Morgunblaðið - 23.05.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 23.05.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 29 LISTIR Lokahnykkurinn MYNDLIST Kjarvalsstaðir VEG(G)IR RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR Sýningaverkefni lokið. FIMMTUDAGINN 18. þessa mánaðar áttu sér stað lok sýninga- verkefnis að Kjarvalsstöðum er fékk heitið, Veg(g)ir, og blasað hefur við gestum undanfarna mánuði. Lista- mennirnir unnu það á staðnum, þannig að mögulegt var að fylgjast með ferlinu hjá hverjum einum frá upphafi til loka, heimtur reynslunnar því dýrmætar, en mesta agnúann má teija að málað var yfir verkin eftir starfslok hverju sinni og gestum ekki gefið tækifæri til að virða árangurinn fyrir sér í nokkra daga. Að vísu luku einhverjir sínum hlut íyrir tímann en það var naumast í kórréttum anda verkefnisins. Auðvitað má segja að yfirmálunin hafi verið hluti af hug- myndinni, en fáeinir dagar hefðu hvorki gert til né frá og einungis til ávinnings og áframhaldandi sam- ræðu. Þá var erfitt að spá í sum verk- anna á meðan þau voru í smíðum og þannig var það ekki fyrr en í lokin að framlag Gunnars Arnars sýndi rétt- an styrk sinn, og enn frekar varðandi Ragnheiði Jónsdóttur, en verk henn- ar virkaði alla tíð frekar dauft undir plastinu sem huldi það og verndaði þau skipti sem ég átti leið um. Ragn- heiður vann það með koli, sem er mjög viðkvæmt og ekki mögulegt að koma við fixeringu fyrr en í lokin þar sem illkleift er að vinna áfram í teikn- inguna eftir það. Fixeringin skiptir líka miklu máli því þá fyrst öðlast ýmsir hinna veikari tóna dýpt sína og dökkar útlínur verða harðari og það virðist einnig hafa gerst í þetta sinn, hins vegar getur röng fixering haft háskalegar afleiðingar. Sumir lista- menn hafa útilokað alla fixeringu því að við það haldast tónarnir mýkri og opnari ásmt því að ljósnæmið verður meira, en það rýrir mjög endingar- gildi þeirra og sitthvað ófyrirsjánlegt getur komið fyrir sem raskar heild- armyndinni. Nú veit ég ekki hvort mynd Ragnheiðar hafi verið fixeruð, láðist að grennslast fyrir um það, en hins vegar undraðist ég mjög um- skiptin frá því nokkrum dögum áður. I ljós kom mjög heildstætt verk, gætt mjúkum og íínlegum hrynjandi ásamt margs konar tilbrigðum sem ekki voru greinanleg áður, og átti ég afar erfitt með að sætta mig við þá staðreynd að verkið yrði horfið dag- inn eftir. Málið er að það féll mjög vel að staðháttum og hefði átt að sann- færa einhverja um að slík vinnu- brögð eiga fullan rétt á sér við lýs- ingu veggja, eru jafngild og dýrari efni til að mynda mósaik eða oh'a, því það er árangurinn sem skiptir höfuð- máli en ekki efnið né umbúðirnar. Menn hafa velt því fyrir sér hvort þetta hafi verið stærsta teikning, eða öllu frekar myndriss, sem gert hefur verið á íslandi, en stærðin ein skiptir heldur ekki meginmáli þótt í sjálfu sér geri hún verkin rismeiri, gæði þau „monumentalitet" eins og það er nefnt og má heimfæra við minjagildi er beri í sér mikilleika. Það hefði ver- ið full ástæða að vera með meiri kynningu á staðnum, því þótt þetta allt eigi eftir að birtast í bók verða áhrifin aldrei söm og geta í sumum tilvikum verið villandi, rýmið og and- rúmið ekki til staðar. Þar sem ég var erlendis á meðan Daði Guðbjömsson var að ljúka sínu verki og verk Ráð- hildar Ingadóttur fór illu heilli fram- hjá mér fæ ég aldrei réttan saman- burð, en þó tel ég að mér sé óhætt að staðhæfa að síðustu tvö verkin hafi verið í mesta samræmi við rýmið og arkitektúrinn í samanlögðu húsinu. Nú er að bíða útkomu bókarinnar, en í heild sinni tel ég að menn megi vel við una og framningurinn kunni að hafa meiri þýðingu til lengri tíma lit- ið en í fljóti bragði verður greint. Bragi Asgeirsson Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Hluti af veggverki Ragnheiðar Jónsdottur. Nýtt nám í form- og vöruhönnun í Listaháskólanum NÆSTA haust hefst í Listaháskóla Islands nám í form- og vöruhönnun. Námið tekur þrjú ár og lýkur með BA-gráðu og er þetta í fyrsta sinn sem nám á háskólastigi í faginu er í boði. Umsóknarfrestur rennur út fostudaginn 2. júní nk. Katrín Pétursdóttir iðnhönnuður hefur umsjón með fyrsta ári náms- ins. Aðspurð um inntak námsins seg- ir hún að á erlendum tungumálum myndi það vera kallað „product de- sign“ - eða vöruhönnun. „En þar sem þessi grein er svo stutt á veg komin hér á landi getur verið svolítið erfitt að finna réttu skilgreiningarn- ar. Innan námsins rúmast hönnun nytjahluta, vöruhönnun og iðnhönn- un. Við erum að fara inn á þetta þrí- víða svið sem er kennt við alla lista- háskóla erlendis og raunar veit ég ekki um nokkra aðra slíka stofnun sem býður ekki upp á þetta nám, svo það var alveg tími til kominn að koma því á fót hér á landi,“ segir Katrín. Vonandi opnast nýjar dyr í íslenskum iðnaði Á fyrsta árinu sitja saman í alhliða hönnun nemendur í grafískri hönn- un, textíl og vöruhönnun, en upp úr því hefst sérhæfingin. Katrín segir að mikil áhersla verði lögð á hug- myndafræði og rannsóknavinnu, þá verði tekin fyrir hönnun sem að- ferðafræði, farið í hönnunarferilinn og hann settur í samhengi við fram- leiðslu og markaðssetningu. „Þetta er mjög stórt og mjög já- kvætt skref sem nú er verið að taka og er til marks um nýja tíma og nýj- ar áherslur. Um leið og farið er að kenna fag eins og þrívíða vöruhönn- un eða iðnhönnun hér á Islandi á ég von á að þáð muni verða fljótt að smitast út í þjóðfélagið," segir Kat- rín, sem kveðst ætla að reyna að fá iðnaðinn til liðs við sig. „Vonandi opnast með þessu nýjar dyr í iðnaði hérna heima - það er draumurinn.“ Ferskur nútímastfll. [ ▼ Ýmsar útfærslur. Á tilboðsverói í maí. mU Háteigsvegi 7 Sími 511 1100 V'A máhm HfpttMOi*, ekki UUhh Hvernig kemur bíllinn þinn undan vetri? Við gerum við rispurnar og sjóum um blettanir með efni sem gerir galdurinn. Þú sparar peninga og bíllinn er tilbúinn samdægurs. Fróbær útkoma og varanleg. Sjón ersögu ríkari AK GUÐBERG EHF Sími: 567 7523 Netfang: akchips@mmedia.is - Bíldshöfða 14 Reykjavík ....................................... >/ ✓ cSumar- TÖLVUNÁMSKEIO Þekking í þína þágu Námskeið fyrir 9-15 ára Tölvusumarskólinn grunnur, 36kennsiustundir ritvinnsia, teikning, vélritun, Intemetið, stýrikerfi, leikir o. fl. Tölvusumarskólinn framh., 36 kennsiustundir gagnagrunnar, vefsíðugerð, myndvinnsla, leikir o. fl. Almenn námskeið Windows 95/98, 9 kennslustundir grunnnámskeið um stýrikerfi tðlva. Windows, Word og Excel, 22 kennslustundir námskeið fyrir þá sem vilja gott námskeið um heistu fbrritin og stýrikerfi tölva. Word ritvinnsla, 18kennslustundir yfirgripsmikið námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Word II, 18 kennslustundir námskeið fýrir notendur með mikla reynslu af ritvinnslu sem lokið hafa Word námskeiði. Excel töflureiknirinn, 22 kennslustundir vandað og gott námskeiö um alla þætti töflureiknisins. Excel II, 18 kennslustundir námskeið sem aðeins er ætiað þeim sem kunna mikið í Excel og hafa unnið lengi við hann. Access gagnagrunnurinn, 22 kennsiustundir yfirgripsmikið námskeið fýrir þá sem vilja iæra á þennan öfluga gagnagrunn. Kennt að smiða kerfi frá grunni. ÖUtlOOk, 9 kennslustundir yfirgripsmikið námskeið um verkefnayfirtit, dagbókar- skráningu, póstsendingar og gerð minnismiða. POWerPoínt, 13 kennslustundir gagnlegt og skemmtilegt námskeið fýrir alla sem þurfa að útbúa kynningarefrii, kenna eða haida fyrirlestra. Internetið, 9 kennslustundir byrjendanámskeið um vefinn og tölvupóst Vefsíðugerð I, 22 kennslustundir grunnnámskeið um vefsiðugerð með FrontPage forritinu. Vefsíðugerð II, 22 kennslustundir skemmtilegt framhaldsnámskeið um FrontPage. Námskeið fyrir kennara Netumsjón í skólum, 42 kennslustundir netfræði, búnaður, Windows 95/98, Windows NT. Vefsíðugerð fyrir kennara, 42 kennsiustundir vefeíðugerð, myndvinnsla, skönnun og fieira. Námsefnisgerð, 42 kennslustundir notkun Word og PowerPoint við námsefnisgerð. Netumsjón og lengra nám Windows NT4.0 netumsjón, 42 kennslustundir netfræði, búnaður, Windows 95/98, Windows NT. Windows 2000 eða NT 4.0, 50 kennslustundir MCP námskeið á ensku fýrir þá sem vilja lengra. Kerfisfræði TV, 380 kennslustundir eins árs yfirgripsmikiö nám hefet í september. Netumsjón í nútímarekstri, 120 kennsiustundir hátfe árs nám fyrir verðandi netsérfrasðinga hefet i haust. Tölvuumsjón í nútímarekstri, 145 kennsiust. hálfe árs nám fýrir þá sem vilja verða færir tölvunotendur, hefet i september. Gódar ástæður fyrir þvi að koma á námskeid okkar 5% staögreiðsluafsláttur ef pantað er eitt námskeiö og þátttökugjald greitt við byrjun námskeiðs. 10% staðgreiðsluafsláttur ef pöntuð em 2 - 4 námskeið og þátttökugjald greitt innan 5 daga frá byrjun náms. 15% staðgreiðstuafsláttur ef pöntuð eru 5 eða fleiri námskeið og þátttökugjald greitt innan 20 daga frá byrjun náms. Rammasamningar em gerðir við fyrirtæki sem kaupa 10 sæti eða fleiri. Punktasöfnun veitir aukinn afslátt við hvert námskeiö. Sfmaaðstoö er innifalin í einn mánuð eftir námskeið. Góö staðsetning og næg bílastæði. öll námsgögnog veitlngarinnifaldar i þátttökugjaldi. Nánari upplýsingar á http://www.tv.is Granaásvegi 16 108 Reykjavík Sfmi: 520 9000 Fax: 520 9009 Netfang: tv@tv.le EBDB pöntunarsími
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.