Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 47 KIRKJUSTARF Gömlu passíu- sálmalögin sungin í Laug- arneskirkju Safnaðarstarf í KVÖLD kl. 20 gefst fólki kostur á fornri nýbreytni í Laugarneskirkju. Þar munu 12 af Passíusálmum Hallgríms sungnir við hin svo- nefndu „gömlu lög“ sem Smári Óla- son organisti hefur skráð niður eft- ir hljóðritunum sem hann hefur safnað á umliðnum árum. Eirún Jónasdóttir syngur textana við org- elundirleik Smára en inn á milli mun hann greina frá rannsóknum sínum og starfí og útskýra tilurð laganna. Að þessu sinni renna því hefð- bundnir starfsliðir þriðjudags- kvölda, fullorðinsfræðslan og Þriðjudagur með Þorvaldi, í þennan áhugaverða farveg, og hvetjum við sem flest fólk til að koma og njóta með okkur. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 10-14. Léttur hádegis- verður framreiddur. Mömmu- og pabbastund í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Dómkirkja. Barnastarf í safnað- arheimilinu kl. 14 fyrir 6-7 ára börn, kl. 15.30 fyrir 8-9 ára börn og kl. 17 fyrir 10-12 ára börn. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eft- ir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Lestur Passíusálma kl. 12.15. Langholtskirkja. Lestur Passíu- sálma kl. 18. Laugarneskirkja. Morgunbænir hvern virkan morgun kl. 6.45-7.05. Góð byrjun. Athugið að fullorðins- fræðsla er þriðjudagskvöld kl. 20 og þriðjudagur með Þorvaldi renn- ur nú saman við passíusálmasöng Smára Ólasonar og Eyrúnar Jónas- dóttur. Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30 í umsjón Ingu J. Backmann og Reynis Jónassonar. Nýir félagar velkomnir. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- stund í hádeginu á morgun, mið- vikudag, kl. 12-13 í kapellunni. Súpa og brauð á eftir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgn- ar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Páskaföndur. Hittumst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM & K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfimi ÍAK, léttur málsverður, helgistund og samvera. Umsjón sr. Gunnar Sigurjónsson. Kl. 17 TTT 10-12 ára starf á vegum KFUM og K og Digraneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Foreldra- stund kl. 10-12. Kyrrðar- og bæna- stund kl. 12.10-12.25. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið frá kl. 12. Þakkar- og bænarefnum má koma til presta og djákna kirkjunn- ar. Opið hús kl. 13.30-16. Eldri borgarar, kyrrðarstund, handa- vinna, spjall og spil. Léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu að lok- inni bænastund. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Starf íyrir 11-12 ára stúlkur kl. 16.30-17.30. Æsk- ulýðsfélagið fyrir 8. bekk kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Opið hús eldri borgara kl. 13.30-16. Kyrrðarstund, handavinna, söngur, spil og spjall. Kaffiveitingar. Kirkjukrakkar í Rimaskóla kl. 18-19 fyrir 7-9 ára börn. Æskulýðsstarf fyrir unglinga 15 ára og eldra kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorg- unn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Kyrrðar- og fyrir- bænastund í kirkjunni í dag kl. 12.30. Fyrirbænarefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Opið hús fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Hafnarfjarðarkirkj a. Opið hús ^ fyrir 10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl.17-18.30 fyrir 7-9 ára böm. Lágafellskirkja. Foreldramorg- unn kl. 9.30-11.30. Umsjón Þórdís og Þuríður. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar 7-9 ára krakkar í leik og lofgjörð. Kl. 20 fundur um sorgarviðbrögð og missi. Grindavíkurkirkja. Foreldra- morgunn kl. 10-12. Borgarneskirkja. TTT tíu-tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17-18. ■— Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15-19. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Hvammstangakirkja. Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20.30 á prests- setrinu. Hólaneskirkja, Skagaströnd. KI. 10 mömmumorgunn í félagsheimil- inu Fellaborg. Kl. 16 KFUM og KFUK fyrir börn 9-12 ára. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10-12. Frelsið, kristileg miðstöð. Bibl- íuskóli í kvöld kl. 20. Loftsalurinn, Hólshrauni 4. Hafnarfirði. Eftirtaldir fyrirlestrar, t á myndböndum verða sýndir á stóru tjaldi næstu þriðjudagskvöld. 11. apríl: Friður á streitutímum. 18. apríl: Ofbeldi og stjórnleysi. 25. apríl: Árangursríkt bænalíf. Fyrir- lesari er Dwight Nelson. Allir vel- komnir. flTVINNU AÍU GLÝSING aIr Skóviðgerðir Óskum eftir fólki til starfa í skóvið- gerðum og lyklasmíði og að taka lærlinga á samning í skóviðgerðum. Nánari uppl. veittar að Grettisgötu 3 eða í s. 552 1785 Kringlunni 2. hæð Grettisgötu 3 Sími 552 1785 HRAFNISTA DVALARHEIMILI ALDRAÐRA SJÓMANNA Hrafnista Reykjavík leitar að adstodardeildarstjóra í 100% stöðu á hjúkrunardeild. Oskað er eftir hjúkrunarfræðingi með fjölþætta faglega reynslu. Hjúkrunarfrædingar Hjúkrunarfræðingar óskast á dag-, kvöld- og helgarvaktir. Mismunandi starfshlutfall í boði. Einnig vantar hjúkr- unarfræðinga á næturvaktir. Á Hrafnistuheimilunum búa í dag 545 heimilismenn. Stefna Hrafnistu er að bjóða starfsfólki upp á öruggt og skapandi vinnuumhverfi, þar sem hæfileikar hvers og eins fái notið sín og veita heimilisfólki bestu umönnun og hjúkrun sem völ er á. Á báðum Hrafnistuheimilunum er rekin endurhæfingardeild með sundlaug, tækjasal og hreyfisal, sem starfsmenn hafa aðgang að. Mötuneyti á staðnum. Broadway Við óskum eftir að bæta í hóp okkar góða starfsfólks: • Ræstingarstjóra, vinnutími frá kl. 8.00—14.00 virka daga. • Yfirframreiðslumanni. • Framreiðslumönnum og aðstoðarfólki í sal. Krafist er: • Reglusemi og stundvísi. • Snyrtimennsku. • Athugið, Broadway er reyklaus vinnu- staðurfrá 1996. Upplýsingar gefnar á staðnum í dag og næstu daga frá kl. 13.00—17.00. Broadway, Ármúla 9,108 Reykjavík, sími 533 1100, netfang: broadway@simnet.is. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Laus eru til umsóknar kennslustörf við skólann næsta vetur í eftirtöldum greinum: Eðlisfræði 100% starf. Enska 100% starf og 50% starf á haustönn. Félagsfræði 100% starf. Þýska 100% starf. Einnig vantar námsráðgjafa í 50% starf á haustönn. Umsóknarfresturertil 30. apríl nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skólanum á Fríkirkjuvegi 9. Ekki þarf sér- stakt umsóknareyðublað. Ráðningartíminn erfrá 1. ágúst nk. Launakjöreru skv. samning- um kennarafélaga og ríkisins. Skólameistari og aðstoðarskólameistari veita nánari upplýsingar í síma 562 8077. Skólameistari. fSkólaskrifstofa Vestmannaeyja auglýsir lausar stöður leikskólakennara í Vestmannaeyjum Við leikskólana í Vestmannaeyjum eru lausar nokkrar stöður leikskólakennara og er gert ráð fyrir ráðningu í þær í sumar og í haust. Umsóknarfrestur um allar stöðurnar er til 30. apríl 2000. Nánari upplýsingar veitir leikskólafulltrúi, Guðrún Helga Bjarnadóttir, í síma 488 2000, netfang: ghb@vestmannaeyjar.is. I Vestmannaeyjum er nú sem fyrr litskrúðugt mann- og félagslíf og þar búa um 4,600 manns, þar af um 350 börn á leikskólaaldri. Vest- mannaeyjabær rekur þrjá leikskóla, tvo hálfsdags og einn heilsdags, en auk þess er einn heilsdags einkarekinn leikskóli í bænum. Málefni leikskólanna heyra undir skólaskrifstofu Vestmannaeyja og er unnið markvisst að tengingu skólastiganna auk þess að í gangi er vinna að nýbreytni á sviði skipulags, samskipta eða starfshátta. Sér- fræðiþjónusta er starfandi við skólaskrifstofuna, sem tengir störf sálfræðings og annars sérmenntaðs fólks er veitir ráðgjöf og leiðbein- ingar. Að vinna við uppeldisstörf í Vestmannaeyjum getur því verið kærkomið tækifæri fyrir leikskólakennara og aðra kennslufræðinga til að taka þátt í spennandi starfi við uppbyggingu og þróun skólamál- anna í bænum. Skólamálafulltrúi. Smiðir Getum bætt við okkur smiðum til starfa strax. Áhugasamir hafi samband við Theodór Sólon- son í síma 892 5605. Eykt ehf Byggingaverktakar Smiði og aðstoðarmenn vanta hjá litlu og traustu byggingarfyrirtæki. Fjölbreytileg vinna. Upplýsingar gefur Ásmundur í síma 896 1367. g
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.