Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR •• Ossur Skarphéðinsson birtir stefnuskrá í 10 liðum Veiðiheimildir verði leigðar út til langs tíma ÖSSUR Skarphéðinsson alþingis- maður hefur sent frá sér stefnuskrá í 10 liðum vegna formannskjörsins í Samfylkingunni. Auk Össurar er Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í framboði til formanns. Atkvæðaseðlar voru sendir út í gær, en um póstkosningar er að ræða. í fréttatilkynningu sem Össur sendi frá sér í gær leggur hann sér- staka áherslu á fjóra punkta í stefnuskránni; auðlindaleigu, Evrópumál, stofnun upplýsingahá- skóla í tengslum við einkavæðingu og loks beint lýðræði í tengslum við Netið. í stefnuskránni segir Össur m.a. að þjóðin eigi öll að fá sanngjarnan hlut af afrakstri sameiginlegra auð- linda sjávar með því að veiðiheim- ildir séu leigðar út til langs tíma. ,A-ð því gefnu tel ég að stýra eigi fiskveiðum með aflamarkskerfi þar sem sérstaklega yrði tekið á brott- kasti. Ég vil að allur ferskfiskur fari um fiskmarkaði og að almannavaldið ráðstafi takmörkuðum hluta veiði- heimilda til staðar sem byggja af- komu sína algerlega á veiðum og vinnslu sjávarfangs. Ég styð útrás íslenskra sjávarútvegs- fyrirtækja erlendis, hún endurspeglast í vaxandi lífsþrótt grein- arinnar. Ég vara við sam- þjöppun veiðiheimilda á hendur fáum fyrir- tækjum, skipulag sjáv- arútvegs verður að standast stjórnarskrá og má ekki brjóta í bága við réttlætis- kennd landsmanna. Ég er algerlega and- vígur núverandi gjafa- kvótakerfi stjórnar- flokkanna. Sátt um sjávarútvegsmál getur aldrei byggst á því að viðhalda kerfi sem tryggir vald og auð til hinna fáu eins og stjórnarflokkarnir hafa fest í sessi,“ segir Össur í stefnuskránni. Komið verði á fót upplýsingaháskóla „Ég legg til að afrakstur af sölu ríkisfyrirtækja eins og Landssím- ans verði nýttur til þess að hrinda af stað þjóðarátaki í upplýsingaiðnaði, meðal annars með því að koma á fót upplýsingaháskóla í fremstu röð. Við eig- um að taka forystu á mikilvægustu sviðum upplýsingatækni og stokka upp mennta- kerfið með hliðsjón af upplýsingabylting- unni,“ segir Össur m.a. í kaflanum um menntamál. Össur segir í stefnu- skránni að upplýs- ingaflæði sé ein mikil- vægasta stoð nútíma lýðræðis. „Upplýs- ingatækni Netsins gjörbreytir möguleik- um fólks til að taka af- stöðu á grundvelli þekkingar og til að veita valdhöfum aðhald. Þetta gerir okkur kleift að stíga nýtt skref í þróun íslensks lýðræðis með því að innleiða beint lýðræði til viðbótar hinu hefðbundna fulltrúalýðræði. Landið á að vera eitt kjördæmi sem fyrst. Ég vil taka upp þjóðar- atkvæðagreiðslur um mikilvæg mál og stuðla að því að sveitarstjórnir skjóti þýðingarmiklum ákvörðunum til almennrar atkvæðagreiðslu. Netið á að þróa til að nota í þessum tilgangi og til að opna stjórnkerfið betur fyrir borgurunum. Hæfni ráði faglegum stöðuveitingum." Tími bollalegginga um Evrópumálin er liðinn I kaflanum um Evrópumál segir Össur að tími bollalegginga um Evrópumálin sé liðinn. „Nú þurfum við að hefja skipu- lega umræðu um samningsmarkmið Islendinga. Skýr meirihluti þjóðar- innar þarf að vera samtaka um þau til þess að ráðlegt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Að því tilskildu að Islendingar einir nýti fiskmiðin við landið virðast kostirn- ir fleiri en gallarnir. EES-samningurinn hefur rutt brautina fyrir bætta neytenda- vernd, félagslegar umbætur og við- skiptalegt frjálsræði. Staða samn- ingsins hefur hins vegar veikst og til lengdar verður hann ekki full- nægjandi fyrir samskipti íslands og Evrópu. Evrópusambandið er að breytast og stækka og við skulum vera viðbúin því að gera upp hug okkar til aðildar á næstu misser- um,“ segir Össur. Össur Skarphéðinsson Stefán L. Stefánsson verður forseta- ritari STEFÁN Lárus Stef- ánsson, aðal- ræðismaður Islands í New York og varafastafull- trúi hjá Sam- einuðu þjóð- unum, hefur verið ráðinn í embætti for- setaritara frá og með 11. apríl. Stefán hefur auk núverandi starfa sinna unnið í sendiráð- um Islands í Washington og Moskvu, á upplýsinga- og menningarskrifstofu utanrík- isráðuneytisins og einnig á viðskiptaskrifstofu þess. Þá starfaði hann um tíma á veg- um íslenskra sjávarútvegsfyr- irtækja við könnun á markaðsmálum. Stefán er lögfræðingur að mennt, var fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu og vann einnig við blaðamennsku. Hann er fæddur árið 1957. Eiginkona hans er Guðrún Bryndís Harðardóttir og eiga þau tvo syni. Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Islands Skoða þarf malið í ljosi nýrra aðstæðna HELGI S. Guðmundsson, formað- ur bankaráðs Landsbanka íslands hf., kveðst hafa fullan skilning á afstöðu bankaráðs Búnaðarbanka Islands hf. um að ekki sé tímabært að skoða sameiningu Búnaðar- bankans og Landsbankans fyrr en farið hefurfz-am mat innan bank- ans á nýjum samkeppnisaðstæð- um. „Það þarf að skoða málin í ljósi nýrra aðstæðna. Athuga þarf hvernig samlegðaráhrifin koma út og einnig þarf að skoða samkeppn- isstöðu bankanna vegna stærðar- hlutfalla og hve starfsemi þeirra er víðtæk á mörgum sviðum, sam- anber hve stórir þeir eru sem eignaraðilar í greiðslukortafyrir- tækjunum. Þetta geta menn skoð- að án þess að viðræðum sé komið á. í þessu máli, eins og í hlutafé- lögum almennt, verður ekkert gert nema stærsti hluthafinn, ríkið, sé sammála því að eitthvað sé gert. Við höfum ekki fengið tilmæli um það að hefja skuli undirbúning að sameiningu,“ segir Helgi. Hann segir að bankaráð Landsbankans hafi þegar látið vinna að athugun á því hver sam- legðaráhrif bankanna yrðu, sem gefin var út í skýrslu. Það yrði kallað eftir slíkri vinnu hjá bönk- unum ef ríkið tæki um það ákvörð- un að sameina þá. Helgi segir að hlutirnir gangi mjög hratt fyrir sig í bankaum- hverfinu en það breyti þó ekki því að Landsbankinn geti áfram þróað sína starfsemi. Hann segir að bankaráðið hafi ekki sett tíma- ramma um hugsanlegar viðræður við Búnaðarbanka. Lögmenn sýknaðir af kæru um aðgerðarleysi HERAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað fyrrverandi og núver- andi eiganda lögfræðistofu af kröf- um konu sem taldi stofuna ekki hafa gætt hagsmuna sinna sem skyldi með þeim afleiðingum að hún fékk ekki bætur vegna vinnu- slyss er leiddi til örorku. Konan fór fram á að hinir stefndu yrðu dæmdir fyrir aðgerð- arleysi og vanrækslu í máli hennar og til að borga henni 4,9 milljónir króna með vöxtum.Var þeirri kröfu hafnað en konan fékk gjafsókn í • málinu og í'íkissjóður greiðir málsvarnarlaun verjanda hennar, 400 þúsund krónur. Lenti í vinnuslysi 15 ára gömul Málavextir eru þeir að haustið 1989 varð konan, sem þá var 15 ára, fyrir slysi við vinnu við færi- band í frystihúsi í Höfnum á Reykjanesi. Fyrirtækið varð seinna gjaldþrota og kröfulýsing lögmanna konunnar í skiptabú þess barst of seint til að hún yrði tekin til greina. Áður hafði tryggingafé- lag fyrirtækisins hafnað bótakröfu hennar þar sem fyrirtækið, sem hún vann hjá, hafði ekki ábyrgðar- tryggingu eins og talið hafði verið. Meðan á þessu stóð hvarf eigandi lögmannsstofunnar til annarra starfa og dóttir hans tók við rekstrinum og máli konunnar. Stefnandi byggði málsókn sína á því að yfirgnæfandi líkur hafi verið fyrir skaðabótaábyrgð fyrirtækis- ins sakir ófullnægjandi aðstæðna á vinnustað félagsins. Slysið var á sínum tíma ekki tilkynnt Vinnueft- irlitinu, hvorki þegar það átti sér stað né síðar. í ljós kom að starfs- menn þess höfðu engar athuga- semdir haft við búnað færibandsins sem slysið varð við. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Rekinn vel nýttur REKINN er vel nýttur í Ár- neshreppi á Ströndum. í sögunar- húsi Sigursteins Sveinbjörnsson- ar, bónda í Litlu-Ávík, er unnið allan veturinn. Þegar myndin var tekin var Sigursteinn að saga millistaura í girðingar en hann sagar einnig girðingarstaura, sperrur og uppistöður og um- búðalista. Allt er nýtt því afgang- arnir eru sagaðir í brettakubba og eldivið til að kynda upp íbúð- arhúsið. Rekinn virðist alltaf vera að minnka. Þó rak nokkuð í Ár- neshreppi í haust og um áramót en lítið siðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.