Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Átökin í Austur-Afríku Himdruð þús- unda óbreyttra borgara á flótta Samcinuðu þjóðunum, Asmara, Addis Ababa, Khartoum. AP, AFP. AP Uni 150 Eritreumenn, búsettir í Svíþjóð, gerðu í gær tilraun til að loka inngangi sænska þingsins, Riksdagen, í Stokkhólmi til að mótmæla því sem fólkið kallaði sinnuleysi heimsins gagnvart innrás Eþíópíu. Lög- regla fjarlægði mótmælendur. Aukin tengsl við ESB samþykkt í Sviss KJÓSENDUR í Sviss lýstu yfír stuðningi við nánari tengsl við Evrópusambandið í þjóðar- atkvæðagreiðslu um helgina þegar þeir samþykktu við- skiptasamninga svissnesku stjómarinnar við sambandið. Svissnesk dagblöð túlkuðu úrslit atkvæðagreiðslunnar sem auk- inn stuðning við Evrópusam- runann eftir að Svisslendingar höfnuðu aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu, EES, með mikl- um meirihluta árið 1992. Jospeh Deiss, utanríkisráðherra lands- ins, sagði þó að ólíldegt væri að viðræður hæfust um aðild Sviss að Evrópusambandinu íyn- en árið2004. Norðmenn hefja friðar- viðræður á Sri Lanka RAYMOND Johansen, aðstoð- arutanríkisráðherra Noregs, ræddi í gær við ráðamenn á Sri Lanka um leiðir til að binda enda á stríðið í landinu sem hef- ur kostað 62.000 manns lífið á sautján árum. I fylgdarliði Johansens var Erik Solheim, sérlegur sendimaður norsku stjómarinnar, sem er talinn vera í sambandi við leiðtoga skæruliðanna. Flugher landsins réðist í gær á stöðvar skæruliðanna á Jaffna-skaga og stjómin sagði að þeir hefðu orðið fyrir miklu mannfalli. Lýst yfír stuðningi við Mugabe PAKALITHA Mosisili, forsæt- isráðhema Lesotho, fór í opin- bera heimsókn til Zimbabwe í gær til að lýsa yfir stuðningi við Robert Mugabe forseta í deilu hans við Breta um jarðanámið í landinu. Mosisili sagði að öll rík- in í sunnanverðri Afríku styddu Mugabe og aðgerðir blökku- manna í Zimbabwe sem hafa lagt hundrað búgarða hvítra bænda undir sig og orðið a.m.k. 25 manns að bana. Stjóm Suð- ur-Afríku hefur sakað bresk stjómvöld um að bera ábyrgð á blóðsúthellingunum þar sem hún hafi ekki staðið við loforð um að leggja fram fé til að kaupa búgarðanna og úthluta fátækum blökkumönnum jörðunum. Gulldeila Tékka og Slóvaka leyst MILOS Zeman, forsætisráð- herra Tékklands, afhenti í gær Mikulas Dzurinda, forsætisráð- herra Slóvakíu, 14 kg gullstöng við táknræna athöfn í tilefni þess að samkomulag hefur náðst í deilu ríkjanna um 4,1 tonn af gulli sem tékknesk yfir- völd neituðu að afhenda Slóvök- um eftir að Tékkóslóvakía leyst- ist upp í tvö ríki 1. janúar 1993. Gullið er metið á andvirði 49 milljarða króna og var flutt með leynd til Slóvakíu af öryggis- ástæðum. EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) reynir nú að miðla málum milli Austur-Afríkuríkjanna Eþíópíu og Erítreu en sókn eþíópíska hersins nær sífellt lengra inn í nágranna- ríkið. Reno Serri, sérlegur sendi- fulltrúi Evrópusambandsins (ESB), kom í gær til Addis Ababa, höfuð- borgar Eþíópíu, til að ræða við yfir- völd þar um stríð ríkjanna. Hann hefur síðustu daga átt í viðræðum við stjórnvöld í Eritreu og sagðist í gær eiga von á því að geta snúið aftur til Asmara, höfuðborgar Erit- reu, í dag. Serri vildi ekki tjá sig efnislega um viðræðurnar en sagði að mikið verk væri óunnið. Hersveitir Eþíópíustjórnar náðu í síðustu viku borginni Barentu, sem er langt innan við landamæri Erít- reu í vestri, á sitt vald og viður- kenndu erítreísk stjórnvöld að her- sveitir sínar hefðu hörfað þaðan ásamt íbúum borgarinnar. Að minnsta kosti 550.000 óbreyttir borgarar hafa yfirgefið heimili sín á átakasvæðunum og era nú á flótta undan framsókn Eþíópíumanna. Tugir þúsunda hermanna hafa látið lífið frá því að átökin hófust 12. maí síðastliðinn. BARBARA Cartland, afkastamesti rithöfundur heims og „drottning ástarsagnanna", lést í svefni á heim- ili sínu í Bretlandi á sunnudag, 98 ára að aldri. Cartland skrifaði 723 bækur, sem vora þýddar á 36 tungumál og áætl- að er að þær hafi verið seldar í millj; arði eintaka út um allan heim. I heimsmetabók Guinness er hún sögð söluhæsti rithöfundur heims. Hver bók seldist í um milljón ein- taka og hún skrifaði tvær bækur á mánuði síðustu tvo áratugina, að minnsta kosti 600 orð á dag. Að meðaltali gaf hún út 23 bækur á ári í átján ár. Skrifaði um ástir án kynlífs Cartland skrifaði fyrstu bókina 21 árs að aldri og hún sérhæfði sig í rómantískum skáldsögum þar sem ungar, fallegar og saklausar kven- hetjur verða ástfangnar af hávöxn- um, myndarlegum og efnuðum karl- mönnum. í bókunum era engar kynlífslýsingar, kvenhetjurnar eru allar hreinar meyjar þar til þær gift- ast og sögunum lýkur alltaf með hamingjusömu hjónabandi. „Englendingar ættu alltaf að vera heiðursmenn, kirkjan ætti ætíð að vera í fararbroddi í siðferðismálum og ungt fólk ætti alltaf að alast upp í hamingjusömu fjölskylduumhverfi þar sem eiginkonan vinnur ekki úti,“ sagði hún eitt sinn um lífsskoðanir sínar. „Ástæða þess að bækur mínar seljast svo vel er að skortur er á feg- urð í heiminum.“ „Sjálf vil ég vera elskuð, dáð, dýrkuð, dekrað og vernduð,“ sagði hún árið 1977. „Af uppgangi ástar- sagnanna að dæma er þetta það sem konur út um allan heim vilja líka.“ Cartland bjó í gömlu höfðingja- setri í Hatfield í Hertfordshire og lýsti því sem „verksmiðju“. Þar starfaði hún með sex riturum og Stjómarerindrekar í Eþíópíu hafa lýst því yfir að með hertöku Barentu væri stríðinu á vestur- landamærum ríkjanna senn lokið. Óvíst er þó hvað fyrir herdeildum Eþíópíumanna vakir og telja sumir að þær stefni að því að ná á sitt vald hafnarborgum á austurströnd Erítreu. Ríkisstjórn nágrannaríkisins Súdan óttast mjög að ófriðurinn á svæðinu kunni að leiða til straums flóttamanna inn á þeirra landsvæði og í gær báðu stjórnvöld í Khar- toum alþjóðasamfélagið um aðstoð við að standa straum af kostnaði vegna aðstoðar við flóttafólk. Að sögn blaðsins Al-Ayam, fór Ibrahim Mahmoud Hamid, fylkisstjóri í Kassala, sem liggur á landamærum Súdan og Erítreu, þess á leit við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) að hún gerði nauðsynlegar neyðarráðstafanir þar eð Súdan myndi ekki ráða eitt við kostnað af aðstoð við flóttamenn. Vopnasölubann samþykkt Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í síðustu viku einróma ályktun um bann við allri vopnasölu lagðist yfirleitt upp í sófa meðan hún las ástarsögurnar fyrir. „Ég legg alltaf hart að mér og þegar ég þarf nýjan söguþráð bið ég til guðs og hann sendir mér söguþráð innan sól- arhrings." Sá blöðunum fyrir fréttum af fræga fólkinu Mary Barbara Hamilton Cartland fæddist í Birmingham 9. júlí 1901 og var af breskum aðalsmönnum kom- in. Afi hennar svipti sig lífi þegar hann varð gjaldþrota ári eftir fæð- ingu hennar og faðir hennar féll í fyrri heimsstyrjöldinni. Móðir hennar fluttist til London og stofnaði fataverslun í Kensington til að framfleyta sér og þremur börnum sínum. Þegar Cartland var 22 ára skrif- aði hún greinar í dagblað um félags- líf unga og fræga fólksins í London, veislur þess og klæðaburð. Áður hafði hún séð fyrir sér með því að út- vega blaðamönnum slúðurdálka- til Eþíópíu og Erítreu uns ríkin hafa samið um frið sín í milli. í ályktun öryggisráðsins sagði að landamærastríðið sem staðið hefur í tvö ár, ógnaði friði og öryggi svæð- isins og er þess jafnframt krafist að samið verði um frið án tafar. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sendi ótvíræð og sterk skilaboð til striðandi aðila um að binda enda á átökin," sagði Nancy Soderberg, aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Öll þau fimmtán ríki sem í ráðinu sitja greiddu ályktuninni at- kvæði sitt. Samkvæmt ályktuninni er öllum aðilum, hvort sem um ríkisstjórnir eða einkaaðila er að ræða, bannað að selja eða útvega vopn, skotfæri, fréttfr af fræga fólkinu gegn greiðslu. Fékk 49 bónorð og giftist tvisvar Ástalíf hennar sjálfrar var all- skrautlegt. Hún þótti mjög glæsileg á sínum yngri árum og sagðist hafa fengið 49 bónorð áður en hún giftist auðugum Skota, Alexander McQorquodale, árið 1927. Hjóna- band þeirra var þó ekki hamingju- samt eins og í ástarsögunum því þau skildu sex árum síðar. Cartland hélt áfram að skrifa greinar í dagblöð og skáldsögur og árið 1936 giftist hún Hugh McQorquodale, frænda eiginmanns- ins fyrrverandi. Þau eignuðust tvo syni, Ian og Glen. Seinni eiginmað- urinn lést árið 1963. Dóttir hennar af fyrra hjóna- bandi, Raine, giftist föður Díönu prinsessu, Spencer jarli. Cartland tók málstað prinsessunnar þegar hjónaband hennar og Karls Breta- herfarartæki og annan búnað til Eþíópíu og Erítreu. Munu þessi ákvæði verða í gildi þar til Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, vott- ar að samkomulagi um varanlegan frið hafi verið náð. Að öðram kosti verður bannið í gildi næstu tólf mánuði, með möguleikum á fram- lengingu. Rússar hafa á undanförnum ár- um selt ríkjunum tveim mikið magn vopna og voru í upphafi andsnúnir tillögum Bandaríkjamanna og Breta um vopnasölubann. Þeir létu þó af andstöðu sinni í byrjun síð- ustu viku en lögðu hins vegar áherslu á, líkt og Frakkar, að bann- ið yrði skilyrt í tíma. prins fór út um þúfur. Eftir að Díana lést í bílslysi í París árið 1997 skrif- aði Cartland bróður hennar og sak- aði hann um að gera sér dauða prin- sessunnar að féþúfu. „Sú hugmynd að selja þeim miða sem vilja skoða gröf hennar er skelfileg," sagði hún. Þekkt fyrir sérkenni- legan klæðaburð Cartland vakti mikla athygli í samkvæmislífinu í London í síðari heimsstyrjöldinni og fékk þá breska varnarmálaráðuneytið til að leggja fram fé til að konur, sem gegndu herþjónustu, gætu klæðst silkinær- fatnaði. Markmiðið var að efla bar- áttuandann innan hersins. Cartland tók að þróa mjög sér- kennilegan fatastíl upp úr fimmt- ugu, þótti glysgjörn og kvenleg í klæðaburði. Hún hafði mikið dálæti á bleikum fatnaði, hvítum loðfeldum og gimsteinum og var alltaf með fölsk augnhár. Hún virtist þó ekki taka ímynd sína mjög alvarlega. „Ég nota alltaf skóbón á augnhárin vegna þess að ég er tilfinningarík kona og það rennur ekki af þegar ég græt,“ sagði hún eitt sinn í viðtali við Sunday Telegraph. Beitti sér í þágu sigauna Cartland haslaði sér einnig völl í stjórnmálunum og varð bæjarfull- trúi íhaldsflokksins. Hún beitti sér m.a. fyrir því að sígaunum yrði gert kleift að taka sér fasta búsetu, barð- ist fyrir hagsmunum hjúkrunar- kvenna og launum fyrir mæður. Hún var einnig þekkt fyrir andstöðu sína við feminisma. Auk skáldsagnanna skrifaði Cart- land nokkrar bækur um ævi kónga- fólks í Evrópu, rit um samfélagsmál, sjálfsævisögur og bækur um heilsu- samlegt mataræði. Hún hafði mikla trú á fæðubótarefnum og tók inn tugi vítamíntaflna á hverjum degi. Barbara Cartland, „drottning ástarsagnanna“, látin Skrifaði 723 bækur sem seldust í milljarði eintaka London. Reuters, AP, AFP, The Daily Telegraph. AP Cartland ásamt syni sfnum, Ian McCorquodale, fyrir tveimur árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.