Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ráðstefna Norrænu ráðherranefndarinnar um fjármögnun háskólamenntunar
Háskólar leita í auknum
mæli til einkageirans
Morgunblaðið/Sverrir
Ráðstefna Norrænu ráðherranefndarinnar um fjármögnun háskólastigsins var vel sótt.
Ekki hefur komið til tals
annars staðar á Norður-
löndum að innheimta
skólagjöld til að standa
að fjármögnun háskóla-
stigsins. Þetta er meðal
þess sem fram kom á
ráðstefnu Norrænu ráð-
herranefndarinnar um
fjármögnun háskóla-
stigsins, sem haldin var
í Reykjavík.
í UMRÆÐUM um fjármögnun há-
skólastigsins í ólíkum heimshlutum
standa stjórnendur menntamála
andspænis sömu spurningum: Hvað
er til ráða þegar eftirspurn eftir há-
skólamenntun heldur stöðugt áfram
að aukast samtímis því sem lagt er
að stjórnvöldum að sýna verulegt
aðhald í útgjöldum sínum? Hvemig
er unnt að ná endum saman með sí-
vaxandi nemendafjölda og tregðu til
að auka opinber útgjöld? Og hver á
að brúa bilið og hvernig?
Þessar spurningar voru lagðar
fram af Birni Bjarnasyni mennta-
málaráðherra í upphafi ráðstefnu
Norrænu ráðherranefndarinnar um
fjármögnun háskólastigsins, sem
fram fór á Hótel Sögu nýlega. Þær
og fleiri spurningar þeim tengdar
voru ræddar á ráðstefnunni enda
eitt af markmiðum hennar að leita
svara við spurningum af þessu tagi.
„Er brýnt að ræða þær í alþjóðlegu
samhengi því að einangrun í
menntamálum er algjörlega úr sög-
unni, hafi hún einhvern tíma verið
við lýði. Hér gefst tæki-
færi til að fá nýjustu
upplýsingar um þróun
þessa máls á alþjóða-
vettvangi, miðla reynslu
og skiptast á skoðunum.
Sjónarhorn okkar er mismunandi ög
misjafnt hvaða leiðir stjórnvöld í
hverju landi velja, en viðfangsefnið
er hið sama hvert sem litið er,“ sagði
ráðherra í setningarávarpi sínu.
Á ráðstefnunni fluttu erindi þeir
Michael Shattock, prófessor í Eng-
landi, Peter Maassen frá Hollandi
og Terry Falconer frá Kanada en
auk þeirra fluttu erindi Ingjaldur
Hannibalsson, prófessor við Há-
skóla íslands, og Sigrun Aasland,
fulltrúi Landssamtaka stúdenta í
Noregi.
Einn af útgangspunktum ráð-
stefnunnar var sú staðreynd, sem
m.a. kom fram í einstökum fyrir-
lestrum, að háskólastigið - m.a. sú
menntun og þær rannsóknir sem
þar fara fram, á Norðurlöndum sem
og í öðrum löndum Evrópu - væri að
mestu leyti fjármagnað af hinu opin-
bera enda væri það krafa samfélags-
ins að allir ættu að hafa jafnan
möguleika til náms á háskólastiginu.
Vandinn væri hins vegar sá, eins og
fram kom í upphafsorðum Björns
Bjarnasonar, að æ fleiri
námsmenn sæktu í há-
skólanám, sem gerði það
illmögulegt fyrir hið op-
inbera að standa eitt að
fjármögnun háskóla-
stigsins.
Dr. Peter Maassen frá háskólan-
um í Twente í Hollandi sagði frá
skýrslu um fjármögnun háskóla-
stigsins í sjö löndum; Danmörku,
Flæmingjalandi, Frakklandi,
Þýskalandi, Hollandi, Svíþjóð og
Bretlandi. Greindi hann frá því að
stuðningur ríkisins við skóla á há-
skólastiginu í þessum löndum væri á
bilinu 60 til allt að 100% af heildar-
fjárþörf skólans, þ.e. fjárþörf til að
mæta kennslukostnaði annars vegar
og rannsóknarkostnaði hins vegar.
Tók hann skýrt fram að stærsti hluti
rekstrarkostnaðar háskólanna færi í
laun og launatengd gjöld og að í
flestum löndum væri gerður grein-
armunur á framlagi til kennslu og
rekstrarkostnaðar háskólanna ann-
ars vegar og rannsóknarstarfs hins
vegar. Framlag til kennslu væri
gjarnan metið eftir fjölda nemenda
og kennara, þótt Svíþjóð og nú síð-
ast ísland væru þar undantekning,
en framlag til rannsókna væri hins
vegar metið eftir árangri eða gæð-
um rannsóknanna. Þá tók hann
fram að hið opinbera legði æ meiri
áherslu á sjálfstæði háskólanna með
því að veita þeim ákveðna upphæð á
ári hverju sem þeir gætu síðan ráð-
stafað að vild innan skólans. Undan-
tekning á þessu væri þó Þýskaland
en þar væri framlag ríkisins eyrna-
merkt ákveðnum deildum eða verk-
efnum innan háskólanna.
Skólagjöld koma ekki til
greina
Michael Shattock, prófessor í
Englandi, benti í sínu erindi á þann
vanda sem stjórnvöld í Bretlandi
ættu við að glíma um þessar mundir
í menntamálum en hann fælist í því
að vilja gera tveimur markmiðum
hátt undir höfði, sem bæði krefðust
mikils fjármagns. Annað markmiðið
væri að bjóða upp á samkeppnis-
færa háskóla á sviði rannsókna og
vísinda á alþjóðlegum vettvangi en
hitt það grundvallarmarkmið að all-
ir ættu að hafa jafna möguleika til
náms á háskólastiginu, óháð þáttum
á borð við þjóðfélagsstöðu. Prófess-
orinn taldi bæði markmiðin af hinu
góða en sagði ljóst að ríkið gæti ekki
staðið undir slíkum skuldbinding-
um. Ekki væri til nægilegt fjármagn
til þess, ekki síst vegna þess að
stjórnvöld legðu æ
meira fé til heilbrigðis-
mála á kostnað mennta-
mála og annarra mál-
efna.
Shattock sagði að ein-
staka háskólar og háskólamenn
hefðu að undanförnu rætt um mögu-
leika þess að hækka skólagjöldin í
Bretlandi úr þúsund pundum til að
mæta umræddum vanda, en benti
sjálfur á að slíkt myndi auka hætt-
una á mismunun ríkra og fátækra
námsmanna, jafnvel þótt þeir efna-
minni hlytu styrki til náms. Nefndi
Shattock því þrjár leiðir sem Bret-
land þyrfti að velja á milli á næstu
árum. Sú fyrsta væri að gera minni
kröfur til menntunar á háskólastigi.
Onnur leiðin væri að auka styrki
ríkisins til háskólamenntunar; ann-
að hvort með hækkun skatta eða
með því að draga úr framlögum til
annarra þátta samfélagsins. Og sú
þriðja væri að koma á eins konar
„elítu“-háskólakerfi, sem væri óháð
ríkisstyrkjum, en á sama tíma öðru
háskólakerfi sem væri minna að
gæðum en tæki á móti öllum þeim
sem á annað borð hefðu aðgang að
háskólanámi.
I umræðum á ráðstefnunni kom
fram að háskólar á Norðurlöndum
ættu að mörgu leyti við sama vanda
að stríða og fram kom í erindi Shatt-
ocks, þ.e. að vegna ört vaxandi að-
sóknar að menntun á háskólastigi
væri æ erfiðara fyrir ríkið að fjár-
magna menntunina og þar með fyrir
skólana að láta enda ná saman. I
framsögu fulltrúa stjórnvalda á ráð-
stefnunni kom þó fram að skólagjöld
væru úrræði sem alls ekki kæmi til
greina á hinum Norðurlöndunum til
að standa undir menntun stúdent-
anna. I þessu sambandi benti Sig-
run Aasland, fulltrúi stúdenta í Nor-
egi, þó á að ekki væri þar með sagt
að nám væri ókeypis fyrir náms-
menn á Norðurlöndum því á náms-
tímanum þyrftu þeir að taka náms-
lán, jafnhliða því að fá styrki, til
þess að geta framfleytt sér og jafn-
vel fjölskyldu sinni. Með þetta í
huga væri því mikilægt fyrir ráða-
menn að gera sér grein fyrir því að jg
nám á háskólastigi þyrfti að vera |
vandað og markvisst.
fsland tekur upp
sænska módelið
Ingjaldur Hannibalsson, prófess-
or við Háskóla íslands, gerði í erindi
sínu grein fyrjr fjármögnun
háskólastigsins á Islandi en hér á
landi eins og í löndunum í kring er
framlag ríkisins stærsti tekjuliður
skólans. Til að mynda kæmu 60% af g
tekjum Háskóla íslands frá ríkinu
og um 12% kæmu frá Happdrætti I
Háskóla íslands. Afgangurinn kæmi 1
annars staðar frá, svo sem frá fyrir-
tækjum. Ingjaldur greindi frá því að
undanfarin ár hefði verið unnið að
gerð reiknilíkans, m.a. að fyrirmynd
sænsks módels, fyrir Háskólann en
með því væri hægt að reikna út fjár-
þörf skólans, og í október á síðasta
ári hefðu Háskólinn og
menntamálaráðuneytið gert með
sér samning á grundvelli slíks líkans
til næstu þriggja ára. Sagði hann að
með því líkani væri ekki aðeins mið-
að við fjölda námsmanna og kennara
við Háskólann heldur kæmu þar
einnig inn gæði menntunar og fleiri
þættir sem meta bæri þegar rætt
væri um fjárframlag ríkisins.
í erindi sínu velti Ingjaldur fyrir
sér stöðu æðri menntunar í Evrópu
samanborið við æðri menntun í
Bandaríkjunum og Japan. Taldi
hann augljóst að Bandaríkin og Jap- j
an stæðu skólunum í Evrópu framar
á mörgum sviðum. Benti hann á að
margir háskólar í Bandaríkjunum
stæðu vel fjárhagslega og að nokkr-
ir bandarískir háskólar sæju sér hag
í þvi að vera með útibú í Evrópu og
reyndar víðar um heim. í þá háskóla
sæktu evrópskir stúdentar og þeir
virtust meira en viljugir til þess að
greiða há skólagjöld til að geta
stundað nám. í framhaldi af þessu
velti Ingjaldur því fyrir sér hvort
ekki væri nauðsynlegt fyrir
evrópska háskóla að taka upp skóla-
gjöld til þess að geta aukið gæðin og
þar með verið samkeppnishæfari við
skóla í Bandaríkjunum
og Japan. Vitnaði
Ingjaldur í nóbelsverð-
launahafann Robert M.
Solow, sem sagði að 25-
50% af hagvexti mætti
rekja til rannsókna og þróunar á
vettvangi stofnana á háskólastiginu.
Sagði Ingjaldur að ef Evrópa ætlaði
að stuðla að hagvexti á borð við
þann sem gerðist á öðrum svæðum
heimsins yrði hún að auka gæði og
virkni menntunar á háskólastiginu.
I lokin má geta erindis dr. Terrys
Falconers en hann skýrði frá því að
skólar á háskólastigi væru einkum
fjármagnaðir með framlögum frá
hinu opinbera, þ.e. fylkjunum sjálf- ;
um, en einnig kæmi stór hluti tekn-
anna frá nemendum í formi skóla-
gjalda. Falconer varð hins vegar
tíðrætt um að styrkir hins opinbera
til háskólastigsins hefðu farið
minnkandi hin síðustu ár en á sama
tíma hefði hluti skólagjalda í heild-
artekjulind skólanna aukist. Það
skapaði á hinn bóginn vanda fyrir
efnaminni námsmenn þar sem þeim
væri með hærri skólagjöldum gert
erfiðara fyrir að stunda nám.
Falconer benti á að skólar nýttu
hluta þeirra tekna sem næðust með
skólagjöldum til að styrkja efna-
minni stúdenta og sagði slíkt að
vissu leyti ýta undir jöfnuð, en á
hinn bóginn velti hann því fyrir sér
hvort þetta væri kerfi sem ætti að
nota til að halda uppi jöfnum mögu-
leikum til náms.
í umræðunum um mögulega fjár-
mögnun háskólastigsins kom fram
að háskólar væru í æ meiri mæli
farnir að leita að fjárstuðningi hjá
einkageiranum, einkum til þess að
fjármagna rannsóknir. Töldu marg-
ir fundargestir þá þróun vera af
hinu góða.
Mftele
uppþvottavélin
- einstök hnífaparagrind efst: i vélinni.
- htjó>látari en flú hef>ir flora> a> vona.
- afkastar 20% meira en sambærilegar vétar
Miele
í tilefni af 100 ára
afmæli Miele hafa Eirvík
og Miele ákveðið að efna tíl
happadrættís. í verðlaun er
hinn glæsilegi Mercedes-
Benz A-lína frá Ræsi.
Htmda-B*nz A-lfnO ftr til htppins kaupanda Hitlt Mmllistxkií.
©100
Míele
EIRVIK,
Suðurlandsbraut 20 - 108 Reykjavík - Sími 588 0200 - www.eirvik.is
Háskólar
leita meira til
einkageirans
Æ fleiri sækja
í menntun á
háskólastigi