Morgunblaðið - 23.05.2000, Page 50

Morgunblaðið - 23.05.2000, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MARIA GUÐNÝ * ÁSTMARSDÓTTIR + María Guðný Ástmarsdóttir var fædd á ísafírði 3. mars 1904 og ólst þar upp. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 10. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Rósamunda Guð- mundsdóttir og Ást- mar Benediktsson. % Systkini hennar voru - Magnús Ástmarsson, prentsmiðjusljóri í Gutenbergprent- srniðju, séra Ingólfur Ástmarsson, lengst prestur á Mos- felli í Grímsnesi, og Elín Ástmars- dóttir verslunarkona, sem öll eru látin. Hinn 27. apríl 1941 giftist María Aðalsteijii Guðjóni Guðbjartssyni, f. 27.4.1899, d. 26.9.1973, en hann var úr Grunnavíkurhreppi, sonur Kristjönu Kristjánsdóttur, yós- móður, og Guðbjarts Péturssonar, sjómanns. María og Aðalsteinn eignuðust þijú börn: Rósu, f. 1941, sem er gift Úlf- ari Brynjólfssyni, bónda í Stóru-Mörk og eiga þau sjö böm og tíu bamabörn; Sigrúnu, f. 1944, d. 1975, en hún var gift Eyjólfí Haraldssyni, lækni. og voru þau barnlaus, og Aðal- stein Ómar, en hann er kvæntur Sigur- laugu Á. Guðlaugs- dóttur og eiga þau þrjá syni og fimm bamaböm. María bjó lengst af að Einarsnesi 38, en var þjá dóttur sinni í' Stóm- Mörk siðustu ár, að undanskildum seinustu fjórum mánuðunum, sem hún var vistmaður á Hjúkmnar- heimilinu Lundi á Hellu. Utför Maríu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú hefur mamma fengið hvfld. Mig langar að láta fylgja þessari — íiveðju hluta af ljóði, sem hún fékk frá mér, þegar hún varð 85 ára: Þú gladdist alltaf með mér og gleði þín var mikil, og gleði þín var stór, er umvafðir þú hópinn minn með ömmuhöndum þínum svo allt að vonum fór. Er rökkva tók á kvöldin og ró að færast yfír þitt ráð var sérhvem dag að leggja saman hendur og biðja Guð að blessa og bæta okkar hag. En þegar að því kemur aðeigumviðaðkveðjast en aðeins skamma stund - þávildiégmegahalda í hendi þér á meðan og hugsa um næsta fund. Þá ósk, sem kemur fram í síðasta erindinu, fékk ég uppfyllta, því ég fékk að halda í höndina hennar síð- ustu stundirnar. Þakklæti okkar og blessun fylgi henni til endurfunda við ástvinina í Guðsríki. Rósa. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm sem dó. Og þér hafði lærst að hlusta uns hjarta í hverjum steini sló. Og hvemig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð og þér fannst vorið vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. Og dagurinn leið í djúpið vestur og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum - andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra sem bíða í myrkrinu og þrá daginn - og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þin var orð- in að blómum við fótskör hans. (Tómas Guðm.) Elsku amma Maja, nú ertu loks- ins komin til afa og Sigrúnar. Eg veit að þú gleðst yfir því og þess vegna verðum við sem eftir erum að ÚTFARARÞJÓNUSTAN Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið og séð um útfarir á höfuðborgar- svæðinu sem og þjónustu við landsbyggðina í 10 ár og erum samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægsta verð allra á líkkistum og þjónustu við útfarir. Sfmi 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is_____ Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri ÚTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is reyna að skyggja ekki á þá gleði með of miklum söknuði. Það er nú samt ósköp erfitt að hemja slíkt. Einhverjar fyrstu minningarnar sem ég á, eru frá því að heimsækja ykkur afa í Skerjafjörðinn. Eg bað þig alltaf að elda handa mér kjöt- rönd með baunum og karamellu- búðing og það brást aldrei að þú hefðir það til handa mér. Það var alltaf jafn spennandi að koma til ykkar þegar ég var barn, líka fyrir lítinn heimalning eins og mig. Alltaf voruð þið afi svo hlý og góð og sam- band ykkar svo náið að ég held að ég hafi alltaf litið á ykkur sem eitt meðan ég var ung. Svo eltist ég og afi dó. Það hélt áfram að vera gott að koma til þín í Skerjafjörðinn og aldrei þreyttist þú á að segja sögur og syngja fyrir okkur systkinin og leyfa okkur að glamra á orgelið þitt. Þegar þú varst heima hjá okkur í sveitinni þá varstu svo mikil amma að þú varst ekki einungis amma okkar systkinanna heldur allra barna í nágrenninu líka. Ég man ekki eftir neinum á nálægum bæj- um sem ekki kallaði þig ömmu Maju. Svo varð ég unglingur og var send til Reykjavíkur í skóla og bjó þá hjá þér. Það hefur ekki verið þér auðvelt því ég var ekki þægileg í umgengni frekar en margir aðrir unglingar. Oft reyndi ég á þolrifin í þér en þú varst mér alltaf jafn góð og þolinmóð, hvað sem á gekk. Meðan þú stóðst enn fyrir heimili í Skerjafirðinum voru alltaf allir vel- komnir þangað. Allir vinir mínir voru velkomnir og þau fundu það líka. Ég man svo vel eftir því þegar ég kom í fyrsta skipti heim með Jóa og þú dróst mig til hliðar til að segja mér hvað þér litist vel á piltinn minn því hann hefði svo indælt bros. Það entist líka út ævina því alltaf voruð þið jafn góðir vinir og gátuð hlegið og gert að gamni ykk- ar saman. Þú gladdist líka svo innilega þeg- ar Samúel litli fæddist og ég held að veturinn sem ég bjó hjá þér með hann lítinn hafi verið okkur báðum dýrmætur. Það besta sem hægt var að gera fyrir þig var að koma með börnin til þín. Börnin mín elskuðu langömmu sína og vildu alltaf komast til þín, því jafnvel þó þú værir orðin gömul og þreytt varstu aldrei of þreytt til að spila við lítinn strák eða raula fyrir hann barnagælu. Síðustu árin meðan þú bjóst í Stóru-Mörk varstu alltaf jafn glöð að sjá okkur. Þú gast alltaf gantast við Jóa og haft gaman af því sem í kringum þig var og aldrei, hvorki fyrr né síðar, hef ég kynnst nokkr- um sem átti jafn auðvelt og þú með að sjá skoplegu hliðina á sjálfum sér og hlæja að því sem fyrir þig kom. Því jafn glaðlynd og létt sem þú varst þá hlóst þú aldrei á ann- arra kossnað. Það hefði aldrei hvarflað að þér, en að sjálfri þér, það var annað mál. Elsku amma mín ég er svo þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og hafa þig nálægt mér í svona jiiimiiiiTrmT; H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 XXXXXTIX X J TTTITÍl langan tíma. Ég veit að síðustu árin voru þér erfið og það tók mikið á þig að finna að þú varst að tapa minninu og missa tökin á umhverf- inu. Þess vegna veit ég að þú ert fegin að vera nú loks komin aftur heim í Skerjafjörðinn með afa og okkur öllum. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gerðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. Hvfldu í friði amma mín, við hitt- umst aftur síðar. Guðlaug. í dag verður jarðsett amma mín, María Astmarsdóttir, og mig langar til að minnast hennar með nokkrum orðum. Amma var fædd árið 1904 og var því af kynslóð, sem upplifði miklar breytingar, allt frá torfbæjum til tölvualdar. Amma var stórmerkileg kona og átti ekki marga sína líka. Ég fékk oft að vera hjá henni og afa, í Skerjafirðinum, þegar ég var lítil og eru það ógleymanlegir tímar. Hún var yndisleg amma, af þeirri gerðinni, sem alltaf hafði tíma fyrir barnabörnin, að spila við okkur, syngja og segja sögur. Þær voru margar, stundirnar, sem við amma sátum saman og hún sagði mér sög- ur frá ísafirði í gamla daga, og frá því, þegar hún var í Noregi í tvö og hálft ár, að ógleymdri ástarsögunni hennar og afa. Hvernig hún varð skotin í honum, þegar hún var 11 ára og beið eftir honum, þangað til hún var 37 ára, að þau giftust. Það var mikið gæfuspor, því betra og fallegra hjónaband er vandfundið. Amma var ein besta vinkona mín, og þegar ég bjó hjá henni í nokkra vetur, komu vinkonur mína oft í heimsókn og við sátum allar saman í eldhúsinu hjá ömmu, með te og hrökkbrauð og spjölluðum. Amma var trúuð kona og glaðlynd. Það er yndislegt, að fá hláturskast með ömmu sinni. Mest gat hún hlegið að sjálfri sér, og sá spaugilegu hliðina á ýmsum málum. Mér fannst stundum svolítið stress í henni, ef maður missti af strætó, eða önnur veraldleg smá- atvik komu uppá, en þegar eitthvað alvarlegt kom fyrir, þá stóð amma keik og sterk og huggaði hina. Þannig var hún, þegar afi dó 1973, og þegar hún missti Sigrúnu, dóttur sína, hálfu öðru ári seinna. Þetta voru mikil áföll, en hún hafði trú og styrk sem hjálpuðu henni gegnum þessa tíma. Við fráfall afa varð móðir mín, Rósa, sú stoð og stytta, sem amma treysti á æ síðan. Sex af okkur syst- kinunum höfum búið hjá henni í lengri eða skemmri tíma, og það var góður skóli. Síðustu árin bjó hún hjá mömmu og pabba í Stóru-Mörk. Elsku mamma, takk fyrir allt þitt. Mig langar líka að þakka systkinum mínum fyrir allt, sem þau gerðu fyrir ömmu, sérstaklega Ellu Rós, sem er búin að vera henni ómetan- leg hjálp, síðan hún var unglingur. LEGSTEINAR Qraníf HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 HEIMASÍÐA: www.granit.is Nú hefur amma fengið langþráða hvíld, og ég þakka fyrir allt. María Úlfarsddttir. Elsku amma. Mig langar í örfá- um orðum að minnast þín, og þakka þér fyrir allt það góða, sem þú gerðir fyrir okkur öll systkinin og alla okkar vini. Ég var ein af þeim, sem var svo heppin að fá að búa hjá þér, bæði þegar ég var í skóla og svo seinna þegar ég fór að vinna, en þá var þitt heimili alltaf opið fyrir okkur öll. Það var svo gott að búa hjá þér, þú varst alltaf svo góð og þakklát, al- veg sama hvað það var lítið sem maður gerði fyrir þig. Bara það að greiða hárið þitt eða fara út í búð fyrir þig. Alltaf voru tárvot augun af þakklæti, sem tóku á móti manni. Þú þakkaðir Guði alltaf fyrir hvað við værum góð við þig og hvað þú værir heppin. „Guð launar ykkur,“ sagðir þú. Hann gerði það með því að leyfa okkur að vera svona mikið með þér, því við lærðum svo margt af þér. Svo þegar minnið þitt var ekki eins gott og áður, þá runnu stund- um saman draumar, sjónvarpið og ýmislegt annað við raunveruleikann og út komu hinar skondnustu yfir- lýsingar eða sögur. En oftast þegar maður var búinn að leiðrétta það, þá gastu hlegið svo dátt, að þú stóðst varla. Svo sagðir þú: „Mikið var nú gott að hlæja svona.“ Það var alltaf svo gott hvað þú varst létt, kát, þolinmóð og þakklát fyrir allt, smátt jafnt og stórt. Elsku amma, ég á þér svo margt að þakka, en bestu minningarnar um þig geymi ég alltaf í hjarta mínu. Ég segi hér eins og bróðir minn sagði, að ef að það er einhver betri staður til, þá ert þú þar núna, hjá afa og Sigrúnu dóttur þinni. Þú trúðir því og við trúum því líka. Þín Elín Rds. í hljóði og tómi ég hugsa til þín, sem horfin ert vorri jarðarsýn. Þú varst að hverfa frá atóm öld inn um himinsins gullnu tjöld. Frá dauða til lífsins er döpur stund, uns Drottins kemur á náðarfund. í heiminum aldur var orðinn hár en eilífðin þerrar sorgartár. Eg man þín augu svo, ung og skær og yfir þér hárra fjalla blær. Og hárið þitt dökka, þykkt og þétt, og þú varst í spori, grönn og létt. Þú elskaðir heitt, í öllu traust, hvort æska var, eða komið haust. Þinn unnusti fór öll heimsins höf en heim til þín kom, sem lífsins gjöf. Hann fór ungur og höfin kaus hermannlegur og óttalaus. Entust í lífi ykkar bönd. Ekkert sleit nema dauðans hönd. Þú lífsins ártíðir allar fékkst og allra síðast um vetur gekkst. Þótt rósin fólni er fellur snær úr frostinu rís hún aftur skær. Öll böm þín á höndum barstu þér, þau báru þig aftur á höndum sér þig öll þín barnaböm elska heitt þeim öllum hefur þú kærleik veitt. Þú áttir þér gleði - en einnig sorg. Þú einmana stundum gekkst um torg, er dáin var önnur dóttir þín. Hjá Drottni muntu nú sjá hún skín. Hve áttu þar vísan fegins fund þótt fyndir þú áður blæða und. En Frelsarinn lofar að lækna sár, hann lætur nú skína gleðitár. Hann brýtur ei loforð, hann brýtur ei reyr og blaktandi skarið ekki deyr. Frá löngum degi er dauðinn kær, hjá Drottni því lífið aftur grær. Að dánir hittast er Drottins ráð og dásamleg elska hans og náð. Með lífi sínu hann leysti önd og lífið er allt í Drottins hönd. Rósa B. Blöndals.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.