Morgunblaðið - 23.05.2000, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.05.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 25 ÚRVERINU LjósmyntV Þorgeir Baldursson Beitir NK 123 á landleið með fullfermi af kolmunna en Beitir iandaði rúmlega þúsund tonnum af kolmunna í Vestmannaeyjum fyrir helgi. Norsk-íslenska sfldin enn mjög austarlega HAFRANNSOKNASKIPIÐ Arni Friðriksson er enn við rannsóknir á norsk-íslenska síldarstofninum en leiðangurssjóri er Jakob Jak- obsson, fískifræðingur hjá Haf- rannsóknastofnuninni. „Það er búið að leita á mjög stóru svæði hér í Austurdjúpi. Við höfum leitað í Smugunni, Jan Mayen-lögsögunni og norsku lög- sögunni," segir Jakob. „Það hefur sáralítið fundist vestan 0° lengdar- baugsins en talsvert hefur hins vegar fundist austan 1° lengdar- baugsins þannig að sfldin er enn mjög austarlega eða um 100 mílur utan við íslensku lögsöguna. Það eru 15 skip af ýmsu þjóðerni á miðunum og voru þau farin að veiða vel á sunnudagskvöldið. Síld- in er ekki feit ennþá en hún er að byrja að taka við sér.“ Jakob segir að það sé óvenjulegt að síldin haldi sig svona austarlega á þessum árstíma. „Venjulega er hún komin miklu vestar á þessum tíma. Það er mikil áta á svæðinu vestan við síldina en það er einnig mikil áta á svæðinu þar sem hún er og það tefur fyrir henni en hún er þó á hægri vesturleið." Jakob segir að íslensku síldarskipin séu eitt af öðru að tínast af stað og hafði hann frétt að Sunnutindur væri kominn langleiðina á miðin. Þar sem síldin er enn svo langt ut- an lögsögunnar er löng sjóleið á miðin eða um 300 mflur. Fyrir helgi höfðu íslensku kol- munnaskipin landað um 76 þúsund tonnum hérlendis en reiknað er með að þau fari flest á síldina þeg- ar hún hefur fært sig nær landi og auðveldara verður að eiga við hana. Rannsóknaleiðangur Hafrannsóknastofnunar Nýliðun á humri fyrir austan kemur ekki á óvart NÝLIÐUN á humri á suðaustur- miðunum hefur gengið eftir sam- kvæmt spá, að sögn Hrafnkels Eiríkssonar, fiskifræðings hjá Haf- rannsóknastofnun. Hins vegar eru skilyrðin ekki nógu góð á austasta svæðinu og gæti það skýrt tregari veiði í Lónsdjúpi en Skeiðarárdjúpi og Breiðamerkurdjúpi. Hrafnkell Eiríksson hefur stýrt humarleiðangri á hafrannsóknaskip- inu Dröfn undanfarna daga. Rann- sóknin var á miðunum á suðvestur- horninu fyrstu fjóra dagana en síðan fór skipið inn til að taka á móti nýja hafrannsóknaskipinu Árna Friðriks- syni. Að því loknu var haldið aftur út og voru leiðangursmenn einn dag í Skeiðarárdjúpi, annan í Breiða- merkurdjúpi og voru í Lónsdjúpinu í gær. Sterkari árgangar „Það hefur verið þokkalegur aflí á austursvæðinu nema hérna austast í Lónsdjúpinu en hér er kaldara og skilyrðin verri,“ sagði Hrafnkell við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að sennilega hefði eitthvað dregið úr veiði í Skeiðarár- og Breiðamerkur- dýpi miðað við það sem mest hefði verið en gott hljóð væri í mönnum. „Þeir árgangar, sem hafa orsakað batnandi nýliðun fyrir austan eftir mjög mikla lægð um miðjan áratug- inn í kjölfar mjög mikillar veiði upp úr 1990, hafa greinilega náð ágætis vexti, koma vel fram í veiðinni og ég er nokkuð sáttur við það.“ Mismunandi ástand Hrafnkell sagði að ástandið á austursvæðunum væri batnandi vegna betrj árganga sem kæmu inn í veiðina í auknum mæli en einkum er um að ræða árganga 1990, 1991 og 1992. „Hlutfall stærri humars hefur aukist og skiptir það verulegu máli því að minnsta kosti elsti árgangur- inn er kominn í 1. flokks stærð. Vöxturinn hefur verið ágætur og er greinilegur munur frá því í fyrra.“ Síðan fiskveiðiárið 1997 til 1998 hefur humarkvótinn verið 1.200 tonn á ári. Björn Lúðvík Jónsson, skip- stjóri á Hvanney SF frá Hornafirði sagði við Morgunblaðið á dögunum að kvótaskerðingin hefði haft mikið að segja og ekki mætti auka kvótann því aðalatriðið væri að fá sem mest í 1. flokk. Hrafnkell sagði of snemmt að segja til um hvað lagt yrði til vegna næsta fiskveiðiárs. í lok leið- angursins færi fiskveiðiráðgjafar- nefnd Hafrannsóknastofnunar yfir öll gögn og þyrfti að huga að heild- ardæminu. Mismunandi ástand væri á vestursvæðinu og suðaustursvæð- inu og eftir ætti að kanna vestasta svæðið. Þrátt fyiir batnandi ástand fyrir austan gæti ástandið haldið áfram að versna vestast og staðan jafnaðist því út. Með öðrum orðum væri heildarbatinn ekki endilega eins mikill og menn vonuðust til. NOKIA550 22.111 kr 19.900 kr.stgr. N0KIA 540 22.111 kr 19.900 kr.stgr. Magnari 7w fyrir 550/650 22.111 kr. 19.900 kr.stgr. Festingasett fyrir 550/540 16.555 kr. 14.900 kr.stgr. HAFÐU SAMBAND HVAR SEM ÞU ERT Háteknl Ármúla 26 • Sími 588 5000 Umboðsmenn um land allt Haföu samband TILB0Q á takmörkuðum fjölda NMT farsíma! (Allt að 30.000 kr. afsláttur) IMOKIA CONNECTING PEOPLE NOKIA650 33.222 kr 29.900 kr stgr Fjarrænt Multivitamin TUi tl'frutti :./ Apótekin eftir að kjósa Taktu þátt í póstatkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning VR og Samtaka atvinnulífsins. Atkvæðaseðilinn þarf að senda ísíðastalagi • jnfejfg ''>.vT|fv • ^i Hafðu samband við skrifstofu VR í síma 510 1700 ef þú hefur ekki fengið kjörgögn send heim. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.