Morgunblaðið - 11.04.2000, Side 29

Morgunblaðið - 11.04.2000, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 29 ÚRVERINU Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason Það er mikið um að vera hjá slippdeild Skipavíkur í Stykkishólmi. í slipp er Grettir SH 104 sem er eitt stærsta skip sem tekið hefur verið upp í dráttarbrautinni. Skipið fór í slipp vegna skemmda á skrúfublöðum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason Á sama tíma eru tveir stórir bátar í breytingum inni í húsi Skipavíkur. Særúnu er verið að útbúa til skemmtisiglinga og verið að setja nýtt perustefni á Kristin Friðriksson SH 3. Þrír bátar í slippnum 'Stykkishólmi - Hjá Skipavík hf. í Stykkishólmi starfa um 50 manns og er fyrirtækið með stærri at- vinnurekendum í bænum. Það er með fölbreytta starfsemi, dráttar- braut og skipaviðgerðir og svo byggingastarfsemi. Að sögn Sævars Harðarsonar framkvæmdasljóra er mikið að gera hjá Skipavík um þess- ar mundir og verkefnastaða góð fyrir næstu mánuði. „Fyrirtækið er að byggja íþróttahús í Olafsvík og er með bryggjuframkvæmdir í Stykkishólmi. Þá hefur Skipavík tekið að sér að gera við Veitinga- húsið Knudsen eftir bruna og byggja viðbyggingu við kavíar- verksmiðjuna Noru í Stykkishólmi. Hjá slippdeildinni er unnið að end- urbótum á Kristni Friðrikssyni SH og skemmtiferðaskipinu Særúnu. Það er bjart framundan," segir Sævar, „og okkur vantar fagmenn varðandi skipaviðgerðir og smíðar." NetHnöttur Tæknivals kominn í sölu Bylting í sam- skiptum NETHNÖTTUR Tæknivals að undanförnu verið í prófunum um borð í Mánafossi, skipi Eimskipafé- lags íslands, en um er að ræða búnað, sem sítengir íslenska sjó- farendur við Netið um gervihnött. „NetHnöttur Tæknivals felur í sér samskiptabyltingu fyrir alla þá, sem starfa á hafi úti og rýfur á margan hátt þá einangrun sem sjó- menn þekkja ofurvel,“ segir Berg- steinn Hjörleifsson ráðgjafí hjá Tæknivali, en hann ásamt Ara Jó- hannessyni sérfræðingi Tæknivals í gervihnattamálum hefur haft yfir- umsjón með prófunum um borð í Mánafossi. Bergsteinn bendir á að sjófar- endur hafi að mestu leyti orðið út- undan í þeirri upplýsingabyltingu, sem orðið hefur á síðustu árum „á fasta landinu", en með NetHnetti Tæknivals nái upplýsingatæknin loksins út á haf til sjófarenda. Margir kostir - sumir óvæntir Bergsteinn segir að þessar til- raunir hafi gengið eins og best verði á kosið, tækjabúnaðurinn hafi reynst vel við verstu aðstæður, mikla ölduhæð og mikinn velting, Netið sem upplýsingaveita hafi nýst skipstjórnarmönnum mjög vel og einkanlega veðurspákerfið Halo sem hafi meðal annars leitt til þess að Mánafoss leitaði vars í tæka tíð áður en norðanbálið skall á fyrir norðaustan land á dögunum. „Við vissum af augljósum kostum fyrir útgerðir að hafa NetHnött Tækni- vals um borð en svo hafa nýir kost- ir komið fram sem við þekktum ekki. Til dæmis má leiða sterkar líkur að því, að Mánafoss hafi sloppið við tjón í ofsaveðrinu vegna NetHnattarins," segir Bergsteinn. Sparar fé og tíma „NetHnöttur Tæknivals var fyrst kynntur á sjávarútvegssýn- ingunni í Kópavogi síðastliðið haust og vakti mikla athygli, enda er þessi tæknilausn ekki þekkt í heiminum. I raun má segja að Net- Hnöttur Tæknivals opni sjófarend- um heim nútímasamskipta sem áð- ur var óþekktur til sjós. Skipin eru sítengd Netinu með hraðvirkari tengingu en þekkist hjá flestum fyrirtækjum í landi. Utgerð og áhöfn nýta sér Netið sem upplýs- ingaveitu og samskiptatæki, fá ódýrt símasamband um Netið, nýta sér tölvupóst og alla fjarskipta- tækni um Netið til öryggis, afþrey- ingar og sparnaðar. Þá er unnt að greina bilanir og þjónusta skipin um Netið, sem getur sparað út- gerðinni stórfé og tíma, auk þess sem búnaður um borð getur verið sítengdur útgerðinni og skipin tengd upplýsingakerfi útgerðar." Prófanir við erfiðar aðstæður Tilgangurinn með uppsetningu NetHnattar Tæknivals um borð í Mánafossi er að sögn Bergsteins Hjörleifssonar ráðgjafa hjá Tækni- vali að sýna að það sé raunhæfur möguleiki að útvega sjófarendum þá miklu bandbreidd við Netið sem gervihnattatenging felur í sér. Óm- ar Örn Ólafsson, tæknilegur ráð- gjafi Tæknivals, tekur í sama streng og segir: „Markmiðið er að fá reynslu við erfiðar aðstæður. Mánafoss er strandferðaskip og hentar vel vegna þess hve oft er komið að landi og skipið er í stærðarflokki sem við stflum á. Ekki spillir að þetta er skip með mjög háa brú sem þýðir að það reynir mikið á stöðugleika sendis vegna hreyfinga skipsins á siglingu." - Hvað gerist næst? „Núna þegar prófunum er að ljúka munum við snúa okkur að markaðssetningu og sölu, við mun- um einbeita okkur að togaraflotan- um og millilandaskipum, erlendir markaðir eru svo í skoðun,“ segir Ómar Örn. Útlendir sórfræðingar í þróunarvinnunní Tveir sérfræðingar hafa komið hingað til lands vegna tilraunanna um borð í Mánafossi, Bretinn Steve Allan frá framleiðanda gervi- hnattadisksins, Orbit og Norðmað- urinn Ole Robertsen frá Norse El- ektronic, en Tæknival er í samstarfi við norska fyrirtækið um þróun búnaðarins. Tilraunum með NetHnött Tæknivals er lokið og sala á honum hafin. 1 MORGUNVERÐARFUNDUR á Hótel Loftleiðum.Víkingasal Miðvikudaginn 12. apríl. kl. 8:15 - 9:30. KAU PRÉTTARSAM NINGAR MEÐ HLUTABRÉF Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Samtök íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja standa fyrir morgunverðarfundi um skattlagningu hlutabréfakaupa sem byggja á kauprétti starfsmanna. I. Mikilvægi kaupréttarsamninga. Tillögur SA, Sl og SÍH um skattalega meðferð kaupréttarsamninga með hlutabréf. Ingvar Kristinsson, formaður SÍH. 2. Efnisreglur nýs frumvarps um skattlagningu kaupréttarsamninga. Baldur Guðlaugsson hrl., formaður nefndar fjármálaráðherra um endurskoðun skattalaga. 3. Kostir og gallar núverandi ástands. Fullnægir nýtt lagafrumvarp þörfum atvinnulífsins ? Frosti Bergsson stjórnarformaður Opinna Kerfa. Fundarstjóri er Ari Edwald framkvæmdastjóri SA. Salurinn opnar kl. 8:00. Fundargjald er kr 1.000 (morgunverður innifalinn). Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrirfram í sima: 511 5000,með símbréfi:5l I 50 50 eða með tölvupósti: sa@sa.is SAMTÖK IÐNAÐARINS SAMTOK ATVINNULIFSINS Samtök íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.