Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 23

Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT John O’Connor kardináli látinn Mikilhæfur mað- ur en umdeildur New York. AP. JOHN O’Connor, kardináli og biskup kaþólskra manna í New York, lést í fyrradag áttræður að aldri. Hefur hans verið minnst sem mikilhæfs manns en hann var alla tíð mjög umdeildur fyrir skoðanir sínar. O’Connor vari enstrengings- legur í trúarefnum en samt frjáls- lyndur í þjóðfélagsmálum. O’Connor var elsti starfandi biskup í Bandaríkjunum er hann lést og einn af áhrifamestu mönn- um innan kaþólsku kirkjunnar. I New York naut hann almennt mik- illar hylli meðal borgarbúa en hann kom líka af stað heitum deilum með afdráttarlausum stuðningi sínum við stefnu Páfagarðs í stóru sem smáu. Hann lagði t.d. til, að ka- þólskir stjórnmálamenn, sem styddu fóstureyðingar, yrðu teknir út af sakramentinu og 1990 lýsti hann því yfír, að það jafngilti því að „styðja Satan sjálfan" að hlusta á sum rokklög. O’Connor fór einnig fremstur í flokki í baráttunni gegn nýjum lög- um um réttindi samkynhneigðra og neitaði að fara eftir þeim fyrirmæl- um Ed Kochs, fyrrverandi borgar- stjóra, að hjálpar- og þjónustu- stofnanir, þar á meðal þær, sem kirkjan rak, skyldu sinna kyn- hverfum með sama hætti og öðrum. Mikill verkalýdssinni John O’Connor ólst upp við fremur kröpp kjör í Fíladelfíu þar sem faðir hans var málari, mikill verkalýðssinni og jafnframt góður trúmaður. Setti það sitt mark á O’Connor, sem sagðist eitt sinn helst vilja næla merki verkalýðsfé- lagsins í biskupshúfuna. Beitti hann sér m.a. gegn því, að kirkjan réði í þjónustu sína aðra en þá, sem væru félagar í verkalýðsfélögum. AP John O’Connor kardináli með gullhring sem Jóhannes Páll páfi II gaf honum. Myndin var tekin í mars 1994. O’Connor gerðist prestur í sjó- hernum í Kóreustríðinu 1952, og þegar hann sagði skilið við herinn 27 árum síðar var hann orðinn flotaforingi og yfirmaður prest- anna í flotanum. O’Connor sagði einu sinni um sjálfan sig, að hann væri „ósveigj- anlegur hvað varðaði kenningu kirkjunnar en - guð hjálpi mér - frjálslyndur í þjóðfélagsmálum". Um hann hefur þó verið sagt, að hann hafi skort skilning á hinum flóknu tilbrigðum mannlegs lífs og aðeins séð veröldina í svörtu og hvítu. John ÓConnor var valdamikill maður í bandarísku samfélagi en lét þó vald sitt og virðingu aldrei stíga sér til höfuðs. Hann var sæmdur Gullorðu Bandaríkjaþings, æðstu borgaralegu orðunni, í mars sl. en sjálfur vildi hann, að eftir- mælin um sig, grafskriftin, yrði þessi: „Hann var góður prestur.“ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 23 ÓlMfur ti. SlepHijnsen og Híilidorn Traustadóttir Fundu’ i Hlíd álar og skreytir Míru H !j li | | Í: 1 ■ m •i 'SBJW, t i Komdu skoðun þinni á framfæri á mbl.is Á mbl.js.er velt upp spurningum um allt það markverðasta í Formúlu-1 kappakstrinum. Vinnur McLaren tvöfalt þriðja árið í röð í Barcelona? Já Nei 511-47,6% — ___________________ 563 - 52,4& Niðurstöður fimmtudaginn 04.05. kl. 16.00. Hver er þín skoðun? F0RMÚLAN Á mbl.is COTT FÓLK McCANN ERICKSON ■ S(A 9648
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.