Morgunblaðið - 15.04.2000, Page 24

Morgunblaðið - 15.04.2000, Page 24
24 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Tap Vinnslustöðvarinnar minna en gert var ráð fyrir Vinnslustöðin hf. ‘ Úr miliiuppgjöri 2000 1/9 ‘99 - 1/9 ‘98- -“M Rekstrarreikningur 29/2‘00 28/2 ‘99 Breyting\ Rekstrartekjur Milljónir króna 826,5 1.046,1 -21,0% Rekstrargjöld 724,5 1.112,7 -34,9% Afskriftir 211,7 213,6 -0,9% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) 39,4 -193,4 Hagn. (tap) af reglul. starfsemi -70,3 -473,6 -85,2% Aðrar tekjur og gjöld 2,7 -131,7 Hagnaður (tap) tímabiisins -67,6 -605,4 -88,8% Efnahagsreikningur 29.2.00 31.8.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 5.498,6 5.679,9 -3,2% Eigið fé 1.669,4 1.696,9 -1,6% Skuldir 3.829,2 3.983,0 -3,9% Skuldir og eigið fé samtals 5.498,6 5.679,9 -3,2% Kennitölur 1999 1998 Eiginfjárhlutfall 30,4% 29,9% Veltufjárhlutfall 0,97 1,10 TAP af rekstri Vinnslustöðvarinnar hf. fyrstu sex mánuði rekstrarársins nam 67,5 milljónum króna. Er af- koman heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem birtar voru á að- alfundi félagsins í desember sl. Gerðu þær ráð fyrir um 100 milljóna króna tapi á tímabilinu. í tilkynningu frá félaginu í gær segir að fjánnagnsgjöld séu lægri en áætlað hafi verið og skýrist það af gengishagnaði og hárri verðbreyt- ingafærslu. Hins vegar hafi framlegð félagsins verið lakari en gert var ráð fyrir. Þrátt fyrir að loðnuveiðar hafi gengið vel á nýliðinni vertíð var af- koma uppsjávardeilda félagsins slök. Þannig var framlegð uppsjávarhlut- ans tæpum 100 milljónum króna lak- ari en áætlað var. Framlegð bolfisk- veiða og vinnslu var á hinn bóginn í samræmi við áætlanir. Framtíðarmöguleikar nokkuð góðir Esther Finnbogadóttir, hjá grein- ingardeild Kaupþings hf., segir að þrátt fyrir að niðurstaðan sé nei- kvæð um 67 milljónir króna, sé hún þó jákvæð með tilliti til þess að um verulegan viðsnúning er að ræða frá fyrra ári. „Framlegð af bolfisk- vinnslu var í samræmi við áætlanir en afkoma af uppsjávarfiskum var nokkuð lakari en ráð hafði verið fyrir gert. Vinnsla uppsjávarfiska gekk almennt ekki vel á fyrri hluta rekstrarárs Vinnslu- stöðvarinnar enda þótt síðari hluti tímabilsins hafi farið mun betur af stað, en þó fer afurðaverð lækkandi og mun væntanlega hafa neikvæð áhrif á framlegð á síðari hluta rekstrartímabilsins," segir Esther. Hún segir að einkum séu verð- og söluhorfur á lýsi slæmar. Verulegur viðsnúningur sé á fjármagnsliðum á milli ára, en sú þróun hafi þó verið nokkuð gegnumgangandi í uppgjör- um liðins árs og sé það einkum til komið vegna reiknaðra verðbreyt- ingartekna. „Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði nemur nú um 102 milljónum króna, en í fyrra var um 67 milljóna króna tap að ræða. Sem hlutfall af rekstrartekj- um er það um 12,3% sem er nokkuð undir meðaltali í greininni. Hér verð- ur því að taka tillit til þess að síðustu misseri hafa verið fyrirtækinu mjög erfið og því er um jákvæða þróun að ræða.“ Esther telur að framtíðarmögu- leikar Vinnslustöðvarinnar séu nokkuð góðir ef vel tekst til með end- urskipulagningu og áframhald verð- ur á þeim rekstrarbata sem þegar hefur náðst. Gert ráð fyrir lítilsháttar tapi á rekstrarárinu Vinnslustöðin segir að lækkandi gengi krónunnar á fyrri hluta rekstrarársins, auk lækkandi af- urðaverðs bræðsluafurða, einkum lýsis, muni leiða til 40 milljóna króna samdráttar í framlegð félagsins á seinni hluta rekstrarársins. Auk þess muni launahækkanir auka rekstrarkostnað fyrirtækisins enn frekar. Að öðru leyti séu forsendur nú óbreyttar frá því sem kynnt var á aðalfundi félagsins í desember sl. Gert er ráð fyrir að lítilsháttar tap verði á reglulegri starfsemi félagsins á rekstrarárinu en félagið segir að breytingai- á gengi krónunnar á seinni hluta ársins geti haft veruleg áhrif á afkomuna. A stjórnarfundi Vinnslustöðvar- innar hf. í gær var samþykkt sam- runaáætlun við sjávarútvegsfyrir- tækið Gandí ehf. Við samrunann verður hlutafé Vinnslustöðvarinnar hf. aukið um 240 milljónir króna og munu hluthafar í Gandí fá það hluta- fé í stað hlutabréfa sinna í Gandí ehf. Eignarhlutur þessara hluthafa verð- ur þá 15,3% af heildarhlutafé Vinnslustöðvarinnar hf. I fréttatilkynningunni kemur fram að gert sé ráð fyrir því að boðað verði til hluthafafundar vegna sam- runans síðari hluta maímánaðar. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 1,1% undanfarna þrjá mánuði Jafngildir 4,4% verð- bólgu á ári VÍSITALA neysluverðs miðuð við verðlag í aprílbyrjun 2000 var 197,6 stig og hækkaði um 0,6% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án hús- næðis var 196,7 stig og hækkaði um 0,5% frá mars. í tilkynningu frá Hagstofunni kemur fram að síðast- liðna tólf mánuði hafi vísitala neyslu- verðs hækkað um 6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 1,1% sem jafngildir 4,4% verðbólgu á ári. Grunnur vísitölunnar hefur verið endurskoðaður og var bílaliðurinn hækkaður vegna aukningar á inn- flutningi bíla árið 1999. Þá hafa út- gjöld heimila til kaupa á símaþjón- ustu og farsímum aukist verulega síðustu ár og er vægi þeirra í grunni vísitölunnar hækkað. Loks er breytt um aðferð við útreikning á vogum fyrir tryggingar og happdrætti. Við mat á verðbreytingu á reikn- aðri húsaleigu er nú miðað við verð- breytingar á húsnæði í landinu öllu. Þá hefur greidd húsaleiga í vísitöl- unni verið endurskoðuð. Niðurstað- an af þessum breytingum er sú að reiknuð leiga hefur verið ofmetin en greidd leiga vanmetin í vísitölu neysluverðs. I heild vega þessar breytingar hvor aðra upp. Frá mars til apríl hækkaði mark- aðsverð á húsnæði um 2% (vísitölu- áhrif 0,19%). Verð á fótum og skóm hækkaði um 5,7% (0,3%) og bensín- verð hækkaði um 2,2% (0,1%). Maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT ifp H O T Q ft. ■: ^ l'aOri Íui’i|l .10 liry.i.i .i liiö óirúlega bj.ui.i cirind.itiios viö hvaða .iO\!.rO(ii -.rm ri, l lvort '.nn n i lcík eða starfi munu ■.m.rO þr-.'. ng IrUleíki gera þér kleift .i0 b.il.i þ.iö .ivallt á þér. ViO ,itiyn)ii.inist aö óbrjótanlea Ijósapri.m rndist að etlífu, en hiin er knúín .il riidiriqarqóðti liUum -rafhlöðu srm híryt ri ítO ’.kijita urn ' I li > ^ 4 LITIR LJÓSIÍDNI UösgEisu i t.RÁmiM RAl IIIADA í.íniMt RAFlll ÓDII MyiH/ií 626 nm. 24° víður 1 X Lithium CR-2032 124 klst. AFML'iítlU CUJLUJí 605 nm. 15° mjór 1 X Lithium CR-2032 124 klst. GULUií 590 nm. 15° mjór 1 X Lithium CR-2032 124 klst. GR/£NN 525 nm. 30° víður 1 X Lithium CR-2032 200 klst. CÆCMiítl 500 nm. 30° víður 2 X Lithium CR-2016 12 - 14 klst. blár 470 nm. 30° víður 2 X Lithium CR-2016 12 - 14 klst. ■ jiyíif/ii 6500 kelvin 20° mjór 2 X Lithium CR-2016 12 -14 klst. ÍNfRA MUUUií ??? ??? 1 X Lithium CR-2032 ??? UtsölustaðiR BENSINSTÖÐIN ISAFIRÐI DROPINN KEII.AVÍK HLAÐ SF. HÚSAVÍK J&J Kjarnanum Selfossi PÓLARIS EHF. AKUREYRI SJÓBÚÐIN AKUREYRI SMUR OG DEKK HORNAFIRÐI VERSLUNIN BLÁFELL GRINDAVÍK Veiðikofinn Egilsstaðir VERSLUNIN VÍK NESKAUPSTAÐ Bk VERSLUNIN ALDAN SANDGERÐI RÁS EHF. ÞORLÁKSHÖFN — ÁRBÆJARBLÓM HRAUNBÆR ÁSTIIND AUSTURVERI BÍLABÚÐ BENNA VAGNHÖFÐA BÍLANAUST VERSIANIR ELLINGSEN GRANDAGARÐI GÍSLI JÓNSSON EHF. BÍLDSHÖFÐA GUÐMUNDUR HERMANNSSON S ÚRSMIÐUR SMÁRANUM Heimskringlan Kringlunni HESTAVÖRUR SÍÐUMÚLA HLAÐ SF. BÍLDSHÖFÐA INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA J. VILHJÁLMSSON BYSSUSMIÐUR MARKIÐ ÁRMÚLA MERKÚR HF. SKÚTUVOGI NANOQ KRINGLUNNI POLARIS KÓPAVOGI RAKARASTOFAN HÓTEL SÖGU SELECT SMÁRANUM SELECT SUÐURFELL SEI.ECT VESTURLANDSVEG SPORTBÚÐIN TÍTAN SELJAVEGI TOKYO GARÐABÆR TÖLTHEIMAR FOSSHÁLSI ÚTILÍF GLÆSIBÆ VEIÐIHORNIÐ HAFNARS VEIÐIVON MÖRKIN VESTURRÖST LAUGAVEGI Dreifing Veiðihúsið Sakka efh. Hólmaslóð 4 101 RVK SÍMAR 898 4047 • 562 Fax 562 1095 Netfang vs.palll@xnet.ls

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.