Morgunblaðið - 11.04.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 11.04.2000, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Leikgerð saga Guðríð- ar Þorbjarnardóttur á kristnihátíðarári Sauðárkróki. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Bjöm Bjöms Hallfríður Bára Jónsdóttir í hlutverki Guðríðar og fylgdarkonuna leik- ur Vilborg Halldórsdóttir. Ein af skissum Sigríðar Gísladóttur leikmyndahönnuðar. I FELAGSHEIMILINU Bifröst á Sauðárkróki standa nú sem hæst æf- ingar á nýju leikverki Jóns Ormars Ormssonar, sem fjallar um lífssögu hinnar þekktu og víðförlu konu Guð- ríðar Þorbjarnardóttur. Leikverkið verður frumsýnt í Bifröst á morgun, en í beinu framhaldi sýningarinnar verður síðan samkoma í Glaumbæj- arkirkju þann 30. apríl, þar sem séra Ragnheiður Jónsdóttir prestur á Hofsósi og séra Gísli Gunnarsson prestur í Glaumbæ fjalla meðal ann- arra um konur og kristni á Islandi. Þá er einnig áformað að verkið verði sýnt þann 25. júní í sumar þeg- ar afhjúpaður verður minnisvarði um Guðríði Þorbjarnardóttur á æsku- stöðvum hennar á Snæfellsnesi. Verkið er samið í tilefni kristnihá- tíðarárs, og tengt athöfn í kanadísku borginni Ottawa, en þar mun verða afhjúpuð afsteypa af styttu Asmund- ar Sveinssonar, af landnámskonunni Guðríði með barn sitt Snorra Þor- fmnsson. Er um að ræða samskonar styttu og reist var við byggðasafnið í Glaumbæ fyrir nokkrum árum. Var í upphafi gert ráð fyrir að leik- verk Jóns yrði frumsýnt hér heima, en á Netinu gætu gestir í Ottawa fylgst með sýningunni, en vegna mikils kostnaðar var ekki unnt að koma slíku við. í verki Jóns er rakin saga Guðríð- ar, og hefst hún þar sem Guðríði, þá gamalli heima í Glaumbæ, birtist verndarandi eða fylgja hennar og saman feta þær gengna leið aftur til fortíðar. Liggur leið Guðríðar fyrst sem ungrar stúlku úr Breiðafirði vestur til Grænlands en síðar með eiginmanni sínum Þorfinni karlsefni vestur til Vínlands hins góða, en þar höfðu þau vetursetu og þar fæddist fyrsta hvíta barnið í Vesturheimi, Snorri Þorfinnsson, en síðan er sag- an rakin allt til göngu Guðríðar suð- ur til Rómar. Verkinu lýkur síðan á sama stað og það hófst, við bænahald í kirkjunni í Glaumbæ, en þar skiljast leiðir söguhetjunnar og fylgdarkonu hennar að sinni. í sögu Guðríðar eru aðeins tvö hlutverk, það er Guðríður sjálf sem Hallfríður Bára Jónsdóttir leikur en síðan er fylgdarkonan, þytmál sálar- innar, hinn innsti kjami og ytri vernd eins og Vilborg Halldórsdóttir leikkona sem fer með þetta hlutverk kallar það. Höfundurinn, Jón Ormar, sagði að þegar komið hefði til tals, að hann skrifaði leikverk í tilefni fundar Vest- urheims og þúsund ára kristni á Isl- andi hefði sér þótt við hæfi að fjalla um þátt einnar víðförlustu íslensku konu í landafundunum vestan hafs. Við lestur Grænlendinga sögu hafi hann fundið umgjörð verksins, þegar Guðríði, einni heima í búðum með soninn Snorra nýfæddan birtist kona sem einnig segist heita Guðríður, en sú fer með varnaðarorð sem ef til vill bjarga lífi landnemanna. Sagði Jón, að sér hefði fundist við hæfi, að hafa bæði hina ytri og hina innri Guðríði í verkinu, og byggja söguna í kringum það. Þær Vilborg og Bára sem fara með hlutverkin tvö voru sammála um að mjög væri gaman að fást við hinn fal- lega texta verksins, Vilborg benti á að þær tvær væru á sviðinu allan tí- mann, umgjörð verksins væri eins einföld og nokkur kostur væri, þær hefðu ekkert nema röddina og líka- mann til þess að gefa sögunni líf. Þá sagði hún textann svo mjúkan og þjálan að hann kallaði á ótal tján- ingarform, hvort sem væri að segja sögu, dansa, flytja ljóð eða syngja enda væri auðvelt að beita þessu öllu í sýningunni. Sem áður segir er Jón Ormar Ormsson höfundur verksins og leik- stýrir hann því einnig, en gerð leik- myndar og hönnun búninga er í höndum Sigríðar Gísladóttur. Kammerkór Vesturlands Kaflar úr Elíasi í Borgarneskirkju Fallegur barnasöng-ur KAMMERKÓR Vesturlands, í sam- starfí við Tónlistarskóla Borgar- fjarðar, stendur fyrir tónleikum í Borgarneskirkju annað kvöld, mið- vikudagskvöld, kl. 20.30. Fluttir verða kaflar úr óratoríunni Elías eftir Felix Mendelsohn. Fluttir verða kórþættir, tvísöngsþættir, tríó og kvartettar úr verkinu auk einsöngsaría. Til að flytja einsöngsatriði hefur kórinn fengið til liðs við sig starf- andi tónlistarmenn úr Borgarfjarð- arhéraði. Þau eru Jacek Tosik Warszawiak píanóleikari, Theó- dóra Þorsteinsdóttir sópran, Birna Þorsteinsdóttir sópran, Unnur Am- ardóttir mezzosópran og Hörn Hrafnsdóttir mczzósópran. Kammerkór Vesturlands var stofnaður á síðasta ári og var tilgangurinn með stofnun hans að skapa vestlendingum, sem aflað hafa sór tónlistarmenntunar, tæki- færi til að starfa saman að tónlistar- flutningi. í kórnum eru nú 12-14 fé- lagar og eru þeir flestir fyrrverandi og núverandi nemendur við Tónlist- arskóla Borgarfjarðar. Stjórnandi er Dagrún Hjartardóttir. TOJVHST íi ra(I iia I« kór Lang- hollskirkju í Salnum KÓRTÓNLEIKAR Gradualekór Langholf skirkju söng íslensk og erlend lög; undir- leikari á píanó var Lára Bryndís Eggertsdóttir og stjórnandi Jón Stefánsson. Laugardagur 8. apríl kl. 16.00. GRADUALEKÓR Langholts- kirkju er ekki gamall barnakór, að- eins tæpra tíu ára, en hefur á þeim tíma skipað sér í röð fremstu barna- kóra landsins. Gífurlegt starf liggur að baki árangri eins og þeim sem kórinn hefur náð. Söngurinn er undantekningarlaust tær og klingj- andi hreinn, og umfram allt örugg- ur, - með þeirri einu undantekn- ingu, að tvö lög á efnisskrá tónleikanna á laugardag virtust ekki nógu vel æfð, - eða kannski orðin aðeins ryðguð eftir of langa hvíld. Smá rugling í innkomu er ekki hægt að telja þessum fína kór til lasts. Efnisskrá tónleikanna var tvískipt, - annars vegar mjög hefð- bundin barnakóralög, - þau vinsæl- ustu og mest sungnu, eins og Maí- stjarnan, Óskasteinar, Senn kemur vor, Go Down Moses og Dagur er risinn; - en eftir hlé voru sungin minna þekkt lög, engilsaxnesk og af kanadískum uppruna, þar á meðal nokkur lög eftir eitt merkasta kór- tónskáld Kanadamanna og frægan konsertpíanista, Ruth Watson Henderson. Það er erfitt að tína til eitt öðru betra á þessum tónleikum; kórinn söng hvert lagið af öðru óað- finnanlega og ákaflega músíkalskt. Augljóst er að kórinn er mjög agað- ur og ef eitthvað er hægt að finna að, - þá vantaði kannski aðeins meira líf í krakkana og meira bros. Tvær stúlkur úr kórnum sungu ein- söng; Dóra Steinunn Armannsdótt- ir söng einsöng í Go Down Moses, og Regína Unnur Ólafsdóttir í We Rise Again eftir Leon Dubinsky. Þær sungu saman með kórnum Cantate Domino eftir Rupert Lang og Pie Jesu úr Sálumessu eftir And- rew Lloyd Webber. Söngur þessara frábæru stelpna með kórnum var sannarlega hápunktur tónleikanna. Báðar hafa þær ótrúlega miklar raddir og eru með afbrigðum mús- íkalskar. Þær geisluðu líka báðar af sönggleði og gerðu þessa stund eft- irminnilega. Pie Jesu var frábær- lega sungið og mjög áhrifaríkt. Fyrsta lag eftir hlé var Indíána- söngur frá Kanada eftir eða útsett- ur af Lydiu Adams. Þetta er snjallt og skemmtilegt verk. Kórnum var skipt í þrjá hluta: - þriðjungur hópsins stóð á sviðinu og söng sjálft lagið, en hinir tveir röðuðu sér upp hvor sínum megin í salnum og sungu „umhverfishljóð“ lagsins, - vind, fugla, skordýr, skrjáf í laufi og annað það sem maður heyrir á indí- ánaslóðum. Það besta var hvað krökkunum sjálfum þótti þetta skemmtilegt, og hvað þau lögðu mikið í flutninginn. Lögin á seinni hluta tónleikanna voru jafn fallega sungin og fyrri hlutinn. Flest voru þau mjög erfið og enginn leikur að syngja. Lára Bryndís Eggertsdóttir lék skínandi vel á píanóið með kórn- um og hafði góða tilfinningu fyrir styrkleikabreytingum og öðrum blæbrigðum í söng kórsins, og fylgdi honum vel. Jón Stefánsson kórstjóri á þó mestan heiður af því hve þessi kór hefur náð langt á skömmum tíma. Jón er frábær kór- stjóri og hefur augljóslega ekki síð- ur gott lag á krökkum en eldra kór- fólki. Nokkur aukalög voru sungin eftir mikið og innilegt klapp. Þar á meðal voru Býflugan eftir Rimskíj- Korsakov, - sem verður að teljast afrek að geta sungið, og negrasálm- urinn This Little Light of Mine, þar sem Dóra Steinunn og Regína Unn- ur sungu einsöng með kórnum og fóru á kostum. Síðasta lagið á efnis- skránni var vel þeginn og vel sung- inn fagnaðaróður um komu lóunnar. Bergþóra Jónsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.