Morgunblaðið - 11.04.2000, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 23
VIÐSKIPTI
Jón Sigurðssoii, forstjóri Össurar hf., um kaupin á bandaríska fyrirtækinu Flex-Foot
Markaður
okkar er heim-
urinn allur
Stoðtækjafyrirtækið Flex-Foot er í mynd-
arlegu húsnæði á Los Angeles-svæðinu, í
hjarta Orange-sýslu. Að sögn kunnugra er
hvergi í Bandaríkjunum að fínna fleiri fyrir-
tæki á einum stað, sem framleiða lækninga-
tæki og ýmiss konar búnað fyrir heilbrigðis-
stofnanir og sjúklinga. Ragnhildur
Sverrisdóttir heimsótti höfuðstöðvar Flex-
Foot, þar sem lögð er mikil áhersla á öflugt
rannsóknar- og þróunarstarf.
FORSVARSMENN Flex-Foot eru
stoltir af fyrirtækinu, sem þeir segja
leiðandi á sínu sviði, í framleiðslu
gerviökkla, og við heimsókn í höfuð-
stöðvarnar leynir sér ekki að mikil
áhersla er lögð á rannsóknar- og þró-
unarstarf, enda ætlar Flex-Foot sér
að halda forystuhlutverkinu. Þar
stendur fyrirtækið nú sterkar að vígi
en áður, því með kaupum Össurar hf.
á fyrirtækinu eru sameinuð fyrir-
tækin annar stærsti framleiðandi
stoðtækjalausna í heiminum. Starf-
semi þeirra fellur vel saman, styrk-
leiki Flex-Foot felst í gerviökklun-
um, auk þess sem það hefur þegar
þróað gervihné, fyrirtækin tvö munu
halda áfram því þróunarstarfi sem
nú er hafið við gerð fullkomins,
tölvustýrðs gervihnés og Össur hf. er
leiðandi á sviði hulsa. „Kaup Össurar
á Flex-Foot skapa ný og stórkostleg
sóknarfæri," segir Maynard C.
Carkhuff, forstjóri Flex-Foot. „Við
verðum í stakk búin til að bjóða við-
skiptamönnum okkar heildstæðar
lausnir, en áður þurftu þeir að fá
ökkla hjá okkur, þeir leituðu ef til vill
ef hnjáliðum annars staðar ogþurftu
svo að fá hulsur hjá Össuri. Núna er
alltá einum stað.“
Össur hf. mun að öllum líkindum
hætta að selja þá gerviökkla, sem
fyrirtækið hefur selt hingað til, enda
eru gerviökklar Flex-Foot fullkomn-
ari. Flex-Foot hefur unnið að þróun
hulsa, en hættir því nú, þar sem Öss-
ur hf. hefur sérhæft sig á því sviði.
Fyrirtækin munu áfram selja vörur
sínar hvort undir sínu nafni, enda
hafa þau þegar skapað sér gott orð á
stoðtækjamarkaði.
Fullkomin rannsóknarstofa
I Bandaríkjunum fer því fjarri að
fyrirtæki leggi áherslu á að eiga hús-
næðið þar sem starfsemin er rekin.
Öllu algengara er að sérstök fyrir-
tæki eigi og reki húsnæði, en leigi
það síðan út. Flex-Foot hefur ekki
farið þessa leið og í kaupum Össurar
á fyrirtækinu fylgdi því glæsilegt
húsnæði Flex-Foot. Þegar gengið er
þar um sali vekur athygli hve mikla
áherslu fyrirtækið leggur á rann-
sóknir, þróun og gæðaeftirlit. For-
svarsmenn fyrirtækisins segja að
þeir hafi ávallt miðað við að fyrirtæk-
ið uppfylli ítrustu kröfur sem hægt
er að gera til starfsemi af þessu tagi,
jafnvel þótt viðskiptavinir og opin-
berir eftmlitsaðilar hafi ekki sett jafn
ströng skilyrði. „Með því að gera
strangari kröfur til okkar sjálfra en
aðrir gera náum við að vera alltaf feti
framar", segir Richard N. Myers,
varaforstjóri. „Við ráðum yfir einni
fullkomnustu rannsóknarstofu í
heimi á þessu sviði.“
Um 130 starfsmenn vinna hjá
Flex-Foot, sem er svipaður fjöldi og
hjá Össuri hf., og ætlunin er að ráða
20-30 til viðbótar á þessu ári. Fimm-
tán verkfræðingar, sem ýmist eru
með meistaranám eða doktorsgráðu
að baki, vinna á rannsóknar- og þró-
unardeild fyrirtækisins. Meðal verk-
færa þeirra er tölvuforrit, sem notað
er við hönnun gerviökkla. Forritið
reiknar nákvæmlega út álagið á fót-
inn, hvar hætta er á brestum og
hvernig þarf að bregðast við. Að
þeim útreikningum loknum er frum-
gerð gerviökklans gerð úr koltrefj-
um og er efnið mótað í miklum hita
og þrýstingi. Lítið má út af bregða í
þeirri framleiðslu og því er varan
þrautreynd í vélum, sem líkja eftir
notkun í daglegu lífi, til dæmis á
langri göngu. Loks þegar menn eru
sannfærðir um að varan sé eins og
best verður á kosið eru allar upp-
lýsingar um hönnunina sendar í
tölvu framleiðandans, sem matar
vélar sínar á upplýsingunum og þær
búa til nákvæmlega eins ökkla, svo
engu skeikar.
Fyrirtæki munu sameinast
Að sögn Jóns Sigurðssonar, for-
stjóra Össurar hf. og stjómarfor-
manns dótturfyrirtækisins Flex-
Foot, eru fyrirtækin að keppa við
mörg önnur smærri fyrirtæki.
Stærst á þessu sviði er þýska fyrir-
tækið Otto Bock, en áætluð árleg
velta þess er um 200 milljónir
Bandaríkjadala, eða um 14,6 millj-
arðar króna. Samanlögð velta Össur-
ar hf. og Flex-Foot nemur rúmum 50
milljónum dala á þessu ári, eða rúm-
lega 3,6 milljörðum. Um níu önnur
fyrirtæki eni með veltu upp á nokkr-
ar milljónir dala og upp í nokkra tugi
milljóna, en að auki eru um 90
smærri fyrirtæki á þessum markaði.
Af þessum fyrirtækjum er Össur hf.
það eina sem er skráð á almennum
hlutabréfamarkaði. „Á næstu árum
munu smærri fyrirtæki í þessum
geira án efa sameinast," sagði Jón
Sigurðsson. „Ég er sannfærður um
að eftir nokkur ár verða 3-4 fyrirtæki
langstærst og í fararbroddi í þessum
iðnaði. Össur og Flex-Foot verða þar
á meðal. í fyrirtækjunum tveimur
fást um 30 verkfræðingar við rann-
sóknar- og þróunarvinnu, eða fleiri
en heildarstarfsmannafjöldi margra
smáfyrirtækjanna. Sú staðreynd á
eftir að tryggja okkur forystuna.“
Jón sagði að eftir að fréttist af
kaupum Össurar á Flex-Foot hefðu
forsvarsmenn tveggja minni fyrir-
tækja haft samband við Össur hf. og
lýst því yfir að þeir væru reiðubúnir
að selja. Hins vegar hefðu menn haft
í nógu að snúast við að ganga frá
kaupsamningnum í Bandaríkjunum
þannig að nokkur tími myndi eflaust
líða þar til þeir færu að huga að frek-
ari kaupum. „Við erum búnir að
senda þessum iðnaði skýr skilaboð
um hvemig megi ná aukinni hagræð-
ingu og markaðshlutdeild og ég er
viss um að fleiri fyrirtæki feta í fót-
spor okkar.“
Maynard C. Carkhuff, forstjóri
Höfuðstöðvar Flex-Foot í Orange County.
Gerviökkli frá Flex-Foot, svonefnd-
ur Vari-FIex ökkli. Fjöðrun í hæln-
um tryggir eðlilegt göngulag, þar
sem hún ýtir fætinum frá jörðu á
göngu, svo ekki þarf að þvinga hann
fram frá mjöðm.
Flex-Foot, sagði að þrátt fyrir að
fyrirtækin í stoðtækjaiðnaðinum
væru mörg smá, ættu þau það sam-
eiginlegt að standa vel fjárhagslega,
svo þetta væri sterkur markaður að
sækja á. Hann benti á, að Flex-Foot
ætti 29 skráð einkaleyfi. „Einkaleyf-
in vernda markaðinn og tryggja okk-
ur fé til frekara þróunarstarfs.
Vandaðri vara, sem eykur endur-
hæfingarmöguleika sjúklinga, hefur
einnig leitt til þess að heilbrigðis-
kerfið tekur aukinn þátt í kostnaði
sjúklinga við kaupin.Við höfum líka
fært út kvíarnar í gegnum árin, til
dæmis með kaupum á fyrirtækinu
Mauch í Ohio, sem sérhæfir sig í
gerð hnjáliða og pinna til að spengja
hryggjarliði. Eitt merkasta þróunar-
verkefni okkar núna, í samvinnu við
MIT-háskólann, er gerð gervihnjá-
liðar, sem við nefnum Rio Electronic
Knee. Hnjáliðurinn verður tölvu-
stýrður og lagar sig algjörlega að
notandanum, með því að skynja
hraða og göngulag. Hann er hins
vegar einfaldur í notkun, enda get-
um við ekki ætlast til að notandinn
hafi tölvu- eða forritunarkunnáttu.
Þennan hnjálið ætlum við að setja á
markað í byrjun næsta árs. Þar með
mun enginn vafi leika á því hvaða
fyrirtæki stendur fremst í heimin-
um. Við erum þegar með bestu ökkl-
ana, hulsurnar frá Össuri eru yfir-
burðavara og svo getum við boðið
upp á tæknilega fullkomna hnjáliði.
Sóknarfærin á þessum markaði eru
mikil. Við ætlum að nýta þau og er-
um þegar farin að styrkja sölukerfi
okkar mikið.“
Greiða hátt verð fyrir göða vöru
Jón Sigurðsson lagði einnig
áherslu á nauðsyn þess að fyrirtækið
framleiddi fullkominn hnjálið. Þrátt
fyrir að Flex-Foot byði upp á slíka
vöru undir merki Mauch, þyrfti að
auka fjölbreytni í þeirri vöru og
tryggja að fyrirtækið stæði fremst í
þeirri tækni.
Eftir því sem stoðtækin verða full-
komnari, þeim mun dýrari verða
Morgunblaöiö/Ragnhildur Sverrisdótlir
Maynard C. Carkhuff, forstjóri Flex-Foot, Jón Sigurðsson, forsljóri Öss-
urar hf., og Van L. Phillips, stoðtækjafræðingur og aðstoðarforstjóri,
sem stofnaði Flex-Foot fyrir 16 árum.
þau. Jón Sigurðsson benti á, að fyrir
nokkrum árum hefði fólk ekki þurft
að greiða nema 20-30 dollara fyrir
gervifót, en sá fótur hefði verið stífur
og þungur tréfótur og erfiður í notk-
un. „Fólk er tilbúið að greiða hátt
verð fyrir góða vöru og við erum sí-
fellt að bæta vöruna. Össur hf. á enn
mikinn markað óunninn í sölu á sili-
konhulsum og vöxturinn í sölu á
stoðtækjum er áætlaður 6-8% á ári.
Fólk lifir lengur en áður og gerir
auknar kröfur um lífsgæði.“
Til marks um hraðan vöxt fyrir-
tækjanna má geta þess, að saman-
lögð sala Össurar hf. og Flex-Foot
nam rúmlega 3,3 milljörðum króna á
síðasta ári, árið 1998 nam hún tæp-
lega 2,4 milljörðum, árið 1997 tæp-
lega 2 milljörðum og árið 1996 nam
hún tæplega 1,7 milljörðum. Frá
1996 til 1999 tvöfaldaðist því saman-
lögð sala fyrirtækjanna. „Við erum
sífellt að koma fram með nýjungar,
sem sést á því, að á þessu ári munu
rúmlega 60% af sölu fyrirtækjanna
liggja í sölu á vörum, sem eru 2 ára
eða yngri,“ sagði Jón. „Árið 1996
voru aðeins um 5% vörunnar yngri
en eins árs, allt hitt var tveggja ára
eða eldra. Þetta sýnir hve ör þróunin
hefur verið á síðustu árum, við erum
búnir að leggja gömlu hönnunina til
hliðar. Innan nokkurra ára verður
Össur/Flex-Foot það fyrirtæki í
stoðtækjaiðnaðinum sem skilar
mestum arði, við munum selja og
dreifa vöru okkar um allan heim, við
munum ráða yfir öflugustu rann-
sóknar- og þróunardeild í þessum
iðnaði og getum boðið upp á heild-
stæðar lausnir."
Þrátt fyrir að forsvarsmenn fyrir-
tækjanna tali um markaðssókn í
heiminum öllum viðurkenna þeir að
markaðssvæði þeirra sé fyrst og
fremst iðnríki heimsins, enda sé var-
an dýr og þeir hljóti að horfa á þann
markað sem hafi efni á að nýta sér
framleiðsluna. Að vísu hafa fyrirtæk-
in einnig framleitt vöru á milliverði,
til að sinna eftirspurn í fátækari ríkj-
um. Flex-Foot hefur selt um 45%
framleiðslu sinnai' í Bandaríkjunum,
um 40% í Evrópu og 15% til annarra
svæða. „Árangurinn er ótrúlegur,
því það eru aðeins 16 ár frá stofnun
fyrirtækisins,“ sagði Maynard C.
Carkhuff. „Ég veit ekki um nokkurt
annað fyrirtæki sem hefur verið jafn
ákveðið í að ná árangri og samein-
ingin við Össur hf. ýtir þar enn undir.
Fyrir kaupin var Flex-Foot annað
stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði
og nú erum við tvöfalt stærri. Þrátt
fyrir það eigum við enn mikla mark-
aðssókn fyrir höndum.“
Ætla að vera i f ararbroddi
Jón Sigurðsson sagði að Össur hf.
væri alþjóðlegt fyrirtæki, enda væri
aðeins lítill hluti markaðar þess í
heimalandinu. „Við höfum allt aðra
og meiri möguleika til stækkunar en
þau fyrirtæki sem bundin eru við ís-
lenskan markað. Markaður okkar er
heimurinn allur og möguleikamir
eru gríðarlegir.
Þrátt fyrir að þýska fyrirtækið Ot-
to Bock sé stærra á pappímum, þá
segir það ekkert um tæknilega getu
þess, enda hefur það mjög dreifðar
áherslur og framleiðir meðal annars
mjög einfalda og ódýra gerð gervi-
fóta í miklu magni, til sölu í fátækari
ríkjum. Okkar markaður er annar-
.Við ætlum að verða leiðandi á öllum
sviðum stoðtækjaframleiðslu og
verðum án nokkurs vafa í farar-
broddi í þessum iðnaði.“