Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær móðir okkar, amma og langamma, RANNVEIG M. GÍSLADÓTTIR, frá Gauksstöðum í Garði, lést þriðjudaginn 4. apríl á elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Peim, sem vilja minnast hennar, er vinsam- legast bent á Barnaspítala Hringsins. Árni S. Árnason, Finnur H. Sigurgeirsson, Hjördís S. Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA PETRA BJÖRGVINSDÓTTIR frá Hlíðarenda, Breiðdal, andaðist á hjúkrunarheimili Skjólgarðs miðvikudaginn 12. apríl. Börn, tengdabörn og barnabörn. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, ÓLAFUR HALLDÓRSSON, Eskihlíð 6a, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 13. apríl. Fyrir hönd ættingja og vina, Sigþrúður Ingimundardóttir. Móðir mín, + ÁSA ÞURÍÐUR GISSURARDÓTTIR, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ásbjörg Helgadóttir. + Hjartkær eiginmaður minn, LEIFUR ÞORBJARNARSON bókbindari, frá Kirkjubæ, Vestmannaeyjum, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 12. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. apríl kl. 13.30. Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir. + Móðir mín, HILDUR EIRÍKSDÓTTIR, Aðalbraut 34, Raufarhöfn, verður jarðsungin frá Raufarhafnarkirkju þriðjudaginn 18. apríl kl. 14.00. Gunnur Sigþórsdóttir. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hjálpsemi og vináttu við andlát og út- för móður okkar, dóttur, systur, mágkonu og barnabarns, SIGURBORGAR HAFSTEINSDÓTTUR, Ránarvöllum 19, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Hjördís G. Traustadóttir, Hafsteinn Ingvarsson. MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR + Margrét Guð- mundsdóttir fæddist á Ytra-Vatni í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 3. des- ember 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Reylqa- víkur í Fossvogi hinn 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Jdns- dóttir og Guðmundur Þorsteinsson, ábúendur á Ytra- Vatni. Margrét var fjórða í röð sjö systk- ina sem upp komust. Eiginmaður hennar var Jens Kristjánsson, verkamaður, f. 22 maí 1929, frá Tröð í Önundarfirði. Þau bjuggu í Sandgerði, á Reykja- skóla í Hrútafirði og á Sauðár- króki, þar sem Margrét vann ýmsa vinnu auk heimilisstarfa. Þau eignuðust Qögur börn; 1) Sig- ríður, f. 24. janúar 1957, íþrótta- kennari á Sauðárkróki, hennar Kæra móðursystir. Nú þegar þú ert horfin á braut svona allt í einu langar okkur systurnar að kveðja þig með nokkrum orðum og rifja upp nokkur minningabrot. Þó svo þú hafir búið langt í burtu frá okkur á barnsárum okk- ar komstu alltaf reglulega í heim- sókn að Ytra-Vatni á þínar bernskuslóðir. Við hlökkuðum ávallt til þess að fá þig og fjöl- skylduna í heimsókn, það var svo gaman að fá krakka til að leika við, þau voru þá þrjú, Sigga og prakk- ararnir, tvíburarnir Guðmundur og Þorsteinn, þá var mikið fjör og alltaf kom eitthvað gómsætt upp úr töskunni þinni til að gleðja litlar barnssálir. Einu sinni voruð þið heilt sumar hjá okkur þegar Jens var að smíða fjárhúsin, þá var gaman hjá okkur krökkunum þó svo fullorðna fólkið hafi mátt puða allan daginn út og inn. Þá hafðir þú ótrúlega þolin- mæði fyrir okkur. Eftir að þið fluttuð að Reykja- skóla urðu ferðir ykkar tíðari en áður og tvíburarnir fóru að vera í sveit hjá okkur á Ytra-Vatni. All- nokkur voru þau prakkarastrikin sem urðu til í þá daga. Við systurnar vorum svo heppn- ar að fá að vera sinn veturinn hvor heima hjá þér og fjölskyldunni þegar við fórum í skóla að Reykj- maður er Emil Birn- ir Hauksson, vöru- flutningabílstjóri og eru börn þeirra Freyja Rut, f. 1981, Viðar Öm, f. 1984, og Rúnar Áki, f. 1990.2) Guðmundur, f. 2. júlí 1958, íþróttakennari og forstöðumaður Sundlaugar Sauðár- króks, hans kona er Sigríður Stefáns- dóttir, matartæknir og em börn þeirra Margrét, f. 1984, og Ingvi, f. 1988. 3) Þorsteinn, f. 2. júlí 1958, íþróttakennari í Borgar- nesi, hann lést 15. febrúar 1994.4) Erlingur, f. 22. júlí 1968, tækni- fræðingur á Selfossi, hans sam- býliskona er Line-Maria Hansen, magistememi í dönsku. Utför Margrétar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. um og þá var fjórða barnið komið til sögunnar, hann Erlingur. Okkur fannst gott að vera hjá ykkur. Eitt er mér minnisstætt frá þessum tíma, á laugardagskvöldum fengum við alltaf ristað brauð og te, það fannst mér alveg sérstak- lega gott, en þessu var ég óvön að heiman. Það gladdi okkur þegar þið tók- uð þá ákvörðun að flytja á Sauðár- krók. Fljótlega eftir komuna norð- ur hófust þið handa við að gróðursetja tré á Ytra-Vatni og þar er nú orðinn stór og fallegur gróðurreitur þar sem þið Jens hjálpuðust að við að planta og girða. Við vitum að á Ytra-Vatni bregður þeim við þegar þú kemur ekki lengur með trjásprotana þína en kannski sinna einhverjir aðrir um verkin þín og halda áfram ræktuninni. Þú áttir alltaf svo mik- ið af blómum og hafðir svo sannar- lega „græna fingur". Sem dæmi um það og oft hefur verið hlegið að á mínu heimili er þegar Maggi sótti búslóðina ykkar vestur að Reykjum og eitt blómið var svo stórt að hvergi var hægt að hafa það nema farþegamegin inni í bíl og Maggi þurfti að kíkja út á milli greina og laufblaða til að geta keyrt á Krókinn. Þetta er stærsti og þöglasti farþegi sem hann hefur nokkurn tima haft. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á rit- stjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðs- ins í Kaupvangsstræti 1, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fyigi- Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling takmark- ast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitn- anir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinar- höfundar eru beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar af- mælisfréttir ásamt mynd í Dag- bók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð eða tölvusett. Sé handrit tölvu- sett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur ör- yggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII- skráa sem í daglegu tali em nefndar DOS-textaskrár. Þá em ritvinnslukerfin Word og Word- perfect einnig auðveld í úrvinnslu. Skilafrestur EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánudegi); er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laug- ardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er út- mnninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Þú barst mikla umhyggju fyrir allri fjölskyldu þinni og barnabörn- in áttu vísan samastað hjá þér ef á þurfti að halda. Mikill var missir ykkar þegar Þorsteinn lést 35 ára gamall, þið bámð þó harm ykkar í hljóði en ég hef tekið eftir því þegar ég á leið um kirkjugarðinn og kem kem við hjá leiði hans að þar hafa „grænu fingurnir" líka verið að verki. Síð- ast komum við Maggi þar 30. des- ember ’99 og kveiktum ljós á leiði hans og sáum að þú hafðir komið þar stuttu áður. Okkar systranna fyrsta hugsun þegar við heyrðum af láti þínu var: Nú nýtur Þorsteinn nærveru þinn- ar þarna hinumegin og við huggum okkur við það. Við vitum að þú fylgdist með okkur báðum og hafð- ir áhuga á okkar högum. Þú fylgdist líka vel með Kristínu og heimsóttir hana þegar Unnur Rún kom í heiminn. Þú hugsaðir líka til Brynju Daggar eftir að hún kom í fjölskylduna og spurðir eftir henni þegar við hittumst jafnvel þó þú hafir ekki séð hana nema einu sinni. Kristín er þér þakklát fyrir aðstoðina sem þú veittir henni við gerð lokaritgerðar hennar úr KHÍ. Og þegar hún var fjallkonan á 17. júní þá kom aldrei annað til greina en að leita til Möggu frænku um val á ljóði til flutnings því við viss- um að þú varst mjög ljóðelsk og víðlesin. Enda strandaði ekki á svörum, ljóðabók dregin fram úr hillu og ljóð valið í snatri. Á því sviði var aldrei komið að tómum kofunum. Það var gott að koma til þín, þú áttir alltaf kleinur, pönnukökur eða lummur og þær kræsingar höf- um við aldrei getað staðist. Við vildum bara óska að við hefðum komið oftar en það er svolítill galli hvað við erum ófrændrækin öll fjölskyldan. Ekki þýðir að fást um það héðan af en ánægð er ég að hafa talað við þig í símann fimmtu- daginn fyrir lát þitt og að mamma skuli hafa komið til þín sama dag þegar hún ákvað að bíða eftir að ég væri búin að vinna til að koma við hjá mér áður en hún færi aftur heim í Ytra-Vatn. Við eigum líka góða minningu um grillveisluna síðastliðið sumar þegar við ákváð- um að hittast í tilefni sjötugs- afmælis Jóhannesar frænda. Það var indæl stund á síðsumarkvöldi. Svona eru tilviljanirnar, stund- um er maður heppinn og það ber að þakka. Síðasta ár hef ég farið ansi margar ferðir um Raftahlíðina og hef alltaf litið að húsinu þínu um leið og ég fer hjá, það er undarleg tilfinning nú að hugsa til þess að þú sért ekki þar eins og ævinlega. Ég er viss um að vorið hefur verið þín uppáhaldsárstíð þegar allt kviknar til lífsins, trén þín og blómin í garðinum og lömbin í sveitinni. Það varð ekki hlutskipti þitt að lifa það að sjá það að þessu sinni en hver veit, kannski er líka vor með blómum, trjám og lömbum þar sem þú ert nú með Þorsteini. Hjartans kveðjur og þakklæti fyrir liðnar samverustundir frá okkur systrunum, Magga, Kristínu og fjölskyldu hennar. Af eilífðarljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Kæra fjölskylda, Guð styrki ykkur, þið hafið misst mikið en lát- ið minninguna um góða eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu vísaykkur veginn til bjartra daga. Systumar frá Ytra-Vatni, Ragna og Hrafnhildur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.