Morgunblaðið - 05.05.2000, Page 76

Morgunblaðið - 05.05.2000, Page 76
76 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 9Éí FOLKI FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ Reuters ‘^Vanessa Williams (fyrir miðju) ásamt leikkonunni Chayanne og Jane Krakowski. Nýtt barn í Hollywood LEIK- og söngkonan Vanessa L. Williams eignaðist stúlkubarn á dögunum ásamt eigin- manni sínum, körfuknattleiksmanninum Rick Fox. Það voru stoltir foreldrar sem fengu Söshu Gabriellu litlu í hendurnar en stúlk- an var stór og pattaraleg. Móðirin alsæla er fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin en snéri sér síðar að söng- og leik. Sasha er fyrsta dóttir hjónanna sem gengu í það heilaga í septem- ber á síðasta ári. Willams, sem er 36 ára að aldri á þó þrjú börn frá fyrra hjónabandi og Fox, sem er þrítugur á einn son fyrir. Þarna er því orðin til ein stór fjölskylda. IIOYII SKÓR FYRIR KARLMENN 1 „ : — * Ný sending DOMUS MEDICA vift Snorrabraut - Reykjavík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Sími 568 9212 Reykjavík PÓSTSENDUM SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Bobcatdagar-----------Bobcatdagar HJÁVÉLUM & ÞJÓNUSTU HF. AÐ JÁRNHÁLSI 2 L Alltaf skrefi framar HlNIR ÁRLEGU BoBCATDAGAR VERÐA f HÚSAKYNNUM VÉLA & ÞJÓNUSTU HF. AÐ JÁRNHÁLSI 2, FÖSTUDAGINN 5 MAÍ FRÁ KL. 15 - 19 OG LAUGARDAGINN 6 MAÍ FRÁ KL. 12 - 17. Sýnum allt það nýjasta frá Bobcat m.a. jfc, BOBCAT T 3093S SKOTBÓMULYFTARA. BOBCAT 864 MOKSTURSVÉL Á BELTUM. BOBCAT 322 „MINl“ GRÖFU MEÐ BREIKKANLEGUM UNDIRVAGNI. BOBCAT 331E ÞRIGGJA TONNA BELTAGRÖFU MEÐ SKOTBÓMU. BOBCAT 751, 763H, 773 MEÐ NÍJU ÚTLITI. SÝNUM EINNIG ÚRVAL FYLGIHLUTA. Allir VIÐSKIPTAVINIR Véla & Þjónustu hf. og aðrir ÁHUGASAMIR VINNUVÉLAEIGENDUR ERU HJARTANLEGA VELKOMNIR. VELAR& ÞJéNUSTAhF Þekktir fyrir þjónustu JArnhAlsi 2 ■ 110 RevkjavIk ■ Sími: 5-800-200 ■ Fax: 5-800-220 ■ www.velar.is ÓSEYRI IA ■ 603 AKUREYRI ■ SfMI: 561-4040 ■ FaX: 461-4044 Bjargræðis-kvartettinn skipa þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir, Gísli Magnason og Orn Arnarson. Ómar piltsins draumur TONLIST H1 j ó 1111 c i k a r ÓSKALÖG LANDANS Óskalög landans. Skemmtidagskrá með söngtextum Omars Ragnars- sonar í Kaffileikhúsinu, mánudag- inn 1. maf. Bjargræðiskvartettinn flutti. ÓMAR Ragnarsson er án efa einn ótrúlegasti maður sem byggt hefur þessa blessuðu eyju. Frétta- maður, rallýakstur, flugmannspróf, skemmtikraftur, söngvari, þeyting- ur um landið þvert og endilangt, lögnám, revíur, heimspekigrúsk, íþróttafréttir, hnefaleikar, söng- og textasmiður. Þú bara nefnir það. Ómai- hefur gert það allt og meira til. Athafnagleði þessa manns er svo mikil að undrum sætir. Bjargræðiskvartettinn hefur nú sett upp dagskrá í Kaffileikhúsinu byggða á lögum sem öll bera texta eftir Ómar. Þessi sýning er þriðja tilbrigðið við_ skemmtidagskrárröð sem kallast „Óskalög landans", áður hefur kvartettinn flutt lög með text- um Jónasar Árnasonar og staðið fyrir jólalagaskemmtun og voru þær skemmtanir með svipuðu sniði og umrædd sýning. Sviðsmyndin var þægilega lát- laus. Flygill hægra megin sviðsins og hin ýmsu hljóðfæri, gítarar og dragspil, dreifð um sviðið. Kaffileik- húsið er notalegur skemmtistaður og áhorfendur voru í þægilegir ná- lægð við flytjenndur á meðan á sýn- ingu stóð. Kvartettinn arkaði upp á sviðið og renndi sér í dagskrána. Rögg- samur leiðtpginn, Anna Sigga, tjáði gestum að Ómari teldist til að hann hefði samið hátt í 2000 texta um daganna. Lögin sem prýddu dag- skrána voru af ýmsum toga. Mörg þeirra fölskvalausir gleðisöngvar, með textum sem voru í raun og réttu sungnir brandarar, lög eins og „Minkurinn í hænsnakofanum", „Jói útherji" og „Lok lok og læs“. Sum lögin voru með öllu alvarlegi'a yfirbragði eins og „Brú yfir boða- föllin“ (Bridge over troubled water) og „Þú ein“ (Love hurts). Enn önn- ur voru einfaldir alþýðusöngvar eins og Sumar og sól og Yor í lofti. Ómar samdi reyndar einnig lögin við þessi tvö lög og það kom mér á óvart hversu haglega þau voru sam- in og er alls óhætt að bæta „laga- smiður" á ferilsskránna löngu hér fyrir ofan. Ómar er hagyrðingur góður og ágætt alþýðuskáld. Ljóðrænan rist- ir sjaldan djúpt og seint myndi hann teljast vera listaskáld enda er það varla tilgangurinn hjá Ómari. Hafa þarf í huga að hér áður fyrr var það móðins að snúa erlendum textum yfir á það ylhýra en sú íþrótt hefur verið hverfandi þáttur í íslensku tónlistarlífi undanfarna áratugi. Menn eins og Ómar og Þorsteinn Eggertsson sömdu þá texta í akkorði í gríð og erg og tím- inn leyfði enga bið eftir því að and- anum þóknaðist að koma í heim- sókn. I textagerð sinni tekst Ómari langsamlega best upp er hann setur sig í stellingar sprelligosans en mið- ur vel er hann setur í þær ljúfsáru. Hnoðið sem einkennir suma textana verður þá til muna greinilegi-a og nálgast þeir næstum því að vera bæði ósmekkvísir, tilgerðarlegir og óþarflega væmnir. Allflest lögin sem flutt voru hafa lifað lengi með þjóðinni. Eg inn- byrti til að mynda flest þeirra með móðurmjólkinni. Áhorfendur voru því eðlilega vel með á nótunum, stundum fullvel reyndar. Kvartett- inn komst mjög vel frá sínu. Flutn- ingur var skemmtilegur og einlæg- ur og meðlimir voi-u sífellt að bregða á leik við ómælda kátínu við- staddra. Mörg laganna voru sett í leikrænan búning sem heppnaðist með miklum ágætum. Maður fékk á tilfinninguna að flytjendur hefðu virkilega gaman af því sem þeir voi'u að gera. Ómæld kátína viðstaddra flóði stundum yfir það sem eðlilegt getur talist. Meðlimir kvartettsins máttu varla draga augað í púng og þá sprakk salurinn úr hlátri. Kom það meira að segja fyrir í nokkrum al- varlegum lögum að það gekk ófor- vandis hláturroka yfir salinn. Þarna fannst mér áhorfendur ekki standa sig nógu vel og stundum fékk mað- ur óþægilega á tilfinninguna að maður væri staddur á einhverju sauðdrukknu þorrablótinu! Það var oft eins og þessi samsetning syrp- unnar, sem var blanda af léttúð og alvöruþninga væri ekki alls kostar að virka. Ég er ekki viss hvort þar sé um að kenna, áhorfendum eða lagavali. Að þorrablótsmartröðum undan- skildum er sýningin hin skemmti- lega og vel úr garði gerð. Hún er það sem hún er og sigrar á því. Kvartettin tók sig mátulega alvar- lega og oft einkenndi skemmtilegt stjórnleysi sýninguna sem gaf henni aukið skemmtivægi. Allir á Ómar! Arnar Eggert Thoroddsen Nœturqatinn simi 587 6080 Hljómsveit Stefáns P. oq Péturs Ókeypis aðgangur til kl. 24 í kvöld. r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.