina. Að lokum má geta þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands af- hjúpaði í gær nýjan skjöld sem prýða á sendiráð og fastanefndir Islands á erlendri grandu. Hafði þessi nýi skjöldur verið hannaður í samráði við forsætisráðuneytið og í samræmi við forsetaúrskurð um skjaldarmerki Is- lands nr. 35/1944. Yanskil afnotagjalda RÚV námu 88 milljónum í fyrra VANSKIL afnotagjalda útvarps og sjónvarps námu tæpum 88 milljónum króna á síðasta ári en með lögfræði- aðgerðum tókst að innheimta tæp- lega 59 millj. kr. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skriflegu svari Bjöms Bjamasonar menntamálaráð- hema við íyrirspum Guðmundar Hallvarðssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokks, um vanskil útvarps- gjalda. Ríkisútvarpið sendir ekki kröfur í innheimtu hjá lögfræðingi fym en eftir áminningarbréf auk þess sem reynt er að semja um skuldina með því að hafa samband símleiðis við skuldarann. í fymavora kröfur upp á 87.996.422 vegna 3.514 mála sendar í lögfræðiinnheimtu og skilaði hún 58.653.899, eins og áður segir. Árið 1998 vora 2.756 mál send í lög- fræðiinnheimtu og námu kröfumar 82.871.730 en innheimtan skilaði 63.520.688. Árið 1997 vora hins vegar 8.515 mál send í lögfræðiinnheimtu og námu kröfumar 239.513.596. Skil- aði innheimtan ekki nema 52.883.916. Loks kemur fram í svari mennta- málaráðhema að 4.020 mál vora send í lögfræðiinnheimtu árið 1996 og námu kröfumar 119.992.469 en inn- heimtan skilaði 50.149.730. Kostnaður við innheimtu 70 milljónir í fyrra Einnig var spurt um kostnað RÚV vegna innheimtu og nam heildarinn- heimtukostnaður stofnunaiinnar 59.953 millj. kr. árið 1996, 61.538 millj. kr. árið 1997, 71.786 millj. kr. árið 1998 og 69.582 millj. kr. árið 1999. Ef einungis er miðað við inn- heimtukostnað þar sem kröfur náð- ust ekki fram nam hann 4.631 millj. kr. árið 1996, 5.005 millj. kr. árið 1997, 5.544 millj. kr. árið 1998 og 4.749 millj. kr. árið 1999. Kemur fram í svari menntamálaráðhema að Ríkis- útvarpið hefur gert nýja samninga um innheimtuna og er gert ráð fyrir að kostnaður þess af kröfum sem ekki nást lækki um helming á yfir- standandi ári og falli alveg niður á næsta ári. Nauðungarsölum á sjónvarpstækj- um hefur fækkað til muna undanfarin ár vegna betri skila á afnotagjöldum. 66 tæki vora seld tæki á nauðungar- uppboðum í fyma en voru 170 í hitti- fyrra, 231 árið 1997 og 187 árið 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.