Morgunblaðið - 11.04.2000, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 11.04.2000, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 43 -------------------------if Morgunblaðið/Arni Sæberg Um 1.250 nemendur stunda nú nám við Kcnnaraháskóla Islands. meira að segja einn af þessum góðu kennurum. Eg fékk þessa medalíu að gjöf frá nemendum mínum sem útskiifuðust fyrir nokkrum árum og er að hugsa um að bera hana hér í kvöld, Á henni stendur: „Heims- ins besti kennari." Finnbogi sagði að nóg væri af velmenntuðum kennurum í land- inu, þeir væra bara í einhverjum öðram störfum. Því ætti spurningin að vera: Hvernig er hægt að ná góðum kennurum aftur inn í skól- ana til þess að menntun þeirra og fæmi njóti sín. Finnbogi kvaðst hafa heimsótt marga skóla í borg- inni að undanförnu og það sem hæst bæri í umræðu kennara í þessum skólum, fyrir utan starfs- umhverfið, væri samsetning nem- endahópanna og viðhorf í þjóðfé- laginu gagnvart skólastarfi almennt. Finnbogi lýsti þeirri skoð- un sinni að í skólum borgarinnar væru fjölmargir nemendur, sem væru betur komnir annars staðar. „Það þarf ekki marga slíka til að gera starf kennara gjörsamlega vonlaust. Við erum að tala um nem- endur sem væra kannski betur setth’ einhvers staðar í heilbrigðis- kerfinu. Við eram að tala um fólk sem er með greiningu um „ofvirkni með athyglisbresti“, við eram að tala um alls konar hegðunarvanda- mál. Við erum að tala um alls konar fötlun, hvort heldur er geðfötlun eða líkamleg fötlun," sagði Finn- bogi og bætti við að slíkir nemend- ur tækju mikinn tíma af kennuram þannig að þeir gætu ekki sinnt hin- um nemendunum, þessum venju- legu, sem skyldi. „Sennilega er það þetta sem gerir það að verkum að kennarar flosna upp úr störfum sínum og leita út á hinn almenna vinnumarkað," sagði formaður Kennarafélags Reykjavíkur og varpaði fram þeirri spurningu hvernig hægt væri að snúa þessari þróun við. Að þróa mælikvarða Helgi Hjörvar forseti borgar- stjórnar sagði í upphafi framsögu- erindis síns að það væri vissulega viðurkenning á starfsemi Kennara- háskóla íslands hversu mikil eftir- spum væri eftir kennaramenntuðu fólki á hinum almenna vinnumark- aði, en vandi skólayfirvalda væri hins vegar sá hvernig bregðast skuli við þeirri samkeppni. Frá sjónarhóli borgaryfirvalda skipti það miklu máli að halda góðu starfsfólki í öllum störfum á vegum borgarinnar og ekki síst í skóla- starfi. Hann sagði að vilji væri fyrir því að grípa til aðgerða í því skyni að laða menntaða kennara, sem væra í öðrum störfum, til skólanna. Helgi sagði að mikilvægt væri að þróa mælikvarða í skólastarfinu og ekki síst að eiga um það pólitíska umræðu, hverjir þeir mælikvarðar skuli vera. „Pólitísk umræða hefur of mikla tilhneigingu til að snúast um það hvernig rekstrarformið er, hvenig tilteknir samningar era, um einstakar framkvæmdir, en ég held að við höfum ekki í nægilegum mæli gefið gaum hverjir mæli- kvarðarnir eru. Hvað það er sem við viljum fá út úr skólastarfinu og með hvaða hætti hægt er að mæla það,“ sagði Helgi. Hann sagði enn- fremur að á næstu árum þyrfti að stíga fleiri skref í átt til valddreif- ingar og í ríkari mæli að færa vald- ið í skólakerfinu út til skólanna sjálfra, auka sjálfstæði þeirra og hugsanlega einnig að flytja áhrif og ábyrgð til foreldra. Helgi sagði að samfara þessu þyrfti að þróa frammistöðumat, eða starfsmat, en þetta yrði auðvitað ekki gert á einni nóttu. „Mesta hættan er þó fólgin í því,“ sagði Helgi Hjörvar, „ef okkur, for- eldrum, kennurum og sveitar- stjórnum, tekst ekki nægilega hratt að aðlaga skólann þeim miklu breytingum sem eru að verða á samfélagsþáttum okkar og þeim stórauknu kröfum sem gerðar era til skólanna. Ef okkur hins vegar tekst að láta skólana mæta þessum ki’öfum munum við uppskera þá virðingu og viðurkenningu sem stefnt er að.“ Auk framangreindra framsögu- manna flutti Bergþór Þormóðsson fulltrúi foreldra erindi á fundinum og er framsöguerindi hans birt í heild hér á síðunni. Að loknum framsöguerindum svöraðu ræðu- menn fyrirspurnum frá fundar- gestum. f hvetjandi umhverfí mun ekki skorta hæfa kennara HÉR FER framsöguerindi Berg- þórs Þormóðssonar, fulltrúa for- eldra á fundi Samfoks: Ágætu tilheyrendur! Hvemig tryggjum við börnum okkar bestu kennara sem völ er á? Ég stend hér - því ég hef verið beðinn að svara þessari spurningu sem foreldri af fulltrúum Samfoks sem standa að þessum fundi. Ég myndi vilja spyrja hvemig sköpum við þannig umhverfi að vinna kennara verði árangursrík. Og um það vil ég fjalla í stuttu máli. Því hvað er „bestur“ kennari? - Hvaða kennarar era bestir? Það er margsannað að árangur einstaklinga í stai’fi fer ekki ein- göngu eftir menntun hans og starfs- reynslu. Heldur hefur umhverfið og aðbúnaðurinn veruleg áhrif á þann árangur sem einstaklingurinn nær í starfi. Því væri nær að spyrja hvaða þættir í starfsumhverfi og aðbúnaði kennara myndu hvetja til hámarks árangurs í starfi. Aðbúnaður hefui’ veruleg hvetj- andi áhrif á starfsárangur starfs- fólks. í athugunum hefur komið fram að þegar laun era ásættanleg þá er aðbúnaður mjög framarlega á áherslulista starfsmanna. Það tel ég að eigi líka við um kennara. Hvaða starfsmenn annarra fyrirtækja myndu una því að hluti af vinnuað- stöðunni er stofan heima? Að nánast er ætlast til þess að kennarar tald verkefni með sér heim vegna þess að aðbúnaðurinn og aðstaðan til verkefnavinnu er ekki til staðar í skólunum. Ég tel að hver skóli verði að marka sér sína stefnu. Stefnu sem yrði að sjálfsögðu innan skólastefnu borgarinnar. Stefnu sem yrði kynnt fyrir foreldrum nemendanna. Um leið myndu skólastjómendur skýra fyrir foreldram og forráðamönnum bamanna hvert væri hlutverk skól- ans, hvert væri hlutverk foreldr- anna og hvert væri hlutverk nem- endanna. Hverju hlutverki fylgja ábyrgðir og skyldur. Þetta er jú Fræðsla og fyrirlestrar • DÓRA S. Bjarnason, dósent við Kennaraháskóla íslands, heldur opinberan fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar kennarahá- skólans miðvikudaginn 12. apríl næstkomandi kl. 16.15. Fyrirlest- urinn ber yfirskriftina: Sýn fatl- aðra ungmenna á líf sitt og nám í íslensku samfélagi. I fyrirlestrin- um verður kynnt eiginleg rann- sókn á upplifun, menntun og að- stæðum 35 íslendinga á aldrinum 16-25 ára. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M-201,í aðalbyggingu Kenn- araháskóla íslands við Stakkahlíð og er öllum opinn. Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál Evrópskt fyrirtækjastefnumót Gert er ráð fyrir að allt að 2.500 fyrirtæki frá 60 löndum eigi full- trúa á næsta Europartenariat, fyr- irtækjastefnumóti sem haldið verð- ur í Álaborg í Danmörku 8.-9. júní næstkom- andi. Fyrir- tækjastefnu- mótið í Danmörku er ætlað flestum greinum iðnaðar. íslenskum fyrir- tækjum stendur til boða að taka þátt í mótinu án endurgjalds. Nánari upplýsingar: http:// www.europartenariat.dk Netdagar 2000 Netdagar 2000 (Netdays 2000) verður haldið 20.-27. nóvember í Frakklandi. Netdays er alþjóðleg uppákoma sem hvetur til samstarfs um þróun náms og fræðsluefnis með notkun nýrrar upplýsinga- tækni. Nánari upplýsingar: katei@hi.is. Umsóknarfrestur til 3. maí 2000. Evrópska merkið Evrópska merkið(European lab- el) - viðurkenning fyrir nýbreytni- verkefni í tungumálanámi og -kennslu. Markmiðið er að vekja athygli á Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bergþdr Þormdðsson: „Hvern- ig sköpum við þannig umhverfi að vinna kennara verði árang- ursrík?“ vinnustaðm-, ekki bara vinnustaður kennara og skólastjómenda, heldur líka vinnustaður bamanna. Og þá vaknar spumingin: Eram við tilbúin til að líta á skólann sem vinnustað bamanna okkar? Vinnu- stað þar sem skilgreind er stefna skólans, sett era markmið, raddar brautir og teknar ákvarðanir um áherslur. Hvað viljum við að börnin okkar verði þegar þau verða stór? Hvaða tækifæri vfijum við bjóða bömum okkar og hvað viljum við - foreldrar og skólastjómendur - leggja á okkur til að þau öðlist þessi tækifæri. Hver er metnaður skólastjóm- enda - vilja þeir ekki skara framúr, vera fremstir meðal jafningja? Hvað með metnað kennara? Ég stakk upp á því á foreldrafundi að foreldrar barnanna í bekk dóttur minnar myndu bjóða kennaranum kaupauka. Kaupaukann myndum við foreldramir greiða. Við mynd- um í sameiningu - kennarinn og for- eldramir - setja okkur mælanleg markmið. Við myndum fara reglu- lega yfir árangurinn og athuga hvort við væram að nálgast loka- takmai’kið. Ef þeim árangri yrði náð sem við settum okkur í upphafi skólaársins, þá ætluðum við að greiða kennaranum kaupaukann. Þetta mæltist ekki vel fyrir hjá skólastjómendum. Þeii- töldu að við - foreldramir - gætum ekki með þessum hætti mismunað kennuram skólans. , Hvað með metnað foreldranna? - Ég er hræddur um að nokkurs mis- skilnings gæti meðal foreldra hvað skólastarf varðar. Allt of margir for- eldrar era með ranghugmyndir um hlutverk skólans. Þeir telja - finnst mér - að skólinn sé uppeldisstofnun þar sem kennslan sé hliðargrein. Hvers vegna hafa foreldrar ekki kvartað undan því aðstöðuleysi sem böm þeirra búa við á þeim vinnu- stað sem þau eiga að starfa á 6 tíma á dag að jafnaði? Ekki era nein mötuneyti á þeirra vinnustað. Ekki einu sinni kæliskápur til að geyma nestið í fram að matmálstíma. Hvemig geta foreldrar búist við námsárangri þegar umhverfið er ekki meira hvetjandi? Hvemig myndu kennarar taka í þá hugmynd að tekið yrði upp launatengt frammistöðumat í skól- unum? I upphafi hvers skólaárs myndu skólastjómendur, kennarár og foreldrar nemendanna setja kennslustarfinu í skólanum mark- mið. Markmið sem era tímasett, mælanleg og raunhæf. Foreldrar myndu fá upplýsingar um til hvers væri ætlast af þeim og þeima bami. Gerður yrði mælikvarði þannig að hægt yrði að fylgjast með framvind- unni á hverjum tíma. Skólastarfið myndi fyrst og fremst snúast um kennslu og fræðslu. Uppeldis- og agavandamál væru verkefni sem foreldrar yrðu að takast á við hwr fyrir sig. Kennarar og nemendur hefðu aðstöðu til að sinna störfum sínum á vinnustað. Kennsluskylda kennara væri ekki aðalatriði. Hann hefði 40 stunda vinnuviku til að ná sínum markmiðum. í hvetjandi umhverfi þar sem áherslur era á það sem skiptir máh í skólastarfinu, mun ekki skorta hæfa kennara. skólar/námskeið nudd • Fræðslukvöld í boði Félags aðstandenda barna með sérþarfir og Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar verður haldið í Engidalsskóla mið- vikudaginn 12. apríl klukkan 20:00. Þetta er annað fræðslukvöldið um málefni barna með sérþarfir og verður hér fjallað um áhrif fötlun- ar barns á heilsu foreldra og fjöl- skyldu. Valgerður Baldursdóttir geðlæknir og Andrés Ragnarsson sálfræðingur flytja erindi. Að lokn- um erindunum verða umræður og fyrirspurnir. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir, og þá sérstak- lega foreldrar barna með sérþarfir svo og aðrir sem að þeim standa. ■ Nám í svæðameðferð byrjar 13. apríl nk. Sambærilegt námseftii/námskröfur frá við- urkenndum svæðameðferðarskóla í Dan- möiku og Svæðameðfenðarfélagi íslands. Yfir 700 kennsluU'mar með bóklegum fög- um. • Persónulegur og notalegur skóli/aðeins 6—8 nemendur í hóp. • Fjölbreytilegt og vandað námsefni, m.a. kennsla í svæðameðferð fóta og handa, orkurásum hlcamans og mikilvægum punktum á þeim (akupiessure). Fyrirles- arar sbr. fótaaðgerðarfræðingur, nála- stungulæknir o.fl. • Kennsla 1 kvöld í viku ffá kl. 17—21. Frt' sumarmánuði. • Faglærður kennari með nám frá viður- kenndum svæðameðferðarskóla í Dan- mörku. Upplýsingar og innritun í símum 896 9653, 562 4745 og 552 1850. Svæðameðferðarskóli Þórgunnu, Skipholti 50c. www.nudd.is ýmislegt ■ FULLORÐINSFRÆÐSLAIM SCHOOL OF ICELANDIC, GERÐUBERGI 1, 3. hæð, R. f-f@islandia.is-www.peace.is/f-f Námskeið og námsaðstoð fyrir: 1) SAMRÆMDU PRÓFIN: Páskanám- skeið og námsaðstoð: STÆ, ÍSL, DAN, ENS. 2) FRAMHALDSSKÓLAR: STÆ, EÐL, ÞÝS, ENS, FRA o.fl. 3) FRUMGREINA- og HÁSKÓLA- STIG: Námsaðstoð: TÍ/HÍ: STÆ, EÐL. 4) ÍSLENSKA F. ÚTLENDINGA/ ICELANDIC: Morgunn: 4 vikna nám- skeið: 9—11:45; 25. apríl, 22. maí, 19. júm' og 17. ágúst. Kvöld: 5 vikur x þri/ fim/fös: 18:30—19:50; 25. apríl. ' : 5) TÖLVUGRUNNUR: Námskeið: 25. apríl, 30. maí: 5 vikur x þri/fim: 20—21:50. Kr. 21.800,- Skráning í síma 557 1155. mikilvægi tungu- málakunnáttu og stuðla að aukinni fæmi í eriendum tungumálum. Nýbreytni á þessu sviði og aðferðir sem þar er beitt hafi yfirfærslugildi. Þátttakendur: grann- og fram- haldsskólar, skólar á háskólastigi, tungumálaskólar og aðrir þeir sem sinna tungumálakennslu. Kynning- arbæklingur verður sendur ofan- töldum aðilum á næstunni. Nánari upplýsingar: rz@hi.is Umsóknarfrestur rennur út 31. maí. £★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★* ★ ★ * -k ★ ★ ★ * ★ ★ ti * ★ ★ ★ ★ -k Sunddalvej 1 - Ginnerup - 8500 Grená - Danmörku -jt Slml: 0045 8633 9188. Fax: 0045 8633 9167. ★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★•4^* Fáðu tækin til að breyta lífi þínu á lýðháskóla þar sem þú lærir aðferðir til að takast á við lífið og finna gleði, ást og sjálfsvirðingu! Skólinn er fyrir alla sem vilja þroska sjálfa sig! 16 og 20 vikna námskeift, auk 2 vikna námskeiða, sem þú getur raðað saman eins og best hentar þlnum tlma. Kennslan fer tram á léttri dönsku. ★ ★ Nemendur eru á öllum aldri, 18-80 ára, en meðalaldur er 42 ár. ★ ★ Verð (lengri námskeið): 650,- dkr. á viku. * ★ Verð (styttri námskeið): 760,- dkr. á viku. ★ Innifalið i verði er kennsla, fæði, húsnæöi og kennsluefni. Hægt er að sækja um styrk hjá Norðurlandafélaginu (Foreningen Norden). Þú getur lesið meira um skólann á www.vhd.dk! Kærar kveðjur frá VÆKSTH0JSKOLEN DJURSLAND $
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.