Morgunblaðið - 11.04.2000, Page 20

Morgunblaðið - 11.04.2000, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Bæjarstjórinn á Akureyri segir hæga fjölgun íbúa nokkurt áhyggjuefni Bærinn vel í stakk búinn til að taka á móti nýjum íbúum Launagreiðslur og launatengd gjöld bæjarins hækkuðu um 9,2% milli ára en heildarskatttekjur um 5,7% Möguleikhúsið sýnir á Dalvík og Húsavík Langafi prakkari á fjalirnar MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir barna- leikritið Langafi prakkari á Dalvík og Húsavík dagana 12. og 13. apríl. Leikritið, sem er eftir Pétur Eggerz, byggist á sögum sögum Sigrúnar Eldjárn, „Langafi drullumallar“ og „Langafi prakkari“. í leikritinu segir frá lítilli stúlku, Önnu, og langafa hennar. Þó langafi sé blindur og gamall er hann alltaf til- búinn að taka þátt í einhverjum skemmtilegum uppátækjum með Önnu litlu. Hann passar hana alltaf á daginn þegar pabbi hennar og mamma eru í vinnunni. Þá hefur hann nægan tíma til að sinna henni og þau gera ýmislegt skemmtilegt saman. Þau skoða mannlífið, baka drullukökur, veiða langömmur og fleira. Þetta er enginn venjulegur langafi. Langafi og Anna eru leikin af þeim Bjarna Ingvarssyni og Hrefnu Hall- grímsdóttur, leikstjóri Pétur Eggerz, búninga gerir Katrín Þorvaldsdóttir og tónlist er eftir Vilhjálm Guðjóns- son. Sýningin á Dalvík verður í sal Dal- víkurskóla miðvikudaginn 12. apríl og hefst kl. 18 og á Húsavík verður sýnt í Borgarhólsskóla fimmtudaginn 13. apríl kl. 17. Einnig verður sýnt í nokkrum leikskólum á Akureyri. ÁRSREIKNINGAR Akureyrar- bæjar fyrir síðasta ár voru lagðir fram á fundi bæjarstjórnar í vik- unni. í máli Kristjáns Þórs Júlíus- sonar bæjarstjóra kom fram að fjárhagstaða bæjarins væri sterk og að hún hafi batnað á síðasta ári. Framkvæmdir hafi verið miklar á árinu, sérstaklega hjá bæjarsjóði og að vel hafi verið búið í haginn fyrir íbúana og atvinnulíf í bænum. Kristján Þór sagði þó að hæg fjölgun íbúa væri nokkurt áhyggjuefni en óhætt væri að segja að Akureyrarbær bjóði íbú- um sínum bætta þjónustu og af- þreyingarmöguleika með þeim áföngum sem lokið var við á árinu. „Vil ég leyfa mér að fullyrða að sú fjölbreytta og víðtæka þjónusta, sem bærinn veitir, sé með því besta sem gerist hjá sveitarfélög- um. Þannig viljum við líka hafa það og Akureyrarbær er því vel í stakk búinn til að taka á móti nýj- um íbúum. Kristján Þór sagði að rekstur bæjarins hafi verið í góðu jafnvægi og í öllum meginatriðum í sam- ræmi við áætlun, þegar á heildina sé litið. Engur að síður sé ætíð nauðsynlegt að halda vöku sinni og gæta aðhalds og ráðdeildar í rekstri. Launagreiðslur og launa- tengd gjöld í bæjarsjóði á sl. ári voru rúmir 2,5 milljarðar króna og hækkuðu um 9,2% frá árinu áður, að sögn Kristjáns Þórs. Heildar- skatttekjur bæjarsjóðs voru á sama tíma 2,4 milljarðar króna og hækkuðu um 5,7% frá fyrra ári. 78 íbúðir innleystar í félagslega kerfínu Bæjarstjóri fjallaði einnig um félagslegar íbúðir en miklar breyt- ingar áttu sér stað í félagslega íbúðakerfinu um áramótin 1998- 1999, er ný löggjöf um íbúðalána- sjóð tók gildi. Hætt var að veita lán til sveitarfélaga til byggingar félagslegra íbúða, annarra en leig- uíbúða og tekin upp svokölluð við- bótarlán til einstaklinga. íbúða- lánasjóður sagði upp samningi sem verið hafði í gildi milli Akureyrar- bæjar og Húsnæðsstofnunar ríkis- ins um rekstur Húsnæðisskrifstof- unnar á Akureyri. Allt kallaði þetta á breytingar hjá bænum, að sögn bæjarstjóra, og var Húsnæð- isskrifstofan lögð niður á árinu og verkefnin flutt til húsnæðisdeildar á fjármálasviði og til bygginga- deildar. I fyrra voru 20 íbúðir í smíðum í Snægili á vegum húsnæðisnefndar og voru 16 þeirra afhentar kaup- endum í desember sl. og 4 íbúðir voru afhentar nú í ársbyrjun. Þetta eru jafnframt síðustu íbúð- irnar sem húsnæðisnefnd lætur byggja, að minnsta kosti að sinni. í máli bæjarstjóra kom einnig fram að Akureyrarbær innleysti 78 íbúðir í félagslega kerfinu á síð- asta ári. Tólf íbúðum var ráðstafað sem félagslegum íbúðum til þeirra sem höfðu sótt um íbúð fyrir 15. júní 1998, en þeir áttu rétt á kaup- um á íbúð samkvæmt eldri lögum. Þá voru 20 íbúðir gerðar að leigu- íbúðum og 40 seldar á frjálsum markaði. I árslok voru 6 íbúðir óseldar. ítrekaðar óskir um greiðslur úr varasjóði Kristján Þór sagði að ein af þeim breytingum sem gerð var um áramót á húsnæðislöggjöfinni var að stofnaður var varasjóður, sem hefur m.a. það hlutverk að fjár- magna hluta þess halla sem getur myndast við sölu á félagslegum íbúðum úr „kerfinu". Skipuð var nefnd félagsmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kostnaðarskiptingu hallans við sölu íbúðanna á frjálsum markaði milli varasjóðsins annars vegar og viðkomandi sveitarfélags hins veg- ar. „Félagsmálaráðherra hefur ekki staðfest samkomulagið og hafa því engar greiðslur borist úr varasjóði til þeirra sveitarfélaga sem selt hafa íbúðir úr félagslega húsnæð- iskerfinu með tapi. Akureyrarbær á nú inni hjá varasjóði á 5. tug milljóna króna sem ekki hafa feng- ist greiddar þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Er sá dráttur sem verið hefur á afgreiðslu mála með öllu ólíðandi, sagði bæjarstjóri. Akureyrarbær á nú 182 leigu- íbúðir en á síðasta ári fjölgaði þeim um 20 og var kaupverð þeirra 131,3 milljónir króna eða að meðaltali rúmar 6,5 milljónir króna hver íbúð. Ný langtímalán að fjárhæð 118 milljónir króna voru tekin vegna þessa á árinu. Nema langtímaskuldir samtals 822 milljónum króna vegna leiguíbúða. ------------------ Borgara- fundur um áfeng’is- og fíkni- efnamál SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra ávarpar borgarafund um áfengis- og fíkniefnamál sem haldinn verður í Gryfjunni, sal Verkmennta- skólans á Ákureyri, í kvöld, þriðju- dagskvöld, 11. apríl. Skólameistarar framhaldsskól- anna, Hjalti Jón Sveinsson og Tryggvi Gíslason, flytja ávörp, Kar- en Malmquist, forvarnarfulltrúi í VMA, ræðir um forvarnir í fram- haldsskólum, Steinnunn Vala Sigfús- dóttir, fráfarandi formaður Hugins, skólafélags MA, ræðir um félagslíf í framhaldsskólum og Guðný María Jóhannsdóttir, formaður Þórdunu, skólafélags VMA, fjallar um skemmtanalífíð. Hildur Jana Gísla- dóttir háskólanemi fjallar um það að lenda á glapstigum og Daníel Snorrason, lögreglufulltrúi í rann- sóknardeild lögreglunnar á Akur- eyri, segir frá eiturlyfjabylgjunni á Ákureyri. Að loknum erindum verða pall- borðsumræður með framsögumönn- um auk sýslumannsins á Akureyri. Þá fjallar Kjartan Ólafsson hjá Rannsóknum og greiningu frá nýj- um neyslutölum úr 10. bekk og tengsl neyslu við uppeldishætti og tómstundir. Ólafur Thoroddsen skólastjóri segir frá stöðunni í grunnskólanum, fulltrúi sjálfshjálp- arhóps foreldra ræðir um aðhald og aðstoð foreldra, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, formaður KA, seg- ir frá forvarnarverkefni KA og Ak- ureyrarkirkju, María Jónsdóttir í Kompaníinu ræðir um þátt félags- miðstöðvanna, Fjölskylduvænn bær er heiti á erindi Kristjáns Þórs Júl- íussonar bæjarstjóra og loks greinir Kristín Sigfúsdóttir, formaður áfengis- og vímuvarnarnefndar, frá því hvaðbæjarfélagið hefur gert í forvarnarmálum. I sóknarhug EF VÆRI EG SA SEM Æ7TI AÐ SEUA ÍMYND EYJAFJARÐARSVÆÐISINS... Hádegisverðarfundur með Einarí Karii Haraldssyni, forstöðumanni almenningstengsla GSP - Gœðamiðlunar, og Ómari Ragnarssyni, fréttamanni á Sjónvarpinu, á Fiðlaranum, Skipagötu 14, miðvikudaginn 12. aprfl frá kl. 12.00 til 13.00 •Hverskonar ímynd vilja þeir selja? •Hvaö þurfa heimamenn aö laga til aö selja þá ímynd? •Hvernig ættu þeir að móta þá ímynd? •Hafa Akureyri og Eyjafjörður sömu ímynd? •Um hvaö snýst ímynd? Þetta, og ýmislegt fleira, munu Einar Karl og Ómar fjalla um og svara spurningum fundarmanna. Verð kr. 1.000 (léttur hádegisverður innifalinn) Allir velkomnir Skráning hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 461 2740 eða á netfangi benedikt@afe.is. Norðurlands Ársfundur Lífeyrissjóðs Norðurlands verður haldinn í félagsheimili Húsavíkur miðvikudaginn 19. aprfl 2000 kl. 1400 _______Dagskrá:_________________ 1 Venjuleg ársfundarstörf 2 Breytingar á samþykktum 3 Önnurmál Fundurinn eropinn öllum sjóðfélögum og eru þeir hvattir til að mæta. Lifeyrissjoður Norðurlands • Skipagötu 14 • 600 Akureyn Sfmi: 4Ó0 4500 • Fax: 460 -501 • Netfang: lnord@lnord.is Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.