Morgunblaðið - 11.04.2000, Page 8

Morgunblaðið - 11.04.2000, Page 8
8 ÞRIÐ JUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLABID FRÉTTIR DOMUR HÆSTARÉTTAR Það dæmist því rétt vera, að fara ekki á Kanarí. Malaga sófi klæddur chenille-áklæöi, fæst 1 fleiri litum. 3ja sæta sófi. L196 sm kr. 49.890,-. Amsterdam sófasett 3+21/2 3ja B240. 2ja B206 H84 D87 sm. Fæst í fleiri litum. Settið kr. 110.290,-. Bfldshöfða, 110 Reykjavík sími 510 8000 www.husgagnahollin.1s Ársfundur Rannsóknarráðs Islands Leiðin til þekking- arþjóðfélagsins Arsfundur Rann sóknarráðs ís lands verður hald- inn á morgun á Hótel Loftleiðum ráðstefnusal og hefst hann klukkan 13.15. Vilhjálmur Lúðvíks- son er framkvæmdastjóri RANNÍS, hann var spurð- ur um viðfangsefni fundar- ins? „Á fundinum verður gef- in skýrsla um störf Rann- sóknarráðs íslands. Síðan heldur fmnskur fyrirlesari erindi um reynslu af rekstri tæknigarða i Finn- landi í samstarfi við há- skóla, rannsóknarstofnan- ir og atvinnulíf. Þá munu ungar íslenskar vísinda- konur tjá viðhorf sín til að- stöðu vísindarannsókna á íslandi og horfa til framtíðar, þetta eru þær dr. Ingibjörg Harð- ardóttir matvælafræðingur og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir efnaverkfræðingur. I lok fundar- ins verða svo panelumræður um efnið; Leiðin til þekkingarþjóðfé- lagsins. Hápunktur fundarins verður svo afhending verðlauna RANNÍS til ungra vísindamanna - verðlaunin verða veitt tveimur framúrskarandi vísindamönnum." - Hvað ber hæst? „Kynntar verða tillögur Rann- sóknarráðs íslands um leiðir til að auka samstarf rannsóknastofnana og háskólanna í landinu innan formlegs samstarfsnets sem feng- ið hefur vinnunafnið ISRANN. Þá verður áhugavert að heyra við- horf ungra vísindamanna til starfsaðstöðunnar hér á landi og væntanlega verður í panelumræð- um fjallað um leiðir til að bæta skilyrði hér á landi. Menn hlakka einnig til að heyra viðhorf Björns Bjarnasonar menntamálaráð- herra til stefnumótunar ríkis- stjómarinnar á sviði vísinda og tækni á komandi misserum." -Hefur aðstaða til vísindarann- sókna batnað að undanfömu? „Það sem hefur komið fram er að íslendingar hafa þrátt fyrir allt verið að auka framlag sitt til vís- inda og tækni á undanfömum ár- um, sérstaklega þátt atvinnulífs og háskóla. Orðið hafa breytingar á fjármögnunarmynstri sem leitt hafa til þess að verkefnabundin fjármögnun hefur dregist saman hlutfallslega. Hins vegar hefur komið til bættur aðgangur fyrir- tækja að áhættufé. Það auðveldar að koma niðurstöðum rannsókna sem hægt er að meta út frá við- skiptalegum forsendum í fram- kvæmd og menn segja að það sé nú fremur skortur á nýjum hug- myndum og viðfangsefnum held- ur en fjármagni til þess að koma hlutum í framkvæmd. Sá vandi sem Rannsóknarráð stendur nú frammi fyrir er hættan á að verða einskonar flöskuháls að því leyti að væntingar til okkar hafa auk- ist. Um leið og háskólarnir hafa vaxið og atvinnulífið leggur meira í rannsóknir eru gerðar meiri kröfur til okkar um að styðja verkefni á rann- sóknarstigi, en ráð- stöfunarfé RANNÍS hefur ekki aukist í samræmi við það. Hlutur sjóða RANNÍS í fjármögnun rann- sókna á Islandi hefur dregist saman úr 8% 1994 í milli 3 til 4% um þessar mundir. Hlutfall hliðstæðra sjóða er gjaman 15 til 30% í grannlöndunum.“ -Hvemig kemur þá fram hið aukna fjármagn sem þú nefndir fyrr? „Það kemur fram annars vegar með beinum fjárveitingum til upp- Vilhjálmur Lúðvíksson ► Vilhjálmur Lúðvíksson fædd- ist í Reykjavík 1940. Hann varð stúdent frá Verslunarskóla Is- lands 1960 og lauk viðbótamámi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1961. BS-prófí í efnaverkfræði lauk hann frá Háskólanum í Kansas og doktorsprófi frá Há- skólanum í Madison í Wisconsin- ríki 1968. Hann starfaði eftir nám hjá Rannsóknarráði ríkis- ins, var formaður og fram- kvæmdastjóri Iðnþróunamefnd- ar á vegum Iðnaðarráðuneytis árin 1973 til 1976, var sjálfstætt starfandi verkfræðiráðgjafi frá þeim tíma til 1978. Síðan varð Vilhjálmur framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríksins frá 1978 og framkvæmdastjóri Rannsókn- arráðs íslands frá 1994. Hann er kvæntur Áslaugu Sverrisdóttur, safnverði við Árbæjarsafn, og eiga þau tvær dætur. byggingar háskólanna og hins vegar með fjármagni frá fyrir- tækjum.“ - Hvað hefur verið helsta verk- efni RANNÍS sl. ár? „Fyrir utan hið hefðbundna starf við mat á umsóknum og út- deilingu styrkja þá hefur starfið snúist um þátttöku í Evrópusam- starfi og könnun á leiðum til þess að auka samstarf rannsóknastofn- ana og háskólanna og móta tillög- ur um það efni.“ -Skortir á að þetta samstarf haldi í við þróunina? „Það gerir það. Þessi þróun er hafin en það vantar að hún sé gerð sýnileg og taki til þátta sem skapa okkur samkeppnismátt í gegnum samvirkni. Hvað verkefni Rannís snertir má geta þess að við höfum einnig verið að ljúka úttekt á grunnvísindum á íslandi og stöðu þeirra. Meginniðurstaðan þar er sú að Islendingar standa sig æ betur, eru í raun fremstir meðal þjóða miðað við höfðatölu í birt- ingu ritgerða á sviði jarðvísinda, klíniskrar læknisfræði, sameinda- líffræði og erfðafræði. Þetta getur skapað okkur ný sóknarfæri á komandi árum, ekki síst fyrir til- stílli nýrra fyrirtækja eins og íslenskrar erfðagreiningar og Urðar, Verðandi, Skuldar. Innan heil- brigðisgreina eru að spretta upp ný fyrir- tæki sem framleiða tækjabúnað fyrir heil- brigðisþjónustuna og nýlega var stofnaður samstarfsvettvangur milli opinberra aðila og einkaaðila um þróunarverkefni á því sviði. Það er orðið ljóst af tölum um út- flutning á hátæknivörum og hug- búnaði að íslendingar sækja nú ört fram til þess að verða þekking- arþjóðfélag.“ Islendingar sækja ört fram til að verða þekkingar- þjóðfélag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.