Morgunblaðið - 11.04.2000, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ
UMR/EÐAN
Til verndar laxinum
FYRIR liggur hjá
yfirvöldum beiðni um
heimild til laxeldis í sjó
með innfluttum erlend-
um stofni. Varast ber
að samþykkja slíka um-
sókn því til þess eru vít-
in að varast þau. Villti
laxinn á hvarvetna í vök
að verjast og þá ekki
síst í þeim löndum þar
sem stórfellt og um-
fangsmikið laxeldi fer
fram í sjókvíum í ná-
grenni laxveiðiáa.
Hættan á erfðamengun
er alltof mikil til að
taka slíka áhættu, auk
þess sem sjúkdómar og
lús sem fylgir sjóeldi geta haft
afdrifaríkar afleiðingar á stofn villta
laxins. Um slíkt eru mörg dæmi.
í Skotlandi og írlandi fordæma
talsmenn laxveiðiáa það umfangs-
mikla kvíalaxeldi í sjó sem þar er nú
og kenna því m.a. um ófarir villts lax
og silungs. I þeim löndum hefur
laxgengd í ár snarminnkað á undan-
gengnum árum. í Noregi má segja
að bestu laxveiðiár hafi verið rústað-
ar með aðflutningi lax frá öðrum
svæðum, sem hafa sýkt villta stofn-
inn í viðkomandi ám. í um þriðjungi
af áður gjöfulum laxveiðiám í Noregi
er nú engan villtan lax að finna.
Laxveiðar hér á landi skapa gífur-
legar tekjur til landeigenda, sem að
mestu eru bændur. Almennur bú-
skapur á í vök að verjast hér á landi
sem kunnugt er, og þær áætluðu 600
milljónir króna sem til landeigenda
renna af þessum sökum, skipta sköp-
um um afkomu þeirra. Hér er að
ræða um hvorki meira né minna en
1.400 jarðir um land allt sem aðild
eiga að veiðifélögum um laxveiði.
Umfang rekstrar tengdum veiðiskap
hér á landi er talið vera
um kr. 2 milljarðar.
Þessi starfsemi er því
veigamikill þáttur í at-
hafnalífi landsins, sem
á engan hátt má tefla í
tvísýnu.
I þessu máli eru svo
mörg vafaatriði að ekki
má undir neinum
kringumstæðum tefla
framtíð villta laxins í
hættu. ísland er eina
landsvæðið þar sem
villti laxinn hefur hald-
ið nokkurnveginn velli.
Sama má segja um
Kolaskagann, en það er
eingöngu vegna ein-
angrunar hans. I öllum öðrum lönd-
um fer gengi villta laxins hnignandi -
það sama má ekki eiga sér stað hér.
Óll vafamál verður að líta á villta lax-
inum í hag. Minni hagsmunir verða
að víkja fyrir meiri hagsmunum. Það
verður að treysta því að stjómvöld
hafni þessum áformum.
Laxveiðar Færeyinga
Nú hafa Færeyingar illu heilli haf-
ið á ný laxveiðar í sjó. Slík iðja er
forkastanleg- við íslendingar höfum
skapað eftirtektarvert fordæmi um
að banna allar laxveiðar í sjó. Laxinn
þarf að geta snúið aftur til heim-
kynna sinna til viðhalds stofninum.
Líklegt er að á þeim svæðum sem
Færeyingar stunda þessar veiðar
gangi lax frá laxveiðiám okkar á
Austur- og Norðausturlandi. Vitað
er um merkta laxa frá þessum svæð-
um, sem á sínum tíma fundust við
veiðar Færeyinga. Þessa veiði verð-
ur að stöðva með öllum tiltækum
ráðum.
Islendingar eru aðilar að NASCO-
samtökunum, sem úthluta leyfum á
Lax
í þessu máli eru svo
mörg vafaatriði, segir
Sigurður Helgason, að
ekki má undir neinum
kringumstæðum tefla
framtíð villta laxins í
hættu.
laxveiðum í sjó til aðildarríkja. Væri
ekki eðlilegt að fulltrúar okkar beittu
sér fyrir algjörri stöðvun á slíkri út-
hlutun? Ef við teljum að lax eigi ekki
að veiða í sjó í kringum Island,
hvernig getum við þá staðið að því að
úthluta slíkum leyfum til annarra
landa? Rétt er að hafa í huga að lax-
inn fer víða og með slíkum ráðstöfun-
um erum við að gefa leyfi til veiða á
laxi sem heima á í íslenskum veiðiám.
Hvernig getur þetta farið saman við
yfirlýsta stefnu okkar um bann við
laxveiðum í sjó? Eftir fengnum upp-
lýsingum sátu íslenskir fulltrúar hjá
við atkvæðagreiðslu um veiðiúthlut-
un til Færeyinga á síðasta fundi hjá
NASCO. Hvernig getur það staðist,
sbr. það sem að framan er sagt?
Færeyingar njóta sérstakra fríð-
inda um veiðar innan íslenskrar lög-
sögu. Stjórnvöld eiga og verða að
gera það að stefnu sinni að Færey-
ingar hætti laxveiðum í sjó. Skorað
er á stjórnvöld að beita sér í þessu
mikilvæga máli - allar laxveiðar í sjó
verður að stöðva.
Höfundur er fyrrv. stjórnarformað-
ur Flugleiða og áhugamaður um líf-
ríki laxins.
Sigurður
Helgason
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 2000
i feDgnm m HMEuja
r<h
þér auövAÍt að eignast draumahúsiö
Aðalfundur
Verðbréfastofunnar hf.
Aðalfundur Verðbréfastofunnar hf. fyrir árið 1999 verður haldinn
fimmtudaginn 13. apríl kl. 17.30 að Hótel Loftleiöum, Víkingasal.
Dagskrá samkvæmt samþykktum.
Tillaga um heimild til stjórnar til að auka hlutafé félagsins,
breytingar á samþykktum vegna þessa
og tillaga um kauþ á eigin bréfum.
Stjórn Verðbréfastofunnar.
VERÐBREFASTOFAN
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 570-1200
A* Aisturbakki hf.
O)
(O
.c
*o
nð/tc/
£D
Við fluttum um helgina:
Köllunarklettsvegur 2 (K2)
104 Reylqavík
Cskáhallt á móti ixýja Olís-húsinu)
Sama símanúmer: 563 4000
Fax: 563 4090
Netfang:
austurbakki@ipa. austurbakki. is
!«nw«MBnii WW i
«9» • ' . <M>1ni. uS J
■■ %