Morgunblaðið - 15.04.2000, Page 64
64 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Fara meðlög
ekki í fram-
færslu barna?
ÉG SKRIFA þessar línur
til að lýsa yfir óánægju
minni með skattaskýrsl-
una. í leiðbeiningabæk-
ling sem gefinn er út í
sambandi við skattskýrsl-
una kemur fram að ein-
staklingur sjái ekki um
framfærslu á bami nema
að það eigi lögheimili hjá
viðkomandi. Það þykir
sjálfsagt að öll réttindi
falli til þess foreldris sem
barnið hefur lögheimili
hjá, þó svo að um sameig-
inlegt forræði sé að ræða
og auðvitað skal meðlag
vera borgað. Þetta er allt
gott og blessað og lítið um það að
segja, en hinsvegar er það forkastan-
Skattaskýrsla
Eru barnalögin beinlínis
röng og fer meðlagið
sem ég borga í eitthvað
allt annað en fram-
færslu á barninu mínu,
spyr Baldvin Zarioh,
eða vitnar ríkisskatt-
stjóri rangt í lögin?
Baldvin Zarioh
legt að ríkisskatt-
stjóri skuli ekki við-
urkenna að við sem
borgum meðlag,
séum að uppfylla
framfærsluskyldu
okkar. Ablaðsíðu sex
í bæklingi þeim sem
ríkisskattstjóri gefur
út vegna skatta-
skýrslunnar kemur
fram að einstætt for-
eldri sé sá sem einn
sér um framfærslu
bams. Með því er
ríkisskattstjóri að
halda því fram að ég
sé ekki að borga með
framfærslu barns míns í gegnum
meðlagið, þó að það standi í tíundu
grein bamalaga frá 1992 að ég sé ein-
mitt að uppfylla framfærsluskyldu
mína með því að borga meðlag. Þá er
einungis um tvennt að ræða: að
bamalögin séu beinlínis röng og
meðlagið sem ég borga fer í eitthvað
allt annað en framfærslu á barninu
mínu eða þá að ríkisskattstjóri vitnar
rangt í lögin. Ef barnalögin em röng
þá vil ég fá að vita í hvað meðlagið
mitt fer, en ef ríkisskattstjóri fer
með rangt mál, þá óska ég þess að
viðkomandi málsgrein í leiðbeining-
arbæklingnum verði breytt fyrir
næstu skattaskýrslu.
Höfundur er ritari Félags ábyrgra
feðra.
Hverju skiptir
viðskiptahallinn?
auglýsir eftir tilboðum í gerð sjónvarpsauglýsinga fyrir Ferðamiðstöð Skaga-
fjarðar og aðila tengda henni. Rammatilboð sendist til stjómar Ferða-
miðstöðvar Skagafjarðar, stjórnsýsluhúsinu, Sauðárkróki, fyrir 19. apríl 2000
Nánari upplýsingar gefur Pétur Einarsson í síma 899 8631.
SAMKVÆMT spá Þjóðhagsstofn-
unar mun viðskiptahallinn verða
rúmlega 50 milljarðar króna á þessu
ári eða 7,2% af landsframleiðslu.
Þetta er þriðja árið í röð með slíkum
halla og svo langdreginn ójöfnuður
er einsdæmi í sögu þjóðarinnar. En
Þjóðhagsstofnun bætir um betur og
spáir samfelldum viðskiptahalla sem
nemur 8% af landsframleiðslu allt
fram til ársins 2004. Viðbrögð við
þessum tíðindum hafa verið heldur
lágróma. Svo virðist sem landsmenn
hafi sammælst um að viðskiptahall-
inn sé aðeins skýhnoðri á himni sem
er annars heiðríkur og bjartur. Lík-
ing við þrumuský er þó betur við
hæfi. Núverandi góðæri er hið
fyrsta héríendis sem byggist ekki á
aukningu útflutningstekna heldur
bjartsýni og erlendum lánum. ísl-
and hefur veikan gjaldmiðill en háa
erlenda skuldastöðu og þess vegna
setur fjármögnun viðskiptahallans
þrýsting á fjármagnskerfi landsins
og veldur óvissu um hagþróun
næstu misseri.
Hvers vegna viðskiptahalli?
Jöfnuður á utanríkisviðskiptum
er ekkert lögmál. Fjárfestingar sem
eru fjármagnaðar með erlendum
lánum leiða af sér aukin efnahags-
umsvif og innflutning fjárfestingar-
vara sem skapa viðskiptahalla. Til
að mynda, eftir sigur í þorskastríð-
inu voru botnfiskveiðar byggðar
upp með undraskömmum hætti og
árin 1974-75 var fjárfesting um 34%
af landsframleiðslu en viðskiptahalli
rúmlega 10%. Aðstæður nú eru að
nokkru breyttar. Þó fjárfesting sé
nú um 20% af landsframleiðslu er
ekki útlit fyrir að útflutningur auk-
ist verulega. Viðskiptahallinn stafar
helst af neyslu og fjárfestingu ís-
lenskra heimila og af þeim sökum
hefur innflutningur auldst um 85%
frá árinu 1994. Islendingar virðast
vonglaðir um auknar framtíðartekj-
RAFIÐNAÐAR
: - '
MENN TAKIÐ ÞATT
í ATKVÆÐAGREIÐSLU
UM NÝJAN
KJARASAMNING
Nýr kjarasamningur Rafiðnaðarsambands
íslands, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka
atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði hefiir
verið sendur félagsmönnum, sem starfa
samkvæmt samningi, ásamt skýringum og
atkvæðaseðli.
Atkvæðaseðlar þurfa að berast skrifstofu RSÍ
fyrir kl. 16.00 á mánudag 17. apríl.
Samninganefnd RSÍ hvetur rafiðnaðarmenn
til þess að greiða atkvæði og setja þau í póst
fyrir helgi, hvort sem þeir ætla að samþykkja
samninginn eða hafna honum.
Ath. Félagsmenn sem ehhl hafa fenglð send
hjðrgðgn eru beðnlr um að hafa samband sem
fyrst vlð shrlfstofu RSÍI síma: 5681433.
RAFIÐNAÐARSAMBAND
>NA
IS
SLANDS
ur og taka óhikað lán.
Þjóðin telur einnig
margt ungt fólk sem
þarf að koma sér fyrir
í lífinu, kaupa bíl, íbúð
og svo framvegis.
Ef ísland væri hluti
af stærra myntsvæði
og landsmenn notuðu
dollar eða evru myndu
erlendir fjármagns-
flutningar til þessa
unga fólks vera án
vandræða. Viðskipta-
halli skipti þá álíka
litlu máli fyrir ísland Ásgeir Jónsson
og viðskiptajöfnuður á
milli fylkja í Bandaríkjunum. Hins
vegar er ísland með sinn eigin
gjaldmiðil og landið verður að afla
erlends gjaldeyris til þess að standa
skil á vörukaupum. Erlend ríki taka
ekki krónur upp í greiðslu. Þess
vegna þarf að fjármagna viðskipta-
hallann með erlendum lánum, en
sagan er ekki öll.
Að leggja saman tvo og tvo
ísland er skuldugt. Erlendar
skuldir eru nú um 65% af lands-
framleiðslu og vaxtagjöld af þeim
voru rúmlega 20 milljarðar á síðasta
ári sem verður að greiða í útlendri
mynt. Á móti koma tekjur og arður
íslendinga erlendis, en hrein þörf á
erlendu fjármagni vegna vaxta-
greiðslna var um 14 milljarðar árið
1999. Þessi gjaldeyrisþörf mun auk-
ast upp í 17 milljarða á þessu ári
vegna aukinna erlendra skulda og
leggst til viðbótar því erlenda fé
sem þarf til að mæta viðskiptahall-
anum.
Þess vegna ef spá Þjóðhagsstofn-
unar gengur eftir um 8% viðskipta-
halla næstu 4 ár þurfa erlendar
skuldir að aukast um rúmlega 70
milljarða á ári til þess að standa
straum af viðskiptahalla og vöxtum.
Fari svo mun hlutfall erlendra lána
af landsframleiðslu nálgast 100% ár-
ið 2004 og ísland komið í hóp skuld-
ugri ríkja í heiminum m.v. erlenda
stöðu. Hins vegar er ólíklegt að
þessi áætlun Þjóðhagsstofnunar
geti ræst, því hún jafngildir áfram-
haldandi þenslu og verðbólgu sem
mun hækka raungengi og setja
óbærilegan þiýsting á fjármagns-
kerfið. Afleiðingin verður gengisfell-
ing sem mun gera erlendar vörur
hlutfallslega dýrari og leiða til sam-
dráttar í innflutningi og bata á við-
skiptajöfnuði.
Að hægja á hagkerfínu
Sá kostur er auðvitað mun æski-
legri að vaxtahækkanir og aðhald í
ríkisfjármálum verði til þess að
hægja á hagkerfinu. Ef slíkt heppn-
aðist mundi gengi krónunar samt
vera í hættu því nokkum tíma tekur
fyrir svo mikinn viðskiptahalla að
hverfa auk þess sem erlendar vaxta-
greiðslur verða enn til staðar.
Erlent fjármagn kemur inn í
landið vegna arðbærra fjárfestinga
eða hárra vaxta sem verðlauna þá
er hafa fé sitt í krónum og taka þar
með áhættu á gengis-
fellingu. Vextir hér
innanlands hafa hækk-
að um tæp 3% undan-
farið og skammtíma-
vextir eru nú 6-7%
hærri hér en erlendis.
Það hefur orðið til þess
að stýra peningum inn
í landið, en mjög arð-
bært er fyrir fjármál-
astofnanir að taka er-
lend lán og endurlána
innanlands. En um leið
og efnahagsástand
versnar mun vilji til
fjárfestinga minnka
hjá bæði heimilum og
fyrirtækjum og lánaeftirspurn drag-
ast saman. Þá er líklega þörf á frek-
ari vaxtahækkunum sem jafnframt
koma illa við hagkerfið, en trúverð-
ugleiki gengisstefnunnar mun þó
Efnahagur
Viðskiptahallinn, segir
Asgeir Jónsson, stafar
helst af neyslu og
fjárfestingu íslenskra
heimila.
ráða miklu um hversu mikinn vaxta-
mun þarf til þess að lokka fjármagn
inn í landið. Undir þessum kring-
umstæðum verður mikill þrýstingur
á opinbera aðila að hlaupa undir
bagga með því að ráðast í stórfram-
kvæmdir, taka erlend lán og þannig
tryggja fjármagnsjöfnuð. Annað úr-
ræði er að útlendingar fjárfesti með
beinum hætti hérlendis. En hvernig
sem málin þróast mun jafnvægi í
gjaldeyrismálum verða viðkvæmt
næstu misseri og íslensk stjómvöld
verða að stíga nokkurn línudans.
Einsleitar skoðanir
Það fylgir búsetu í einsleitu hag-
kerfi að skoðanir fólks verða keim-
líkar. Svo virðist sem drjúgur hluti
landsmanna hafi sannfært hverjir
aðra í tölvu- og símbréfum um það
að langtímahorfur séu svo góðar að
ekkert geti raskað núverandi hag-
sæld. Framtíðin lítur óneitanlega
vel út fyrir Islendinga. En hið sama
mátti segja um Asíulöndin sem
lentu í kollsteypu fyrir nokkrum
misserum. Þar fór saman eins og
hér, fastgengisstefna, ört inn-
streymi á fjármagni, skuldasöfnun
og bjartsýni. Efnahagsvandræðin
þar eystra voru stutt en sársauka-
full og ollu stjórnmálauppnámi þrátt
fyrir að langtímaútlit hafi ávallt ver-
ið gott. Sama hætta blasir við ís-
lendingum sem hafa bæði veikan
gjaldmiðill og miklar erlendar
skuldir. Þeir sitja því uppi með fjár-
magnskerfi sem er háð innstreymi á
erlendu fjármagni og veikt íyrir
breytingum á eftirspurn. Það eru
þessir kerfisgallar sem geta leitt
efnahagslífið afvega um stundarsak-
ir og brugðið fæti fyrir áætlanir
þjóðarinnar.
Höfundur er hagfræðingur.
Á fermingarborðið
Borðdúkaúrvalið
u er hjó s?kkur
IfAíV,
Uppsetningabúðin
Hverfisgötu 74, sími 552 5270.