Morgunblaðið - 23.05.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 23
Úr tapi í hagnað
á fyrsta ársfjórð-
ungi hjá Delta
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
TVG-Zimsen
styrkir stöðu sína
Samstarf
við Frans
Maas
Flutningsmiðlunarfyrirtækin
TVG-Zimsen hf. og Konin-
klijke Frans Maas Groep N.V.
hafa gengið frá samstarfs-
samningi sem felur í sér að
TVG-Zimsen mun nýta víð-
tækt þjónustunet og fram-
leiðsluskerfí Frans Maas í
Evrópu.
Samkvæmt upplýsingum frá
TVG-Zimsen er Frans Maas
leiðandi flutningsmiðlunarfyr-
irtæki í Evrópu og eitt það
best þekkta á Islandi þar sem
það hefur verið í samstarfi um
flutninga við íslensk fyrirtæki
í um tvo áratugi. Höfuðstöðvar
Frans Maas eru í Venlo í Hol-
landi og hjá félaginu starfa um
6.000 starfsmenn í 165 starfs-
stöðvum, einkum í Evrópu.
Frans Maas hafði um árabil
samstarf við Flutningsmiðlun-
ina Jóna hf. á Islandi en í ljósi
yfirtöku Samskipa á Flutn-
ingsmiðluninni Jónum hf. hef-
ur Frans Maas kosið að ganga
til samstarfs við TVG-Zimsen.
Styrkir f lutningsmiðlunar-
net TVG-Zimsen enn frekar
Samstarfið mun styrkja
flutningsmiðlunarnet TVG-
Zimsen enn frekar, einkum í
sjóflutningum, en áherslur fé-
lagsins hafa til þessa frekar
legið í hraðflutningum, flug-
frakt og sérhæfðri geymslu-
og dreifingarþjónustu. Ára-
langt starf Frans Maas á ís-
lenska markaðinum ásamt öfl-
ugu flutningakerfi
þjónustumiðstöðva þeirra í
Evrópu, mun styrkja þjón-
ustuframboð TVG-Zimsen, en
fyrir á félagið í samstarfi við
öfluga samstarfsaðila, svo sem
Emery Worldwide, sem er eitt
stærsta flugfraktfyrirtæki
heims, og UPS, stærsta hrað-
sendingafyrirtæki heims.
NÁNOQ#
-iíftð eráðfmm,!
HAGNAÐUR af rekstri Delta hf. á
íyrsta ársfjórðungi var 91 milljón
króna að því er kemur fram í óendur-
skoðuðu hlutauppgjöri félagsins en
þar af nemur söluhagnaður 15 millj-
ónum króna. Þetta eru veruleg um-
skipti frá því í fyrra en þá var tap
ársins 59,5 milljónir króna.
Afkoman á fyrsta ársfjórðungi er
töluvert betri en menn áttu von á en í
upphaflegri rekstaráætlun var gert
ráð fyrir að hagnaðurinn í ár yrði 110
milljónir. í endurskoðaðri rekstrar-
áætlun félagsins er gert ráð fyrir 162
milljóna króna hagnaði á árinu.
Rekstrartekjur Delta hf. fyrstu þrjá
mánuði ársins voru 500 milljónir
samanborið við tæpa 1,3 milljarða
allt árið í fyrra. Rekstrargjöld tíma-
bilsins voru 411 milljónir króna en
voru 1,24 milljarðar allt árið í fyrra.
Fjármagnsliðir hafa lækkað frá
fyrra ári og þá var gengisþróun fyr-
irtækinu hagstæð auk þess sem fé-
lagið hefur endurfjármagnað lang-
tímaskuldir sínar. Eigið fé í lok
tímabilsins var 1,4 milljarðar króna
og hefur hækkað um 103 milljónir
frá áramótum og er eiginfjárhlutfall
komið í 44,5%. Avöxtun eiginfjár
íyrstu þrjá mánuði ársins er liðlega
7% en gangi rekstaráætlun eftir
verður ávöxtun eiginfjár á árinu í
kringum 12%.
Gott gengi á Þýskalandsmarkaði
Um 70% af rekstrartekjum Delta
á fyrsta ársfjórðungi voru af sölu á
erlenda markaði en 30% af sölu á
innanlandsmarkað. Sölutekjur er-
lendis skiptast þannig að 75% er sala
á lyfjum en 25% er sala á lyfjahug-
viti. Delta hefur, samkvæmt frétta-
tilkynningu, á þessu ári náð mjög
sterkri stöðu á Þýskalandsmarkaði
með hjartalyfið Lisinopril og má
áætla að hlutdeild fyrirtæksins á
samheitalyfjamarkaðinum fyrir Lis-
inopril sé nú um 70% í Þýskalandi og
hefur salan það sem af er árinu farið
fram úr björtustu vonum. Sala á
Hollandsmarkað hefur einnig gengið
vel en sala á aðra markaði hefur ver-
ið í samræmi við áætlanir. Fyrr á ár-
inu undirrituðu stjómendur Delta
hf. samstarfssamning við kanadíska
lyfjafyrirtækið PharmaScience
vegna þróunarverkefna fyrir
Evrópumarkað og er stefnt að því að
fjölga verkefnum sem unnin verða í
samstarfi við erlend lyfjafyrirtæki í
framtíðinni.
Starfs-
menn FBA
fluttir
ALLFLESTIR starfsmenn FBA
fluttu í gær í höfuðstöðvar íslands-
banka, sein nú eru höfuðstöðvar ís-
landsbanka-FBA, við Kirkjusand,
en formleg starfsemihins nýja fé-
lags hefst 2. júní nk. í húsinu voru
íyrir um þrjú hundruð manns og
við bætast á annað hundrað, sem
þýðir að þrengsli eru orðin tölu-
verð. Til stendur að bæta úr því
með því að byggja við húsið og er
nú verið að skoða hvaða kostur
verður tekinn í því sambandi.
Hækkun
byggingar-
vísitölu 0,1%
HAGSTOFAN hefur reiknað vísi-
tölu byggingarkostnaðar eftir verð-
lagi um miðjan maí 2000 og er vísi-
talan 244,4 stig og hækkaði hún um
0,1% frá fyrra mánuði.
Hækkun vísitölunnar síðastliðna
þrjá mánuði samsvarar 9,5% hækk-
un á ári, en síðastliðna tólf mánuði
hækkaði byggingarvísitalan um
3,6%.
Þá hefur Hagstofan reiknað út
launavisitölu miðað við meðallaun í
apríl. Vísitalan er 191,1 stig og
hækkar hún um 0,8% frá fyrra mán-
uði.
Electronic
Transaction i
Korthafi getur veriö viss um aö hann
eigi viðskipti við réttan söluaðila.
Söluaðili getur verið oruggur um að
korthafi sé sá sem hann segist vera:
Tvöföld rafræn undirskrift á færslu.
Engir óviðkomandi komast í
upplýsingar um kort og korthafa.
Yfirlit í skjáveski korthafa um
hvað greitt er fyrir og hvenær.
□ulkóðaðar upplýsingar milli kaupanda og VISA
Greiðsluheimild staðfest strax
SET, merki um örugg viðskipti á netinu.
I samvinnu viö
MíFÆ
www. ritta ekn i. is
]
Nýtt á íslandi, SET vottuð netverslun
Örugg
viðskipti
á netinu
Við bjóðum öruggari leið til netviðskipta.
SET vottuð netverslun er rétta leiðin
sem býður upp á öryggi og þjónustu.
Hafið samband og við bjóðum lausn við hæfi.
^^Rittækni
www.visa.is
L
TÖLVUÖRYGGI & HUGBÚNAÐARLAUSNIR
Skipholti 50d 105 Reykjavík
sími 561 5040 fax 511 2289 www.rittaekni.is