Morgunblaðið - 05.05.2000, Side 23

Morgunblaðið - 05.05.2000, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT John O’Connor kardináli látinn Mikilhæfur mað- ur en umdeildur New York. AP. JOHN O’Connor, kardináli og biskup kaþólskra manna í New York, lést í fyrradag áttræður að aldri. Hefur hans verið minnst sem mikilhæfs manns en hann var alla tíð mjög umdeildur fyrir skoðanir sínar. O’Connor vari enstrengings- legur í trúarefnum en samt frjáls- lyndur í þjóðfélagsmálum. O’Connor var elsti starfandi biskup í Bandaríkjunum er hann lést og einn af áhrifamestu mönn- um innan kaþólsku kirkjunnar. I New York naut hann almennt mik- illar hylli meðal borgarbúa en hann kom líka af stað heitum deilum með afdráttarlausum stuðningi sínum við stefnu Páfagarðs í stóru sem smáu. Hann lagði t.d. til, að ka- þólskir stjórnmálamenn, sem styddu fóstureyðingar, yrðu teknir út af sakramentinu og 1990 lýsti hann því yfír, að það jafngilti því að „styðja Satan sjálfan" að hlusta á sum rokklög. O’Connor fór einnig fremstur í flokki í baráttunni gegn nýjum lög- um um réttindi samkynhneigðra og neitaði að fara eftir þeim fyrirmæl- um Ed Kochs, fyrrverandi borgar- stjóra, að hjálpar- og þjónustu- stofnanir, þar á meðal þær, sem kirkjan rak, skyldu sinna kyn- hverfum með sama hætti og öðrum. Mikill verkalýdssinni John O’Connor ólst upp við fremur kröpp kjör í Fíladelfíu þar sem faðir hans var málari, mikill verkalýðssinni og jafnframt góður trúmaður. Setti það sitt mark á O’Connor, sem sagðist eitt sinn helst vilja næla merki verkalýðsfé- lagsins í biskupshúfuna. Beitti hann sér m.a. gegn því, að kirkjan réði í þjónustu sína aðra en þá, sem væru félagar í verkalýðsfélögum. AP John O’Connor kardináli með gullhring sem Jóhannes Páll páfi II gaf honum. Myndin var tekin í mars 1994. O’Connor gerðist prestur í sjó- hernum í Kóreustríðinu 1952, og þegar hann sagði skilið við herinn 27 árum síðar var hann orðinn flotaforingi og yfirmaður prest- anna í flotanum. O’Connor sagði einu sinni um sjálfan sig, að hann væri „ósveigj- anlegur hvað varðaði kenningu kirkjunnar en - guð hjálpi mér - frjálslyndur í þjóðfélagsmálum". Um hann hefur þó verið sagt, að hann hafi skort skilning á hinum flóknu tilbrigðum mannlegs lífs og aðeins séð veröldina í svörtu og hvítu. John ÓConnor var valdamikill maður í bandarísku samfélagi en lét þó vald sitt og virðingu aldrei stíga sér til höfuðs. Hann var sæmdur Gullorðu Bandaríkjaþings, æðstu borgaralegu orðunni, í mars sl. en sjálfur vildi hann, að eftir- mælin um sig, grafskriftin, yrði þessi: „Hann var góður prestur.“ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 23 ÓlMfur ti. SlepHijnsen og Híilidorn Traustadóttir Fundu’ i Hlíd álar og skreytir Míru H !j li | | Í: 1 ■ m •i 'SBJW, t i Komdu skoðun þinni á framfæri á mbl.is Á mbl.js.er velt upp spurningum um allt það markverðasta í Formúlu-1 kappakstrinum. Vinnur McLaren tvöfalt þriðja árið í röð í Barcelona? Já Nei 511-47,6% — ___________________ 563 - 52,4& Niðurstöður fimmtudaginn 04.05. kl. 16.00. Hver er þín skoðun? F0RMÚLAN Á mbl.is COTT FÓLK McCANN ERICKSON ■ S(A 9648

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.