Morgunblaðið - 05.05.2000, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 05.05.2000, Qupperneq 76
76 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 9Éí FOLKI FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ Reuters ‘^Vanessa Williams (fyrir miðju) ásamt leikkonunni Chayanne og Jane Krakowski. Nýtt barn í Hollywood LEIK- og söngkonan Vanessa L. Williams eignaðist stúlkubarn á dögunum ásamt eigin- manni sínum, körfuknattleiksmanninum Rick Fox. Það voru stoltir foreldrar sem fengu Söshu Gabriellu litlu í hendurnar en stúlk- an var stór og pattaraleg. Móðirin alsæla er fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin en snéri sér síðar að söng- og leik. Sasha er fyrsta dóttir hjónanna sem gengu í það heilaga í septem- ber á síðasta ári. Willams, sem er 36 ára að aldri á þó þrjú börn frá fyrra hjónabandi og Fox, sem er þrítugur á einn son fyrir. Þarna er því orðin til ein stór fjölskylda. IIOYII SKÓR FYRIR KARLMENN 1 „ : — * Ný sending DOMUS MEDICA vift Snorrabraut - Reykjavík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Sími 568 9212 Reykjavík PÓSTSENDUM SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Bobcatdagar-----------Bobcatdagar HJÁVÉLUM & ÞJÓNUSTU HF. AÐ JÁRNHÁLSI 2 L Alltaf skrefi framar HlNIR ÁRLEGU BoBCATDAGAR VERÐA f HÚSAKYNNUM VÉLA & ÞJÓNUSTU HF. AÐ JÁRNHÁLSI 2, FÖSTUDAGINN 5 MAÍ FRÁ KL. 15 - 19 OG LAUGARDAGINN 6 MAÍ FRÁ KL. 12 - 17. Sýnum allt það nýjasta frá Bobcat m.a. jfc, BOBCAT T 3093S SKOTBÓMULYFTARA. BOBCAT 864 MOKSTURSVÉL Á BELTUM. BOBCAT 322 „MINl“ GRÖFU MEÐ BREIKKANLEGUM UNDIRVAGNI. BOBCAT 331E ÞRIGGJA TONNA BELTAGRÖFU MEÐ SKOTBÓMU. BOBCAT 751, 763H, 773 MEÐ NÍJU ÚTLITI. SÝNUM EINNIG ÚRVAL FYLGIHLUTA. Allir VIÐSKIPTAVINIR Véla & Þjónustu hf. og aðrir ÁHUGASAMIR VINNUVÉLAEIGENDUR ERU HJARTANLEGA VELKOMNIR. VELAR& ÞJéNUSTAhF Þekktir fyrir þjónustu JArnhAlsi 2 ■ 110 RevkjavIk ■ Sími: 5-800-200 ■ Fax: 5-800-220 ■ www.velar.is ÓSEYRI IA ■ 603 AKUREYRI ■ SfMI: 561-4040 ■ FaX: 461-4044 Bjargræðis-kvartettinn skipa þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir, Gísli Magnason og Orn Arnarson. Ómar piltsins draumur TONLIST H1 j ó 1111 c i k a r ÓSKALÖG LANDANS Óskalög landans. Skemmtidagskrá með söngtextum Omars Ragnars- sonar í Kaffileikhúsinu, mánudag- inn 1. maf. Bjargræðiskvartettinn flutti. ÓMAR Ragnarsson er án efa einn ótrúlegasti maður sem byggt hefur þessa blessuðu eyju. Frétta- maður, rallýakstur, flugmannspróf, skemmtikraftur, söngvari, þeyting- ur um landið þvert og endilangt, lögnám, revíur, heimspekigrúsk, íþróttafréttir, hnefaleikar, söng- og textasmiður. Þú bara nefnir það. Ómai- hefur gert það allt og meira til. Athafnagleði þessa manns er svo mikil að undrum sætir. Bjargræðiskvartettinn hefur nú sett upp dagskrá í Kaffileikhúsinu byggða á lögum sem öll bera texta eftir Ómar. Þessi sýning er þriðja tilbrigðið við_ skemmtidagskrárröð sem kallast „Óskalög landans", áður hefur kvartettinn flutt lög með text- um Jónasar Árnasonar og staðið fyrir jólalagaskemmtun og voru þær skemmtanir með svipuðu sniði og umrædd sýning. Sviðsmyndin var þægilega lát- laus. Flygill hægra megin sviðsins og hin ýmsu hljóðfæri, gítarar og dragspil, dreifð um sviðið. Kaffileik- húsið er notalegur skemmtistaður og áhorfendur voru í þægilegir ná- lægð við flytjenndur á meðan á sýn- ingu stóð. Kvartettinn arkaði upp á sviðið og renndi sér í dagskrána. Rögg- samur leiðtpginn, Anna Sigga, tjáði gestum að Ómari teldist til að hann hefði samið hátt í 2000 texta um daganna. Lögin sem prýddu dag- skrána voru af ýmsum toga. Mörg þeirra fölskvalausir gleðisöngvar, með textum sem voru í raun og réttu sungnir brandarar, lög eins og „Minkurinn í hænsnakofanum", „Jói útherji" og „Lok lok og læs“. Sum lögin voru með öllu alvarlegi'a yfirbragði eins og „Brú yfir boða- föllin“ (Bridge over troubled water) og „Þú ein“ (Love hurts). Enn önn- ur voru einfaldir alþýðusöngvar eins og Sumar og sól og Yor í lofti. Ómar samdi reyndar einnig lögin við þessi tvö lög og það kom mér á óvart hversu haglega þau voru sam- in og er alls óhætt að bæta „laga- smiður" á ferilsskránna löngu hér fyrir ofan. Ómar er hagyrðingur góður og ágætt alþýðuskáld. Ljóðrænan rist- ir sjaldan djúpt og seint myndi hann teljast vera listaskáld enda er það varla tilgangurinn hjá Ómari. Hafa þarf í huga að hér áður fyrr var það móðins að snúa erlendum textum yfir á það ylhýra en sú íþrótt hefur verið hverfandi þáttur í íslensku tónlistarlífi undanfarna áratugi. Menn eins og Ómar og Þorsteinn Eggertsson sömdu þá texta í akkorði í gríð og erg og tím- inn leyfði enga bið eftir því að and- anum þóknaðist að koma í heim- sókn. I textagerð sinni tekst Ómari langsamlega best upp er hann setur sig í stellingar sprelligosans en mið- ur vel er hann setur í þær ljúfsáru. Hnoðið sem einkennir suma textana verður þá til muna greinilegi-a og nálgast þeir næstum því að vera bæði ósmekkvísir, tilgerðarlegir og óþarflega væmnir. Allflest lögin sem flutt voru hafa lifað lengi með þjóðinni. Eg inn- byrti til að mynda flest þeirra með móðurmjólkinni. Áhorfendur voru því eðlilega vel með á nótunum, stundum fullvel reyndar. Kvartett- inn komst mjög vel frá sínu. Flutn- ingur var skemmtilegur og einlæg- ur og meðlimir voi-u sífellt að bregða á leik við ómælda kátínu við- staddra. Mörg laganna voru sett í leikrænan búning sem heppnaðist með miklum ágætum. Maður fékk á tilfinninguna að flytjendur hefðu virkilega gaman af því sem þeir voi'u að gera. Ómæld kátína viðstaddra flóði stundum yfir það sem eðlilegt getur talist. Meðlimir kvartettsins máttu varla draga augað í púng og þá sprakk salurinn úr hlátri. Kom það meira að segja fyrir í nokkrum al- varlegum lögum að það gekk ófor- vandis hláturroka yfir salinn. Þarna fannst mér áhorfendur ekki standa sig nógu vel og stundum fékk mað- ur óþægilega á tilfinninguna að maður væri staddur á einhverju sauðdrukknu þorrablótinu! Það var oft eins og þessi samsetning syrp- unnar, sem var blanda af léttúð og alvöruþninga væri ekki alls kostar að virka. Ég er ekki viss hvort þar sé um að kenna, áhorfendum eða lagavali. Að þorrablótsmartröðum undan- skildum er sýningin hin skemmti- lega og vel úr garði gerð. Hún er það sem hún er og sigrar á því. Kvartettin tók sig mátulega alvar- lega og oft einkenndi skemmtilegt stjórnleysi sýninguna sem gaf henni aukið skemmtivægi. Allir á Ómar! Arnar Eggert Thoroddsen Nœturqatinn simi 587 6080 Hljómsveit Stefáns P. oq Péturs Ókeypis aðgangur til kl. 24 í kvöld. r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.