Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR15. APRÍL 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Viðskiptastofa Landsbankans á Akureyri flytur í nýtt húsnæði
Nýtt þjónustuver opn-
að og störfum fjölgað
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- og iðnaðarráðherra opnar nýtt þjón-
ustuver og ný húsakynni Viðskiptastofu Landsbankans á Akureyri í gær.
Sigurður Sigurgeirsson svæðisstjóri bankans á Norðurlandi og Halldór J.
Kristjánsson bankastjóri aðstoða ráðherra við að klippa á borðann, enda í
fyrsta sinn sem hún mundaði skærin í þeim tilgangi.
NÝTT þjónustver var opnað í Lands-
banka Islands á Akureyri í gær, en
það var Valgerður Sverrisdóttir við-
skipta- og iðnaðarráðherra sem opn-
aði það formlega. Jafnframt því tók
Viðskiptastofa Landsbankans á Ak-
ureyri í notkun nýtt húsnæði á 2. hæð
útibús bankans á Akureyri, við hlið
þjónustuversins.
Halldór J. Kristjánsson, bankast-
jóri Landsbanka íslands, sagði tækn-
iframfarir í bankaviðskiptum örar og
Ijóst að bankinn þyrfti að stórauka
þjónustu sína á hinum sjálfvirku
dreifUeiðum. Landsbankinn hefur
starfrækt þjónustuver frá árinu 1997
og hefur notkun viðskiptavina stöð-
ugt aukist frá þeim tíma. Alls bárust
þannig um 250 þúsund fyrirspumir til
þjónustuvers Landsbankans á síðasta
ári sem er um helmingsaukning á
milli ára. Um er að ræða símaþjón-
ustu sem einnig er opin utan hefð-
bundins afgreiðslutíma banka en við-
UMHVERFISNEFND Alþingis
mun beita sér fyrir breytingum á
frumvarpi til nýrra laga um mat á
umhverfisáhrifum, sem nefndin
hefur til umfjöllunar um þessar
mundir, í kjölfar dóms Hæstarétt-
ar um að ákvæði 6. gr. núgildandi
laga stangist á við eignarréttar- og
atvinnufrelsisákvæði stjórnar-
skrárinnar þar sem í þeim felist of
víðtækt framsal valds frá löggjaf-
arvaldi til framkvæmdavaldsins.
Ennfremur er ljóst að svínabú
Stjörnugríss í Melasveit, sem
ágreiningur stóð um, hefði ótví-
rætt verið háð mati á umhverfis-
áhrifum ef frumvarpið hefði verið
orðið að lögum því þar er kveðið á
um að svínabú með 3.000 alisvín
eða fleiri séu háð mati á umhverf-
isáhrifum.
Sjöunda grein frumvarpsins,
sem Siv Friðleifsdóttir umhverfis-
ráðherra mælti fyrir á Alþingi 24.
febrúar síðastliðinn, er sambæri-
leg 6. grein núgildandi laga. Veitir
hún umhverfisráðherra heimild til
að ákveða að framkvæmdir, aðrar
en þær sem kveðið er á um í við-
auka við frumvarpið, skuli sæta
mati á umhverfisáhrifum en það er
einmitt þessi heimild sem Hæsti-
réttur taldi stangast á við eignar-
réttar- og atvinnufrelsisákvæði
stjómarskrár.
Kristján Pálsson, starfandi for-
maður umhverfisnefndar, segir því
ljóst að gerðar verði breytingar á
sjöundu greininni en hann segir
jafnframt að fara verði yfir frum-
varpið í heild sinni með dóm
Hæstaréttar í huga enda séu fleiri
ákvæði í því sem veiti ráðherra
opnar heimildir.
Ráðuneytinu falið að koma
með tillögnr að breytingum
Að sögn Kristjáns átti umhverf-
isnefnd þingsins fund með starfs-
mönnum umhverfisráðuneytisins í
gærmorgun og var þar farið yfir
dóm Hæstaréttar. Þar var ráðu-
neytinu falið að koma með tillögu
að breytingum á sjöundu grein
fmmvarpsins og segist Kristján
einnig hafa farið fram á að gerð
yrði tillaga um nýtt orðalag í 5. gr.
frumvarpsins en hún hefur að
geyma heimild ráðherra til að
ákveða að tilteknar framkvæmdir
séu ekki háðar mati á umhverfis-
áhrifum, að fenginni umsögn
skiptavinir geta m.a. hringt og
millifært, greitt greiðslukortareikn-
inga, fengið upplýsingar um stöðu
reikninga, pantað erlendan gjaldeyri
sem afgreiddur er við brottför í flug-
stöð Leifs Eiríkssonar og fengið upp-
lýsingar um þjónustu bankans, gjald-
skrá og vexti. Þá er einnig hægt að
hringja í þjónustuverið ef greiðslu-
kort, sparisjóðsbók eða tékkar hafa
glatast og starfsfólk þjónustuversins
sér um að gera viðeigandi ráðstafanir.
Stefht að uppbyggingn
hálaunastarfa við hugbúnaðar-
gerð nyrðra
Halldór sagði að í fyrstu yrði um að
ræða þijú störf en stefnt væri að því
að fjölga þeim í framtíðinni, eða eftir
því sem aukning í þjónustunni gæfi
tilefni til. Stefna Landsbankans væri
sú að öll aukning í þessari starfsemi
hjá bankanum komi fram í fjölgun
starfa í þjónustuverinu á Akiu’eyri.
Skipulagsstofnunar. Kristján
bendir á að opnar heimildir ráð-
herra til handa hafi verið í mörg-
um lögum í gegnum tíðina en nú
séu breyttir tímar, m.a. vegna til-
skipana frá Evrópusambandinu
sem íslendingar eru skuldbundnir
til að lögfesta vegna EES-samn-
ingsins. Að vísu taki það ferli mun
lengri tíma hér á landi en í ESB-
ríkjunum því þar verði tilskipan-
irnar sjálfkrafa að lögum. Hér á
íslandi fari þær hins vegar fyrst í
gegnum EES-nefndina og síðan í
gegnum síu í þinginu og það taki
því talsverðan tíma hér á landi að
fullgilda þessar tilskipanir.
Kristján segir að umhverfis-
nefnd hafi borist mikið magn um-
sagna vegna frumvarpsins og ljóst
sé að það verði mjög breytt er það
kemur frá nefndinni. Dómur
Hæstaréttar valdi því síðan sér-
staklega að þetta tiltekna ákvæði,
sem kveður á um opna heimild
ráðherra, verði umorðað verulega.
Stefnt er að því að fresta þingi 11.
maí næstkomandi en Kristján seg-
Um er að ræða miðlæga þjónustu
þannig að þeir sem hringja munu
jafnt njóta þjónustu frá Reykjavík og
Akureyri.
Viðskiptaráðherra opnaði þjónustu-
verið fonnlega með því að hringja og
athuga með stöðu á reikningi sínum í
bankanum. Hún sagði það ánægjulegt
að Landsbankinn hefði ákveðið að
starfrækja öflugt þjónustuver á Akur-
eyri og vonaði að það yrði öðrum fyrir-
tækjum og stofhunum hvatning til
uppbyggingar á landsbyggðinni gæf-
ist þess kostur. Örar tækniframfarir
stuðluðu að því að hægt væri að skapa
slík störf á landsbyggðinni. Aðgangur
að menntuðu fólki úr Háskólanum á
Akureyri skapaði einnig ákjósanleg
skilyrði fyrir því að byggja upp margs
konar sérfræðistörf á Akureyri og ná-
grenni.
Halldór sagði að áhugi væri fyrir því
að byggja upp hálaunastörf nyrðra og
yrði nú á næstunni auglýst eftir fjórum
ir fullan vilja til þess að afgreiða
málið fyrir þinglok.
Umhverfið njóti Ifka
stjórnarskrárverndar?
Aðalheiður Jóhannsdóttir, lög-
fræðingur og sérfræðingur í um-
hverfisrétti, sagði í samtali við
Morgunblaðið að þrennt stæði upp
úr hvað varðar dóm Hæstaréttar.
í fyrsta lagi væri afar mat-
skennt hvort opnar heimildir til
handa framkvæmdavaldinu stæð-
ust stjórnarskrá. Þetta endur-
speglaðist t.a.m. í því að einn af
fimm dómurum Hæstaréttar hefði
litið svo á að ákvörðun umhverfis-
ráðherra rúmaðist innan 6. greinar
laganna.
I öðru lagi beindi dómurinn
sjónum manna að regluverkinu al-
mennt. í ljós kæmi að opnar heim-
ildir, e.t.v. svipaðar þeirri sem er í
sjöttu greininni, væru t.d. í lögum
um mengunarvarnir.
„Aðalatriðið er hins vegar það,“
segir Aðalheiður, „að þessi dómur
vekur upp þá spurningu hvort um-
til fimm sérhæfðum starfsmönnum til
að starfa að hugbúnaðargerð á Akur-
eyri.
Starfsemi Viðskiptastofu
verður efld
Sigurður Sigurgeirsson, svæðis-
hverfið og réttur einstaklinga til
þess eigi ekki að njóta stjórnar-
skrárverndar rétt eins og eignar-
og atvinnufrelsið."
Segir hún að dómurinn sýni
skýrt að reglur umhverfisréttarins
eru skör lægra settar í lagakerfinu
en t.d. verndun eignarréttar og
verndun atvinnufrelsis - og það sé
hárrétt lögfræðileg túlkun - en
spurningin sé hins vegar sú hvort
ekki þurfi að meta umhverfið til
jafns við t.d. eignar- og atvinnu-
frelsi.
Aðalheiður tekur undir að ef
frumvarp það, sem nú liggur fyrir
Alþingi, hefði verið orðið að lögum
í fyrrasumar, væri enginn vafi á
því að umrætt svínabú hefði átt að
fara í mat á umhverfisáhrifum.
Þar af leiðandi hefði aldrei risið
neitt dómsmál vegna ágreinings
um þetta atriði. Lög væru hins
vegar ekki afturvirk að megin-
stefnu til og þessi nýju lög myndu
því væntanlega ekki gilda um
þetta svínabú.
stjóri Landsbankans á Norðurlandi,
sagði að bankinn hefði markvisst á
undanförnum árum byggt upp sér-
fræðiþekkingu á fyrirtækjasviði í
svæðisútibúi sínu á Akureyri. Þar
starfa nú fjórir háskólamenntaðir
sérfræðingar á Viðskiptastofu og það
fimmta bætist við á næstunni með
flutningi á stöðu sérfræðings frá Við-
skiptastofu Landsbankans við
Laugaveg 77 í Reykjavík. Þá starfar
sérfræðingur í verðbréfaviðskiptum
og fjármálaráðgjöf einstaklinga á
vegum Landsbréfa þannig að alls er
um að ræða störf sex háskólamennt-
aðra sérfræðinga.
í máli Sigurðar kom fram að það
væri einkum tvennt sem gerði Lands-
bankanum mögulegt að byggja upp
slíka starfsemi á Akureyri, annars
vegar sterka stöðu bankans á fyrir-
tækjasviði á Norðurlandi og hins veg-
ar aðgengi að sérmenntuðu fólki sem
væri tryggt með starfsemi Háskólans
á Akureyri, en hann væri ein helsta
uppspretta Landsbankans á Akur-
eyri fyrir háskólamenntað starfsfólk.
Þeir ásamt öðrum væru grundvöllur
þeirrar sérfræðiþekkingar bankans í
sjávarútvegi á Akureyri, en það væri
sú atvinnugrein sem þyngst vegur í
útlánasaftii bankans.
---------------
Samgöngnráðherra
um tvöföldun
Reykj anesbrautar
Fara verð-
ur eftir
lögum og
áætlunum
STURLA Böðvarsson samgöngur-
áðherra segir, aðspurður um niður-
stöðu fundar Samtaka iðnaðarins
sem haldinn var með þingmönnum
Reykjaneskjördæmis í fyrradag um
að flýta bæri tvöföldun Reykja-
nesbrautarinnar, að hið sama eigi
við um tvöföldun Reykjanesbraut-
arinnar og önnur verkefni Vega-
gerðarinnar að fara verði eftir fjár-
lögum og gildandi Vegaáætlun.
„Það er áberandi að á fundinum eru
forystumenn úr atvinnulífinu þ.e.
talsmenn verktakafyrirtækjanna að
mæla fyrir um það að auka verkefni
og það er allt gott um það að segja,“
segir ráðherra, „en varðandi
Reykjanesbrautina þá verður að
gilda um hana eins og önnur verk á
vegum hins opinbera að við þurfum
að fara eftir reglum; við þurfum
með öðrum orðum að fara eftir fjár-
lögum og vegaáætlun.“ Meira vildi
ráðherra ekki segja á þessu stigi
málsins um tvöföldun Reykjanes-
brautarinnar en benti þó á að hann
legði áherslu á að framkvæmdir við
Reykjanesbrautina færu í umhverf-
ismat hið fyrsta þannig að það
myndi ekki tefja tvöföldunina, ef
einhvers staðar áskotnaðist fjár-
magn til að hefja framkvæmdir.
Athugasemd frá eina nú-
lifandi erfingja Þorsteins
Erlingssonar skálds
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Erl-
ingi Þorsteinssyni:
„Viðvíkjandi nýútkominni bók
„Orð af eldi“, þar sem birt eru bréf
er gengu milli skáldanna Þorsteins
Erlingssonar, föður míns, og Ólaf-
ar á Hlöðum, vil ég taka fram að ég
hafði ekki hugmynd um tilvist
þessa bréfasafns og undraðist
mjög er ég frétti að undirbúningi
að útgáfu þess væri því sem næst
lokið án þess að haft væri samband
við mig, son og eina núlifandi erf-
ingja Þorsteins, en Svanhildur
systir min og móðir okkar, Guðrún
J. Erlings, kona hans, eru báðar
löngu látnar. Mér var tjáð að Sig-
urður Gylfi Magnússon sagnfræð-
ingur sæi um þessa útgáfu að
mestu og sagði ég honum að í for-
mála yrði að geta þess að ekki hefði
verið leitað til mín í sambandi við
hana. Einnig bað ég um að fá senda
próförk. Þessu lofaði hann.
Nokkru síðar fékk ég sendan
blaðabunka, Ijósrit af texta bókar-
innar en fyrstu 36 síðumar vant-
aði. í þeim hluta var inngangur
bókarinnar sem mig mestu varð-
aði. Ég frétti samdægurs að verið
væri að prenta bókina. Próförkina
fékk ég því aldrei og sá síðar í hinni
nýútkomnu bók að Sigurður hafði
svikið loforð sín. Hinn 10. aprfl síð-
astliðinn birtist grein í DV um
þessa bók þar sem haft er eftir Sig-
urði Gylfa að honum og samverka-
mönnum hans hafi boðist útgáfu-
rétturinn að þessum bréfum frá
erfingjum Þorsteins Erlingssonar.
Erfingjar hans hafa aðeins verið
þrír, eins og áður segir; móðir mín
heitin, Svanhildur heitin systir mín
og ég undirritaður. Ég hef aldrei
boðið neinum þennan útgáfurétt,
sem segir sig sjálft, þar sem mér
var allsendis ókunnugt um tilvist
bréfa þessara. Hefði verið leitað til
mín um leyfi til að fá að gefa þau út
hefði ég lagt blátt bann við því, af
þeirri einföldu ástæðu að bæði
skáldin skrifa það eigin hendi í
bréfum sínum að þau fari fram á að
bréfin verði brennd. Hver vitibor-
inn maður getur séð að þau hafa
ekki viljað að bréfin kæmu fyrir
annarra sjónir en þeirra, hvað þá
gefin út almenningi til aflestrar.
Þessa útgáfu harma ég mjög og
kann ég þeim sem að henni stóðu
litlar þakkir fyrir!
Erlingur Þorsteinsson"
Dómur Hæstaréttar ræddur á fundi umhverfísnefndar Alþingis
Hefur áhrif á nýtt frumvarp
um mat á umhverfisáhrifum