Morgunblaðið - 23.05.2000, Side 34

Morgunblaðið - 23.05.2000, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Lögin úr leik- húsinu TOIVLIST Þjóðleikhúsið OPNUNARTÓNLEIK AR LISTAHÁTÍÐAR Lög úr lcikritum. Höfundar laga: Bjarni Þorsteinsson, Ámi Thor- steinsson, Sigvaldi Kaldalóns, Emil Thoroddsen, Páll Isólfsson, Sigurö- ur Þórðarson, Jón Nordal, Hróð- mar I. Sigurbjörnsson, Leifur Þór- arinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Atli Heim- ir Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Jón Múli Árnason, Kjartan Ólafsson, Jóhann G. Jóhannsson og Gunnar Reynir Sveinsson. Laugardag kl. 13.30. MÖRG vinsælustu sönglög þjóð- arinnar eiga rætur að rekja til leikhússins. Það er býsna merki- legt og talsvert sérstakt hvað þessi hefð hefur orðið sterk hér á landi. Það líður varla það leikár að ekki verði til eitt eða tvö sönglög sem eiga eftir að lifa lengi með þjóð- inni. Leikhúsið hefur staðið tón- skáldum þjóðarinnar opið og þeir sem þar hafa ráðið hafa séð kosti þess og jafnvel nauðsyn að leyfa jiessum listformum að njóta sín saman. Oftar en ekki hafa sam- legðaráhrifin orðið mjög mikil; góður texti hefur gert gott lag betra og gott lag gert góðan texta betri. Ur þessu hafa orðið til perl- ur sem eru greyptar í þjóðarvit- undina; perlur sem hafa sannar- lega skerpt vitund okkar um það hver við erum og hvaðan við kom- um. Opnunartónleikar Listahátíðar í Reykjavík voru helgaðir lögunum úr leikhúsinu og liður í tónlistar- hátíð Tónskáldafélagsins. Tónsmíð- arnar sem valdar voru til flutnings spanna alla okkar öld og endur- spegla á margan hátt breytingar á samfélagi okkar og tíðaranda, breytingar á viðfangsefnum skáld- anna, og viðfangsefnum leikhús- anna og vitaskuld breytingar í tónlistinni sjálfri. Þetta var fróð- legt yfirlit yfir margt það merk- asta sem til hefur orðið í þessu gróskumikla túni menningarlífsins. Flytjendur dagskrárinnar voru Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran, leikararnir Edda Heiðrún Backman, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Örn Árnason og Jó- hann Sigurðarson og loks Olafur Kjartan Sigurðarson baritón. Píanóleikari hópsins og sá sem setti dagskrána saman var Jóhann G. Jóhannsson, tónlistarstjóri Þjóðleikhússins, en sviðsetning var í höndum Guðjóns Pedersens. Vafalítið hefur verið erfitt að velja tónlist í þetta prógramm. Það er af mörgu að taka, margt gott sem samið hefur verið fyrir leik- húsið. Nokkur lög raða sér sjálf í svona dagskrá: Búðarvísur Emils Thoroddsens úr Pilti og stúlku; Ég beið þín lengi, lengi eftir Pál ís- ólfsson úr Gullna hliðinu; Hvert örstutt spor eftir Jón Nordal úr Silfurtúnglinu; lög Jóns Múla Árnasonar úr Deleríum búbónis; Afmælisdiktur Atla Heimis Sveins- sonar úr Ofvitanum; Maður hefur nú eftir Gunnar Reyni Sveinsson úr Undir suðvesturhimni og Maí- stjarnan eftir Jón Ásgeirsson úr Húsi skáldsins. Þetta eru lög sem varla hefði verið hægt að sleppa úr svona dagskrá. Þetta er drjúg upptalning. En málið er að hin lög- in sem flutt voru eru næsta sjálf- valin einnig, þótt þau séu ekki öll jafn þekkt og hin fyrri. Elstu lög- in; eins og lög Bjarna Þorsteins- sonar úr Nýársnóttinni og úr sjón- leiknum Skipið sekkur; lög Sigvalda Kaldalóns úr Dansinum í Hruna og lög Sigurðar Þórðarson- ar úr óperettunni í álögum, eru vaxin frá uppruna sínum, og líf þeirra er líf einsöngslagsins; fáir muna lengur uppruna þeirra í leik- húsinu. Þau eiga sér ýmis sameig- inleg einkenni. Oft er slegið á mjög þjóðlega strengi; til dæmis með því að endurvekja vikivakaformið. Álf- ar og tröll og yfirnáttúrulegar stemmningar eru klassískt við; fangsefni þessara eldri verka. í þeim niðar þungur tregi og ein- semd. „Ein sit ég úti á steini, angr- ið mér verður að meini... eru upp- hafsorð fyrsta ljóðsins sem sungið var; og dæmigerð fyrir elstu leik- húslögin Yngri lögin eru enn of tengd leikverkum þeim sem ólu þau, og hafa ekki enn fengið að heyrast nógu oft utan leikhússins til að njóta sömu vinsælda. Þó skal fullyrt að það eigi þau eftir að gera. Dagskráin var fallega svið- sett. Sviðið var þakið grænum flöskum með gulum sólblómum. Staðsetning og hreyfing flytjenda um sviðið var einföld og falleg. Jó- hann G. Jóhannsson hélt dag- skránni saman með fagmannlegum píanóleik. Sjálfur er hann fínn leik- húslagasmiður, og auk laganna sem flutt voru hér, úr Bróður mín- um Ljónshjarta og Litla-Kláusi og Stóra-Kláusi, hefði verið hægt að prýða dagskrána með t.d. ágætum lögum hans úr Skilaboðaskjóðunni. Ekki var þess getið í leikskrá hver útsetti þau lög sem ekki hljómuðu eins og þau gera í upprunalegri mynd; vera má að það hafi verið Jóhann sjálfur. Leikararnir áttu í fullu tré við söngvarana hvað söng- inn snerti, Ólafur Kjartan baritón- söngvari er fæddur leikari og átti ekki í neinum vandræðum með að hafa í við leikarana hvað leikræna þáttinn varðaði. Marta Guðrún átti erfiðara um vik; hún er fyrst og fremst fagmannleg söngkona og féll ekki alveg að hópnum. Vöggu- kvæði Emils Thoroddsens og Hvert örstutt spor eftir Jón Nor- dal sem Marta söng, voru þó hvor tveggju meðal hápunkta dagskrár- innar; bæði lögin feiknar fallega sungin. Ólafur Kjartan tók smell Sigurðar Þórðarsonar, Kom ég upp í Kvíslarskarð, með bravúr. Örn var frábær í Tunglsöng djöfsa eftir Leif Þórarinsson og Jóhann gæddi Lokasönginn úr Ofvitanum alveg nýju lífi. Leikararnir voru í aðalhlutverkum í lagasyrpu úr Del- iríum búbónis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni. Ástardúettinn var safaríkur og erótískur í flutningi Arnar og Eddu Heiðrúnar og Steinunn Ólína söng yndislega fal- lega og af heitri ástarþrá Sérlegur sendiherra. Söngur Djáknans á Myrká var stórbrotinn í flutningi Jóhanns. Flutningur þessarar lagasyrpu var sérdeilis góður og létti talsvert á dagskránni eftir fremur langa törn fremur nostal- gískra laga. Glansnúmerið í dag- skránni var aldeilis frábær flutn- ingur Eddu Heiðrúnar á lagi Gunnars Reynis Sveinssonar, Mað- ur hefur nú. Edda fór á kostum í frábærum söng og leik sem drykk- felld stjarna sem mátti muna sinn fífil fegri. Þetta var stórfín dag- skrá; framúrskarandi vel flutt, sem gæti vafalítið gengið lengi, og gæti tvímælalaust getið af sér fleiri dagskrár með enn fleiri lögum úr leikhúsinu. Bergþóra Jónsdóttir * Ovenju- legur þrí- hyrningur KVIKMYNDIR Kringlubíó, Bíóborg- i n, B f ó h ö 11 i n, IN .v .i a b í ó A k u r e y r i o g IV ý i a bíó Keflavík Þrjú í tangó „Three to Tango“tk^ Leikstjóri: Damon Santostefano. Handrit: Rodney Vaccarro. Aðal- hlutverk: Matthew Perry, Neve Campbell, Dylan McDermott og Oliver Platt. ÞEIR sem hafa yndi af vitleys- unni í Chandler Bing í gamanþátt- unum Vinum í sjónvarpinu, ættu að hafa mjög gaman af þessari róm- antísku gamanmynd vegna þess að Matthew Perry, sem leikur Chand- ler í þáttunum, leikur ungan mann í henni sem er einstaklega líkur Chandler en heitir reyndar Óskar. Perry, sem reynt hefur að koma sér áfram í kvikmyndum að undan- förnu, leikur ungan arkítekt sem ásamt vini sínum, Oliver Platt, kemst í kynni við auðjöfur og tekur að starfa fyrir hann. Og heldur meira en það, auðjöfurinn telur fyrir misskilning að Perry sé hommi og biður hann að gæta hjá- konu sinnar, sem Neve Campbell leikur, en þess er ekki langt að bíða að Perry falli hundflatur fyrir henni. Þrjú í tangó eða „Three to Tango“ er þannig dæmigerður mis- skilningsfarsi þar sem mjög er gert grín að kynvísi Perrys. Mynd- in Iýsir á kómískan hátt því vanda- máli að vera gagnkynhneigður þeg- ar allir halda að þú sért samkynhneigður og ef þú segir sannleikann missir þú 90 milljóna dollara samning úr höndunum. Arkítektinn Óskar minnir á Chandler í hverju einasta atriði. Vandræðagangurinn frammi fyiir kvenfólki er sá sami og kaldhæðnin einnig enda hlutverkin mjög keim- lík. Perry þarf þannig ekki að hafa mikið fyrir hlutunum og er ágæt- lega skemmtilegur. Það eru aðrir leikarar einnig, sérstaklega Oliver Platt, sem leikur homma, og Dylan McDermott, sem leikur miklu ómerkilegri karakter en hann sýn- ist. Sumir brandaranna hitta í mark en aðrir ekki eins og gengur og ameríska væmnin er á sínum stað í lokin. Það er fátt eitt sem kemur á óvart í mynd þessari. Hún er ágæt- is stundargaman en ekkert meira. Arnaldur Indriðason I hringnum EPTA-píanó- keppni UMSÓKNARFRESTUR fyrir fyrstu íslensku píanókeppnina sem fram fer 22.-26. nóvember rennur út 1. júní. Umsóknum skal fylgja stutt lýsing á námsferli, ljósrit af fæðing- arvottorði, verkefnalisti og þátttöku- gjald kr. 3.000. Keppnin er liður í dagskrá Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000 og er hún opin píanónemendum 25 ára og yngri. Keppt verður í þremur flokkum, miðnám (4.-5. stig, ekki eldri en 15 ára), framhaldsnám (6.-7. stig, ekki eldri en 19 ára) og háskólanám (ekki eldri en 25 ára). Þorkell Sigurbjömsson tónskáld hefur samið verk, sem er skylduverk fyrir keppendur í efsta flokki keppn- innar. Hægt er að nálgast verkið hjá íslenskri tónverkamiðstöð Síðumúla 34. Umsóknir skal senda til EPTA Ísland/Unnur Vilhelmsdóttir Flyðrugranda 10,107 Rvk. KVIKMYIVDIR Laugarásbíó ng IIá- s k ó I a b í ó Skylmingakappinn „Gladiator“ ★ ★★ Leikstjóri: Ridley Scott. Handrit: David Franzoni, John Logan og William Nicholson. Aðalhlutverk: Russell Crowe, Joaquin Phoenix, Connie Nielsen, Oliver Reed, Derek Jacobi, Djimon Hounsou og Richard Harris. Universal 2000. ÞEGAR Hollywood stóð valt í samkeppninni við sjónvarpið á fimmta áratugnum reyndist lausnin að einhverju leyti liggja í risastórum og íburðarmiklum bruðlmyndum er lýstu mikilfengleika rómverska heimsveldisins. Ben Hur og Spart- acus, sem gerð var nokkru síðar, gerðu hvíta tjaldið aftur að spenn- andi kosti. Síðan hafa ekki verið gerðar alvöru rómverskar stór- myndir fyrir bíó fyrr en núna allt í einu að Ridley Scott stekkur inn í hringinn brynjaður Skylmingakapp- anum eða „Gladiator“ og minnir ekki aðeins á gömlu dýrðardaga Holly- wood-veldisins heldur finnur í gamla stórmyndaforminu leið til þess að höfða til áhorfenda árið 2000. Sem er talsvert afrek. Skylmingakappinn er á margan hátt mikilúðleg mynd. Hún sækir ekki aðeins í gömlu bruðlmyndimar foman glæsileik heldur styðst við nýlegri dæmi um hetjusögur hvíta tjaldsins eins og „Braveheart“ en að- alpersónur myndanna eiga talsvert sameiginlegt og efnisinnihaldið ekki ósvipað, valdapólitík skiptir höfuð- máli. En „Gladiator" gerist á hinum glæstu tímum rómverska heimsveld- isins og Ridley Scott gerir það eitt í sjálfu sér spennandi með stórum leikmyndum og fjöldasenum en ekki síður fínlegum athugasemdum um hnignun siðferðis og refslegt and- rúmsloft samsæris og valdaátaka. Scott leyfir sér til allrar lukku ekki að sökkva myndinni í svall- og úr- kynjunarsenur að hætti t.d. þeirrar agalegu myndar Kalikúla. Sagan fjallar um hershöfðingjann Maximus sem unnið hefur glæsta sigra fyrir heimsveldið á Germönum og vill ekkert frekar en snúa aftur heim til konu sinnar og sonar. Hinn deyjandi keisari Markús Árelíus vill að hann verði keisari eftir sína daga en áður en Maximus getur gefið svar sitt hefur hinn eiginlegi erfingi, Kommódus, myrt föður sinn og grip- ið völdin í skjóli systur sinnar. Hann gefur skipun um að myrða Maximus og fjölskyldu hans. Maximus kemst undan en fjölskyldan er myrt og hershöfðinginn, sem gerist skylm- ingakappi eða þræll eftir því hvemig fólk lítur á það, hyggur á hefndir. Russell Crowe leikur Maximus þennan og gerir það með miklum ágætum eins og hans er von og vísa. Hann er einskonar ofurmenni að hætti draumaverksmiðjunnar, leik- soppur örlaganna sem hefur sigur að lokum, en Crowe fær óvenju rúman tíma til þess að gera sig mannlegan sem syrgjandi fjölskyldufaðir er þrá- ir ekkert heitar en sameinast fjöl- skyldu sinni á ný. Eini gallinn við persónuna er sá að hann er svo flínk- ur skylmingakappi að maður hefur aldrei hinar minnstu áhyggjur af honum í hringnum. Vel er skipað í önnur hlutverk. Richard Harris er útlítandi orðinn eins og þreyttur sukkkeisari, Oliver Reed er ábúðarmikill þjálfi (þetta var síðasta mynd þessa ágætis leik- ara), Joaquin Phoenix er frábær sem keisarinn Kommódus, sem virðist ekki hugsa annað en illar hugsanir og Connie Nielsen er fín sem systir hans. Aðal skylmingamynda er auðvitað bardagasenurnar og þær eru mjög vel hannaðar undir stjóm Scotts. Skylmingakappinn býður þannig að flestu leyti upp á fyrirtaksskemmtun sem óhætt er að mæla með sérstak- lega. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.