Morgunblaðið - 11.04.2000, Side 22

Morgunblaðið - 11.04.2000, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Luku dans- kennslu með sýn- ingu Flateyri - Það var ánægður hópur ungmenna sem sýndi glæsileg tilþrif í dansmennt- inni í Félagsheimili Flateyrar fyrir skemmstu. Sjá mátti hvern glæsidansinn á eftir öðrum og ekki laust við að þar væri margur efnilegur dansarinn á ferð. Eftir viku- námskeið undir styrkri stjórn danskennarans, Hinriks N. Valssonar, var boðið til sýn- ingar þar sem foreldrar og vandamenn mættu og höfðu gaman af. Dansnámskeiðið á Flateyri var styrkt myndarlega af Rauða krossi Íslands, Grunn- skóla Flateyrar og íbúasam- tökum Önundarfjarðar. Einn- ig var boðið upp á dansnámskeið á Suðureyri og Þingeyri. Hinrik, sem er sjálfstætt starfandi danskennari, kvaðst ferðast víða um landsbyggð- ina á veturna til að kenna dans, sá tími væri bestur þar eð enginn áhugi væri fyrir að læra dans á sumrin þegar sól skini utandyra. Morgunblaðið/Ásmundur Friðriksson Vöruval að- alstyrktar- aðili pæju- mótsins Vestmannaeyjum - Nýlega var gengið frá samningum villi verslun- arinnar Vöruvals í Vestmannaeyj- um og IBV, íþróttafélags, en Vöru- val verður nú aðalstyrktaraðili hins vinsæla pæjumóts. Vöruval er fyrsta fyrii-tækið í Eyjum sem verður stærsti stjrktar- aðili þessa móts. Mótið heitir því Vöruvalsmótið og verður haldið dagana 14. til 18. júní nk. og er reiknað með 1.000 þátttakendum. Endurbótum á hótelinu í Stykkishólmi lokið Stykkishólmi - Lokið er miklum endurbótum á hótelinu í Stykkis- hólmi og var þeim áfanga fagnað laugardaginn 8. apríl og hótelið formlega tekið í notkun að nýju. Bæjarbúum var boðið að skoða breytingarnar og þiggja veitingar. Húsið var tekið allt í gegn að innan. Skipt var um gler í öllu hús- inu, öll herbergi tekin í gegn, keypt húsgögn og gluggatjöld. Sjónvarp er í hverju herbergi og eins tölvut- enging fyrir netþjónustu. Lyfta var sett í húsið. Eftir er að mála hótel- ið að utan og verður það gert eins fljótt og veður leyfir. Það er eigandi hótelsins, Þór hf., sem kostaði framkvæmdirnar og kostuðu þær 34 milljónir króna. Yf- irumsjón með verkinu hafði Ólafur Sveinsson iðnráðgjafi, en verkið var að mestu leyti unnið af heima- mönnum. Hótelið mikilvægt fj rir ferðaþjónustuna Sturla Böðvarsson samgöngur- áðherra ávarpaði gesti og lýsti endurgerð hótelsins lokið. í máli hans kom fram að hótelið í Stykk- ishólmi skiptir miklu máli fyrir ferðaþjónustuna á Snæfellsnesi og þessar endurbætur koma til með að efla þá þjónustu til muna. Hann var að vonum ánægður með hvern- ig til hefur tekist en hann hefur fylgst vel með rekstri hótelsins frá því hann hófst. Ferðaþjónusta á Þessir menn tengjast rekstri hót- elsins í Stykkishólmi og voru mættir til gleðjast yfir að endur- bótiun á hótelinu er lokið. Sitj- andi frá vinstri: Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar, Óli Jón Gunnarsson bæjarsljóri. Stand- andi frá vinstri: Ólafur Sveins- son, umsjónarmaður með endur- bótum, Ölafur Hilmar Sverris- son, formaður hótelfélagsins Þórs hf., Sæþór Þorbergsson hótelstjóri, Ólafur Haukur Magnússon, framkvæmdastjóri Fosshótela, og Hallgunnur Skaptason, markaðsstjóri Foss- hótela. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Hótelið í Stykkishólmi var tekið í notkun árið 1977. Það stendur á fögrum stað í bænum og út- sýnið yfir Breiðafjörð er sérlega fallegt úr herbergjunum. íslandi er mikilvæg atvinnugrein og Sturia fagnaði hverjum nýjum áfanga á landsbyggðinni sem styrkti þá atvinnugrein. Fosshótelkeðjan tók við rekstri hótelsins fyrir ári og var gerður samningur við eigendur hótelsins til 10 ára. Hótelstjóri er Sæþór Þorbergsson. Halla B. Albertsdóttir, Þórunn Torfadóttir og Berg- ur Jónmundsson höfðu gaman af ungviðinu. Landbúnaðar- kynning í Borg- arhólsskóla Laxamýri - Þema um landbúnað stendur nú yfir í 4. bekk Borgarhólsskóla á Húsavík, en námsefnið er fléttað inn í samfélagsfræðikennsluna. Reynt er að gera efnið lifandi og eftirminnilega tilbreytingu í skólastarfinu og stendur jrfir í nokkrar vikur. Á dögunum fóru nemendur í rútuferð á nokkra bæi þar sem þeir fengu að sjá búfénað. Farið var í fjós að Fremstafelli í Ljósavatnshreppi þar sem er nýlegur mjaltabás með fullkomnum mjaltabúnaði og að því loknu var farið í heimsókn að bænum Rauðá þar sem mikið er af geitum. Nýfæddir kiðlingar vöktu mikla hrifningu og allir vildu halda á þeim og klappa. Pylsuveisla var á ferðaþjónustunni að Fosshóli og ferð- in endaði á hestabýlinu Saltvík þar sem boðið var á hest- bak í reiðskálanum hjá Vilhjálmi Pálssyni og Védísi Bjarnadóttur. Ullarvinna í handavinnutímum Kynning þessi á landbúnaði kemur inn á mörg svið at- vinnugreinarinnar og hafa krakkamir áður heimsótt Morgunblaðið/Atli Vigfússon Nemendur handleika ullarkambana. Mjólkursamlagið sem þeim fannst mjög gaman af að skpða. I skólanum sjálfum fer fram ýmisleg verkefnavinna og tengist þemað list- og verkgreinum þannig að í handa- vinnutímum er farið í ullarvinnu. Skólinn hefur komið sér upp ullarkömbum og snældum til þess að geta leyft nem- endum að kynnast gömlum vinnubrögðum og er það vin- sælt námsefni. Þá smíða þau kindur úr tré í smíðatímum og syngja um dýrin í tónlistinni auk þess að vinna við vísna- og Ijóðagerð um húsdýrin. Skriflegt verkefnahefti, Áð lesa, reikna og skrifa um sveitina, er unnið í kennslustundum, en þar er reynt að tengja grunngreinarnar við landbúnaðarþemað. Byggist það á texta um daglegt líf í sveit og verkefnum um húsdýr og gróður. Venja er að allir 4. bekkingar Borgarhólsskóla taki þátt í verkefni sem þessu. Slökkvilið Bolungarvíkur Átta ritköll á síðasta ári Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Frá starfi Slökkviliðs Bolungarvíkur. Bolungarvík - Bol- víkingar urðu ræki- lega minntir á slökkvilið bæjarins í liðinni viku er liðið hélt eina af sínum reglulegu æfingum, því öllum bílaflota Hðsins ásamt sjúkrabíl og lög- reglu var ekið um bæinn með tilheyr- andi blikkljósum og sírenuvæU. Að sögn Ólafs Þórs Benediktsson- ar slökkviliðsstjóra var helsta verkefni æfingarinnar að æfa notkun dælu- bílanna og tengingu þeirra við bruna- hana, ekki síst þar sem 6 nýUðar voru að koma inn í Uðið. Liðsmenn slökkviUða í Utlum bæj- arfélögum þurfa að vera vel að sér í öllum þeim þáttum er lúta að slökkvi- starfi því ekki getur verið um sérhæf- ingu að ræða þar sem breytilegt get- ur verið hversu margir Uðsmenn eru til staðar ef til útkaUs kemur. í aðalUði slökkviUðs Bolungarvíkur eru 24 einstakUngar en auk þeirra eru á skrá í svokölluðu varaliði allnokkrir einstaklingar sem áður hafa verið í aðaUiðinu og eru til taks ef til stórað- gerða kemur. Einnig er mjög gott samstarf við slökkvilið ísafjarðar. Að sögn Ólafs Þórs var slökkviUðið kallað átta sinnum út á sl. ári en í öU- um tilfellum var um minniháttar bnma að ræða og í sumum tilfellum aðeins grunur um eld. Liðsmenn slökkviUðsins annast einnig sjúkraflutninga og voru útköll vegna þeirra 48 á sl. ári. Boðunarkerfi slökkviHðs Bolungar- víkur er í gegnum símboða sem ræst er frá 112 eða yfirmönnum liðsins en fyrir liggur að það kerfi verði lagt nið- ur um næstu áramót og er ekki enn ljóst hvers konar útkallskerfi kemur til með að taka við. Ólafur Þór sagði að önnur verkefni liðsins væru t.d. eldvarnaeftirUt og ýmiskonar forvamarstarf því tengdu, t.d. hafa stjórnendur grunnskóla Bol- ungarvíkur verið í mjög góðu sam- starfi við slökkviHðið í hverskonar fræðsluverkefnum fyrir nemendur skólans og í skólabyggingunni er virk rýmingaráætlum sem æfð er reglu- lega. Mengunareftirlit vaxandi þáttur Annar þáttur sem er að verða vax- andi í starfi og þjálfun Uðsins er meng- unareftirlit og viðbrögð við mengunar- slysum. Tækjakostur slökkviliðsins er kom- inn nokkuð tU ára sinna, en þar er um að ræða Bedford-dælubíl árgerð 1963. Bens-dælubíl árgerð 1967 og Bens- tankbíl árgerð 1987. Ólafur sagði að það gæfi augaleið að allt viðhald og umhirða þessara tækja væri tU muna tímafrekara og dýrara þegar um er að ræða svona gamlan búnað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.