Morgunblaðið - 11.04.2000, Síða 56

Morgunblaðið - 11.04.2000, Síða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Stend ekki keppni við í krafta- hestana Annelie Olsson frá Svíþjdð kom í þriggja vikna verknám í járningum til íslands ÞAÐ hljómar hálfundarlega að nemi í jámingum í Svíþjóð skuli koma til ís- . lands í verknám í járningum en slíkt átti sér stað fyrir skemmstu er sænsk stúlka, Annelie Olsson, kom til þriggja vikna dvalar hér á landi til að fá starfsþjálfun í jámingum. Hún nemur jámingar við Nordvikskolan í Noraström sem er annar tveggja skóla í Svíþjóð þar sem kenndar em jámingar. Annelie segir námið hafa byrjað síðastliðinn september og því ljúki í júní á þessu ári. „Það vora margir undrandi þegar ég ákvað að byrja að læra jámingar. Ég er ekki há í loftinu aðeins 1,66 og þótti ég ekki beint týp- an til að verða jámingamaður en ég hef fulla trú á að ég geti lært þetta. Hæfileikarnir í þessu starfi snúast meira um andlegan styrk en líkam- degan að mínu mati þótt styrk hönd geti oft komið sér vel, maðurinn stendur hestinum framar að greind en þeir hafa hins vegar mikla yfir- burði hvað viðkemur líkamlegum kröftum. Málið snýst því um að fást við hestinn á því sviði þar sem maður- inn hefur yfirburðina, jámingar era ekki kraftakeppni við hestinn og ég hyggst ekki standa i slíkri keppni. Sálfræði- og samskiptaþáttur járn- inganna snýst um að skapa sér viðun- andi vinnufrið og næði til að fram- -Jtvæma verkið. Handverksþáttur jáminganna er ekki síður mikilvægur en ef sálfræðiþátturinn er ekki í lagi á jáminganeminn afar erfitt uppdrátt- ar með að ná fæmi og kunnáttu í handverkinu og þetta er það sem ég glími við þessa dagana,“ segir Annel- ie í upphafi viðtalsins. í Svíþjóð er starfrækt félag jám- ingamanna og segir Annelie að það gerist algengara að hesteigendur vilji skipta við járningamenn innan fé- lagsins. Hún segir að nýútskrifaðir járningmenn þmfi að taka sérstakt próf til að komast inn í þennan félags- skap. Prófið fá þeir að taka ári eftir að þeir útskrifast úr skólanum og ekki mega líða meira en tvö ár frá því þeir ljúka námi og þar til þeir þreyta próf- ið. Verkefni prófsins er nokkuð erfitt, það felst í því að smíða fjórar skeifur undir hest sem síðan sé járnaður á skeifurnar. Þetta verður próftakinn að gera á tveimur og hálfum tíma og að sjálfsögðu þarf að ná ákveðinni lágmarkseinkunn til að fá inngöngu. Annelie kvaðst hafa heyrt að hátt í hemingur þeiiTa sem þreyttu prófið næði því ekki. Hægt væri að starfa við jámingar án þess að ganga í þenn- an félagsskap en það væri vissulega betra að vera inna vébanda hans. En hvað varð til þess að Annelie ákvað að fara tímbundið frá manni og bami til Islands í verknám í járning- um í stað þess að fara til jáminga- manns í nágrenni við heimili hennar? Jafnvægisjárningar í fyrirheitna landinu „Það hafa margir Islendingar sem ég hef hitt hér verið undrandi á því að ég skuli koma hingað í verknám þar sem hér sé enginn jámingaskóli eða rótgróin fagmennskuhefð í járning- um. Þetta kann að hljóma eins og upprennandi kaffibóndi í Brasilíu komi hingað til að kynna sér kaffi- rækt en það er nú ekki þannig. Það er ýmislegt sem varð til þess að ég kaus að fara til íslands. í fyrsta lagi hef ég af einhverjum óútskýranlegum ástæðum haft frá æsku mikinn áhuga á Islandi án þess að hafa umgengist. íslendinga mikið eða haft samband við ísland. Annað sem ekki varð síður þess valdandi að ég tók stefnuna hingað er að ég hef haft tækifæri til að kynnast íslenskum hestum og sitja þá reglulega. í þeim kynnum hefur Það hentar vel að vera ekki mjög hár í loftinu þegar unnið er við járningar. Hér járnar Annelie kunnan gæðing frá fyrri tíð, Glanna Ómar frá Keldudal, sem verður 25 vetra í vor. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Það voru íslensku hestamir sem lokkuðu Annelie til íslands f verknámið en auk þess að járna fór hún í nokkra reiðtúra. mér orðið ljóst að við jámingu þeirra þarf að taka tillit til ganglagsins og mikið er undan því kvartað i Svíþjóð að margir, kannski flestir lærðir járn- ingamenn þar, hafi ekkert lært um þetta. Erfiðlega hefur gengið fyrir eigendur íslenskra hesta að fá þá til að taka tillit til þessa. Þeir tálga fram- hófana alveg upp undir hófbotna eins og þeir gera með afturhófana og þannig á að gera það að þeirra mati og þarna hefur skapast vandamál í samskiptum sænskra jámingamanna og eigenda íslenskra hesta. Eg ákvað því að kynna mér þetta og það lá því beint við að fara til fyrirheitna lands- ins,“ segir Annelie og ekM er laust við að örli á brosi og hún heldur áfram. „Ég kynntist íslenskum hesta- manni, Guðmundi Grétarssyni, sem er með íslenska hesta í nágrenni við mig og hann kom mér í samband við járningamann í íslandi og þar með rættist minn gamli draumur, ég var allt í einu komin til íslands til dvalar í þrjár vikur. Ég hef fengið mikið út úr heim- sókn minni hingað. A það við um jámingarnar og smá- vegis lærði ég í reið- mennsku, fékk tækifæri til að ríða út og sjá svolítið af landinu. Ég skoðaði Gullfoss og Geysi og fór í Bláa lónið og Perluna. Þá vöktu hest- húsahverfin sérstaka at- hygli mína. Svo miMð af hestum, hesthúsum og hestamönnum á einum stað hef ég aldrei séð áður. Þetta er mjög heillandi fyrirkomu- lag sem býður upp á fjöl- skrúðugt mannlíf í kringum hesta- mennskuna og ekM er tiltökumál þótt nýr hestur komi í annað hesthús. Hjá okkur í Svíþjóð er það stórmál og þarf að passa að ekkert komi upp á af þeim sökum. Þá fór ég á Istöltið í skautahöllinni en það var stórkostleg upplifun að sjá alla þessa frábæra hesta og víst er að ég hef aldrei séð jafnmarga góða hesta samankomna. Sérstaklega heillaðist ég af stóðhest- unum Markúsi frá Langholtsparti og Væng frá Auðsholtshjáleigu sem báð- ir era með sérstakar hreyfingar. Síð- ar fékk ég tækifæri til að heilsa upp á Væng í hesthúsinu þar sem hann er. Ég var mjög heilluð af þessum hesti. Þá fór ég á mót framhaldsskólanna í Reiðhöllinni í Víðidal en þar vora einnig mjög góðir hestar. Hágengari hestar á fslandi Það vekur athygli m£na hvað hest- ar lyfta fótum hæira hér en í Svíþjóð og er ég þá ekM að tala um þessa flottu keppnishesta sem ég sá heldur þau hross sem ég hef augum litið hjá almenningi. Skýringin á þessu sýnist mér vera tví- eða þríþætt, hér eru lík- lega yfir höfuð betri hestar, reið- mennskan hér almennt betri eða í það minnsta öðravísi, hrossunum þá hleypt af meiri krafti og svo getur verið að svokallaðar jafnvægisjám- ingai’ hafi þai’na eitthvað að segja. Hvað reiðmennskunni viðkemur hef ég lært hér að ég þarf að vera miMu virkari í hnakknum en ég hef verið til að fá til að einbeita mér betur og verð þar með kraftmeiri. Hvað viðkemur járningum sýnist mér að almenn þekMng meðal hest- eigandanna á járningum sé meiii hér á íslandi en í Svíþjóð. Hér járna margir hestamenn hesta sína sjálfir sem er nánast óþekkt heima. Heima virðist mér hugsað meira um þarfir og velferð hófsins og hestsins við járninguna," segir Annelie og áhugi hennar á jái’ningum leynir sér ekM. „Þessi skamma dvöl hér á landi hefur staðið fyllilega undir þeim væntingum sem ég hafði gert mér um draumalandið. Næsta mál á dagskrá hjá mér er að undirbúa heimsókn að sumarlagi og skoða meira af landinu, ég hef svona rétt fengið nasasjón. Þá hefur áhugi minn á að læra íslensku enn aukist, undanfarin ár hef ég leit- að að möguleikum á íslenskunámi í grennd við heimili mitt í Svíþjóð en ekM orðið ágengt en ég mun kanna það áfram hvemig ég get lært málið,“ segir Islandsvinurinn Annelie Olsson stuttu fyrir brottför sína í faðm fjöl- skyldunnar í Bergefossen. Hestaval í Rangárþingi - kvennaval í Kópavogi Siguroddur Pétursson mætti með Hyllingu sína frá Hjarðarholti í Glað- heima og gerði góða ferð þótt ekki hampaði hann gulli í þetta skiptið. GEYSISMENN luku þriggja móta stigakeppni á Gaddstaðaflötum á laugardag þar sem ísleifur Jónasson sigraði samanlagt í opnum flokki á Kóral frá Kálfholti. Berta Kvaran sigraði í áhugamannaflokki á Viktor- íu frá Þingnesi og Helga B. Helga; dóttir sigraði í unglingaflokM. í barnaflokki var keppnin spennandi þar sem urðu jafnar Laufey Krist- insdóttir á Gyrði frá Skarði og Inga B. Gísladóttir á Úlfi frá Hjaltastöð- um. Á Geysismönnum var að heyra & að þeir litu björtum augum til sum- arsins og landsmótsins hvað hesta- kostinn varðaði eftir þessi þrjú mót, menn almennt vel ríðandi í Rangár- þingi. Hjá Gusti var opin töltkeppni í Glaðheimum í Kópavogi á laugardag með útsláttarfyrirkomulagi þar sem þátttakendur vora flestir heima- menn eins og oft vill vera á slíkum mótum. Ekki var það þó einsleitur hópur sem til verðlauna vann því þátttak- endur úr nágrannafélögum sóttu eitthvað af góðmálmum í Kópavog- inn. Athygli vakti góð þátttaka í kvennaflokM og hestar þar góðir. Telja kunnugir að ástæðu þess megi rekja til líflegra útreiða kvenna hjá Gusti í vetur, en auk þess var mjög góð þátttaka í sérstökum reiðnám- skeiðum fyrir konur. Farið var i sameiginlega útreiðartúra undir heitinu „hefðarkonur" og þykjast menn nú sjá árangur af þessu góða starfi í vetur. En úrslit mótanna urðu annars sem hér segir: Geysismót á Gaddstaðaflötum Opinn flokkur 1. Kristjón Kristjánss. á Penna frá Kirkjubæ 2. Þórarinn Eymundss. á Dreyru frá Saurbæ 3. Ólafur Þórisson á Stjömufáki 4. Kristín Þórðardóttir á Glanna frá Vindási 5. Isleifur Jónasson á Kóral frá Kálfhoiti 6. Jóhann Þ. Jóhannesson á Skugga frá Dalsgarði 7. Jón Þ. Ólafsson á Dröfn frá Þingnesi 8. Ólafur Þórisson á Orku frá Miðkoti 9. Magnús Benediktss. á Grímu frá Árbakka 10. Guðmundur Guðmundsson á Hraundísi ff á Lækjarbotnum Áhugamenn 1. Hjördis Ágústsdóttir á Mirru frá Gunnar- sholti 2. Þórdís Þórisdóttir á Emil frá Miðkoti 3. Sigurður B. Guðmundsson á Fönix frá Tjarnarlandi 4. Andri L. Egilsson. á Léttingi frá Beru- stöðum 5. Svanhildur Guðjónsdóttir á Kórínu frá Grímsstöðum 6. Berta Kvaran á Viktoríu frá Þingnesi 7. Róbert Einars. á Gormi frá Grímsstöðum 8. Gestur Ágústsson á Blakki frá Suður- Nýjabæ 9. Guðjón Bjömss. á Blæ frá Syðri-Hömrum 10. Haukur Kristjánsson á Dagsbrún frá Hólmum Unglingar 1. Helga B. Helgadóttir á Spönn 2. Eydís H. Tómasdóttir á Vá frá Lýtings- stöðum 3. Katla Gísladóttir á Kæti frá Keldudal 4. Heiðar Þormarsson á Skugga frá Búlandi 5. Þórir M. Pálss. á Eldingu frá Móeiðarhvoli 6. Saga á Fönn Börn 1. Hekla K. Kristinsdóttir á Stíganda frá Kirkjulæk 2. Láms J. Guðmunds. á Straumi frá Árbæ 3. Laufey G. Kristinsd. á Gyrði frá Skarði 4. Inga B. Gíslad. á Úlfi frá Hjaltastöðum 5. Elín H. Sigurðardóttir á Kópi frá Hala 6. Unnur L. Hermannsd. á Dul frá Njarðvík 7. Rakel N. Kristinsd. á Kosti frá Tókastöð- um 8. Jóhanna Þ. Magnúsdóttir á Sprautu frá Neðri-Ási 9. Lóa D. Smárad. á Gyllingu frá Kirkjubæ 10. Ama Albertsdóttir á Brá frá Skógum Opið mót hjá Gusti í Glaðheimum Pollar 1. Sigrún Sigurðardóttir, Gusti, á Degi frá Búðarhóli 2. Guðný B. Guðmundsdóttir, Gusti, á Litla- Rauði frá Svignaskarði 3. Matthías Kjartansson, Gusti, á Sóma frá Krossanesi 4. Guðlaug R. Þórsdóttir, Gusti, á Spumingu frá Múlakoti 5. Sandra Valsdóttir, Gusti, á Glóblesa frá Kópavogi Börn 1. Bjamieifur S. Bjamleifsson, Gusti, á Tinna frá Tungu 2. Halldóra S. Guðlaugsdóttir, Herði, á Gló- björtu frá Kópavogi 3. Jóhanna Jónsdóttir, Herði, á Grand frá Kópavogi 4. Hreiðar Hauksson, Herði, á Perlu frá Eyj- ólfsstöðum 5. Hrafn Norðdal, Gusti, á Strák frá Kópa- vogi Unglingar 1. Berglind R. Guðmundsdóttir, Gusti, á Sjöstjörnu frá Svignaskarði 2. Elka Halldórsdóttir, Gusti, á Ábóta frá Bólstað 3. Sigvaldi Lárusson, Gusti, á Brynju frá Skógskoti 4. Olafur A Lámsson, Gusti, á Óðni frá Skógskoti 5. Tryggvi Þ. Tryggvason, Gusti, á Kjarna fráÁsi Ungmenni 1. Sigurður Halldórsson, Gusti, á Krapa frá Kirkjuskógi flSTuno Fermmgargjafir Fermingartilboð Hnakkar, beisli, skóreiðbuxur með GSM-vösum Munið uinsælu gjafakortin Póstsendum Sími 568 4240 FREMSTIR FYRIR GÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.