Morgunblaðið - 23.05.2000, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
AP
Liðsmaður í sérsveitum lögreglunnar á verði í Jolo í síðustu viku. Þar
sprakk sprengja á markaðstorgi með þeim afleiðingum, að fjórir menn
biðu bana og 39 slösuðust.
Óöldin á Filippseyjum
Viðbúnaður vegna
sprengjutilræða
Manila, Cotabato. AFP.
borgarinnar. Tilræðin hafa valdið
því, að gengi gjaldrniðilsins og
verðbréfa hefur lækkað en flestir
telja víst, að múslímskir aðskilnað-
arsinnar standi að baki þeim. Lög-
reglan telur þó ekki útilokað, að
einhverjir hópar, sem andvígir eru
Estrada forseta, hafi verið að verki.
Hálfur herinn í stríði
Rúmlega helmingur filippíska
hersins á nú í höggi við um 15.000
skæruliða stærstu aðskilnaðarsam-
taka múslíma á Mindanao en leið-
togi þeirra kvaðst í gær reiðubúinn
að setjast aftur að samningaborði
með fulltrúum stjórnvalda. Fagnaði
Estrada því en varaði samt við nýj-
um árásum og sagði, að hver ein-
asti ferþumlungur landsins yrði
varinn.
Múslímsku skæruliðarnir á Jolo-
eyju, sem eru með 21 gísl, aðallega
útlendinga, hafa sett tvö meginskil-
yrði fyrir frelsi þeirra. Annað er, að
þeir fái að stofna sitt eigið sjálf-
stæða ríki á sunnanverðum Filipp-
seyjum og hitt, að hafin verði rann-
sókn á illu hlutskipti filippískra
múslíma, sem sest hafa að í Mala-
síu. í gær voru fyrirhugaðar við-
ræður milli stjórnvalda og þessarar
hreyfingar, sem kallast Abu
Sayyaf.
JOSEPH Estrada, forseti Filipps-
eyja, hét í gær að bregðast hart við
sprengjutilræðum í stói'verslunum
í Manila, höfuðborg landsins, en
kvaðst þó ekki mundu lýsa yfir
neyðarástandi í landinu. Eru músl-
ímskir aðskilnaðarsinnar grunaðir
um tilræðin en stærstu samtök
þeirra tilkynntu í gær, að þau
hefðu fallist á tilboð stjórnvalda um
viðræður. Onnur hreyfing, sem
heldur 21 gísli, krefst þess, að
stofnað verði múslímskt ríki á
sunnanverðum Filippseyjum.
„Við erum ekki ráðalaus," sagði
Estrada á blaðamannafundi í gær
þar sem hann tilkynnti, að herinn
myndi grípa til ráða, sem dygðu til
að uppræta hryðjuverkastarfsemi
af þessu tagi. 10 sprengjur sprungu
í bæjunum Buug og Malangas sl.
sunnudag og þá sprakk sprengja í
stærstu verslanamiðstöðinni í Man-
ila og á Filippseyjum. Lést einn
maður og 17 slösuðust. Sl. miðviku-
dag slösuðust 13 er sprengja
sprakk í verslun í fjármálahverfi
• -
•••
^ - pETlT SIRAH' D0Mai^dís
Selection
15 lítra er
hannað fyrir
kröfuharðasta
víngerðarfólkið.
Lögun á 23 lítrum
tekur 4-6 vikur.
Tilboð
til l.júní:
Þú velur þér
tvær gerðir af
24 mögulegum
og færð 30%
afslátt af báðum.
J5A/tf3gV0 - zvtflHS /13**'
Rick Lazio tekur við af Giuliani sem andstæðingur
Hillary Clinton í New York
Skarpari skil
á milli málefna
mora
Bföndunartæki
með brunavöm
Moraterm sígild og stflhrein.
Með Moraterm er alltaf kjörhiti (
sturtunni og öryggi og þægindi f fyrirrúmi.
Mora - Sænsk gæðavara
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is
New York, Washington. AP, AFP.
BARÁTTAN í New York vegna öld-
ungadeildarkosninganna í haust
breyttist mikið um helgina er full-
trúadeildarþingmaðurinn Rick
Lazio kom í stað Rudolphs Giulianis
borgarstjóra sem keppinautur Hill-
ary Clinton. Tilkynnti hann um
framboð sitt á laugardaginn og réð-
ist strax af hörku gegn Clinton, sem
svaraði fyrir sig í sömu mynt.
Demókratar telja, að möguleikar
Clintons á að sigra í kosningunum
hafi aukist við brotthvarf Giulianis
en repúblikanar segjast vissir um,
að Lazio muni vinna upp það for-
skot, sem Clinton hefur nú sam-
kvæmt skoðanakönnunum.
Giuliani ákvað á föstudag að
hætta við framboð af heilsufars-
ástæðum, vegna baráttu sinnar við
krabbamein í blöðruhálskirtli, og
daginn eftir tilkynnti Lazio, að hann
myndi taka upp merki hans í slagn-
um við Hillary.
Lazio sakaði Clinton strax um að
vera hlynnt óheftum ríkisafskiptum
og sneiddi að henni fyrir að vera
ekki borin og barnfædd í New York,
en Clinton og hennar fólk svaraði
óðara fullum hálsi. Lýsti það Lazio
sem „helsta vikapilti" Newt Ging-
rich, fyrrverandi forseta fulltrúa-
deildarinnar, og sagði, að á sama
tíma og Clinton hefði verið að tala
um málefni borgarinnar, hefði hann
ekki haft annað fram að færa en
óhróður.
„Clinton vill fjárfesta í skólunum
en Lazio studdi mesta niðurskurð til
menntamála í sögunni. Clinton vill
fjárfesta í heilbrigðiskerfinu en
Lazio lækkaði framlögin um 270
milljarða dollara," sagði einn tals-
manna Clintons.
Repúblikanar
bjartsýnir
Almennt er búist við, að það muni
bitna á Lazio hve seint hann kemur
AP
Rick Lazio er hann tilkynnti, að hann myndi takast á við Hillary Clinton
í öldungadeildarkosningunum í New York í haust.
inn í baráttuna og skoðanakönnun,
sem birt var um helgina, sýnir, að
Clinton nýtur nú fylgis 45,7%, en
hann 32,2%. Repúblikanar eru þó
ekki óhressir með þetta og benda á,
að þeirri landsþekktu konu Hillary
Clinton hafi aldrei tekist að komast í
50% og segjast vissir um, að Lazio
muni brúa bilið og meira en það.
George Pataki, ríkisstjóri í New
York úr flokki repúblikana, sagði á
sunnudag, að Lazio væri „fram-
úrskarandi frambjóðandi“ en minnti
jafnframt á, að til að sigra í haust
yrði hann.að fá atkvæði einnar mil-
ljónar demókrata. Talið er, að með
því hafi hann verið að gefa í skyn, að
íhaldssamur ferill Lazios kunni að
verða honum fjötur um fót.
Hreinni línur
Baráttan milli Clintons og Giuli-
anis snerist mikið um persónurnar
sjálfar og áróður hennar um „íhalds-
semi“ hans þótti ekki nógu trúverð-
ugur þar sem hann er meðal frjáls-
lyndustu repúblikana. Voru þau
raunar sammála um margt, en öðru
máli gegnir um Lazio. Hann er í
hægri armi flokksins og er þegar
farinn að leggja áherslu á mál, sem
Giuliani var andvígur.
Ólíkt Giuliani hefur Lazio þegar
lýst yfir, að hann muni þiggja stuðn-
ing Óháða flokksins, jafnvel þótt
Patrick Buchanan verði þar í for-
ystu, og hann er andvígur öllum tak-
mörkunum á skammbyssueign.
Stuðningsmenn Hillary Clinton hafa
fagnað þessum yfirlýsingum Lazios
og segja, að hér eftir verði kosn-
ingabaráttan einfaldari. Nú muni
hún snúast um málefni og hyggja á
mikla herferð í sjónvarpi til að
kynna kjósendum afstöðu Lazios til
ýmissa mála á þingi.
SANYL
ÞAKRENNUR
•RYÐGAEKKI.
• PASSAIGÖMLU RENNUJÁRNIN.
• STANDAST (SLENSKT VEÐURFAR.
• AUDVELDARIUPPSETNINGU.
• ÓDÝR OG GÓÐUR K0STUR.
Fást í flestum byggingavöru-
verslunum landsins.
fjSt ÁiFABORG
Knarrarvogi 4 • Sími 568 6755