Morgunblaðið - 15.04.2000, Side 40

Morgunblaðið - 15.04.2000, Side 40
40 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIKU «V Vísindavefur Háskóla fslands Af vatnsföllum, goðafræði og lífverum VISINDI Vísindavefurinn hefur að vanda komið víða við í undan- farinni viku. Auk spurninganna sem birtar eru í pistlinum hér á eftir hefur til að mynda verið fjallað um Artúr konung og riddara hringborðs- ins, tegundir húsa, lausnarhraða frá reikistjörn- um, ávarpsform á Alþingi, kalt og heitt vatn í krönum, meðalaldur íslendinga, hlutabréfavísi- tölur, hvernig salt leysist upp í vatni, aldamót, endimörk geimsins og ófundin frumefni. Þorsteinn Vilhjálmsson, ritstjóri vefjarins, segir að nú sé unnið að breytingum á viðmóti hans og frekari eflingu með fjáröf lun og kynningu. www.opinnhaskoli2000.hi.is Hvers vegna eru ekki fleiri vatnsföll nýtt í eigin farvegi frekar en með uppistöðulón- um? SVAR: Ef náttúrulegt vatnsrennsli í ám stæðist á við raforkuþörf markaðar- ins væri engin ástæða til annars en að virkja ár í farvegi sínum án miðl- unarlóna. Pessu er hins vegar ekki að heilsa. Hagkvæmast er að mæta mis- genginu með því að hámarks afkasta- geta orkuvera nái nokkurn veginn hámarksþörf markaðarins en uppi- stöðulón séu notuð til að jafna mun- inn á sveiflum rennslisins og sveifl- um markaðarins. Eins og fram kemur í svari Egils B. Hreinssonar við spurningunni „Hvemig er hægt að geyma og nýta orku frá vindraf- stöðvum?“, hér á Vísindavefnum, eru uppistöðulón afar hagkvæm til að geyma orku til seinni tíma. Vatnsföll á íslandi skiptast sem kunnugt er í tvennt; bergvatnsár og jökulár ogbergvatnsár skiptast aftur í dragár og lindár. Langmest af virkjanlegu vatnsrennsli í landinu er í jökulám. Dragár hafa ekki skýrt afmörkuð upptök og sækja vatn sitt nálægt yf- irborði jarðar. Rennsli í þeim er afar breytilegt, til dæmis eftir úrkomu á hverjum tíma. í vatnavöxtum getur meðalrennslið margfaldast með nokkrum tugum en á hinn bóginn geta þær þomað alveg upp á veturna (sjá til dæmis Jarðfræði Þorleifs Einarssonar). Lindár eiga upptök sín dýpra í jörðu, oft í einhvers konar afmörkuð- um uppsprettum. Rennsli í þeim er miklu jafnara en í dragám. Þar að auki koma sumar lindár úr stómm stöðuvötnum, eða renna um þau á leið sinni til sjávar, þannig að í þeim er náttúruleg rennslisjöfnun. Rennsli í dragám getur því verið því sem næst jafnt yfir árið. Það er því ekki tilviljun að Sogið, sem kemur úr Þingvallavatni, Laxá í Aðaldal, sem kemur úr Mývatni, og Andakíll, sem kemur úr Skorradalsvatni, vora meðal fyrstu meiri háttar vatnsfalla sem virkjuð vora hér á landi eftir að rafvæðing nútímans hófst. En því miður era slík vatnsföll svo fá að þau ná ekki nærri því að fullnægja kröf- um markaðarins eins og hann er núna í lok 20. aldar. Rennsli í jökulám er afar breyti- legt, bæði eftir árstíðum og veður- skilyrðum, frá einum degi til annars og einnig innan sólarhringsins. Rennslið er lítið á vetram þegar úr- koma sem fellur á jöklana situr þar áfram. Rennsli ánna eykst síðan á vorin þegar snjóa leysir á hálendinu og jöklar taka að bráðna. í rigning- um er rennslið sérlega mikið, bæði vegna rigningarvatnsins sjálfs og eins vegna þess að rigningin leysir mikið vatn með sér frá jöklunum. Einnig munu margir kannast við að rennsli í jökulám á sumrin er talsvert breytilegt yfir daginn, lítið á nótt- unni og að morgni dags, en eykst þegar líður á daginn, bæði vegna hækkandi lofthita og eins vegna sól- bráðar þegar það á við. Þessi dæg- ursveifla getur numið nokkram tug- um prósenta af meðalrennsli. Af þessum ástæðum er afar óhagkvæmt Þess konar líf gæti ekki þrifist úti í fímbulkulda geimsins. að virkja jökulár án vatnsmiðlunar. Sumir halda kannski að orkuþörf markaðarins sé og hafi alltaf verið jöfn yfir árið og jafnvel líka yfir dag- inn. Svo er hins vegar ekki og hefur aldrei verið í sögu rafvæðingar á Is- landi. í fyrstu var rafmagn einkum notað til ljósa og gefur auga leið að sú þörf hefur alls ekld verið jöfn, hvorki yfir sólarhringinn né yfir árið. Þörfin var mest á vetrarkvöldum og í skammdeginu á morgnana. Síðan bættust eldavélamar við. Rafmagns- notkun þeirra er nokkuð jöfn yfir ár- ið en hins vegar er ljóst að hún er engan veginn jöfn yfir sólarhringinn. Það olli rafveitum í landinu talsverð- um erfíðleikum lengi vel og leiddi ýmist til straumrofs eða rafmagns- skömmtunar. Rafmagnsþörf orku- frekra heimilistækja eins og ísskápa og frystikistna sem standa í stofuhita er hins vegar alltaf hin sama. Þegar rafhitun er beitt til húshitunar er þörfin að sjálfsögðu afar árstíða- bundin, mest um vetur en minnst á sumrin. Þannig er árssveiflan bæði í þeirri þörf og lýsingunni beinlínis andstæð náttúralegu sveiflunni í rennsli jökulvatna sem áður var nefnd. Misgengi vatnsrennslis og mai’k- aðar endurspeglast á forvitnilegan hátt í sögu rafveitna á íslandi. Fyrstu áratugi þessarar sögu voru miðlanir takmarkaðar og aíkastag- eta virkjana stundum alllangt um- fram notkunina á nóttunni eða á sumrin. Þá gripu raíveitumar til þess ráðs að bjóða næturrafmagn og sumarrafmagn á sérstökum kjöram. Sumir notendur keyptu til dæmis næturrafmagn til að hita híbýli sín. Rafmagnið var þá látið hita upp vatn á nóttunni en vatnið notað til að hita húsnæðið á daginn. A sama tíma önn- uðu raforkuverin ekki efth-spurninni þegar hún var sem mest, sem þá var til dæmis fyrir og kringum hádegi á vetuma, og þurfti þá að skammta rafmagn. Rafmagnsskömmtun um jólin var þá einnig árlegur viðburður. Þarfir eða ósldr stóriðju gagnvart rafmagnsnotkun era yfirleitt jafnar yfir árið og yfir sólarhinginn. Þó er misjafnt hversu auðvelt mismunandi iðjuver eiga með að laga sig að Hvað mælti Óðinn í eyra Baldri...? breytilegu framboði á orku. I sumum þeirra er kostnaðarsamt að mæta minnkandi orkuframboði, til dæmis vegna þess að taka þarf einstök ker í álveri úr sambandi með mikilli fyrir- höfn. I öðram stóriðjuverum er þetta auðveldara viðfangs, til dæmis í kísil- jámvinnslu eins og á Grandartanga, þar sem straumur er einfaldlega minnkaður á stóram ofnum. Óvænt- ar traflanir era auk þess að sjálf- sögðu erfiðari en boðuð skerðing á raforku á tilteknum tíma, því slíkan tíma má stundum nota til viðhalds. Sumum kann ef til vill að detta í hug það fangaráð að miða náttúra- lega afkastagetu virkjaðra fallvatna (án miðlana) við það að hún dugi allt- af til að mæta kröfu markaðarins á hverjum tíma. En úr textanum hér á undan má lesa að slíkt yrði afar dýrt því að þá þyrfti að margfalda virkj- anir í landinu án þess að orkusalan ykist. Heimildir og tilvitnanir eru á vefsíðu. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði og vísindasögu við raunvfsindadeild Háskóla íslands Hverju hvíslaði Óðinn í eyra Baldurs? SVAR: Vel er spurt og af miklum fróð- skap. En þeim sem ætlað er að svara Ófæruselsfoss í Jökulsá í Fljótsdal. hlýtur að verða ónotalega við. Spurn- ingin er ættuð frá Óðni sjálfum og boðar mönnum feigð. Henni er varp- að fram í fornum ritum þegar Óðinn keppir í visku við Vafþrúðni og Heið- rek konung. í Vafþrúðnismálum dylst Óðinn sem Gagnráður og undir nafni Gestumblinda í Hervarar sögu og Heiðreks. A báðum stöðum af- hjúpar hann sjálfan sig með ofan- greindri spurningu og hlýtur sigur í keppninni. Óðinn einn veit hverju hann hvíslaði í eyra Baldri á líkbör- unum. í Hervarar sögu og Heiðreks (sem er talin með fornaldarsögum) spyr Óðinn eða Gestumblindi: „Segðu það þá hinst ef þú ert hverjum konungi vitrari: Hvað mælti Óðinn í eyra Baldri, áður hann væri á bál hafiður?“ Heiðrekur konungur segii’: „Það veistu einn, rög vættur.“ Og þá bregður Heiðrekur Tyrfingi og höggur til hans en Óðinn brást þá í vaklíki og fló á brott. í Vafþrúðnismálum ber Óðinn spuminguna fram með þessum hætti: „Fjöldegfór, fjöld eg freistaðag, fjöldegreyndaregin. Hvað mælti Óðinn, áður á bál stigi, sjálfuríeyrasyni?“ Vaíþrúðnirkvað: „Ey manni það veit hvað þú í árdaga sagðiríeyrasyni. Feigum munni mælta eg mína foma stafi ogumragnarök." Vafþrúðnir kvað: „Nú eg við Oðin deildag mína orðspeki, þú ert æ vísastur vera.“ Ekki verður við okkur dauðlega fræðimenn sakast þótt við stöndum á gati andspænis þeirri spurningu sem hefur orðið jötnum og konungum að falli til foma. Gísli Siyurðsson, sérfræðingur við Stofnun Áma Magnússonar Gætu ekki verið til lífverur á öðrum hnöttum sem geta lif- að án vatns og sólar? SVAR: Það er deginum ljósara að líf eins og við þekkjum það á jörðinni þarfn- ast vatns. Líf jarðarinnar hefur þróast í vatni og með vatni og lífver- ur hafa lært að nýta sér hina sér- stöku eiginleika þessa vökva. Vatn, ásamt vetnis- og hydroxyljónum sem myndast við sundmn þess, ráða að verulegu leyti byggingu og líffræði- legum eiginleikum prótína, kjarn- sýra, fitusameinda og ýmissa ann- arra sameinda í lifandi framu. Vatn er með öðram orðum langt frá því að vera hlutlaust uppfyllingarefni í frumum heldur er það virkur þátt- takandi í lífsstarfseminni. Líf af þeirri gerð sem við þekkjum á jörðinni má því teljast útilokað án vatns. Menn hafa hins vegar velt því fyrir sér hvort annars konar líf hafi getað þróast við allt aðrar aðstæður. Er til dæmis hugsanlegt að ammon- íak, sem gnægð er af til dæmis á Júp- íter, gæti komið í stað vatns sem uppistaða lífs? Eða gæti verið til líf sem notfærði sér kísil í stað kolefnis og kæmist af án vatns? Ekki hefur mönnum gengið vel að gera grein fyrir væntanlegum eiginleikum þess- ara eða annarra „annars heims líf- vera“ og því eru uppástungur um annars konar líf enn langt frá því að vera sannfærandi. Því fer þó fjarri að við vatnsósa jarðarbúar getum útilokað að annars konar líf sé til annars staðar í al- heimi. En meðan við þekkjum ekki annað höldum við víst áfram að telja líklegast að lífverur á öðrum reiki- stjörnum í öðrum sólkerfum séu, ef til eru, vatns- og kolefnisverur líkt og við sjálf. Ef mönnum gefst einhvern tíma kostur á að leita að lífi annars staðar í alheimi verður eflaust leitað einmitt að slíku lífi. Allt annars konar líf gæti farið framhjá mönnum nema það hafi skilið eftir sig einhver áber- andi verksummerki. Reyndar er erf- itt að ímynda sér líf sem umbreytir ekki umhverfi sínu að einhverju leyti. Hvað sólina varðar þá eru geislar hennar og ylur vissulega dýnnæt íyrir lífið eins og það birtist okkur á jörðinni. Þess konar líf gæti ekki þrifíst úti í fimbulkulda geimsins. Samt sem áður getur líf vel þrifist án sólarljóss. Fjöldi bakteríutegunda vinnur sér orku með svonefndri efna- tillífun, til dæmis með oxun járns, vetnis eða brennisteinssúlfíðs. Þær þurfa ekki á orku sólarljóssins að halda. Við heita hveri djúpt á sjávar- botni hafa fundist samfélög dýra sem nýta sér frumframleiðslu slíkra bakt- ería. Þarna gegna efnatillífandi bakt- eríur sama hlutverki og ljóstillífandi grænar plöntur þar sem sólar nýtur við. Mikið bakteríulíf er líka undir yf- irborði jarðar niður á nokkurra kíló- metra dýpi og er það líklega að miklu leyti háð efnatillífun. Það er því ekki rétt sem stundum heyrist fullyrt að grænar plöntur séu undirstaða alls lífs á jörðinni. Guðmundur Eggertsson, prtífessor í sameindalíffræði við raunvísindadeild Háskóla Islands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.