Morgunblaðið - 11.04.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 13
FRÉTTIR
-—
~m\ í1 ~v''' V.V > X' ; f
I 4 isf
1 i|i 8 ik W • \ «1 -
Jórdaníukonung-
ur væntanlegur
í heimsókn
KONUNGUR Jórdaníu, Abdullah
II, og Rania drottning munu heim-
sækja Island í lok maí og dvelja hér í
tvo daga. Konungshjónin munu ferð-
ast um og kynna sér atvinnulíf hér-
lendis og heimsækja m.a. tölvufyrir-
tæki.
I heimsókninni mun Abdullah eiga
viðræður við Ólaf Ragnar Grímsson,
forseta íslands, og Davíð Oddsson
forsætisráðherra, samkvæmt upj)-
lýsingum frá skrifstofu forseta Is-
lands. Þá mun Abdul-Illah Khatib,
utanríkisráðheiTa Jórdaníu, vera
með í för og mun hann ræða við Hall-
dór Ásgrímsson utamTkisráðherra.
Abdullah II er 38 ára gamall og
tók við konungdómi af Hussein föður
sínum við lát hans í febrúar á síðasta
ári. Hann er nú í þriggja daga opin-
berri heimsókn í Noregi, en að sögn
norska utanríkisráðuneytisins var
Hussein að undirbúa opinbera heim-
sókn til Noregs í fyrra, en aflýsti
þeim vegna veikinda sem síðan
drógu hann til dauða.
Hussein Jórdaníukonungur kom
nokkrum sinnum til íslands, bæði í
opinberar og óformlegar heimsókn-
ir.
Fjölmenn
kynning á
háskólanámi
ÞUSUNDIR væntanlegra nýnema á
háskólastigi notuðu tækifærið á
sunnudag til að kynna sér margvís-
legt nám sem í boði verður næsta
vetur. Allir skólar landsins sem
kenna á háskólastigi voru með
kynningu þennan dag.
Að sögn Valdísar Gunnarsdóttur,
kynningarfulltrúa HI, var kynning-
in vel sótt og heppnaðist vel í alla
staði. I fyrra var tekið upp nýtt fyr-
irkomulag á námskynningunni þeg-
ar háskólastigið tók sig út úr, en áð-
ur hafði námskynningin verið mjög
umsvifamikil með öllum sérskólum
landsins. Valdís segir að líklega hafi
þó verið meiri aðsókn í fyrra, því þá
hafi afskaplega gott veður orðið til
þess að aðsókn var með mesta móti.
Borgarstjórn sendir heilbrigðisyfírvöldum áskorun
Flýtt verði uppbyggingu
heilsugæslu í Grafarvogi
BORGARSTJÓRN hefur samþykkt samhljóða
tillögu minnihluta Sjálfstæðisflokks um að skora
á heilbrigðisyfirvöld að flýta uppbyggingu nýrrar
heilsugæslustöðvar í Spönginni í Grafarvogi og
sjá til þess að fleiri en ein heilsugæslustöð þjóni
hverfinu í framtíðinni.
I tillögunni er tekið fram að borgarstjórn styðji
óskir íbúa í Foldahverfi um að heilsugæsluþjón-
usta verði ekki flutt á brott þaðan þegar ný stöð
rís í Spönginni. Jafnframt segir að borgarstjórn
leggi áherslu á að heilsugæslustöð Hlíðahverfis í
Drápuhlíð 14 fái hið íyrsta til afnota fyrrverandi
aðsetur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
I greinargerð með tillögu sjálfstæðismanna
segir að þeir hafi flutt tillögu árið 1998 í borgar-
stjórn, þar sem mótmælt var áformum um að
loka heilsugæslustöðinni við Hverafold, þegar ný
stöð risi í Spönginni. Jafnframt var lögð áhersla á
að fleiri en ein heilsugæslustöð þjónaði Grafar-
vogi í framtíðinni. Meirihluti Reykjavíkurlista í
borgarstjórn hafi vísað tillögunni til stjórnar
heilsugæslunnar, en meirihluti stjórnar heilsu-
gæslunnar vilji að ein heilsugæslustöð þjóni
Grafarvogshverfi. Fram kemur að borgarráð hafi
samþykkt samhljóða ályktun um uppbyggingu
heilsugæslunnar með áherslu á að þjónusta í suð-
urhluta hverfisins verði áfram til staðar þó hafin
verði uppbygging annarsstaðar. Bent er á að
meirihluti heilsugæslunnar í Reykjavík hafi enn
ekki brugðist við þeirri samþykkt og er athygli
vakin á að enn hafi ekki verið undirritaður kaup-
eða leigusamningur vegna nýs húsnæðis í Spöng-
inni.
- bíll fyrir
Mazda Premacy er sannkallaöur fjölskyldubíll. Viö hönnun
hans var kappkostaö við að tryggja ítrasta öryggi, bestu
þægindi, nægilegt rými og fjölbreytta notkunarmöguleika.
Nú kostar Premacy aðeins kr. 1.749.000
Komdu og kynntu þér hann nánar!
Skúlagötu 59. slmi 540 5400 www.raesir.is
Isafjðrður: Bflatangi ehf. Akureyri: BSA hf. Egilsstaðir: Bflasalan Fell Selfoss: Betri bílasafan Vestmannaeyjar: Ðifreiðaverkstaeöi Muggs Akranes: Bllás Keflavlk: Bflasala Keflavlkur Hornafjörður: Vílsmlöja Hornafjarðai