Morgunblaðið - 11.04.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.04.2000, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA 80 ÁRA Vilji til að sameina öll félög í málm- og véltækni- greinum Félag járniðnaðarmanna er 80 ára í dag. Örn Friðriksson, formaður félagsins, sagði í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur að fé- lagið legði áherslu á að öll félög í málm- og véltæknigreinum sameinuðust í eitt öflugt félag sem hefði slagkraft til að takast á við ný og spennandi verkefni. MÁLSHÁTTURINN svo má brýna deigt járn að bíti, bendir til að ís- lendingar hafi ekki allt- af átt því láni að fagna að hafa gott járn í verkfærum sínum. í sögum kemur fram að þótt á efniviðinn hafi skort hafa íslendingar þó löng- um átt járnsmiði góða og hand- lagna, síðarnefndi eiginleikinn gerði þá meira að segja á stundum að vinsælum læknum og yfirsetu- mönnum fyrr á tímum. Fyrir röskum hundrað árum varð málmsmíði að iðngrein, járnsmiðir mynduð þó ekki með sér stéttarfé- lag fyrr en 11. apríl 1920 og þá í litlu húsi neðst við Hverfisgötuna. Félagið hét í upphafi Sveinafélag járniðnaðarmanna en síðar var nafni félagsins breytt í Félag járn- iðnaðarmanna. Stofnfélagar voru 17 en nú eru í félaginu um 2.000 manns. Fyrsti formaður hét Loftur Bjarnason en formaður nú á áttatíu ára afmælinu er Örn Friðriksson vélvirki. „I nýrri stefnumótun Félags járniðnaðarmanna er áherslan á fagmenntun í fyrsta sæti,“ sagði Örn er blaðamaður spurði hvað honum væri efst í huga á þessum tímamótum. „Nýskipan iðnnáms í málmiðngreinum er að komast í framkvæmd og næsta skref er að skipuleggja námið á vinnustöðum. Tækniþróunin og alþjóðleg sam- keppni kalla á nýja gerð starfsnáms sem gerir fyrirtækin samkeppnis- hæfari. Þau verkefni eru í undir- búningi," sagði Örn ennfremur. Gerendur í tækniþróun á nýrri öld Þá hefur Fræðsluráð málmiðnað- arins lýst áhuga á að reka sjálf- stæðan skóla í málm- og véltækni- greinum. „Viðræður við mennta- málaráðuneytið um þetta mál standa nú yfir,“ sagði Örn. „í veið- arfæragerð verður komið á kjarna- skóla og fjarkennsluverkefni sem ná til annarra landa eru í undirbún- ingi. Netagerðarmenn eru orðnir félagar í Félagi jámiðnaðarmanna, en Nót, sveinafélag netagerðar- manna og Félag járniðnaðarmanna sameinuðust árið 1995. Stefnt er að því að iðnmenntun félagsmanna standi a.m.k. jafnfætis við það besta sem gerist í Evrópu og geri okkur hæfari til að vera gerendur í tækni- þróun á nýrri öld.“ Kaupmáttur og félagsleg réttindi Blaðamaður spyr um kjaramál. „Þar leggur félagið áherslu á kaupmátt og félagsleg réttindi," svarar Öm. „Á almennum markaði er samið um lágmarkslaun sem jafnframt er öryggisnet. Til viðbót- ar koma vinnustaðasamningar og/ eða persónubundnir samningar. Því til stuðnings gerir félagið reglulega kjarakannanir sem félagsmenn og fyrirtæki fá allar upplýsingar um. I stóriðjunni hefur áherslan verið á fastlaunasamingum." Félag járniðnaðarmanna sakað um mannrán I áttatíu ára sögu Félags járniðn- aðarmanna hefur gengið á ýmsu hvað snertir kjaramál. Félagið byrjaði í upphafi að sögn Arnar á að auglýsa taxta sem tóku gildi og það stofnaði einnig samhjálparsjóð með framlögum félagsmanna. Þeg- ar aðeins leið frá félagsstofnuninni var deyfð yfir félagsstarfinu en at- vinnurekendur sáu um að reka hana á brott þegar þeir gerðu kröfu um kauplækkun - sem járniðnaðar- menn stóðu einhuga gegn. Fyrir rúmlega tveimur árum átti félagið í harðri deildu við rússneska ríkis- fyrirtækið TPE vegna erlendra starfsmanna sem voru hlunnfarnir í launagreiðslum. Deilan gekk svo langt að fyrirtækið ásakaði félagið um að hafa rænt þremur starfs- mönnum þegar þeir leituðu aðstoð- ar félagsins í launamálum og skaut yfir þá skjólshúsi. Félagið stefndi fyrirtækinu fyrir dóm vegna launa- svika og voru starfsmönnum dæmdar allar þær kröfur sem fé- lagið gerði. „Tímabilið frá 1930 til 1940 ein- kenndist af kreppunni og atvinnu- leysi og þá var um tíma fimmti hver járnsmiður atvinnulaus hér á landi,“ segir Örn. „Þegar senda átti togarann Andra til viðgerða erlend- is sumarið 1935 tóku járniðnaðar- menn málin í sínar hendur og komu í veg fyrir bráðabirgðaviðgerð þannig að ekki var hægt að sigla skipinu til Englands. Aðgerðirnar stóðu í 8 vikur. Deilunni lauk með því að félagið náði því fram að sett voru lög um skipaviðgerðir innan- lands og að dráttarbrautir yrðu stækkaðar.“ Félag jámiðnaðarmanna er stétt- arfélag sem er opið öllum starfs- mönnum sem aflað hafa sér fag- þekkingar í málm- og véltækni- greinum og netagerð. Starfssvið félagsmanna er fjölbreytt; m.a. framleiðsla á hátæknibúnaði fyrir rnatvælaiðnaðinn, þróun, smíði og þjónusta á sviði frysti- og kæli- tækni, uppsetning og viðhald bún- aðar fyrir orkuveitur og stóriðju. Smíði, véla- og viðgerðarþjónusta fyrir skipaflotann. Þá má nefna málmsuðu, rennismíði og veiðar- færagerð svo eitthvað sé nefnt. Fé- lagsmenn sinna verkefnum einnig erlendis, svo sem í Evrópu, Amer- 200sfö/f ffcettu Sókn í stað samdráttar. Járniðnaðarmenn á Austurvelli 1993, Nokkrir útlendir félagsmenn í Félagi jámiðnaðarmanna sem áttu í illvígum launadeilum við rússneska fyrirtækið TPE. en þaðan átti að sigla Búrfellinu. Skipið var vaktað dag og nótt með góðri aðstoð járniðnaðarmanna á staðnum. Að lokum samþykktu stjórnvöld að gera við skipið hér heima.“ Sókn í stað samdráttar „Baráttan fyrir betri samkeppn- isaðstöðu íslenskra málmiðnaðar- fyrirtækja og atvinnu hélt áfram undir kjörorðinu Sókn í stað sam- dráttar. I desember 1993 mætti fjöldi járniðnaðarmanna af öllu landinu til fundar við Alþingishúsið og kröfðust aðgerða. Þessu sinntu stjórnvöld að hluta með jöfnunarað- gerðum og verkefnum innanlands fjölgaði." En hvað með félagsmálin? í þeim efnum kveður Öm félagið leggja höfuðáherslu á góð tengsl við félagsmenn og fulltrúa fyrirtækja. „Félagslega menntaðir trúnaðar- menn á vinnustöðum, fréttabréf, launakannanir og heimsóknir á vinnustaði, auk funda, era þættir í samskiptum og gagnkvæmri upp- lýsingamiðlun," segir hann. Þess má geta að á þessu ári bætist Netið við sem tengiliður. Félagsmenn hafa nú m.a. stuðning af öflugum sjúkrasjóði þegar mest á reynir, stuðning við tómstundanám og að- gang að fjölbreyttum tækninám- skeiðum. Orlofshús félagsins standa félagsmönnum til boða allt árið. Sannarlega hafa því miklar breytingar orðið á kjörum jám- smiða síðan þeir stofnuðu með sér félag árið 1920. Þá gekk járnsmið- urinn til starfa klukkan 6 að morgni og dagvinnu lauk ekki fyr en 18 að kveldi, sex daga vikunnar. Dag- vinnutíminn var því 72 klukku- stundir á viku. Atvinnuöryggið fólst í snapvinnu, orlofsrétturinn var enginn og járnsmiðurinn var launa- laus með öllu í veikindum „Þau lífs- kjör sem við búum við í dag er árangur af starfi verkalýðsfélaga eins og Félags járniðnaðarmanna,“ sagði Örn að lokum. Forritun smíðaverkefna og stjórn tölvustýrðra véla eru hluti af starfssviði málmiðnaðarmanna. Völsun f plötusmíði - gamli tíminn í vinnubrögðum. íku og Asíu. „Með tækniþróuninni verða nýjar faggreinar til en aðrar hverfa af sjónarsviðinu. Starfsmenn þurfa því sífellt að bæta við þekk- ingu sína, t.d. á sviði stýri- og tölvu- tækni. Forritun smíðaverkefna, eft- irlit og bilanagreining á vinnsluferlum með aðstoð tölvu er hluti af störfum félagsmanna og á málmsuðusviðinu hafa einnig orðið miklar framfarir," sagði Örn enn- fremur. Fyrstu félagslögin á dönsku Sveinafélag járniðnaðarmanna var ekki fjársterkt félag til að byrja með. Um 1920 þegar það var stofn- að voru allmargir útlendingar við járnsmíðastörf hér sem þekktu til stéttarfélaga á Norðurlöndum og þess vegna var leitað til þeirra vegna lagasmíði fyrir félagið. „Þeg- ar ráðist var í að að láta prenta fé- lagslögin voru auraráð hjá félaginu lítil og ekki efni til að láta prenta lögin nema á einu tungumáli. Is- lenskir járnsmiðir voru vel að sér í dönsku og því var brugðið á það ráð að hafa fyrstu félagslögin á dönsku," segir Örn. En hvað skyldi sagan geyma af fróðleik um verk- fallsmál innan Félags járniðnaðar- manna? Tólf vikur í verkfalli „Mesta verkfallsár félagsins var árið 1947,“ segir Örn. „ í júnímán- uði þá var Dagsbrún í vinnudeilu og járniðnaðarmenn fóru í samúðar- verkfall sem stóð í fjórar vikur. Um haustið þurfti félagið að berjast fyr- ir eigin kjarabótum í verkfalli sem stóð í átta vikur. Á þessu eina ári voru félagsmenn því í verkfalli í samtals 12 vikur. Næstu áratugi var áhersla lögð á aukinn kaupmátt og félagsleg réttindi og betra vinnuumhverfi. Þá þurfti oft að grípa til verkfallsvopnsins." Fram kemur í frásögn Arnar að árið 1991 voru aðstæður í málm- og skipaiðnaði svipaðar og voru 1935, þegar skipasmiðir komu í veg fyrir siglingu skips til Englands eins og fyrr var sagt frá. Atvinnuleysi ríkti og verkefni voru send erlendum að- ilum. ,Á haustdögum 1991 átti að senda strandferðaskipið Búrfell í viðgerð til Póllands," segir Örn. „Félag járniðnaðarmanna sendi nokkra menn til Fáskrúðsfjarðar,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.