Morgunblaðið - 11.04.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.04.2000, Qupperneq 8
8 ÞRIÐ JUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLABID FRÉTTIR DOMUR HÆSTARÉTTAR Það dæmist því rétt vera, að fara ekki á Kanarí. Malaga sófi klæddur chenille-áklæöi, fæst 1 fleiri litum. 3ja sæta sófi. L196 sm kr. 49.890,-. Amsterdam sófasett 3+21/2 3ja B240. 2ja B206 H84 D87 sm. Fæst í fleiri litum. Settið kr. 110.290,-. Bfldshöfða, 110 Reykjavík sími 510 8000 www.husgagnahollin.1s Ársfundur Rannsóknarráðs Islands Leiðin til þekking- arþjóðfélagsins Arsfundur Rann sóknarráðs ís lands verður hald- inn á morgun á Hótel Loftleiðum ráðstefnusal og hefst hann klukkan 13.15. Vilhjálmur Lúðvíks- son er framkvæmdastjóri RANNÍS, hann var spurð- ur um viðfangsefni fundar- ins? „Á fundinum verður gef- in skýrsla um störf Rann- sóknarráðs íslands. Síðan heldur fmnskur fyrirlesari erindi um reynslu af rekstri tæknigarða i Finn- landi í samstarfi við há- skóla, rannsóknarstofnan- ir og atvinnulíf. Þá munu ungar íslenskar vísinda- konur tjá viðhorf sín til að- stöðu vísindarannsókna á íslandi og horfa til framtíðar, þetta eru þær dr. Ingibjörg Harð- ardóttir matvælafræðingur og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir efnaverkfræðingur. I lok fundar- ins verða svo panelumræður um efnið; Leiðin til þekkingarþjóðfé- lagsins. Hápunktur fundarins verður svo afhending verðlauna RANNÍS til ungra vísindamanna - verðlaunin verða veitt tveimur framúrskarandi vísindamönnum." - Hvað ber hæst? „Kynntar verða tillögur Rann- sóknarráðs íslands um leiðir til að auka samstarf rannsóknastofnana og háskólanna í landinu innan formlegs samstarfsnets sem feng- ið hefur vinnunafnið ISRANN. Þá verður áhugavert að heyra við- horf ungra vísindamanna til starfsaðstöðunnar hér á landi og væntanlega verður í panelumræð- um fjallað um leiðir til að bæta skilyrði hér á landi. Menn hlakka einnig til að heyra viðhorf Björns Bjarnasonar menntamálaráð- herra til stefnumótunar ríkis- stjómarinnar á sviði vísinda og tækni á komandi misserum." -Hefur aðstaða til vísindarann- sókna batnað að undanfömu? „Það sem hefur komið fram er að íslendingar hafa þrátt fyrir allt verið að auka framlag sitt til vís- inda og tækni á undanfömum ár- um, sérstaklega þátt atvinnulífs og háskóla. Orðið hafa breytingar á fjármögnunarmynstri sem leitt hafa til þess að verkefnabundin fjármögnun hefur dregist saman hlutfallslega. Hins vegar hefur komið til bættur aðgangur fyrir- tækja að áhættufé. Það auðveldar að koma niðurstöðum rannsókna sem hægt er að meta út frá við- skiptalegum forsendum í fram- kvæmd og menn segja að það sé nú fremur skortur á nýjum hug- myndum og viðfangsefnum held- ur en fjármagni til þess að koma hlutum í framkvæmd. Sá vandi sem Rannsóknarráð stendur nú frammi fyrir er hættan á að verða einskonar flöskuháls að því leyti að væntingar til okkar hafa auk- ist. Um leið og háskólarnir hafa vaxið og atvinnulífið leggur meira í rannsóknir eru gerðar meiri kröfur til okkar um að styðja verkefni á rann- sóknarstigi, en ráð- stöfunarfé RANNÍS hefur ekki aukist í samræmi við það. Hlutur sjóða RANNÍS í fjármögnun rann- sókna á Islandi hefur dregist saman úr 8% 1994 í milli 3 til 4% um þessar mundir. Hlutfall hliðstæðra sjóða er gjaman 15 til 30% í grannlöndunum.“ -Hvemig kemur þá fram hið aukna fjármagn sem þú nefndir fyrr? „Það kemur fram annars vegar með beinum fjárveitingum til upp- Vilhjálmur Lúðvíksson ► Vilhjálmur Lúðvíksson fædd- ist í Reykjavík 1940. Hann varð stúdent frá Verslunarskóla Is- lands 1960 og lauk viðbótamámi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1961. BS-prófí í efnaverkfræði lauk hann frá Háskólanum í Kansas og doktorsprófi frá Há- skólanum í Madison í Wisconsin- ríki 1968. Hann starfaði eftir nám hjá Rannsóknarráði ríkis- ins, var formaður og fram- kvæmdastjóri Iðnþróunamefnd- ar á vegum Iðnaðarráðuneytis árin 1973 til 1976, var sjálfstætt starfandi verkfræðiráðgjafi frá þeim tíma til 1978. Síðan varð Vilhjálmur framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríksins frá 1978 og framkvæmdastjóri Rannsókn- arráðs íslands frá 1994. Hann er kvæntur Áslaugu Sverrisdóttur, safnverði við Árbæjarsafn, og eiga þau tvær dætur. byggingar háskólanna og hins vegar með fjármagni frá fyrir- tækjum.“ - Hvað hefur verið helsta verk- efni RANNÍS sl. ár? „Fyrir utan hið hefðbundna starf við mat á umsóknum og út- deilingu styrkja þá hefur starfið snúist um þátttöku í Evrópusam- starfi og könnun á leiðum til þess að auka samstarf rannsóknastofn- ana og háskólanna og móta tillög- ur um það efni.“ -Skortir á að þetta samstarf haldi í við þróunina? „Það gerir það. Þessi þróun er hafin en það vantar að hún sé gerð sýnileg og taki til þátta sem skapa okkur samkeppnismátt í gegnum samvirkni. Hvað verkefni Rannís snertir má geta þess að við höfum einnig verið að ljúka úttekt á grunnvísindum á íslandi og stöðu þeirra. Meginniðurstaðan þar er sú að Islendingar standa sig æ betur, eru í raun fremstir meðal þjóða miðað við höfðatölu í birt- ingu ritgerða á sviði jarðvísinda, klíniskrar læknisfræði, sameinda- líffræði og erfðafræði. Þetta getur skapað okkur ný sóknarfæri á komandi árum, ekki síst fyrir til- stílli nýrra fyrirtækja eins og íslenskrar erfðagreiningar og Urðar, Verðandi, Skuldar. Innan heil- brigðisgreina eru að spretta upp ný fyrir- tæki sem framleiða tækjabúnað fyrir heil- brigðisþjónustuna og nýlega var stofnaður samstarfsvettvangur milli opinberra aðila og einkaaðila um þróunarverkefni á því sviði. Það er orðið ljóst af tölum um út- flutning á hátæknivörum og hug- búnaði að íslendingar sækja nú ört fram til þess að verða þekking- arþjóðfélag.“ Islendingar sækja ört fram til að verða þekkingar- þjóðfélag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.