Morgunblaðið - 15.04.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 15.04.2000, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 47 SHtfgtntftbifeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRIÐUR Á ALMENNUM VINNUMARKAÐI SAMNINGAR Samtaka atvinnulífsins við Flóabandalag- ið svonefnda og Verkamannasambandið eru merkilegir af ýmsum ástæðum, en þó fyrst og fremst vegna þess, að þeir tryggja láglaunafólki verulegar launahækkanir um- fram aðra, svo og vegna þess, að þeir tryggja vinnufrið í nær fjögur ár. Það segir sig sjálft, hversu mikilvægt það er fyrir atvinnulífið að friður er tryggður með samningunum í svo langan tíma og reyndar er það mikilvægt fyrir efna- hagslífið í heild. Atvinnufyrirtækin fá nú einstakt tækifæri til að skipuleggja rekstur sinn, auka framleiðni og hagræð- ingu, og þar með arðsemi, sem er forsenda þess að þau geti staðið undir kostnaði af samningunum. Vinnufriðurinn er því allra hagur, ekki sízt verkafólksins, sem gerir samning- ana. Kjarasamningar SA við Flóabandalagið og VMSÍ marka kjarastefnuna í landinu næstu fjögur árin og verður erfið- ara nú en fyrr fyrir önnur launaþegasamtök að brjótast út úr launastefnu almenna vinnumarkaðarins vegna þess að ákvæði eru í samningunum sem tryggja endurupptöku þeirra verði samið um umtalsverðar hækkanir til annarra eða verðbólgan fer á skrið. Ólíklegt er því, að verkafólk þurfi að horfa upp á það nú, eins og í kjölfar síðustu kjara- samninga, að aðrir launþegahópar fái miklu meiri launa- hækkanir. Ríkisvaldið kom að mörkun þessarar launastefnu með ýmsum aðgerðum, m.a. í skattamálum og trygginga- málum, sem koma að sjálfsögðu öllum launþegum til góða. Ósætti Flóabandalagsins og forustu VMSI setti óneitan- lega mikinn svip á samningagerðina að þessu sinni, en nið- urstaðan í samningum beggja hópa er mjög svipuð. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur að samningarnir feli í sér 19,8% launakostnaðarauka fyrir- tækja á samningstímabilinu hjá VMSI, eða um 1% meira en hjá Flóabandalaginu. Á móti komi, að samningar VMSÍ eru til ársloka 2003, þremur og hálfum mánuði lengur en hjá Flóabandalaginu. Höfuðmáli skiptir að sjálfsögðu við samningsgerðina, að hún er ekki talin raska efnahagslegum stöðugleika. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði m.a. eftir samninga SA og VMSÍ: „Þessir samningar gefa ekki tilefni til að hrinda af stað nýrri verðbólguskriðu,“ og hann telur, að öllu samanlögðu eigi samningagerðin ekki að tefla stöð- ugleikanum í tvísýnu og ekki sé tilefni til að endurskoða þjóðhagsáætlun þeirra vegna. Forustumenn ríkisstjórnarinnar, Geir H. Haarde, fjár- málaráðherra, og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, lýstu báðir ánægju sinni með að samningar hafi tekizt án verkfalla og vinnufriður sé tryggður um land allt. Halldór sagði m.a.: „Eg hef látið í Ijós áður, að það væri mikið áhyggjuefni fyrir landsbyggðina ef orðið hefði verkfall þar sérstaklega, en ekki annars staðar á landinu, og þess vegna er það mjög ánægjulegt, að þessu skuli hafa verið afstýrt." Taka má undir þessi ummæli utanríkisráðherra, því verk- fall VMSI á landsbyggðinni á sama tíma og vinnufriður hefði ríkt á höfuðborgarsvæðinu hefði skaðað atvinnulíf úti á landi mikið og vafalaust aukið fólksflutninga suður. ELIAN TTVERNIG má það vera að í öflugasta lýðræðisríki veraldar XI skuli það geta gerst að ungum dreng er missir móður sína sé mánuðum saman haldið í gíslingu af ættmennum er af pólit- ískum ástæðum neita að afhenda drenginn föður sínum? Hvernig stendur á því að hin pólitíska barátta getur tekið á sig þá mynd að ungur drengur verður leiksoppur ekki einungis í bandarískri kosningabaráttu heldur einnig í hinni undarlegu deilu Bandaríkjanna við Kúbu? Auðvitað er Kúba ekkert fyrirmyndarríki. Og vissulega var fyrir þremur áratugum ástæða fyrir Bandaríkin til að hafa verulegar áhyggjur af því hlutverld er Kúbustjórn gegndi á al- þjóðavettvangi. En dettur nokkrum manni í hug að Banda- ríkjunum stafi í dag einhver ógn af Kúbu? Er nokkuð sem rétt- lætir viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu annað en hagsmunir bandarískra stjómmálamanna er treysta á fylgi kúbanskra útlaga? Að gera sex ára dreng að vopni í þessari baráttu og meina honum að sameinast föður sínum er nær óskiljanlegt. Það er löngu orðið tímabært að sápuóperunni í Litlu Havana ljúki og að Elian fái loks að halda til heimkynna sinna á nýjan leik. MIKLAR umræður hafa orðið um verð- hækkanir matvöru á undanförnum mánuðum og óeðhlega mikinn mun á verðlagi nauðsynjavöru hér samanbor- ið við nágrannalöndin. Tvennt blasir við þegar umskiptin á matvöru- markaði eru skoðuð. Annars vegar liggur fyrir að innlend matvara hækkaði um 6,8% á síðasta ári og um 7,4% ef búvara er undanskilin. Innflutt mat- og drykkjarvara hækkaði á sama tíma enn meira, eða um 7,8%, skv. mati sérfræðinga Seðlabankans. Á undanförnum misserum hefur svo átt sér stað mikil samþjöppun á matvörumarkaðinum sem margir hafa talið að sé nú að leiða af sér fákeppni og að stóru matvörukeðjurnar haldi uppi matvöru- verði í skjóli sterkrar stöðu. „Umskiptin í verðþróun matvæla urðu tiltölulega skyndileg, því í júlí nam 12 mánaða verðhækkun mat- og drykkjarvöru einungis 2,1%,“ segir í Pen- ingamálum, riti Seðlabankans. Þar er bent á að sá munur sem er á verðhækkunum á mat- og drykkj- arvörum á íslandi og í helstu viðskiptalöndum verði ekki skýrður með gengisþróun krónunnar, enda hafi gengi hennar hækkað gagnvart vegnu meðal- tali gjaldmiðla viðskiptalandanna og mest gagnvart evrópskum gjaldmiðlum. Eðlilegt sé að leita skýr- inga í mikilli innlendri eftirspurn og umskiptum á innlendum matvörumarkaði, t.d. samruna fyrir- tækja sem kunni að hafa dregið úr verðsamkeppni og leitt til hærri álagningar. Staðhæfing gegn staðhæfingu Þrátt fyrir miklar umræður að undanförnu hefur enginn botn fengist í hverjar eru raunverulegar or- sakir þessara verðhækkana. Uppi eru staðhæfingar gegn staðhæfingum um hverjir séu ábyrgir fyrir þeim hækkunum sem orðið hafa. „Heildsalarnir benda á smásalann og smásalinn á heildsalann. Mestar líkur eru á að sökin liggi að hluta til hjá báð- um aðilum,“ segir heimildarmaður sem þekkir vel til samkeppnismála á matvörumarkaði. Forsvarsmenn Baugs halda því fram að tíu stærstu birgjarnir, af 15 birgjum sem Baugur skiptir aðallega við, hafi hækkað verð hjá sér að meðaltali um 5-10% á síðustu 12-14 mánuðum. Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Kaupáss, sem rekur Nóatúnsverslanimar, KÁ, 11-11 verslan- irnar og Kostakaup, hefur tekið í sama streng. Inn- lendir og erlendir birgjar hafi hækkað vöru sína í verði og óhjákvæmilegt sé að hækkanirnar fari út í verðlagið. Tvöfalda beinan innflutning Þegar talsmenn Baugs birtu yfirlýsingu sína á blaðamannafundi fyrir seinustu mánaðamót um að matvöruverð í verslunum Baugs yrði ekki hækkað næstu tvö árin vegna aukinnar álagningar, var jafn- framt frá því greint að fyrirtækið stefndi að því að tvöfalda eigin innflutning matvöru úr 7% í 14% á einu ári. Vakið hefur mikla athygli hversu lágt hlut- fall matvöru verslana Baugs hefur verið flutt inn beint. „Meginskýringin er sú að menn eru rétt að ná þeirri magntölu sem þarf til þess að standa í svona innflutningi. Sú hagræðing sem við höfum verið að benda á að fælist í þessari stærð er milliliðalaus innflutningur. Til að komast inn á þessi fyrirtæki þurfum við að vera í ákveðinni stærð,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs. Baugur kaupir bæði beint frá verksmiðjum og í gegnum sameiginlega innkaupasamninga með Reitangruppen og auk þess beint af vörulager Tesco. „Við höfum líka verið með viðskiptasambönd við Wal-Mart í gegnum Samsclub í Bandaríkjunum. Við erum því með ýmsa anga úti til þess að efla þessa einingu,“ segir hann. Aðspurður hvort fyrirtækið flytji inn vörur frá milliliðum erlendis og hvaða spamaður fælist í því sagði Jón Ásgeir að innkaup erlendis frá væru þrí- þætt. Innkaup hjá Tesco væru beint frá smásala og nyti Baugur innkaupsverðs þess. „Sumt kaupum við beint af verksmiðjum, annað erum við að kaupa í gegnum vöruhús, þar sem við skuldbindum okkur til að kaupa ákveðið magn fyrir ákveðna upphæð á ári og fáum þá að njóta ákveðinna kjara,“ segir Jón Ásgeir og bætir við að ótvíræður sparnaður felist í þessu. Heildsali fær oft þóknun þó vara sé flutt inn beint Búr ætlar að auka eigin innflutning um helming Forsvarsmenn Kaupáss og Búrs ehf., innkaupa- og birgðahaldsfyrirtækis verslana Kaupáss, Sam- kaups, kaupfélaganna o.fl., hafa sett sér sambæri- leg markmið um beinan innflutning. „Það er athyglisvert að á síðasta ári, þegar gengi flestra mynta sem tengd eru evrunni lækkuðu, gengi dönsku krónunnar lækkaði t.d. um 10% á milli ára og hefur raunar lækkað um tæp 4% til við- bótar frá seinustu áramótum, þá hefur lítið orðið vart við verðlækkanir á markaðinum hér. Á hinn bóginn hafa ýmsir hækkað vörur sínar. Dollarinn hefur að vísu verið sterkur. Svo ætti það líka að hjálpa mönnum að lækka vörur frá þessum löndum að yfirleitt eru skipafélögin með viðmiðunina í myntum landanna sem varan er flutt frá og þess vegna hefði flutningskostnaðurinn til landsins átt að fylgja með. Það hefðu því átt að koma fram veru- legar lækkanir á síðasta ári hér á landi,“ segir Sig- urður Á. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búrs. „Við erum að sjá að það hafa verið verðlækkanir á okkar eigin innflutningi og þess vegna höfum við tekið þá afstöðu að auka þann innflutning og auka vöruvalið og reyna að ná meiri árangri þar. Eg geri ráð fyrir því að við munum auka innflutning okkar frá Danmörku um helming miðað við það sem áður var,“ segir Sigurður. „Það hefur að vísu ekki verið mjög hátt hlutfall af heildarsölu okkar en við erum að ná árangri þar núna,“ segir hann. Málsvarar innflytjenda og heildsölufyrirtækja hafa vísað því á bug að orsaka hækkana sé að leita hjá þeim. Haukur Þór Hauksson, formaður Sam- taka verslunarinnar, FÍS, lýsti því yfir á aðalfundi samtakanna nýverið að fjöldi félagsmanna fullyrti að verð hafi ekki hækkað í heildsölu síðustu tólf til átján mánuði. „Gildir þá einu hvort fyrirtækin eru að selja vörur á dagvörumarkaði eða á öðrum mörk- uðum,“ sagði hann. Haukur segir í samtali við Morgunblaðið almennt um þróunina að undanförnu að ljóst sé að verðlag á langflestum vörutegundum hér á landi hafi lækkað og framlegð og álagning fyrirtækja í innflutningi, bæði í smásölu og heildsölu, hafi verið að lækka mikið. „Það má lesa út úr opinberum skýrslum að skilvirkni og framleiðni í íslenskum verslunarfyrir- tækjum er að aukast og álagning hefur verið að lækka. Það hefur enginn boðað til blaðamannafund- ar þó hann lækki álagningu. En ef einhver ætlar að hætta að hækka álagningu, þá er boðað til blaða- mannafundar. Þetta er ein allsherjar ekkifrétt," segir Haukur. Neytendasamtökin og ASI gerðu tilraun til að fara í saumana á verðmyndun innfluttrar matvöru í janúar sl. en varð lítt ágengt þar sem afar erfitt reynist að fá upplýsingar frá birgjum og verslun- um. Sú athugun leiddi þó í Ijós að flutningskostnað- ur hefði ekki hækkað á umræddu tímabili og verða hækkanir ekki raktar til þess þáttar, skv. upplýs- ingum sem fengust hjá Ágústu Ýr Þorbergsdóttur, verkefnisstjóra samstarfsverkefnis Neytendasam- takanna og ASÍ. Amar Bjarnason, framkvæmdastjóra Gripið og greitt, sem er fyrirtæki í eigu um 15 heildsala og annast dreifingu á dagvöru, segist ekki hafa orðið var við verðhækkanir hjá birgjum og heildsölum líkt og talsmenn Baugs halda fram. Verðbreytingar sem orðið hafi eigi sér eðlilegar skýringar. „Það er engin spurning að smásalan hefur verið að hækka vöruverð kerfisbundið í um það bil eitt ár,“ segir einn heimildarmanna blaðsins sem þekkir vel til á markaðinum. Bendir hann á að í raun hafi öll samkeppni farið mjög minnkandi, langt sé síðan menn sáu alvöru verðstríð á milli matvöruverslana og baráttu um viðskiptavini. Segja megi að í 1-2 ár hafi rikt eitthvert mesta logn á matvörumarkaðin- um sem sést hafi í mörg ár. „Það hefur t.d. ekki orð- ið verðstríð í grænmeti í tvö ár, sem var hefðbundið á hverju sumri,“ bendir einn viðmælenda blaðsins á. ísland nær eina Evrópulandið sem ekki mælir heildsöluverð Mjög erfitt er að afla upplýsinga um verðmyndun á matvöru og álagningu í heildsölu og dreifingar- kostnað. Engar upplýsingar liggja fyrir opinber- lega um verðmyndun matvöru á leið hennar frá framleiðanda til neytanda í gegnum milliliði, flutn- ingsfyrirtæki og vöruhús. Aðeins tvö lönd í Evrópu mæla ekki og reikna út svokallaða framleiðenda- og heildsöluvísitölu, en þau eru ísland og Austurríki, skv. upplýsingum Rósmundar Guðnasonar á Hag- stofu Islands. Hagstofan hefur mikinn áhuga á að taka slíka vísitölumælingu í notkun og hefur verið lögð fram beiðni um fjárveitingu á fjárlögum næsta árs vegna þess verkefnis. Bæði talsmenn matvörukaupmanna og innflytj- enda taka raunar undir að þörf sé á að heildsöluvísi- tala verði reiknuð. Talið er ljóst að slík framleiðslu- og heildsöluvísitala, sem mælir bæði verð framleiðenda og heild- sölu, geti gefið mikilsverðar vísbending- ar um undirliggjandi þætti í verðlags- þróuninni. Ólíkar upplýsingar um álagningu Mjög misvísandi svör fást hjá viðmælendum þeg- ar leitað var upplýsinga um hver væri meðalálag- ning í matvöru- og heildverslun. Jón Ásgeir segist áætla að meðalálagning matvöruverslana yfir allt landið sé um 20% en meðalálagning heildsölunnar sé 30%. Þá hafi innflutningstollar mikil áhrif á verð í ákveðnum vöruflokkum. Auk þess sé mjög dýrt að sigla með vörur til Islands. Hann segir flutnings- gjöld ekki hafa hækkað að undanförnu en hins veg- ar hafi ýmis þjónustugjöld skipafélaganna hækkað mikið. „Það er alveg ljóst að meðalálagning í heildsölu á íslandi er um 30%. Ég held að ísland sé eina vest- ræna landið þar sem meira er lagt á vöruna í heild- sölu en í smásölu," segir Jón Asgeir. Hann segir mikinn mun á álagningu heildsölu hér á landi og hjá Þrátt fyrir að matvörukeðjurnar flytji í vaxandi mæli þurrvöru beint til landsins snið- ________ ganga þær ekki íslensku heildsalana, sem eru með umboð fyrir viðkomandi merkjavöru við innkaupin. „Þetta gerist með tvennum hætti,“ segir Jón Ásgeir. ,Annars vegar kaup- um við beint af heildsölum og svo er til sú leið að við kaupum vöruna í vöruhúsi erlendis, flytjum hana inn sjálfir en heildsalinn hér fær um- boðsþóknun fyrir að markaðssetja vöruna, en hann er í raun umboðsmaður vörunnar. Við sjáum þannig um að kaupa inn, flytja vöruna til landsins, setjum hana á lager og dreifum henni. Það er ekkert kerfi eins ódýrt og kerfið okkar. Við munum sjá þá þróun að heildsalar og birgjar taki sig saman um dreif- ingu á matvöru," segir Jón. Engin alvöru verðstríð háð á markaðinum lengur Umskipti á matvöru- markaði * Island er eitt á báti með Austurríki sem einu Evrópuþjóðirn- ar sem ekki birta heildsöluvísitölu. Þrátt fyrir háværar um- ræður um verðhækkanir á matvörumarkaði liggja engar upp- lýsingar fyrir um verðmyndun matvöru. I grein Ómars Friðrikssonar kemur fram að margir eru þeirrar skoðunar að samkeppni sé hverfandi á matvörumarkaði vegna meiri sam- þjöppunar. Stóru matvörukeðjurnar boða beinan innflutning og hagræðingu en stærri heildsölur laga sig að nýjum mark- aðsaðstæðum og telja hlutverki sínu hvergi nærri lokið. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Matvöruverslun á Islandi gengur í gegnum miklar breytingar. heildsölum sem Baugur skiptir við erlendis. Þó beri að taka fram að íslenskir heildsalar sjái yfirleitt um markaðssetningu vörunnar. „En þessi grein leitar ekki hagræðingar nema að litlu leyti. Yfirleitt eru stærri heildsölur úti með sameiginlegt vöruhús og sameiginlega dreifingu. Hérna er hins vegar mikið óhagræði. Það þarf ekki annað en að aka um Sunda- garða og Skútuvoginn og sjá þessar heildsölur þar hlið við hlið, hver með sitt vöruhús, hver með sitt innkaupakerfi, sölumenn, dreifingu og svo fram- vegis,“ segir Jón Ásgeir. Fram hefur komið að framlegð í verslunum Baugs, þ.e. mismunur útsöluverðs og verð að- keyptrar vöru, sé 21,7%. Heildsalar segja það fjarri lagi að meðalheild- söluálagning sé á bilinu 20-30% eins og ýmsir við- mælendur blaðsins halda fram. Mjög ólíkar tölur eru nefndar meðal birgja og innan matvöruverslun- arinnar. Nokkrir viðmælenda segja að þó finna megi dæmi um yfir 20-25% álagningu birgja séu þau tilfelli mun fleiri þar sem álagningarhlutfallið sé til muna lægra. Einnig er bent á að hafa beri í huga að búið hafi verið til flókið afsláttarkerfi, út frá verðlistum innflytjendanna, sem sé mjög frá- brugðið því sem þekkt sé í flestum nálægum lönd- um. Haukur Þ. Hauksson segist ekki geta svarað því hver sé meðalálagning heildsala hér á landi. í félag- inu séu 300 fyrirtæki heildsala og smásala og stór hluti þeirra séu lokuð fjölskyldufyrirtæki og því liggi þessar upplýsingar ekki frammi. Friðþjófur O. Johnson, forstjóri Ó. Johnson & Kaaber, segir erfitt að gefa ákveðna mynd af með- alálagningu í heilsölu, enda sé hún mjög misjöfn og ráðist af ýmsu, s.s. magni, verðstofni, samkeppni og fleiri þáttum. „Auk þess eru ýmsar matvörur háðar miklum sveiflum á heimsmarkaði, en eins og flestir vita sveiflast verð á t.d. sykri, hveiti, maís o.fl. mikið eftir veðurfari, þ.e. regni og hita. Einnig hafa stærri fjárfestar eins og erlendir lífeyrissjóðir o.fl. stundað síaukna spákaupmennsku á þessum mörk- uðum, þannig að verð sveiflast enn frekar. Þau mat- væli sem í grunn byggjast á þessum afurðum hljóta þar af leiðandi að sveiflast eftir þessu,“ segir hann. Samþjöppun Smásölumarkaðurinn fyrir daglegar neysluvörur á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið stórstígum breytingum á undanförnum misserum. Skv. athug- unum Samkeppnisstofnunar á seinasta ári voru Baugsverslanirnar og Kaupássverslanirnar þá komnar með um eða yfir 80% markaðshlutdeild á höfuðborgarsvæðinu, miðað við hlutdeild einstakra verslana á árinu 1998. Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu í júlí í fyrra að yfirtaka Baugs á Vöruveltunni, sem rak 10- 11 verslanirnar, hafi haft í för með sér aukningu á markaðshlutdeild fyrirtækisins úr rúmlega 50% í 57-58% á smásölumarkaði fyrir matvöru. „Stærsti keppinauturinn er Kaupás, sem rekur Nóatúns- verslanirnar, 11-11 og KÁ, og hefur markaðshlut- deild Kaupáss aukist eftir yfirtökuna, úr 20 í 25%, þar sem Kaupás keypti þær Nýkaupsverslanir sem Baugur seldi. Markaðshlutdeild annarra keppi- nauta á þessum markaði er á bilinu 2-5%,“ segir í áliti samkeppnisráðs. Ekki er talið að markaðshlut- deild keðjanna hafi breyst nema að óverulegu leyti frájpví að þessi athugun var gerð. Á aðfangamarkaðinum, þ.e. markaðinum fyrir viðskipti matvöruverslana við birgja, hefur einnig átt sér stað samþjöppun og það sem einkennt hefur þróun á þessum markaði undanfarin ár er stofnun og rekstur eigin aðfangafyrirtækja stærstu versl- unai’keðjanna. Auk Aðfanga er Búr ehf. stærst þessara fyrirtækja. Búr annast innkaup og dreif- ingu fyrir verslanir Kaupáss, þ.e. Nóatún, 11-11 og Kaupfélag Árnesinga, auk flest allra kaupfélaga. Að mati samkeppnisráðsins taldist markaðshlut- deild Aðfanga 43% eftir yfirtökuna og sölu tveggja Nýkaupsverslana og Búrs um 41%. Stórmarkaðir juku veltu sína um 27,2% á fyrstu 10 mánuðum seinasta árs miðað við sama tíma 1998, en velta matvöruverslana undir 400 fermetrum dróst saman um 13,5% skv. upplýsingum Þjóðhags- stofnunar. Gátu ekki hækkað vegna þess hve sam- keppnivar hörð Það er mat nokkurra viðmælenda að rík ástæða sé til að hafa áhyggjur af fákeppni þar sem aðstæð- ur á matvörumarkaðinum og rekstrarumhverfi séu gjörbreyttar frá því sem áður var. „Markaðurinn er nú allur miklu viðráðanlegri, landslagið er gjörbreytt og það gefur mönnum færi á að hækka vöruverð ef þeir kjósa svo, hvort sem það er tilefni til þess eða ekki. Lengi vel var ástand- ið þannig, að jafnvel þó um verulegar hækkanir væri að ræða á innflutningsverði gátu verslanirnar ekki hækkað útsöluverðið. Þannig var kaffiverð t.d. óbreytt í tvö ár þrátt fyrir hækkanir á heimsmark- aðsverði á kaffi. Samkeppnin var það blóðug að það þorði enginn að hækka kaffið. Nú þurfa aðeins tveir aðilar að tala saman og allur markaðurinn fylgir á eftir. Það er enginn óþekkur lengur á markaðinum sem ekki dansar með,“ segir einn viðmælenda blaðsins. Ljóst er talið að sameining verslunarkeðjanna hefur verið mjög kostnaðarsöm og átt hafi sér stað mikil fjárfesting í verslunarhúsnæði. Því er m.a. haldið fram að þegur Baugur byggði 10 þúsund fer- metra vörugeymslu hafi í raun orðið til enn einn milliliðurinn og staðhæfa sumir heimildarmanna að kostnaðarálagning vegna vöruhússins sé 6-7%. Jón Ásgeir vísar því á bug að Aðfóng séu kostn- aðaraukandi milliliður í verslunarkerfi Baugs. „Það er ekki aðeins að við kaupum inn á einum stað held- ur fá allar verslanimar afgreiðslu á einum stað. Áð- ur fyrr var t.d. venjuleg Bónusverslun að fá 150 vörusendingar þegar hún keypti inn beint af heildsalanum og hafði ekkert vöruhús á bak við sig, í dag fær hún kannski 6. Það er því mikið hagræði að skapast í verslununum líka.“ Jón Ásgeir segir rangt að Aðföng taki 6-7% fyrir sinn þátt í dreifingunni og segir hagræðingu í vöru- húsinu sambærilega því sem þekkist erlendis. Þarna sé um að ræða milliliði þar sem vöruhúsa- dreifingarkostnaður sé á bilinu 3-4% andstætt heildsalanum sem taki hátt í 20% fyrir sömu þjón- ustu að markaðsgjaldinu frátöldu. Jón Ásgeir segir að vöruhús Aðfanga skili aug- ljósri hagræðingu fyrir fyrirtækið. Sex vörubílar sjái um dreifinguna frá húsinu í verslanir. „Þar er mjög sjáanlegur sparnaður auk þess sem það skiptir miklu máli við innkaup sé hægt að kaupa inn á aðfangalager í gámum eða á brettum. Þegar gerðir eru samningar við stærri vöruhús er- lendis skiptir máli að geta keypt fyrir ákveðna upp- hæð svo hægt sé að njóta ákveðinna kjara.“ Aukin harka í viðskiptum Fram kom í samtölum við nokkra heimildarmenn á markaðinum, sem ekki vildu koma fram undir nafni, að harkan hefði aukist í samskiptum verslana og birgja. „Heildsalar hafa þurft að lúta í grasið fyrir stóru aðilunum, sem hafa einfaldlega hótað að henda vörum þeirra út. Hins vegar er mikill fjöldi fólks að vinna hjá heildsölum og þjóna stóru versl- ununum gríðarlega vel, sem þær eiga ekki mögu- leika á að gera sjálfar,“ sagði einn viðmælenda blaðsins. „Baugur hefur náð svo sterkri samningsstöðu að hann getur aukið álagninguna, krafist meiri afslátta af birgjum og hótað að öðrum kosti að flytja vörur beint inn. Þeir gera orðið svo óheyrilegar kröfur um þjónustu að engu lagi er líkt,“ segir annar heimildarmaður blaðsins. „Viðskiptin á þessum markaði eru með ýmsum hætti,“ sagði Jón Ásgeir þegar þetta var borið undir hann. „Það er alveg ljóst að verslan- ir okkar eru að kaupa vörur og selja og breyta vöru- vali fram og til baka. Það er vel hægt að gera sér í hugarlund að heildsalar séu ósáttir þegar vörur þeirra eru ekki lengur inn í vöruvali verslana, en ástæðan fyrir því er sú að þær eru ekki lengur vin- sælar meðal neytenda eða samkeppnishæfar í verði. Menn hafa ekki aðrar hvatir að leiðarljósi í innkaupum en þessar. Vöruhús okkar hefur skýr markmið um að kaupa þar sem verðið er lægst, það ætlar sér að vera með bestu viðskiptakjör á Islandi, enda stærsti kaupandi matvöru. Þessum markmið- um er fylgt og ég held að framkoma okkar við birgja sé í góðu lagi, miðað við það sem gerist er- lendis þar sem menn eru að kaupa hillupláss dýrum dómi til að gefa ákveðinn byrjunarafslátt af vöru á meðan hún er að komast inn í vöruval, sem getur numið allt upp undir 50%. Ég held að menn hafi bara verið of góðu vanir hér og hrokkið í kút þegar þessi hagræðingarbylgja fór af stað,“ segir Jón As- geir. Færri, stærri og öflugri heildsölufyrirtæki Að sögn Hauks Þ. Haukssonar, formanns FÍS* hefur heildsölum fækkað að undanfömu. Heildsöl- ur hafa sameinast í ríkum mæli að undanfornu. Ætla megi að um 90% vara sem koma í gegnum heildsölur inn á matvörumarkaðinn séu frá 15 heildsölum, og 5-6 heildsalar séu þar uppistaðan. „Það er nú orðið svo að matvöruheildsalar eru til- tölulega fáir en stórir. Þeir eru mjög tæknivæddir og hafa fjárfest mikið, bæði í húsnæði og tæknibún- aði. Skilvirkni þeirra hefur aukist," segir hann. „I flestum löndum er það hlutverk innflytjand- ans, sem er nokkurskonar framlengdur armur framleiðandans, að sjá um markaðssetningu og kynna vöruna sjálfa og það er það sem heildsalar gera hér á landi, að kynna vöruna, koma henni á markað og svo er það hlutverk smásalans að selja vöruna,“ segir Haukur. „Völdin hafa verið að færast frá heildsalanum og framleiðandanum til smásalans. Við höfum ekki nema þrjá stóra smásala hér á landi og það eru því í rauninni gefnir miklu meiri afslættir í dag en gert var áður vegna þess að þeir eru með töglin og hagldirnar. Þetta ástand hefur versnað eftir úr- skurð samkeppnisráðs sl. sumar, þar sem ráðið taldi sig ekki geta komið í veg fyrir samrunann. Ákveðnir menn í verslun á íslandi héldu því fram þá að þessi niðurstaða væri ávísun á 4-6% hækkun. Þetta styrkti stöðu þeirra svo mikið. Núna er verið að breyta samkeppnislögunum, mjög til bóta, en ef sú breyting hefði verið komin á í fyrra hefði þetta aldrei gengið í gegn,“ segir Haukur. Einn heildsala sem rætt var við sagði það álita- mál hvort aukinn beinn innflutningur matvöru: verslanakeðjanna kæmi verr niður á heildsölum en r verslununum sjálfum þegar upp væri staðið. „Það er ekki nóg að varan standi til boða í verslununum, það þarf að auglýsa þær og kynna þær. Ég hef ekki séð matvörukeðjumar auglýsa sérstaklega vörur sem þær hafa flutt inn beint.“ Jón Ásgeir var spurður hvort ekki væri óhjá- kvæmilegt að það hlutverk heildsalanna að sjá um markaðssetningu vöru og kynningu færðist yfir á herðar matvörukeðjanna þegar þær auka beinan innflutning. „Jú, og síðustu misseri hafa verslanir verið að taka yfir markaðssetningu á ákveðnum vöruflokkum. Ég held að við getum gert það alveg jafn vel og heildsalinn," segir Jón Ásgeir. „Hlutverk heildsala er að breytast. í dag erum við fyrst og fremst markaðsfyrirtæki með það hlut- verk að koma vörum sem kynntar hafa verið með auglýsingum og neytandinn óskar, á þann stað sem óskað er, á þeim tíma sem lofað hefur verið, á því verði sem markaðurinn krefst. Starfsemi okkar í framtíðinni gengur því í raun ekki endilega út á það að halda lager og sjá um dreifingu,“ segir Friðþjóf- ur Ó. Johnson. „Lager- og dreifingarmiðstöðvar eru það sem koma skal, hvort sem mönnum líkar það eða ekki. Við hjá Ó. Johnson & Kaaber hf. skilgreinum okkur því ekki sem heildsala heldur sem markaðsfyrir- tæki, sem er að framfylgja stefnu okkar birgja og ná samningum við okkar viðskiptamenn fyrir okkar birgja," segir hann. Friðþjófur segir álagningu ekki hafa verið aukna hjá fyrirtækinu. „Þvert á móti hef- ur mikil hagræðing átt sér stað hjá fyrirtækinu sem hefur leitt til þess að betra verð hefur náðst í samn-‘ ingum við birgja, „enda er það jafnframt hlutverk markaðsfyrirtækja að semja um verð sem viðsemj- endur eru sáttir við. Annars ætti sala sér varla stað.“ Verslunin á við flutningavandamál að stríða Að jafnaði fara tæp 60% af þeim vörum sem seld- ar eru í verslunum Baugs í gegnum vöruhús Að- fanga. Fram hefur komið að Búr hyggur einnig á aukna hagræðingu í vörudreifingu og hefur boðið út allt birgðahald fyrir verslanir Kaupáss, kaupfélag- anna o.fl. Jón Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri birgðasviðs Baugs, telur að verslun á Islandi eigi við flutningavandamál að stríða og hér hafi ekki verið innleiddar í nógu ríkum mæli nýjustu aðferðir á sviði vörustjórnunar. Þessi kostnaðarþáttur sé ‘ því líklega verulega hærri hér en nauð- syn beri til og breytingar þar á geti leitt til lækkaðs vöruverðs. I grein sem Jón hefur tekið saman kemur fram að sam- tals eru um 200 matvöruverslanir á land- inu sem versla með þurrvörur, ferskvör- ur, kælivörur og frystivörur. Gera megi ráð fyrir að samtals sé um að ræða 30 þúsund kassa sem fari um dreifingarkerfi verslana hvern dag 6 daga vikunnar. Þessu hefur fylgt að í landinu séu margir vörulagerar, mikil umsýsla, lágur veltu- hraði, og hálftómir trukkar keyra út vörur í versl- anir þar sem langur biðtími er við verslanir. Hann bendir á að nýta megi flutningskerfið betur og fá^ fleiri birgja til samstarfs, stytta megi flutningskeðj'- una með hálfsjálfvirkum pöntunum og auka sam- vinnu við erlenda og innlenda framleiðendur. Friðþjófur Johnson telur að mikilvægi vöru- merkjanna muni aukast í framtíðinni, sérstaklega með til komu aukinnar netverslunar. „Þá verður auglýsinga- og kynningarþátturinn jafnvel mun mikilvægari en hann er í dag. Það er í rauninni okk- ar hlutverk að sjá um að varan sé til staðar, auglýst og á réttum stað á réttum tíma,“ segir hann. Miklar breyt- ingar á vöru- stýringu og innflutningi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.