Morgunblaðið - 11.04.2000, Page 16

Morgunblaðið - 11.04.2000, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Fyrsta skóflustungan að leikskóla með 80 rýmum var tekin í Asahverfí í gær María Grétarsdóttir, formaður leikskólanefndar Garðabæjar, tekur fyrstu skóflustunguna en hjá henni standa Ingimundur Sigurpálsson bæjarsljóri og aðrir bæjarfulltrdar. Leikskólinn mun rísa við Bergás 1 í Ásahverfi. Utlit hússins nokkuð óvenjulegt Garðabær í GÆR var tekin fyrsta skóflustungan að íjögurra deilda leikskóla 1 Asahverfi í Garðabæ. Gert er ráð fyr- ir að leikskólinn verði tek- inn í notkun næsta vor. Húsið sjálft verður um 710 fermetrar, en lóðin er um 5000 fermetrar, og er leikskólanum ætlað að geta sinnt um 80 börnum. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdum Ijúki í apríl 2001 og að kostnaður við þær nemi 120 milljónum króna. Útlit hússins er nokkuð óvenjulegt en steinsteyptir vcggirnir verða klæddir grásteini og bandsagaðri furu að hluta og verður þakið klætt 10 sentimetra þykku torflagi. Arkitekt hússins er Albina Thordar- son en Kjartan Mogensen landslagsarkítekt er hönn- uður lóðar. María Grétar- sdóttir formaður leikskóla- nefndar Garðabæjar tók fyrstu skóflust.unguna í gærmorgun og börn af leikskólunum Bæjarbóli og Kirkjubóli aðstoðuðu við moksturinn og sungu „Á ís- lensku má alltaf finna svar“ fyrir viðstadda. Gunnar Einarsson för- stöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæj- ar segir að með þessum nýja leikskóla verði staða leikskólamála í Garðabæ orðin mjög góð. Með þess- um áttatíu viðbótarrýmum sé bærinn kominn langleið- ina með að hafa 400 heils- dagsleikskólapláss til ráð- stöfunar og þar sem börn á aldrinum tveggja til sex ára í Garðabæ séu rúmlega 500 talsins verði hægt að bjóða öllum börnum bæjar- ins leikskólavist Morgunblaðið/Kristinn Börn af leikskólunum Bæjarbóli og Kirkjubóli voru viðstödd þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Þau mættu, hvert með sína skóflu, og aðstoðuðu við moksturinn. Reynt að breyta viðhorfí foreldra í Vesturbæ til áfengisdrykkju unglinga Forvarnarvinna er eilífðarverkefni Vesturbær UNNIÐ er að sérstöku átaki í forvarnarmálum í Vestur- bænum um þessar mundir, en á síðasta ári var skipaður sér- stakur stýrihópur sem í sam- vinnu við forvamardeild SÁA hefur haft það meginmarkmið að mynda heildstæða stefnu í forvömum í hverfinu. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Hildigunni Gunn- arsdóttur, námsráðgjafa í Hagaskóla og fulltrúa í stýri- hópnum, en forvamarverk- efnið er framlag til áætlunar- innar „ísland án eiturlyfja". Að sögn Hildigunnar er fyrst og fremst verið að reyna að hafa áhrif á það hvenær unglingar byrja að drekka áfengi, og þá sérstaklega bjór því hann sé undanfari sterkra drykkja, en hún sagði að þeim mun seinna sem unghngar byrjuðu að drekka áfengi þeim mun betra. Hún sagði að mikil áhersla væri lögð á það að breyta viðhorfi foreldra til áfengisdrykkju unglinga, en í nýlegri könnun um vímuefn- aneyslu unglinga í 10. bekk í Vesturbænum hefði komið í ljós að af þeim sem drekka bjór, gera um 70% þeirra það í heimahúsum. „Hugmyndafræði verkefn- isins er byggð á því að allir beri vissa ábyrgð, en ekki bara skólinn, bara foreldrar eða bara félagsmiðstöðvam- ar,“ sagði Hildigunnur. „Við viljum reyna að breyta hverf- isvitundinni og viðhorfum hér þannig að við samþykkjum ekki að unglingar drekki bjór í heimahúsum. Skilaboðin þurfa að vera skýr - einn sopi er einum sopa of mikið.“ Stýrihópur forvamarverk- efnisins er skipaður sjö aðil- um frá ýmsum stofnunum og félögum í hverfinu og sótti hópurinn námskeið hjá SÁA um fornvamarmál og sagði Hildigunnur að stefnt væri að því að miðla þeirri þekkingu til íbúa hverfisins, þannig að hún gæti nýst í áframhald- andi þróun forvamarstarfs. Hildigunnur sagði að stýri- hópurinn hefði gert forkönn- un á ástandinu í hverfinu, m.a. með því að ræða við svokallaða lykilaðila, sem koma að málefnum bama og unglinga. Þeir lykilaðilar sem koma að verkefninu eru m.a. kirkjan, KR, skólinn, skátar, heilsugæslan, RKÍ og ÍTR. Auk þess að ræða við þessa Morgunblaðið/Kristinn Hildigunnur Gunnars- dóttir, námsráðgjafi í Hagaskóla, á sæti í stýri- hópi sem hefur það markmið að marka heild- stæða stefnu í forvamar- málum í Vesturbænum. aðila var stuðst við rannsókn- ir á vímuefnaneyslu unglinga. Að sögn Hildigunnar leiddi forkönnunin í ljós að umburð- arlyndi gagnvarnt unglinga- drykkju, sérstaklega bjór- dykkju, væri til staðar í hverfinu og að unglingar ættu auðvelt með að útvega sér vímuefni. Þetta endurspegl- ast síðan í könnuninni sem vitnað var í hér að ofan, en í henni kom einnig í ljós að rúm 46% nemenda í Vesturbæ höfðu dmkkið bjór einu sinni eða oftar síðustu 30 daga áður en könnunin fór fram. Hildigunnur sagði að eftir- litsleysi eða umsjónarleysi með börnum og unglingum væri þáttur sem sérstaklega þyrfti að huga að. Foreldrar ynnu margir hverjir langan vinnudag og ungmennin væra mikið ein, ábyrgð þeirra á sjálfum sér og yngri systkin- um væri því mikil. Hún sagði að hlutverk stýrihópsins væri m.a. að beita sér fyrir fræðslu og ráðgjöf til fullorðinna um ýmsa þætti sem tengdust uppeldi. Foreldrar þakklátir Hildigunnur sagði að í Hagaskóla væri aðaláherslan lögð á það að styrkja foreldr- ana með því að bjóða þeim upp á fræðslufundi og nem- endurna í gegnum lífsleikni- tímana, en í þeim tímum er rætt um allt mögulegt, sem tengist daglegu lífi, þar á meðal vímuefni. Hún sagði að frumkvæðið þyrfti að koma frá foreldram. „Við verðum að vinna þetta saman því skólinn er engan veginn undir það búinn að vinna þetta einn, foreldrarnir verða að vera með því börnin era meirihluta dagsins í þeirra umsjá.“ Hildigunnur sagði að hald- inn hefði verið fundur með bekkjarfulltrúum 8. bekkjar og staðan rædd. í framhaldi af því hefðu verið haldnir fundir með öllum foreldrum fjögurra af sjö 8. bekkjum skólans og að þeir foreldrar sem hefðu mætt hefðu verði mög þakklátir fyrir framtak- ið. Starfi stýrihópsins lýkur formlega í haust þegar for- vamarstefna Vesturbæjar liggur fyrir. Hildigunnur sagði að í stefnunni yrði fyrst og fremst lögð áhersla á það að efla samstarf lykilaðila í hverfinu, styrkja foreldra og bjóða upp á fjölbreytt tóm- stundastarf á hagstæðu verði. „Þetta er lokapunkturinn á starfi hópsins, en auðvitað er forvarnarvinna eilífðarverk- efni.“ Salti dreift í skíða- brekkurnar í Skálafelli Skálafell UNDANFARIÐ hefur salti verið dreift í skíðabrekkurnar í Skálafelli og snjórinn þannig frystur, en að sögn Hauks Stefánssonar, rekstrarstjóra Skálafells, er þetta tilraun til að búa til betra skíðafæri og jafnvel lengja skíðavertíðina. „Við notum snjótroðarana í verkið, en framan á þá höfum við sett glussadrifmn áburð- ardreifara, en í staðinn fyrir að setja áburð í dreifarann þá setjum við salt,“ sagði Hauk- ur. „Síðan keyrum við um brekkurnar og söltum þær, en þegar saltið blandast snjónum frýs hann og síðan myndast smá salli ofan á hon- um sem gerir það að verkum að til verður algjört drauma- færi.“ Haukur sagði að þetta hefði verið gert hérlendis fyr- ir skíðakeppnir en aldrei fyrir almenning. „Þetta er bara tilraun hjá okkur, en það er greinilegt að fólki líkar þetta vel. Um dag- inn söltuðum við bara öðrum megin við diskalyftuna og eft- ir það skíðuðu nánast allir þeimmegin, enda mun auð- veldara þar sem færið verður mun betra við þetta.“ Haukur sagði að þetta kostaði að vísu sitt en samt ekki það mikið að það væri ekki væri þess virði að prófa. „Það fara svona um 1,5 til 2 tonn af salti á dag í brekkurn- ar, en tonnið kostar svona 9.000 krónur." Að sögn Hauks eru allar brekkur saltaðar á hverjum degi á vissum stað í Colorado í Bandaríkjunum og sagði hann að fyrir vikið væri skíða- vertíðin þar um 2 mánuðum lengri en hjá öðram stöðum í nágrenninu. Hann sagði því vel mögulegt að lengja skíða- vertíðina hér með þessu móti. Að sögn Hauks er færið í Skálafelli ágætt um þessar mundir, en hann sagði að það hefði ekki verið meiri snjór í fjallinu í 10 ár. „Snjóalög era almennt hrikalega góð og við eram al- veg í skýjunum með það. Að- sóknin hefur hinsvegar verið dræm í vetur því veðrið hefur verið mjög leiðinlegt og óvenju miklir umhleypingar." -----*-+-*----- Knatt- spyrnuhús í Vetrarmýri BÆJARSTJÓRN Garða- bæjar hefur samþykkt að heimila Knatthúsum, Skelj- ungi og P. Samúlessyni (Toyota) að vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð í Vetrarmýri í samstarfi við skipulagsyfirvöld, en þar hyggjast aðilarnir reisa knattspyrnuhús og aðlaga bygginguna að þeirri at- vinnustarfsemi, sem fyrir- tækin standa fyrir. Aðilarnir þrír sendu bæj- aryfirvöldum í Garðabæ bréf þann 31. mars, þar sem þeir fóru fram á að fá út- hlutað 7,9 ha lóð í Vetrar- mýri, á svæði sem afmark- ast af Reykjanesbraut í vestri og Vetrarmýrarbraut í austri. Formleg úthlutun lóðarinnar er háð samþykki bæjarstjórnar á deiliskipu- lagi svæðisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.