Morgunblaðið - 15.04.2000, Page 78

Morgunblaðið - 15.04.2000, Page 78
78 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Dýraglens Hundalíf Kátur, vilt þú ekki vera í forystu í smdstund ? ViS teljum það vera mikilvœgt fyrir nýjan félaga að vera ekki < skilinn eftir útundan. ’ Hann verður að fá að vera nfremstur og kanna svæðið út^ ... og athuga hvort leiðin sé ekki greið fram hjá heimili Skolla I Ferdinand Kæri læknir Frá Guðmundi Jónssyni FYRIRGEFÐU mér að ég skuli senda þér þessa orðsendingu í Morg- unblaðinu. Til þess neyddist ég þar sem iíla hefur gengið að ná sambandi við þig. Sennilega ertu búinn að gleyma mér. Má ég rifja þetta upp? Virtur starfsbróðir þinn af eldri kynslóðinni kíkti á lappimar á mér, en þær eru famar að gefa sig. Hann taldi þig færastan lækna til að hressa upp á mig, en ellin hefur verið að sækja á mig neðanfrá - og er komin upp fyrir hné. Með aðstoð þessa góða manns fékk ég svo tíma hjá þér - um mán- aðamótin okt.-nóv. á fyrra ári. Eg var yfirheyrður og skoðaður, og síðan sendur á Borgarspítalann, sem nú heitir eitthvað allt annað. Þar voru tekin - að mig minnir - 9 blóðsýni, og auk þess var ég sendur í heilaskoðun, semiilega til þess að sjá hvort ég væri tenór, eða einhver annar kvilli væri í kollinum á mér. Síðan hefi ég ekkert heyrt frá þér. Sjálfum er mér nokk- umveginn sama, en konan mín hefur áhyggjur af mér, og það þykir mér ósköp leiðinlegt. Hún hringdi nokkmm sinnum í ritarann þinn, en ekki dugði það þó. Snemma á þessu ári hringdi konan mín í góðkunningja í læknastétt, og leitaði ráða hjá honum. Hann hafði lausnina: Skrifaðu honum bréf, en hafðu það ekki lengra en sjö línur, því lengra bréf les hann ekki. I byijun mars skrifaði konan fjórar línur - og sendi. Enn hefur ekkert svar borist. Ég veit að pósturinn get- ur bmgðist. Fyrir mörgum árum, þegar ég var hjá Ríkisútvarpinu, barst bréf úr Kópavogi, og hafði verið rúmar tvær vikur á leiðinni. Það er sem sagt ekki ömggt að þú hafir fengið bréfið. Hafðu samt engar áhyggjur af mér. Ég hefi ekki dottið nema tvisvar síðan við töluðum saman. Annað til- fellið var þó það sem kallað er „tragi- kómískt“ það gerðist í stórverzlun. Ég missti jafnvægið og skall á hnakk- ann, svo smávegis skinnrispa hlaust af. Auðvitað blæddi svolítið, svo fólk þyrptist í kringum mig, svo þétt að ég gat engan veginn risið á fætur, því hvorki gat ég gripið í kápu né pils- falda kvennanna né buxnaskálmar karlanna til þess að draga mig upp. Tveir karlar kipptu mér loks á fætur. Þá hófust nú umræður í lagi. Ég ætl- aði að aka sjálfur á slysavarðstofuna, til að láta sauma mig saman, en það þótti viðstöddum ekki koma til mála. Meðan þrasið stóð yfir var sjúkrabíll mættur á staðinn og tvö heljarmenni birtust með sjúkrabörur í verslun- inni. Þá var mér nóg boðið. Ég skildi hvorki upp né niður í því írafári sem ég hafði valdið með lítilfjörlegu falli og vesældarlegri smáskeinu. Þegar samkennari minn við Söngskólann, sem var að versla þama, bauðst til að aka mér á saumastofuna á slysadeild- inni, þáði ég það til þess að losna við frekari leiðindi. Allt fór vel að lokum, og ég komst heim með vaminginn, sem ég hafði keypt. Ég veit að þú skilur það, kæri læknir, að fátt er leiðinlegra en að lenda í höndunum á góðu fólki, sem vill endilega hjálpa manni, þegar maður er alveg sjálfbjarga. En sennilega hefur þessi atburður valdið því, að konan mín vill endilega fá einhvem úrskurð um hvort ég þarf að fá mér staf, hjólastól, göngugrind eð eitthvað annað, svo ég geti haldið mér sæmilega lóðréttum. Ég ávarpa þig ekki með nafni, kæri læknir, vegna þess að fólk gæti haldið að ég væri að saka þig um kæruleysi eða eitthvað þessháttar. Mér er fylli- lega ljóst að þú hefir mikið að gera, og ég er alveg sammála þeim sem telja að yngra fólk eigi að ganga fyrir þeim, sem komnir em á minn aldur. Það er bæði eðlilegt og sanngjamt. Hinsvegar hefur konan mín, sem er nokkru yngri en ég, áhyggjur af fótaburði mínum, og hennar vegna væri ég þakklátur ef þú gætir séð þér fært að hafa samband við annað hvort okkar einhvemtíma fyrir næstu jól. Sjálfur er ég áhyggjulaus. Með bestur óskum til þín og þinna. Þinn einlægur. GUÐMUNDUR JÓNSSON, söngvari. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Smáfólk / HERE W'OU \ l ARE.5IR.. ] /""N. 1 ENJOh' VOUR / M V^MEAL.^/ £ ANP OJHILE VOURE EATIN6, l'LL B0THER V0U C0N5TANTLY, A5KIN6 IF EVERVTHIN6 15 ALL R16HT.. ^ ^ } ANP PUT PLENTY 0F LIPSTICK ON THE WATER 6LA5S.. Sr (c 1 /Æ r. — / Í 'kj.r \ /Y lsfcPT<Sr<'"y/Z r\ mKKKKk. Gerðu svo vel, herra minn. Og meðan þú borðar ætla ég sífellt Og smita vatnsglasið af varalit. Ég vona að þú njótir að vera að ónáða þig og spyija máltíðarinnar. hvort ekki sé allt í lagi. MtsŒlætztiDx leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk endurqeislondi einonqrun i rúllum. 7 lög en 2 ytri alúminíum—lög endurgeisla hitann. Breiddir: 61 og 122 ntm. Rúllulengdir: 15,38 og 76m. (hóaloft, bak við ofno, í fjós, hesthús, ú rör, ú veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skærí. heftibyssa og límband einu verkfærin. PP &co Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: SS3 8640 8 S68 6100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.