Morgunblaðið - 11.04.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 11.04.2000, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Mótmæli og ásakanir um svik f forsetakosningunum f Perú Stefndi í aðra umferð milli Fujimoris og Toledos Lima. AP, AFP. Stuðningsmenn Alejandros Toledos brenna áróður frá Fujimori fyrir framan þinghúsið í Lima. Lögreglan dreifði fólkinu með táragasi en það sakar Fujimori og stjómvöld um kosningasvik. FLEST benti til þess í gær, að efna yrði til annarrar umferðar í forsetakosningunum í Perú. Sam- kvæmt fyrstu en óstaðfestum töl- um hafði Alberto Fujimori forseti nokkurt forskot á andstæðing sinn, Alejandro Toledo, en ekki þau 50% atkvæða, sem þurfti til að sigra í fyrri umferðinni, sem fram fór á sunnudag. Þegar búið var að telja 40% atkvæða hafði Fujimori hlotið 49,88% atkvæða, hér um bil 10% meira en Toledo. Toledo og stuðn- ingsmenn hans saka Fujimori um stórkostleg kosningasvik. Stuðningsmenn Toledos mótmæla Fyrstu óopinberu tölur gáfu til kynna, að Fujimori hefði fengið 47% atkvæða og Toledo 42 til 43% og er þær voru birtar brutust út mikil mótmæli meðal stuðnings- manna Toledos á sunnudagskvöld og aftur í gær. Beitti lögreglan táragasi gegn fólkinu, sem hrópaði „niður með einræðið“ og sakaði Fujimori um svik. Tók Toledo þátt í mótmælunum og einnig fimm aðrir frambjóðendur í forsetakosn- ingunum. Bentu þeir meðal annars á, að samkvæmt útgönguspám hefði Toledo haft vinninginn yfir Fujimori. EDUARD Shevardnadze, forseti Georgíu, vann mikinn sigur í for- setakosningunum í landinu á sunnu- dag en andstæðingar hans saka stjórnvöld um kosningasvik. I kosn- ingunum fékk Shevardnadze 80,4% atkvæða en helsti andstæðingur hans, Dzhumber Patiashvili, ekki nema 16,7%. Aðrir fengu innan við eitt prósent. Sigri Shevardnadzes er fagnað á Vesturlöndum sem tryggingu fyrir áframhaldandi stöðugleika í Geor- gíu og umbótum í efnahagsmálum, en andstæðingar hans halda því fram að úrslitin hafí verið fölsuð. Kosningastjóri Patiashvilis fullyrðir að sinn maður hafi sigrað og í raun hafí ekki verið um kosningar að ræða, heldur eins konar aðgerð af hálfu hersins í landinu. Heldur hann því fram að sumir kjörkassar hafi verið fylltir af tilbúnum atkvæða- seðlum en aðrir látnir hverfa. Sagði hann að kosningarnar yrðu kærðar. Staðfesta svindl að einhverju marki Talsmenn Shevardnadzes vísa þessum ásökunum á bug en eftir- litsmenn með kosningunum segjast hafa orðið vitni að því er atkvæða- seðlum var bætt í kjörkassa. Þeir segjast þó ekki geta dæmt um hvort það hafi ráðið einhverju um úrslitin. Rúmlega 150 eftirlitsmenn frá ÖSE, Oryggis- og samvinnustofnun Evrópu, fylgdust með kosningun- um. Sumir eftirlitsmannanna efast einnig um að kjörsóknin hafí verið 67% eins og opinberlega er gefíð Eftirlitsmenn segja, að ýmsar misfellur hafí verið á kosningunum og þeir og Toledo nefna sem dæmi, að á sumum kjörseðlum hafi vant- upp og segja að flest bendi til að hún hafi verið miklu minni. Þá furða þeir sig á því að Shevardnadze skuli hafa fengið rúm 80% atkvæða vegna þess að útgönguspár, sem byggðar voru á viðtölum við meira en 12.000 kjósendur í þremur helstu borgunum, gáfu honum aðeins 51% atkvæða og Patiashvili 24%. Vaxandi óánægja er meðal al- mennings í Georgíu enda hefur ekki verið um að ræða neinn bata í efna- hagslífinu og algengt er að laun og eftirlaun séu ekki greidd mánuðum saman. Samkvæmt athugun Al- þjóðabankans búa 70% landsmanna við fátækt. Kosningarnar á sunnu- dag fóru ekki fram i Suður-Ossetíu og í Abkasíu þótt þau héruð heyri Georgíu formlega til. Þar eru öflug- ar aðskilnaðarhreyfíngar og héruð- in í raun sjálfstæð. Vill aðild að vestrænum samtökum Shevardnadze, sem er 72 ára að aldri, hefur 1 raun stýrt Georgíu í 21 ár; í 13 ár á sovéttímanum og síðast- liðin átta ár að auki. Komst hann fyrst í sviðsljósið á alþjóðavettvangi er hann varð utanríkisráðherra Mikhaíls Gorbatsjovs, forseta So- vétríkjanna, 1985 en sneri aftur heim til Georgíu 1992. Var hann kjörinn forseti landsins 1995 með 74% atkvæða en tvisvar sinnum hef- ur verið reynt að ráða hann af dög- um, 1995 og 1998. Helstu stefnumál hans eru að færa efnahagslífið í vestrænt form og hann vill fá aðild að öllum helstu bandalögum vest- rænna ríkja, þar á meðal að NATO. að nafn Toledos. Yfirvöld vísuðu þó athugasemdum um það á bug og sögðu, að um væri að kenna mistökum við prentun, sem aðeins KINVERJAR höfnuðu í gær þeirri skýringu bandarísku leyniþjónust- unnar (CIA) að loftárás Banda- ríkjamanna á kínverska sendiráðið í Belgrad i maí á síðasta ári megi rekja til þess að Bandaríkjamönn- um hafí ekki verið kunnugt um staðsetningu sendiráðsins. Zhu Bangzao, talsmaður kín- verska utanríkisráðuneytisins, sagði við Xinhua-fréttastofuna að fullyrðing CIA réttlætti ekki árásina. Erfítt væri að leggja trún- að á þá skýringu að sprengjuárás á sendiráðið mætti rekja til mistaka nokkurra starfsmanna sem ekki vörðuðu lítið upplag. Þá kváðust eftirlitsmenn ekki hafa nein tök á að sannreyna talninguna, sem er unnin í tölvum. Einnig eru til rannsóknar hjá yfirvöldum fullyrð- ingar frá því í mars um að ein milljón undirskrifta til stuðnings Fujimori hafi verið fölsuð. Alejandro Toledo er af indíána- ættum, sonur fátæks bónda í And- esfjöllum. Vann hann fyrst fyrir sér sem skóburstari en braust til mennta, kenndi um hríð við Harv- ard-háskóla í Bandaríkjunum og var ráðgjafi hjá Alþjóðabankanum. Fyrir kosningar kvaðst hann ekki mundu breyta stefnu Fujimoris í grundvallaratriðum en reyna að milda hana. Umdeildur forseti Fujimori segist þurfa fímm ár enn til að koma á nauðsynlegum umbótum í efnahagslífinu og kveða niður skæruliðastarfsemi í landinu. Hann er hins vegar mjög umdeild- ur og ekki síst eftir að hann fékk lögum breytt 1996 til að hann gæti boðið sig fram í forsetaembættið í þriðja sinn. Klofnaði hæstiréttur landsins í því máli og þingið, sem Fujimori og flokkur hans ráða, rak þá þrjá dómara, sem andvígir voru lagabreytingunni. hafi verið leiðrétt á löngu vinnslu- ferli. Hann ítrekaði enn fremur þær kröfur kínversku stjórnarinn- ar að Bandaríkjamenn rannsaki ít- arlega orsök árásarinnar, hegni þeim sem beri á henni ábyrgð og veiti Kínverjum fullnægjandi skýr- ingu. Það var sl. laugardag að CIA greindi frá því að kínverska send- iráðið í Belgrad hefði orðið fyrir árás bandaríska hersins vegna þess að notast hafi verið við gamalt götukort. Búið væri að reka einn af starfsmönnum CIA vegna atburð- arins, auk þess sem sex öðrum hafi MV-22 Osprey flýgur með sama hætti og flestar flugvélar en get- ur tekið sig á loft og lent líkt og þyrla. Þá er hreyflunum beint upp eins og hér sést. A Akveða að fresta Osprey- áætluninni Marana, Washington. AP, AFP. BANDARÍSK hermálayfírvöld hafa ákveðið að fresta frekari tilraunum með nýja flugvélategund, MV-22 Osprey, en ein þeirra hrapaði yfír Arízona-eyðimörkinni aðfaranótt sl. laugardags er verið var að æfa næt- urflug. Fórust allir um borð, 19 manns. Bandaríkjaher á eftir fjórar flug- vélar af þessari nýju gerð. Eru þær með fasta vængi en unnt er að breyta stöðu hreyfianna þannig, að þær taki sig á loft eins og þyrla. Flest hefur þó gengið á afturfótunum í tilraunum með flugvélina og talsmaður vamar- málaráðuneytisins sagði í gær, að þeim yrði ekki haldið áfram fyrr en vitað væri hvað hefði farið úrskeiðis. Flugriti var í vélinni, sem hrapaði yf- ir Arizona, en enginn hljóðriti. Hafist var handa við Osprey-áætl- unina fyrir 10 árum en á henni hafa orðið miklar tafir og kostnaðurinn farið úr böndunum. 1992 fórust sjö manns með Osprey-vél, sem hrapaði á sýningu í Virginíu, en þá kviknaði í hreyfli. Vitni að slysinu aðfaranótt laugardagsins segja, að vélin hafi skyndilega steypst niður er hún var að koma inn til lendingar. Eiga að koma í stað herflutningaþyrlna Hugsunin var, að þessar vélar leystu þyrlurnar af hólmi í herflutn- ingum enda eiga þær ekki aðeins að geta tekið sig á loft og lent eins og þyrla, heldur hafa þær miklu meira flugþol eða um 2.000 mílur. Til stóð, að bandaríska landgönguliðið væri komið með 360 Osprey-vélar árið 2014 og aðrar 100 áttu að fara til flughersins og sjóhersins. Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna Osprey- áætlunina og segja, að í raun séu Bandaríkjamenn komnir í vígbúnað- arkapphlaup við sjálfa sig. Þeir eigi bestu þyrlur í heimi en þurfi þó að bæta um betur. verið veittar avitur. Að sögn Zhu höfðu bandarísk yfirvöld hins veg- ar áður greint Kínverjum frá því að átta starfsmönnum CIA hefði verið refsað. Þá hafi bandarísk yf- irvöld í raun aðeins gengist við því að óheppileg aðferðafræði hafi ver- ið notuð til að finna skotmark í Belgrad, ekki hafi verið gengist við mistökum í starfi stofnunarinnar. Stirt hefur verið milli kínverskra og bandarískra stjórnvalda frá því að þrír Kínverjar létust og tuttugu slösuðust í árás bandaríska hersins á sendiráðið í Belgrad 7. maí í fyrra. Shevardnadze öruggur sigurvegari í Georgíu Andstæðingar hans saka hann um kosningasvik og eftir- litsmenn OSE staðfesta það að einhverju leyti Tbilisi. AFP. Reuters Shevardnadze kynnir sér aðbúnað á sjúkrahúsi í höfuðborginni, Tbilisi, sl. laugardag. Fátækt og spilling eru þau orð, sem best lýsa ástandinu í Georgfu níu árum eftir að það varð sjálfstætt ríki. Kínverjar hafna al- farið skýringu CIA Peking. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.