Morgunblaðið - 15.04.2000, Qupperneq 60
60 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Rey kj anesbr aut
eðajarðgöng?
EITT af arðsömustu verkefnum
sem hægt er fjárfesta í hérlendis er
varanleg vegagerð. E>ví eru hug-
myndir samgönguráðherra um að
flýta jarðgangagerð fagnaðarefn-
i.Við getum nú rætt þann mögu-
leika að hluti af andvirði við sölu
Landssímans ráðstaflst til aukinna
vegaframkvæmda. Heyrst hefur að
selja mætti Landssímann fyrir allt
*að 40 milljarða. Ef 75% af andvirði
sölu Landssímans fyrir 40 milljarða
yi’ði nýtt til vegaframkvæmda, - þá
væru til ráðstöfunar 30 milljarðar.
Þingmenn eiga að forðast kjör-
dæmapot um hvar eigi að byrja, -
tvöföldun Reykjanesbrautar eða
jarðgöng. Kröftunum er betur varið
í að leita leiða, til að fjármagna
þessi brýnu verkefni. Við getum
byrjað alls staðar ef fjármagn
finnst. Athuga þarf þann möguleika
að bjóða út 50 km af jarðgöngum í
einu útboði, til að gera verkefnið
sem ódýrast. Hver km í tvíbreiðum
jarðgöngum myndi hugsanlega
lækka úr 450 milljónum í 350 millj-
ónir eða 23% við slíkt alútboð. 50
km x 350 M/km jarðgöng kosta þá
um 17,5 milljarða ef öll göngin yrðu
boðin út í einu lagi. Þá hefðum við
til ráðstöfunar 12,5 milljarða í al-
mennar vegaframkvæmdir miðað
við að til ráðstöfunar væru 30 millj-
arðar.
Arðsemi vegaframkvæmda
Vegagerð ríkisins er vel rekið
fyrirtæki miðað við þær aðstæður
sem fyrirtækið býr við. í reynd eru
63 stjórnarmenn í fyrirtækinu.
JÞetta mikilvæga fyrirtæki er því
frekar stirt í yfirstjórn. Utreikning-
ar um arðsemi varanlegra vega-
framkvæmda eru bara miðaðir við
sparnað í sliti bfla og
minni orkunotkun. I
reynd vantar að
reikna arðsemi vega-
framkvæmda þar sem
tekið væri tillit til hag-
kvæmni allra þátta; -
aukins samstarfs
sveitarfélaga, - auk-
innar framleiðni at-
vinnulífsins, - lækkun
vöruverðs alls staðar á
landinu, - bættrar
nýtingar skóla og
fleira - svo fátt eitt sé
nefnt.
Við gætum líka flýtt
lagningu hraðbrautar
um hálendið eins og
Trausti Valsson hefur margbent á.
Umræðu um hraðbraut á hálendinu
hefur oftast verið drekkt með kjör-
Kristinn
Pétursson
vinnumarkaði og spara
mikla fjármuni. Sparn-
aður við þessar miklu
framkvæmdir fyrir 150
milljarða (Kárahnjúk-
ar og álver) myndi
gera betur en borga
hraðbraut á hálendinu,
- norður og suður, - ef
hraðbrautin yrði fyrsti
áfangi þessara miklu
framkvæmda.
Þingmenn eru kosn-
ir m.a. til að ráðstafa
fjármagni skattborga-
ranna með skynsam-
legum hætti. Spurn-
ingin er þá hvort það
telst skynsamleg ráð-
stöfun á fjármagni nú, - að selja
Landssímann og nota t.d. 75% söl-
unnar í vegakerfið og fá þannig t.d.
30 milljarða til vegaframkvæmda.
Arðsemi jarðganga-
gerðar er langtum
hærri en talið hefur
verið, segir Kristinn
Pétursson, ef áður
nefnd óbein arðsemi
er reiknuð með.
dæmapoti um að „nær væri að
byrja í byggð“. Ef virkja á við
Kárahnjúka, vantar hraðbraut
norður í land og suðvestur yfir há-
lendið til að lækka framkvæmda-
kostnað, skapa meira jafnvægi á
vegi með bundnu slitlagi yfir fjöll, -
moka þar snjó á hverjum vetri, - og
ætla svo að gera jarðgöng, - ein-
hverntíma seinna! Arðsemi jarð-
gangagerðar er langtum hærri en
talið hefur verið ef áður nefnd
óbein arðsemi er reiknuð með.
Göngin endast í margar aldir og
arðsemi verður að reiknast af öllum
þáttum. Ekkert mannvirki sem við
ráðstöfum fjármunum í endist jafn-
lengi, - ekki einu sinni ryðfrítt stál!
Núverandi samgönguráðherra hef-
ur verið að fikra sig í rétta átt í
jarðgangamálum. Fyrir það á hann
hrós skilið. Þessi grein er skrifuð til
að hvetja hann áfram í þessum mik-
ilvæga málaflokk.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Stundin nálgast
ÞAÐ eru tíðindi að
gerast í íslenskri
stjórnmálasögu. í
byrjun næsta mánaðar
verður stofnaður nýr
stjórnmálaflokkur þar
sem nokkrar pólitískar
hreyfingar sameinast
um helstu stefnumið
sín. Valin verður ný
forysta og markmið
skýrð.
I vetur hefur fólk úr
hinum ýmsu flokkum
og samtökum unnið að
því að láta þennan
draum rætast. í Sam-
fylkingarfélaginu í
Reykjavík hefur fólk
úr Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi,
Samtökum um Kvennalista, Þjóð-
vaka, Grósku og ófélagsbundið fólk
starfað saman í hinum ýmsu mál-
efnahópum og tekið þátt í laugar-
dagskaffi Samfylkingarinnar sem
verið hefur einu sinni í mánuði. í
þessum hópum hafa mál verið
kynnt, rædd og brotin til mergjar.
Stefán Jóhann
Stefánsson
rekstur þar sem mögu-
leiki er á að tryggja
samkeppni. Fákeppni
og einokun krefjast
hins vegar opinberra
afskipta, hugsanlega
til að tryggja að eðlileg
samkeppni geti þrifist.
Jafnrétti til náms og
heilbrigðisþjónustu á
að vera einn af horn-
steinum að stefnu
Samfylkingarinnar og
því er nauðsynlegt að
tryggja slíkt jafnrétti
með öllum tiltækum
ráðum. Stefnan á því
ekki að vera að einka-
væða stofnanir sem
veita þjónustu á þessu sviði, því það
getur aukið á líkur þess að fjár-
magn veiti forréttindi að menntun
og heilbrigðisþjónustu.
Þetta eru atriði sem Samfylking-
in í Reykjavík mun m.a. ræða á fé-
lagsfundi sínum mánudagskvöldið
17. apríl. A þeim fundi verða valdir
Samgöngur Mér finnst hæpin ráðstöfun skattpeninga að byggja fyrst lélega Betra samfélag Stjórnmálaflokkur
í þessari málefnavinnu hefur m.a.
komið fram að fólk vill leggja ríka
áherslu á jöfnuð, frelsi, samhjálp,
samábyrgð og mannréttindi. Kven-
frelsissjónarmið verða að vera ríkj-
andi, umhverfisvernd og friðarvilji.
Við verðum að vera okkur meðvituð
um menningu okkar og þjóðerni,
jafnframt því sem við verðum að
taka mið af stöðu okkar gagnvart
umheiminum. Það þarf að treysta
grunn velferðarsamfélagsins og
skapa sátt um það. Það þarf að var-
ast fátæktargildrur og félagslegar
gildrur af ýmsu tagi.
Opinber starfsemi
og einkarekstur
Þau sjónarmið hafa verið ríkjandi
að ekki sé þörf á því að ríkið stundi
Stefna Samfylkingar,
segir Stefán Jöhann
Stefánsson, er íslensk
og alþjóðleg í senn.
fulltrúar félagsins á stofnfund Sam-
fylkingarinnar í byrjun maí. Félag-
ið hefur reynt að tengja saman þá
krafta sem búa í gömlu A-félögun-
um í Reykjavík, kvennalistaöngum
og fleirum sem nú ætla að streyma
á stofnfund Samfylkingarinnar og
sameinast um að búa til öflugt tæki
í baráttunni fyrir betra samfélagi.
Höfundur er formaður Samfylking-
arinnar í Reykjavík.
Dagsferð á Suðurlandi vörðuð sex
listaverkum Nínu Sæmundsson
LISTAVERK Nínu Sæmunds-
son myndhöggvara eru að verða
sýnilegri en þau hafa verið. Félag
ættingja og velunnara Nínu, með
Ríkeyju Ríkarðsdóttur í broddi
fylkingar, er að lyfta Grettistaki í
þessu efni. Unnið er að því að
fegra bæjarstæði Nikulásarhúsa,
þar sem á að koma fyrir afsteypu
af einu verki listakonunnar. Þá
hefur Ríkey með styrk frá Landa-
fundanefnd og stuðningi Kassa-
gerðar Reykjavíkur gefið út mjög
vandaðan bækling undir nafninu
„Nína Sæmundsson, 1892-1965“.
Bæklingur þessi, prentaður í fjór-
um litum og svarthvítu, geymir
stutt æviágrip Nínu bæði á ís-
lensku og ensku, ásamt myndum
af 14 listaverkum hennar og kynn-
ingu þeirra á íslensku og ensku.
Síðast en ekki síst er í bæk-
lingnum merkt á kort dagsferð um
Suðurland vörðuð sex listaverkum
Nínu, sem staðsett eru við Lækj-
argötu í Reykjavík, í Selfos-
skirkju, við Sólheima í Grímsnesi,
í Sögusetrinu á Hvolsvelli, í Þor-
steinslundi í Fljótshlíð og hinn 26.
ágúst verður opnaður Lundur
Nínu Sæmundsson við æskuheim-
ili hennar að Nikulásarhúsum í
Fljótshlíð, og við það tækifæri
verður afhjúpuð þar höggmynd af
verki hennar, Ung móðir.
Aðgengi að lundinum hefur ver-
ið tryggt frá bílastæði við Hlíðar-
endakirkju með gerð tveggja veg-
legra göngubrúa, og lundur,
hannaður af hugmyndaríkum
landslagsarkitekt, með gróðri um-
hverfis styttuna. Þar verða set-
bekkir, hlaðnir af færasta hleðslu-
manni landsins. Með öðrum
orðum: Þama verður veglegur án-
ingarstaður í fögru umhverfi þar
Listir
Lundur Nínu Sæ-
mundsson við æsku-
heimili hennar að
Nikulásarhúsum í
Fljótshlíð verður opn-
aður í ágúst nk. Atli
Steinarsson segir það
sé veglegur áningar-
staður í fögru umhverfi
þar sem minningu einn-
ar mestu listakonu
landsins verður sómi
Nína átti velgengni að fagna meðal leikara í Hollywood og gerði
brjóstmyndir af mörgum þeirra. Einna frægust er granítmynd sem
hún gerði af Hedy Lamarr.
sýndur.
sem minningu einnar mestu lista-
konu landsins verður sómi sýndur.
Nína Sæmundsson, sem upphaf-
lega hét Jónína Sæmundsdóttir,
fæddist og ólst upp að Nikulásar-
húsum í Fljótshlíð, sem er næsta
jörð austan við Hlíðarenda. Er
það nútímafólki nokkur ráðgáta
hvernig hægt var að búa þar í
brattri hlíðinni, og koma til manns
15 börnum. Ekki þykir gerlegt nú
að fara göngustíg frá Fljótshlíðar-
vegi að Lundi Nínu, heldur hefur
Ríkey fengið leyfi til mótunar
göngustígs frá bílastæði við
kirkjuna að Hlíðarenda að Lundi
Nínu við Nikulásarhús með sér-
smíðuðum göngubrúm og fagur-
lega gerðu hliði á girðingu, sem
þar er milli jarða. Sú leið er án
brekku og auðveld öllum. Veittu
eigendur jarðanna góðfúslega leyfi
sitt til þeirra framkvæmda.
Nína fluttist 14 ára með for-
eldrum sínum til Reykjavíkur og
komst fáum árum síðar með hjálp
vel stæðrar frænku sinnar í Kaup-
mannahöfn til náms þar. Hún var
við nám í Höfn frá 1915 til 1920 og
síðar eitt ár í Róm. Þrátt fyrir al-
varleg veikindi (berkla) tókst
henni að vinna sér frægð og frama
í Evrópu, og bauðst síðan 1926 að
sýna listaverk sín í New York og
síðan í Hollywood. Þar flentist hún
og bjó í þrjá áratugi og ávann sér
frægð og frama með listsköpun
sinni.
Nína tók m.a. þátt í samkeppni
um táknmynd fyrir Waldorf Ast-
oria-hótelið í New York. Um 400
listamenn sendu inn tillögur, en
verk Nínu, „Afrekshugur“, hlaut
fyrstu verðlaun og hefur síðan
prýtt framhlið þessa fræga hótels,
og er listaverkið merki hótelsins á
eyðublöðum og skjölum. Við
Waldorf Astoria-hótelið og „Af-
rekshug" Nínu verður ein af upp-
ákomum Landafundaárs í október
á þessu ári.
Mörg verk Nínu Sæmundsson
prýða opinbera staði í Los Angel-
es og víðar, auk þess sem hún
gerði tugi brjóstmynda af frægu
fólki, m.a. kunnustu leikurum
heims.
Nína fluttist aftur til íslands og
bjó þar síðustu ár ævi sinnar. Hún
ánafnaði Listasafni Islands þau
verk sín sem voru í hennar eigu
og eru þau geymd þar, m.a. stytt-
an „Ung móðir“, sem með leyfi
Listasafnsins var stækkuð í Eng-
landi og verður afhjúpuð í Lundi
Nínu að Nikulásarhúsum 26.
ágúst n.k.
Frá öllu þessu segir stuttlega í
hinum nýútkomna bæklingi, sem
fæst í helstu ferðamannaverslun-
um á höfuðborgarsvæðinu og Suð-
urlandi. Utgefandi er Ríkey Rík-
arðsdóttir en Aðalsteinn
Ingólfsson listfræðingur hefur
samið textann. Bæklingurinn er
gefinn út með leyfi Listasafns ís-
lands og er útgáfan styrkt af
Landafundanefnd. Kassagerð
Reykjavíkur studdi útgáfuna og sá
um listfenga prentun bæklingsins.
Framkvæmdir við Nínulund, út-
gáfa bæklingsins og önnur atriði
til kynningar eru kostuð með sölu
á styttum, gerðum eftir styttu
Nínu, „Ung móðir“, sem í upp-
haflegri gerð Nínu er 40 sm há.
Voru gerðar 20 afsteypur úr
bronsi og 80 styttur úr gifsi. Eru
margar þeirra þegar seldar, en
nánari upplýsingar má fá hjá Rík-
eyju Ríkarðsdóttur í síma 568-
1163.
Höfundur er blaðamaður.